Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 Útgafandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. Aðalstræti 6. slmi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80.00 kr. eintakið. BSRB Nú er það orðið sem við blasti: að yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfs- manna hefur í atkvæðagreiðslu fellt sáttatillöguna, sem fyrir lá. Er hvort tveggja, þátttakan í atkvæðagreiðslunni og niður- staða hennar, ótvíræð yfirlýs- ing um það, að opinberir starfs- menn sætta sig ekki við þær kauphækkanir, sem ráð var fyr- ir gert í tillögunni. Því hefur verið haldið fram, að í sáttatil- lögunni hafi verið gert ráð fyrir meðaltalshækkun á laun opin- berra starfsmanna, sem nemur 32% frá maílaunum eða allt að 16% frá septemberlaunum, en um þetta hafa aðilar þó ekki verið ásáttir og prósentuhækk- unin hefur verið dregin ! efa. Hitt er þó staðreynd, að hún var mikil, samkvæmt sáttatil- lögunni, og jafngilti a.m.k. því, sem launþegar fengu i samn- ingum ASÍ við atvinnurekend- ur. Samkvæmt sáttatillögunni hefði ríkissjóður þurft að greiða milljarð króna umfram það, sem gert var ráð fyrir í kjaratil- boði fjármálaráðuneytisins, er fól í sér milljarða útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. Af þessu má sjá að úr þessu verður ekki sætzt á hækkun launa opinberra starfs- manna, sem felur ekki í sér verulegan útgjaldaauka fyrir ríkissjóð og þar með aukna verðbólgu — og e.t.v. skatt- heimtu — ! landinu, svo horfzt sé í augu við blákaldar stað- reyndir. Sú kjaranefnd, sem sáttatil- boðið gerði, vann verk sín vel og samvizkusamlega. þó að op- inberir starfsmenn hafi ekki á það fallizt. Morgunblaðið hefur ekki treyst sér til að hvetja opinbera starfsmenn til að sam- þykkja alfarið sáttatillöguna, þó það geri sér hins vegar grein fyrir því, að það var ábyrgðar- hluti að fella hana, eins og ástatt er í þjóðfélaginu Vissir hópar opinberra starfsmanna eru ekki of sælir af launum sinum. Það er alls ekki út i hött að finna leiðir til að lyfta kjör- um þeirra. Hitt er svo jafnrétt, að margir opinberir starfsmenn hafa sæmileg eða nokkuð góð laun og enn aðrir ágæt. Nú þarf að leggja áherzlu á að skilja þarna á milli og róa að því öllum árum að þeir, sem minnst hafa, rétti hlut sinn. Það er engum til góðs að of mikils launamisræmis gæti í þjóðfélagi okkar og varla ámælisvert þegar menn, hvort sem það er með atkvæða- greiðslu eða öðrum hætti, óska eftir að finna leiðir til að jafna bilið — eða treysta sér ekki til að samþykkja laun, sem þeim finnst ekki í samræmi við þær kröfur um lífskjör, sem verið hafa efst á baugi. En á hitt skulum við einnig lita og gleyma ekki, að dýrtiðin er helzti óvinur okkar og menn skulu gæta sín vel áður en þeir skara að glóðum hennar. Við höfum því miður — og öðrum Evrópuþjóðum fremur — þurft að glima við þennan þjóðar- háska og sér ekki út fyrir þann vanda. Það hafa þó ekki verið opinberir starfsmenn, sem skarað hafa í eld verðbólgu- bálsins á undanförnum árum, þvert á móti; þeir hafa margir sýnt mikið langlundargeð. Má í því sambandi minna á svokall- aða olíusamninga, á tímum vinstri stjórnar, er þá skipuðu opinberum starfsmönnum, ekki sízt hinum lægst launuðu, aftar launþegum hins frjálsa vinnumarkaðs. En miðað við stöðu mála í dag, getur það tæplega farið saman, eins og áður hefur verið minnst á hér í blaðinu, að saman fari ævi- ráðning og verkfallsréttur opin- berra starfsmanna. Nú verða menn að setjast að samningaborði á ný — og finna leiðir til sátta. Að öðrum kosti gæti atkvæðagreiðsla opinberra starfsmanna orðið til þess að veikja þjóðfélagið enn — og það stórlega. Allir ís- lendingar vona, að niðurstöður fáist í deilunni, sem flestir geti sætzt á. Nú mega menn ekki sýna óbilgirni, heldur sáttfýsi. Það eitt er íslenzku þjóðinni í hag Óskir opinberra starfs- manna eru þær helztar, að samtök þeirra nái fram hækkun á lægstu launum, einnig ein- hverjum leiðréttingum í miðju launastigans, „til samræmingar við aðra starfshópa í þjóðfélag- inu", eins og komizt hefur verið að orði. Morgunblaðið treystir sér ekki til að spá um, hver úrslitin verða; hvort t.a m. komi til verkfalls opinberra starfs- manna eða ekki En það hljóta þeir BSRB-menn að vita, að með úrslitum atkvæðagreiðsl- unnar nú hafa þeir tekið vissa áhættu, a.m.k. þeir, sem ekki æskja verkfalls. En enginn vafi er þó á því, að rikisvaldið mun ganga til móts við þá, eins og unnt er. En bolmagn þjóð- félagsins er ekki mikið, því miður, og óbilgirni nú gæti leitt til ringulreiðar, sem hefði ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir þjóðarheildina, en mundi gleðja öfgaöfl svo um munaði. Þetta mættu ábyrgir aðilar inn- an samtaka opinberra starfs- manna muna, nú þegar aftur verður setzt við samningaborð- ið — svo og fulltrúar rikis- valdsins. Tæplega 13 tíma sóknarrædu í Guðmundar- og Geirfínnsmá „Þetta er allt í lagi, < sjá um það sem efti sagdi Sævar Ciesielski félögum sínum til hu BRAGI Steinarsson vararíkis- saksóknari lauk sóknarræðu sinni í Guðmundar- og Geir- finnsmálum fyrir sakadómi Reykjavíkur klukkan 11.35 í gærmorgun. Hafði hann þá flutt mál sitt í samtals 12 klukkustundir og 35 minútur og mun þetta vera einhver lengsta sóknarræða, sem um getur i opinberu refsimáli á seinni árum a.m.k. Tveir hinna ákærðu, Sævar Marínó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson, hafa hlytt á mál- flutninginn allan timann, Tryggvi Rúnar Leifsson hlýddi á málflutninginn i Guðmundarmálinu og Erla Bolladóttir kom i réttarsalinn um þrjúleytið á þriðjudag og dvaldi þar i tæpa hálfa klukkustund en hvarf þá á brott. Guðjón Skaprhéðins- son hefur ekki komið i réttar- haldið. Það kom fram í niðurlagi sóknar- ræðu Braga Steinarssonar að af ákæru- valdsins hálfu er litið svo á, að í þessu máli sé um að ræða svo mörg og alvarleg brot og þá sérstaklega hvað varðar þá Sævar Marínó og Kristján Viðar að einsýnt sé að dómurinn verði að nota heimildir, sem 34. og 211. grein almennu hegningarlaganna veita og dæma umrædda tvo menn í ævi- langt fangelsi. Er það krafa ákæru- valdsins að þeir verði dæmdir til ævi- langrar fangelsisvistar. Þá sagði Bragi að það jaðraði við að brot sumra ann- arra sakborninga í málinu féllu hér einnig undir, t.d. Tryggva Rúnars Leifssonar og jafnvel Erlu Bolladóttur. Hámarksrefsing við meinsæri 16 ár í 211. grein almennra hegningar- laga segir svo orðrétt: „Hver sem svipt- ir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt í 34. grein sömu laga segir orðrétt: „í fangelsi má dæma menn ævilangt eða í tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár. — Þegar lögin leggja fangelsi við afbroti, er átt við fangelsi um tiltekinn tíma, nema annað sé sérstaklega ákveðið.” Loks segir í 148 grein sömu laga: „Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal hann sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því. hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna að viðkomandi hafi drýgt Hafi brot haft í för með sér eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 1 6 árum." Krafizt ævilangs fangelsis Bragi Steinarsson sagði að tveir sak- borninganna, Kristján Viðar og Sævar Marinó, vaeru ákærðir fyrir þrjú brot af alvarlegasta tagi, tvö manndráp og rangar sakargiftir sem tvimælalaust flokkuðust undir 148 greinina um að brotinu hefði verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir þá fjóra menn, sem ranglega voru ákærðir, en hámarksrefsing er þar tiltekin 16 ár eins og að framan greinir Sagði Bragi að brot þeirra Sævars og Kristjáns væru svo alvarlegs eðlis að ekki kæmi til greina að mati ákæruvaldsins að dæma þá í fangelsi i tiltekinn tima. þ e. þá mest i 1 6 ár, heldur væri einsýnt að dómstólnum bæri að nota heimild 34 og 211. greinar og dæma þá i ævi- langt fangelsi Væri það krafa ákæru- valdsins Þess skal hér getið, að það mun ekki hafa gerzt hér á landi á þessari öld a.m.k. að maður hafi verið dæmdur til lengri fangelsisvistar en 1 6 ára. Ennfremur skal það itrekað, að með orðalaginu „ævilangt fangelsi" er ekki átt við fangelsi i tiltekinn tíma heldur beinlínis fangelsisdvöl til ævi- loka en að sjálfsögðu hefur dómsmála- ráðherra heimild i lögum til þess að láta fanga lausan til reynslu áður en afplánun er lokið Þá ræddi sækjandmn nokkuð um hugsanleg atriði, sem kunna að verða ákærðu til refsilækkunar Hann kvað það ágreiningslaust að þau væru öll sakhæf. Afdráttarlausar játningar sak- borninga gætu haft áhrif til lækkunar og því taldi Bragi það einkennilegt af sumum hinna ákærðu að slá þvi vopni úr höndum verjenda sinna með því að draga allar játningar til baka og gefa yfirlýsingar á seinni stigum um að þeir væru algjörlega saklausir í máli þessu. Hvað Erlu áhrærir sagði Bragi, að hún hefði haldið fast við játningar sinar og mætti teljast rétt að meta það til refsi- lækkunar og sömuleiðis það, að hún skyldi „opna þá litlu glufu sem þurfti til þess að koma þessum málum á þann skrið að þau upplýstust og þar með létt þvi oki af þjóðinni, sem ríkti vegna þess að málin voru óupplýst," eins og saksóknarinn sagði orðrétt i ræðu sinni i gær Verjandi Kristjáns Viðars lauk flutningi vamarræí „Rikar sönnunarkröfur verðu þegar refsað er fyrir manndráp áþreifanleg sönnunargögn hafz EFTIR hádegið í gær hófst málflutningur verjenda í Guð- mundar- og Geirfinnsmálun- um í sakadómi Reykjavíkur. Fyrsta varnarræðan var flutt í heild og var það verj- andi Kristjáns Viðars Viðars- sonar, Páll Arnór Pálsson, hdl., sem lauk máli sínu með fyrirvara og áskildi sér rétt til frekari málsreifunar og lög- fræðilegs rökstuðnings í ann- arri umferð ef honum þætti ástæða til. Aðalkrafa um sýknu Verjandinn karfðist aðallega sýknu, en til vara vægustu refsíngar sem lög leyfa fyrir öll ákæruatriðin i ákæru sem útgefin var 8 desember 1976 gegn Kristjáni Viðari Viðarssyní Hann gerði sömu kröfum varðandi ákæru sem gef- in var út 16 marz s.l. um þargreind brot Kristjáns. Hann krafðist þess jafn- framt að vist Kristjáns í gæzluvarðhaldi kæmi að fullu til frádráttar refsingu ef hún yrði dæmd Auk þess krafðist hann réttargæzlulauna frá desember 1 975 og málsóknarlauna sjálfstætt. I ákærunni, sem gefin var út 8. desember 1976, er Kristján Viðar, ásamt Sævari Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni, ákærður fyrir að hafa ráðizt á Guðmund Einarsson, Hraun- prýði, Blesugróf, I kjallaraibúð á Ham- arsbraut 1 1, Hafnarfirði aðfararnótt 27. janúar 1 974, og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af og komið líkinu síðan fyrirá ókunnum stað Kristján Viðar er einnig ákærður fyrir fjögur sameiginleg innbrot með Sæv- ari Ciesielski I Reykjavík á árunum 1972 — 1974 og þrjú önnur innbrot sem hann framdi sjálfstætt. í ákæruskjali útgefnu 16 marz 1977 er Kristjáni Viðari gefið að sök að hafa ásamt Sævari Ciesielski og Guðjóni Skarphéðinssyni misþyrmt Geirfinni Einarssyni i Keflavík aðafrar- nótt 20 nóvember 1974 svo að hann hlaut bana af Kristján Viðar er einnig ákærður fyrir að hafa ásamt Erlu Bolla- dóttur og Sævari Ciesielski flutt lik Geirfinns upp að Rauðhólum, hellt á það benzlni, kveikt i þvi og siðan greftrað það. Þá er Kristjáni Viðari gefið að sök að hafa stolið peninga- veski Geirfinns, en í þvi voru 5000 krónur og skilríki ýmiss konar Loks er honum gefið að sök að hafa ásamt Sævari og Erlu borið rangar sakargiftir á hendur fjórum saklausum mönnum, sem þurftu að sæta langvar- andi gæzluvarðhaldi af þessum sökum Fallið var frá þeirri ákæru á hendur Krístjáni Viðari, að hann hefði veitt Guðmuni Einarssyni áverka með hnifi, þar sem við framhaldsrannsóknir sann- aðist, að hnifur sá sem Kristján kvaðst hafa notað var honum ekki tiltækur er verknaðurinn var framinn. Rökstuðningur fyrir sýknu Sýknukröfu sína við fyrri ákærunni, um drápið á Guðmundi Einarssyni, rökstyður verjandinn aðallega með því, að öll áþreifanleg sönnunargögn fyrir morðinu skorti. Lík Guðmundar hafi ekki fuldizt, munir sem tilheyrðu hon- um og morðvopnið eða önnur verks- ummerki hefði heldur ekki fundizt Játningar sakborninga hefðu allar ver- ið bornar til baka, en þær hefðu eins og varasaksóknari sagði i sóknarræðu sinni verið grundvöllur ákærunnar og aðalgögn málsins Á skýrslu Erlu Bolla- dóttur 20 des 1975 um dauða Guð- mundar sem hún hefði verið látin stað- festa með eiði andstætt 101. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem hún gæti verið sek að einhverju leyti, væri ekki hægt að lita sem sönnunar- gagn, þar sem hún var ekki vitna að meintum átökum í þessari skýrslu seg- ir hún, að hún hafi komið að Sævari, Tryggva Rúnari og Kristjáni þar sem þeir voru að rogast með einhvern stór- an og þungan hlut vafinn í lak, og að hún hafi þá álitið það vera mannslik- ama í skýrslum sem teknar voru af ákærðu hjá rannsóknarlögreglu ber þeim sjálfum ekki saman um hvað gerðist þessa nótt að Hamarsbraut 1 1. Siðar hefði nýtt vitni komið fram i málinu, Gunnar Jónsson, sem dvalizt hefur á Spáni Hann sagðist muna litið frá þessu kvöldi. en þegar hann hefði verið látinn kynna sérmálið úr úr dag- blöðum hefði eitthvað farið að rifjast upp fyrir honum. En eftir að hafa staðið auglíti til auglitis við Sævar Marinó, kvaðst hann ekki viss um, að hann hefði yfirleitt verið staddur að Hamarsbraut 1 1 þetta kvöld i janúar Á meðan sakborningar voru i gæzluvarð- haldi og rannsókn málsins var á frum- stigi hafði hann fulla vitneskju um það, þar sem hann dvaldist erlendis, en gerði engan reka að því að koma upplýsingum sinum um málið til réttra aðila Hinrik Þórisson, sem borið hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.