Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977
Island hafði reynsluna og
Geir fram yfir Kínverjana
STÓRGÓÐUR leikur Geirs Hallsteinssonar f fyrra hálf-
leik landsleiks tslands og Kína í handknattleik í Laugar-
dalshöllinni f gærkvöldi lagði grunninn að 6 marka sigri
tslendinga, 32—26. t fyrri hálfleiknum skoraði Geir
sjálfur fimm mörk, átti þrjár Ifnusendingar á Björgvin
sem allar gáfu mörk og lék Jón Pétur Jónsson þrfvegis
algjörlega frían, þannig að hann get nánast ekki annað
en skorað. Gekk Kínverjunum erfiðlega að hemja Geir
og létu hann plata sig oft heldur illa. t seinni hálfleikn-
um hafði Geir sig ekki eins mikið í frammi, enda var
hálfleikurinn mjög jafn.
Handknattleikurinn sem boóið
var upp á í gærkvöldi var annars
ekki upp á marga fiska. Kínverj-
ar, sem eru byrjendur i íþrótt-
inni, gerðu þó marga hluti lag-
lega, og er óhætt að fullyrða að
þeir eru komnir á mjög svipað
getustig og fjölmörg önnur lönd,
jafnvel þau sem eiga lið í loka-
keppni heimsmeistarakeppninn-
ar. Það sem helzt skortir á hjá
þeim er ákveðnari varnarleikur,
svo og meiri ró i leiknum, en
sóknarlotur þeirra voru yfirleitt
ákaflega stuttar. En hraðann og
lagnina höfðu þeir í rikum mæli,
og iétu knöttinn oft vinna mjög
skemmtilega. Og víst er að i liði
þeirra eru nokkrir leikmenn sem
gætu styrkt hvaða lið sem er, sér-
staklega þó leikmaður númer 7,
Chin Pai-lien, sem hefur mjög
gott auga fyrir möguleikum sem
gefast og var fljótur að ákveða
sig, bæði með sendingar og skot.
íslenzka liðið bar þess óræk
merki að keppnistímabilið er að
hefjast og samæfing liðsins er
nánast engin. Þvi varð að þessu
sinni að byggja meira á framtaki
einstaklingsins en góðu hófi
gegndi, en það vildi liðinu til að
Geir var í „stuði“ i fyrri hálfleikn-
um, og að Ólafur Einarsson kom
sterkur frá seinni hálfleiknum.
Leikmenn liðsins voru annars
mjög svo misjafnir, og erfitt raun-
ar að sjá hvaða erindi sumir áttu í
þessu landsliði. Annars er auðvit-
að erfitt að dæma um siíkt eftir
leik sem þennan, þar sem menn
geta leyft sér að gera miklu meira
og reyna miklu meira en óhætt
væri að gera væri leikið við sterkt
lið.
Því verður ekki á móti mælt að
íslenzka liðið sýndi oft góða
spretti i sóknarleik sínum i gær-
kvöldi og tókst að nýta sér
reynsluleysi Kínverjanna. Varn-
arleikur liðsins var hins vegar
allan tímann í molum, og mark-
varzlan þar af leiðandi heldur
slök. Sum marka Kínverjanna
voru af ódýrustu gerðinni, og
stundum tókst Kínverjunum
hreinlega að „plata okkar menn
upp úr skónum".
Kínverjar höfðu betur í leikn-
um í gærkvöldi til að byrja með.
Komust þeir í 3—1 og 4—2, og var
það ekki fyrr en um miðjan fyrri
hálfleikinn sem íslendingar náðu
loks yfirhöndinni, 7—6, og eftir
það var oftast um íslenzka forystu
að ræða. Þegar um 20 minútur
voru liðnar af leiknum var staðan
10—8 fyrir ísland, sem náði þá
sínum bezta kafla í leiknum og
hafði náð fimm marka forystu i
leikhléi, 17—12.
I seinni hálfleik var leikurinn
lengst af mjög jafn, en Islending-
arnir þó jafnan ívið betri. Mestur
varð munurinn 9 mörk er staðan
var 27—18, en Kínverjar áttu góð-
an lokasprett í leiknum jafnframt
því sem íslenzka liðið slappaði
áberandi af og fór að taka lífinu
með ró þegar sigurinn var tryggð-
ur.
Sem fyrr segir bar Geir Hall-
steinsson af islenzku leikmönnun-
um í leiknum I gær, og án hans
hefði þarna örugglega orðið um
hnífjafnan leik að ræða. Jón Pét-
ur Jónsson komst einnig ágætlega
frá þessum leik, svo og þeir Ólaf-
ur Einarsson, Árni Indriðason og
Björgvin Björgvinsson. Aðrir
leikmenn liðsins voru daufir í
dálkinn og náðu sér aldrei á strik.
Hjá Kinverjunum átti Chin Pai-
lien rríjög góðan leik og fór oft illa
með íslenzku vörnina. Markvörð-
Björgvin Björgvinsson sendir knöttinn framhjá kfnverskum varnar-
leikmanni í mark þeirra.
urinn Chin Sen-lin varði mjög vel
og leikmaður nr. 5 Chang Hsin-an
gerði margt skemmtilegt í leikn-
um.
t stuttu máli:
Landsleikur i Laugardalshöll 4.
okt.
Island—Kina32—26 (17—12).
Mörk tslands: Ólafur Einarsson
9 (2 v), Geir Hallsteinsson 6 (2
v), Jón Pétur Jónsson 4 (1 v),
Björgvin Björgvinsson 4, Þórar-
inn Ragnarsson 3 (1 v), Árni
Indriðason 2, Þorbjörn Jensson 2,
Jón Karlsson 1, Viggó Sigurðsson
1.
Mörk Kfna: Chin Pai-lien 8,
Chang Hsin-an 4, Kou Tsien 3,
Chen Chin-chun 3, Li Ying Tshi 3,
Kao Chen-nan 2, Chang Sheng 1,
Chang Pao-Ping 1, Chang Fu-Hsin
1.
Brottvfsanir. af velli: Geir Hail-
steinsson og Þórarinn Ragnarsson
í 2 mín. Chen Chin-chun og Chin
Pai-iien i 2 mín.
Misheppnað vftakast: Choh
Sen-lin varði vítakast frá Geir
Hallsteinssyni.
Dómarar: Björn Kristjánsson
og Óli Olsen og dæmdu þeir nokk-
uð vel. —sthl.
KVENNALIÐIÐ
Krístjana Aradóttir. FH
Margrót Brandsdóttir. FH
Sveinhvit Magnúsdóttir. FH
Anna Gunnarsdóttir. FH
Katrin Danivalsdóttir. FH
GySa Þórisdóttir. FH
Erla Sverrisdóttir. Ármanni
Magnea Magnúsdóttir. Ármanni
Guðrún Sigurþórsdóttir. Ármanni
Margrét Theódórsdóttir, Haukum.
Sex þessara stúlkna gáfu ekki kost
á sér til æfinga með landsliðinu. þær
Oddný, GuSrún, Jóhanna, RagnheiS-
ur, Björg og Sigurborg, en úr hópi
hinna verSa fjórtán stúlkur valdar til
ferSarinnar til Þýzkalands kringum
10. október n.k.
Enska
knatt-
spyrnan
I gærkvöldi fóru nokkrir leikir
fram í brezku knattspyrnunni og
urðu úrslit þeirra þessi:
ENGLAND 1. DEILD:
Chelsea/Leicester City
Leeds United/Aston Villa
Norwich/Newcastle
ENGLAND 3. DEILI):
Chesterfield/Colchester
Hereford/Bury
ENGLAND 4. DEILD:
Bournemouth/Doncaster
Crewe/York
Rcading/Aldershot
SKOZKA DEILDAR-
BIKARKEPPNIN
Arbroath/Dundee Utd.
Ayr Utd./Forfar Athletic
Dundee/Queen of the South
Dunfermline/Clydebank
Hamilton/St. Mirren
Hearts/Morton
Rangers/Aberdeen
Stiling Aibion/Celtic
0:4
2:1
0:0
2:0
0:2
3:0
6:1
1:2
PÉTUR ÞJÁLFAR
Islenzka kvennalandsliSiS i hand-
knattleik mun leika tvo landsleiki viS
Vestur-Þýzkaland 21. og 24. október
n.k. Fara báSir leikimir fram ytra.
Hefur veriS valinn hópur til æfinga
fyrir þessa leiki, og er þaS hinn
góðkunni handknattleiksþjálfari Pét-
ur Bjarnason, sem mun þjálfa liðið
og sjá um val þess.
Stúlkurnar sem Pétur valdi til æf-
inga voru eftirtaldar:
Oddný Sigsteinsdóttir, Fram
Guðný Guðjónsdóttir, Fram
Guðrún Sverrisdóttir. Fram
Jóhanna Halldórsdóttir, Fram
Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram
Ragnheiður Lárusdóttir. Val
Harpa Guðmundsdóttir, Val
Oddný Sigurðardóttir, Val
Björg Guðmundsdóttir, Val
Ágústa Dúa Jónsdóttir, Val
Sigurborg Pétursdóttir. Val
Hanslna Melsteð, KR
Hjördís Sigurjónsdóttir, KR
Hjálmfriður Jóhannsdóttir, KR
Manchester Unrted sigraði
St. Etienne í gærkvöldi 2-0
MANCEHSTER United tryggði-
sér í gærkvöldi áframhaldandi
keppnisrétt f Evrópubikar-
keppni bikarhafa er liðið bar
sigurorð af franska liðinu St.
Etienne á Park Stadium,
heimivelli Plymouth Argyle.
Skoraði United tvö mörk gegn
engu, en fyrri leik liðanna, sem
fram fór í Parfs, hafði lyktað
með jafntefli 1—1. Eftir þann
leik var Manchester United
da-mt í keppnisbann vegna
óláta og óeirða áhangenda
liðsins, en UEFA mildaði hins
vegar sfðar þann úrskurð og
leyfði United að leika á hlut-
lausum velli. Áhorfendur að
leiknum í gærkvöldi voru
31.634 og voru þeir hinir
stilltustu meðan leikurinn fór
fram.
Stuart Pearson skoraði fyrra
mark Manchester United f gær-
kvöldi á 33. mínútu, en sex
minútum síðar varð hann að
yfirgefa völlinn v vegna
meiðsla. Um miðjan seinni
hálfleik tókst svo Steve Coppell
að snúa af sér vörn franska
liðsins og skora fallegt mark
sem innsiglaði sigur Manchest-
er-liðsins f leiknum
Auk þeirra áhorfenda er
fylgdust með leiknum á velli
Plymouth voru rösklega 27
þúsund manns samankomnir á
heimavelli Manchester United,
Old Trafford, og fylgdust þar
með leiknum f sjónvarpi.
Geir Hallsteinsson hefur
dregiö að sér tvo varnar-
menn, en sendir síðan
knöttinn inn á Björgvin
Björgvinsson, sem fiskaði
að þessu sinni vítakast.
íörðttlr
Badminton-
deild Vals
Nokkrír timar óleigðír. Upplýs-
ingar í sima 11134, i kvöld,
millikl. 8.30 og 10.30.