Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 15 Lif og land í nýrri útgáfu BÓKIN Líf og land, um vistfræði tsiands eftir dr. Sturlu Friðriks- son, hefur verið ófáanleg í bóka- búðum um nokkurt skeið. Hún kom fyrst út 1973 og er nú aftur komin á markað. Bókin fjaliar um náttúru Is- lands, lífverurnar í landinu og umhverfi þeirra. Lif og land er sérstæð bók í sinni grein. I þessari bók fjallar dr. Sturla Friðriksson um samspil hinna ýmsu lífvera, sem i landinu búa og greinir frá misjöfnum lífs- kjörum þeirra. Island er harðbýlt land og náttúruöflin leika íbúa þess oft grátt, þar sem eldur, is og óblítt veður þjarmar harkalega að hverjum einstaklingi. 1 góðæri fá hins vegar ýmsir suðrænir slæð- ingar fasta búsetu, dreifing þeirra um landið örvast og jaðrar hinna lífvænlegu svæða færast út og ofar í landið. Frá því er ísöld lauk hefur land- ið smám saman byggzt fjölmörg- um tegundum lífvera, sem hafa háð harða baráttu fyrir tilveru sinni. Saga þessarár framvindu lifs og lands er rakin í bók dr. Sturlu og getið breytinga á gróð- urfari, dýralífi og umhverfi. Mikil þáttaskil urðu í þessari sögu við tilkomu mannsins. Búseta hans í landinu, afnot- af húsdýrum og ýmis nýting af öðrum dýrum og gróðri eru brotin til mergjar og metin sem afköst í nýtingu þeirr- ar sólarorku, sem fellur yfir þurr- lendi íslands. Bókin er mjög vönduð að frá- gangi og skreytt lituðum teikning- um og myndum. Á bókarkápu er litmynd, sem tekin er af landinu úr ERTS-gervihnetti. Sérstæð mynd, sem sýnir i litum það land sem er gróið. Þannig er einnig i þessari bók litið á lífverurnar og umhverfi þeirra í nýju ljósi frá vistfræðilegu sjónarmiði. Orðið vistfræði var fyrst notað af Sturlu i íslenzku ritmáli. Nýr skuttogari til Sauðárkróks Sauðárkróki 4. okt. UM HÁDEGISBILIÐ i dag, þriðjudaginn 4. okt., bættist skut- togari við skipastól Utgerðar- félags Skagfirðinga Sauðárkróki. Togarinn var keyptur frá Lorient í Frakklandi i sumar. Hann var smíðaður 1975 i Pöllandi fyrir franskan kaupanda og er nú rétt tveggja ára gamall. Togarinn hét áður Roekall, en hefur nú fengið nafnið Hegranes SK 2, sem er sama nafn og togarinn bar sem seldur var til Þorlákshafnar i sumar. Hegranesið hefur verið í Newcastle í Englandi til breyt- inga og lagfæringa i rúman mán- uð. Lest skipsins hefur verið und- irbúin til notkunar fiskkassa og einnig þurfti að breyta manna- íbúðum i samræmi við íslenzkar venjur ásamt nokkrum smærri atriðum og á skipið að geta farið til veiða mjög fljótlega. Heildar- verð skipsins með breytingu er um 360 millj. kr. Skipið er 46 m á lengd og 10,5 m á breidd og mæl- ist um 460 brúttósmálestir. í því er Cretell aðalvél 1500 hp og bouduin hjálparvél 125 hestöfl til rafmagnsframleiðslu. Skipstjóri er Sverrir Eðvaldsson, I. stýri- maður er Júlíus Skúlason og I. Vélstjóri er Hannes Arnason. Sauðárkróksbúum var gefinn kostur á að skoða skipið síðari hluta dags i dag og hefur út- gerðarfélagið boðið upp á kaffi- veitingar í Félagsheimilinu af þessu tilefni. Framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Skagfirðinga er Stefán Guðmundsson. — i«n. Verdandi yfirmaður landhelg isgæzlu Nýja UNDANFARNA daga hefur dval- ið hér á landi Denis MeLean frá Nýja-Sjálandi. McLean mun í næsta mánuði taka við ráðherra- embætti í heimalandi slnu og mun landhelgisgæzla heyra undir hans ráðuneyti. Denis McLean kom gagngert til íslands til að kynna sér hér ís- lenzka landhelgisgæzlu, en hann kvað hana þekkta um allan heim fyrir störf sín. Sjálands hér Nýja-Sjáland, syðsta ríkið á hnettinum, hefur enga sjálfstæða landhelgisgæzlu og verður því fyrst um sinn að treysta á her- skipaflota sinn, meðan verið er að byggja upp landhelgisgæzluna. McLean ræddi við yfirmenn Landhelgisgæzlunnar hér, þar á meðal Ölaf Jóhannesson dóms- málaráðherra, og skoðaði ýmis tæki gæzlunnar þ.á m. varðskipin og flugvélarnar. Þing Kennarasambands Aust- urlands haldið DAGANA 17. og 18. september sl. var þing Kennarasambands Austurlands haldið f Valaskjálf á Egilsstöðum. A þingið mættu kennarar af svæðinu frá Bakka- firði til Hornafjarðar. 1 upphafi þings var Kristjáns Ingólfssonar fræðslustjóra minnzt, en hann lézt á árinu. Á þingi Kennarasambands Austurlands i Valaskjálf voru launa- og kjaramál rædd, kenn- araskortur og kennararéttindi, svo og skipulagsmál sambandsins. Um þessi mál voru og samþykktar á Egilsstöðum nokkrar ályktanir, þ.á m. ein þess efnis að kennarar á grunnskóla- stiginu sitji við sama borð hvað snertir laun og vinnutilhögun hvaða aldursflokkum sem þeir kenna. I þinglok var kosin ný stjórn Kennarasambands Austurlands, en þeir sem hana skipa eru Krist- inn Kristjánsson, Alþýðuskólan- um, Eiðum, formaður, Svavar Björnsson, Jökulsárhlíð, ritari, og Helgi Halldórsson, Egilsstöðúm gjaldkeri. Til vara voru kjörnir þeir Trausti Björnsson, Eskifirði og Ólafur Stephensen, Eiðum. SUMARHS 78 Nokkur sumarhús og hjólhýsi verða se/d með eftirfarandi kjorum. V* greitt þegar kaup eru ákveoin 2/4 greitt í vetur, fram að afhendingu hússins Tvor Va lánað fram á haust 1978. Bæði sumarhúsin og hjólhýsin er hægt að sýna núna. Vinsamlega athugið að sumarhús og hjólhýsi verða aðeins flutt inn næsta ár gegn staðfestum fyrirframpöntunum. GISU J0NSS0N & C0 HF Sundaborg 41. Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.