Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977
Jarðarför
KARLS BJÖRNSSONAR.
fyrrv. tollvarðar,
fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 7 október kl 10 30
Rósa Þorleifsdóttir og dætur.
+
Útför eiginmanns mins og föður okkar,
SÆMUNDAR AUÐUNSSONAR
skipstjóra, Nesvegi 59.
fer fram föstudaginn 7 okt frá Fossvogskirkju kl 3 s.d
Arndis Thoroddsen,
Auðunn Sæmundsson,
Ingibjörg Sæmundsdóttir
Sonur okkar og bróðir,
SÆVAR PÁLMASON,
Langagerði 22, Reykjavik.
er lést hinn 30 september 1977, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju kl 10.30 föstudaginn 7 október 1977 Þeir sem vildu minnast
hins látna eru beðnir um að láta líknarstofnanir njóta þess
Þórey Haraldsdóttir,
Pálmi Kárason
og börn.
+
Sonur minn, bróðir okkar og frændi,
LOUÍS EINARSSON,
málari, frá Siglufirði.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag fimmtudaginn 6 október
Borghild Einarsson, Alfreð Einarsson,
Pollý Anna Einarsson, Karl Einarsson,
Svanhvít Einarsson, Einar Einarsson,
ívar H. Einarsson, Álfhildur Kristin Fungo.
Faðir okkar,
HANNES BENEDIKTSSON,
Hafnarstræti 84,
Akureyri.
verður jarðsettur föstudaginn 7 október kl 2 e h að Reynistað í
Skagafirði Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu minnast hins
látna, er bent á líknarstofnamr
Fyrir hönd systkinanna.
Sigurður Hannesson.
+
Hjartkær maðurinn minn, sonur ok1<ar og faðir,
BJÖRN INGI ÁSGEIRSSON,
Ránargötu 1 3,
andaðist á Landspítalanum 4 október
Jóhanna Steinsdóttir,
Dagbjörg Þórarinsdóttir,
Ásgeir V Björnsson og börn.
Minning:
Vilhjálmur Guðjóns-
son - hljómUstarmaður
Fáir gera sér grein fyrir því
hvernig lifið væri án tónlistar, þvi
flestir taka tónlist og tónlistar-
flutning sem jafn sjálfsagóan hlut
og loftið, sem þeir anda að sér.
Enn færri hugleiða hvernig það
hefur orðið að þeim hefur verið
gefið að fá að njóta þessa sjálf-
sagða munaðar.
Á árunum fyrir siðustu heims-
styrjöld var mikill vakning meðal
ungra manna að leggja fyrir sig
hlóðfæraleik sem lífsstarf. Þeim
var full ljóst, að afkomumöguleik-
ar á þvi sviði voru rýrar, en engu
að síður hlýddu þeir köilun sinni
og lögðu ótrauðir á brattann.
Flestir þeirra létu fljótlega deig-
an siga og sneru sér aó arðbærari
iðju, en örfáir létu ekki erfiðleik-
ana á sig fá og héidu stefnunni.
Þeir létu sér ekki nægja að
stunda starf sitt af miklum sóm_a
miðað við þær kröfur, sem þá
voru gerðar, heldur leituðu þeir
til annarra landa til frekari
menntunar, svo þeir geti betur
miðlaó öðrum af reynsiu sinni og
þekkingu og búið þannig jarðveg-
inn fyrir auknum framförum á
sviði tónlistarflutnings. Starfi
þessara manna hefur lítill sem
enginn gaumur verið gefinn í
formi opinberra viðurkenninga
eða þakklætis, enda hafa hér ver-
ið hógværir og lítillátir menn á
ferð, sem unnu brautryðjenda-
starf sitt einungis hugsjónarinnar
vegna, en víst er um það að ís-
lenska þjóðin á þeim að þakka að
tónlistarflutningur hér á landi
skuli vera koininn á það stig sem
hann er í dag. Þessir frumherjar
kveðja okkur nu hver af öðrum,
nú síðast Vilhjáimur Guðjónsson
klarinettleikari, sem lést 28. sept-
ember, tæplega sextugur að aldri.
Vilhjálmur fæddist 8. nóvem-
ber 1917, foreldrar hans voru Sig-
riður Bjarnadóttir og Guðjón
Jónsson bryti, þekkt fólk hér i
borg á sínum tíma. Eignuðust þau
fjögur börn, Bjarna, Valborgu,
Vilhjálm og Kjartan. Á heimili
þeirra var mikill menningarbrag-
ur, svo ekki var að undra að hug-
ur barnanna skuli snemina
hneigjast til æðri lista. Tveir sona
þeirra sneru sér að tónlistinni,
þeir Bjarni og Vilhjálmur, en sá
yngsti Kjartan, lagði fyrir sig
málaralistina. Tvítugur að aldri
fór Vilhjálmur til Danmerkur og
þótti þá þegar það góður hljóð-
færaleikari, þótt sjálfmenntaður
væri, að hann átti ekki í neinum
erfióleikum með að fá starf þar. 1
Danmörku dvaldist hann um hríð
og notaði tímann jafnframt til að
kynnast tónlistarlífi stórborgar-
innar en leitaði heim aftur, því
hér var ærið verk að vinna. Eftir
að hafa verið hér í nokkur ár og
lagt sitt af mörkum við uppbygg-
ingu hljómsveitarstarfs fór hann
til Bandaríkjanna til náms. Þegar
hann kom til baka, árið 1945 réðst
hann sem kennari við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og hélt því
starfi til dauðadags, auk þess sem
hann stundaði kennslu í Kópavogi
og Keflavík og víðar. Vilhjálmur
var ráðinn kiarinettleikari við út-
varpshljómsveitina árið 1945 og
við stofnun Sinfóníuhljómsveitar
Islands fimm árum síðar varð
hann fastráðinn þar. Þeirri stöðu
hélt hann sömuleiðis óslitið til
dauðadags, svo segja má að hann
hafi gefið tónlistinni krafta sina
óskipta. Ótalin eru störf hans i
þágu félagslegrar uppbyggingar,
en hann gegndi fjölda ábyrgðar-
starfa í Félagi ísl. hljómlistar-
manna í gegn um áratugina, —
enn eitt framlag hans til að búa
komandi kynslóðum í haginn.
Persónulega á ég Vilhjálmi
mikið að þakka. Sem unglingur
leitaði ég til hans og bað hann um
tilsögn á hljóðfæri það, sem gagn-
tekið hafði hug minn, m.a vegna
kynni minna af klarinetti í hönd-
um hans sjálfs. Reyndist hann
mér frábærlega vel sem kennari,
vakandi yfir framför minni og
hvetjandi i alia staði. Var það
upphafið að vináttu, sem haldist
hefur æ síðan. Ég hef átt því láni
að fagna að sitja svo til daglega
við hlið Vilhjálms í Sinfónuhljóm-
sveitinni i áratugi og starfa tölu-
vert með honum að félagsmálum.
Hann var ætið hinn trausti klett-
ur, sem hægt var að reiða sig á,
+
Eigmmaður minn
MAGNÚS HÖSKULDSSON.
skipstjóri, Nökkvavogi 50.
andaðist í Borgarspítalanum þann 4. október s.l Jarðarförin auglýst
siðar
Jóhanna Jónatansdóttir
og fjölskylda
+
Bróðir minn og móðurbróðir
BJÖRGVIN ÓLAFSSON,
Lynghaga 13,
andaðist 4. október s I
Guðrún Glsladóttir,
Þóra Guðjohnsen.
+
Eiginkona min og móðir okkar.
ODDNÝ FR. ÁRNADÓTTIR
lést að heimili sinu, Ingimarsstöðum. Þórshöfn. 29 sept s I Utförin
fer fram frá Sauðaneskirkju laugardaginn 8 okt kl 2 s d
Ingimar Baldvinsson
og börn.
Konan min
VALGERÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR,
Brávallagötu 10,
lést aðfararnótt 5 október
Númi Þorbergsson
og börn hinnar látnu
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Efstasundi 100.
Kristján R. Þorvarðarson, Sigríður H. Guðjónsdóttir,
Katrin Þorvarðardóttir, Guðlaugur Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
GUNNARSVAGNSSONAR,
Sigriður Bjarnadóttir,
Bjarni Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Kristin Gunnarsdóttir. Ólafur Jóhannsson.
GunnarV Gunnarsson, Berglind Hallgrimsdóttir
og barnabörn.
hvað sem á gekk og hversu erfitt
sem viðfangsefnið var. í þessa
áratugi bar aldrei minnsta skuggi
á vináttu okkar. Enginn maður
getur óskað sér betra hlutskipti i
starfi en að fá að njóta samfylgd-
ar góðra samstarfsmanna og á það
sennilega hvað mest við um tón-
listarstarfið.
Vilhjálmur kvæntist Ástu Al-
bertsdóttur árið 1952 og eignuð-
ust þau tvær dætur, Ingunni, gift
Helga Sigurðssyni, en þau hjónin
eru bæði við læknanám og Sigríði,
sem fetar í fótspor föður sins og
hefur valið sér tónlistina sem lífs-
starf. Er hún nú við nám í óbóleik
erlendis.
Fyrir hönd allra félaga Vil-
hjálms í Sinfóniuhljómsveitinni
færi ég Ástu, dætrunum og öðrum
ættingjum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gunnar Egilson.
Vilhjálmur Guðjónsson er
dáinn. Hversu erfitt er ekki að
átta sig á þvi, en við vitum að svo
sjúkur var hann orðinn að von-
laust var um bata og því má þakka
Guði fyrir að hann er búinn að fá
hvíld frá þjáningunum. En það er
erfitt að sætta sig við að eiga ekki
oftar eftir að gleðjast með svo
glöóum og elskulegum manni,
sem Villi var, en svo var hann
kallaður í hópi vina sinna.
Endurminningarnar hrannast
upp. Þegar gengið var eftir Öðins-
götunni í gamla daga fór ekki hjá
því að tekið væri eftir húsinu
númer 10. Það var mjög virðulegt
að sjá og það var eins og það
hvíslaði að manni að innan veggja
þess væri lifað mjög skemmtilegu
ménningarlifi, og svo var það líka
í raun og veru. Húsbændurnir
þar, frú Sigríður og Guðjón Jóns-
son bryti, voru ekki aðeins svo
glæsileg í sjón að eftir þeim væri
tekið, heldui' það sem meira var,
óvanalega skemmtilegar mann-
eskjur.
Á heimili þeirra safnaðist mikið
af tónlistarfólki og þar átti það
sínar ógleymanlegu unaðsstundir.
Meðal þeirra var maðurinn minn,
Árni Björnsson tónskáld. Þegar
hann kom hingað til Reykjavíkur
ungur maður norðan úr Þing-
eyjarsýslu, ákveðinn í að leggja út
á tónlistarbrautina, sem ekki
þótti skynsamlegt af eignalausum
manni, var hann svo heppinn að
kynnast þessari fjölskyldu. Hún
tók honum opnum örmum, og
bauð honum m.a. að æfa sig á
píanóið þeirra, sem var forsenda
þess að Árni gæti stundað nám í
hinum nýstofnaða Tóniistarskóla.
Kynnin eru þvi orðin löng og góð.
Þeir Villi og Árni voru lengi sam-
starfsmenn, meðal annars spiluðu
þeir dansmúsík á Hótel Borg, og
munu margir eiga skemmtilegar
minningar frá þeim tima.
En hærra var stefnt, og nú var
takmarkið að koma á fót Sinfóníu-
hljómsveit. Það fórnfúsa starf
sem þeir menn unnu sem að því
stóðu, mætti vera mörgum til
fyrirmyndar. Þeir áttu hugsjónir
sem þeir börðust ótrauðir fyrir,
gáfust aldrei upp þótt á móti
blési, og þess vegna eigum vió i
dag sinfóníuhljómsveit og fjöl-
breytt tónlistarlíf, sem við ógjarn-
an vildum vera án. Vilii var svo
lánsamur að hafa átt sinn þátt í að
byggja grundvöll þess að lands-
menn geta nú notið verka tón-
meistaranna í lifandi flutningi.
Þá ósk á ég nú að leiðarlokum,
þegar ég kveð okkar góða vin, að
þeir kröfuhópar í okkar þjóðfél-
agi, sem virðast helst ekki sjá
annað en peninga og aldrei fá
nóg, tækju sér tíma til að setjast
niður og gefa menningunni meiri
gaum, taka lífsstarf Villa sér til
fyrirmyndar, sem var fyrst og
fremst að gleðja og þroska sam-
borgara sina, eins og æskuheimili
hans gerði forðum. Þá yrðum við
betri íslendingar.
Samstarf og samheldni ykkar
tónlistarmannanna er öllu gulli
betri.
Guð gefi Ástu konu hans óg
dætrum styrk.
Með hjartans þökk fyrir góð
kynni.
Helga Þorsteinsdóttir
Strákapottormar sem voru að
byrja að læra á blásturshljóðfæri
hér í Reykjavík um það leyti sem