Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 Rabbað við STEFÁN ÍSLANDI i tilefni 70 ára afmælis söngvarans f nýlegri bók Indriða G. Þor- steinssonar um Stefán, Áfram veg- inn, segir Indriði i kafla sem heitir Fjósóperan: „Auk þess að sinna ýmsum snúningum i Syðra-Vallholti, kom smámsaman að þvi að Stefáni Guðmundssyni yrðu falin ákveðin verk að vínna. Verk þessi fólust i ýmiskonar umhirðu i fjósi, vatns- burði og heygjöfum. En fjós voru einnig til ýmissa hluta nytsamleg. Þar var hægt að læra kverið og þar var hægt að syngja og tauta ýmis- legt við kýrnar, hvort heldur lá vel eða illa á hirðinum. Þær tóku öllu tali með þeirri stóisku ró, sem þeim var eiginleg og auðveldað hefur mörgum samneytið við þær og sættir við' tilvistina. Þá er sá kostur við kýr að það er alltaf hlýtt i kringum þær. Stefán byrjaði ungur að beita röddinni sér til stundarléttis. Eng- „Var8 ekki aftur snúið". „Það er að vissu leyti klárt að maður kemst ekki frá sinum heimahögum, en þó getur maður haldið heimþránni i skefjum eftir þvi hvernig maður gengur til verks sem maður hefur valið sér.“ svar- aði Stefán þegar ég spurði hann um hina löngu útivist hans i öðr- um löndum. „Ég var i þrjú ár við söngnám á ftaliu fyrst eftir að ég hélt utan og ég kom aidrei heim á þeim árum. Þar stundaði ég hið virkilega nám þar sem ég fékk eina klukkustund i söngþjálfun á dag og fri voru engin. Ég fór t.d. með kennara minum i sumarfrium hans til þess að missa ekki úr tima. Með þvi móti sló ég tvær flugur i einu höggi, fékk fri frá Mílano sem var óskaplega heit á sumrin og naut jafnframt söngkennslunn- ar. Mann langaði ekki eins mikið heim vegna þess að maður þóttist Stefán íslandi og Páll ísólfs- son fyrir nokkrum áratugum. bjargar þvi að ekki fer allt út um þúfur. Kennari minn sem ég náði i var klókur náungi. Hann var sikileysk- ur baritonsöngvari. f samtali þar sem við töluðum um tónleika sagði karlinn við mig nokkuð sem fleiri þekkja og vita: Þú mátt til með að byrja vel, en passaðu þig á þvi að enda betur. Siðasta and- varpið er það sem fólkið tekur með sér. Það kemur ekki aftur ef þvi likar ekki upphaf og endir. Stefán í hlutverki Don Jose í Carmen í Konunglega í Kaup- mannahöfn 1942 Þetta er gamals manns reynsla. Ég spurði hann einu sinni að þvi hvort Carusó hefði verið eins stór- kostlegur gullklumpur og af var látið? „Hjartað sló i barka Carusó." Já, það var einkennilegt, svaraði kennari menn, hjartað sló i bark- anum á manninum og röddin var svo næm og tilfinningarik að fólk Stefán í hlutverki Hertogans í Rigoletto i Þjóðleikhúsinu 1951. hreifst með. Röddin var einnig fögur, en ekki eins mikil og ætla mætti eftir þeim grammófónplöt- um sem maður átti. Þarna var stórkostlegur maður á ferðinni þegar hann var upp á sitt bezta.“ „Hvernig varð þér við að vera allt i einu kominn i faðm sönglist- ar ítaliu úr ævintri skagfirskrar sveitar?" „Eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég var nýkominn til Genúa, Stefán í hlutverki Fást í samnefndri óperu í Konunglega í Kaupmannahöfn. ar sögur fara þó af söng hans fyrr en hann fiuttist að Syðra-Vallholti. Þar tók fólk fljótlega eftir þvi að þessi ungi og munaðarlausi piltur geymdi gull i barka sinum og var ósinkur að láta i sér heyra. Svo vildi til að Gunnar Gunnarsson, yngri, var töluverður söngmaður, og mun það ekki hafa skemmt honum litið að vera búin að fá slikan söngfugl á heimilið þar sem Stefán var. Þá voru aðallega sung- in tvisöngslög. Segir sagan, og er höfð eftir Ólafi i Álftagerði, að það væri sama hvað Gunnar byrj- aði lag á háum tón, að aldrei bilaði Stebbi. Og þóttu þetta mikil undur.“ Söngferill Stefáns var um lang- an veg á erlendri grund. Þegar við röbbuðum við söngvarann i tilefni afmælisins spurðum við fyrst hvernig áratuga dvöl i útlöndum hefði hljómað við taug Skagfirð- ingsins. vera svo upptekinn af sjálfum sér og sinu námi. Það varð ekki aftur snúið úr þvi að maður var kominn út i þetta. „Við eigum að talast við, en ekki syngja." Sönglistin er strangur húsbóndi og það er liklega engin listgrein eins varasöm og þessi fjandas söngur. Ég held því fram að al- mættið hafi i rauninni aidrei ætl- azt til þess að menn syngju, það eru fuglarnir sem eiga að syngja, við eigum að talast við. „Að byrja vel og enda betur" Að vera uppi á háa c-inu heilt kvöld er ekki náttúrulegt, það er menntun, æfing og þroski sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.