Morgunblaðið - 19.11.1977, Side 8

Morgunblaðið - 19.11.1977, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977 Nýja giktarfrímerkið SlÐASTLIÐINN miðvikudag kom út nýtt frímerki, 90 kr., í sambandi við svonefnt Alþjóð- Iegt giktarár. Frá þessari út- gáfu hefur áður verið skýrt hér í þættinum, svo að ekki er ástæða til að fara aftur mörgum orðum um hana. En nú er frí- merkið komið út, og ég get ekki neitað því, að mér finnst það engan veginn fagurt álitum fremur en mörg önnur íslenzk frimerki, sem komið hafa út á undanförnum árum og auglýs- ingateiknarar hafa teiknað. Þá er það prentað með svokallaðri sólprentunaraðferð, sem er sízt til þess fallin að bæta um útlit þess. Ég hitti nokkra safnara að máli, þegar þeir voru að láta stimpla þetta nýja merki með útgáfudagsstimpli. Var það samdóma álit þeirra, að fallegt gæti það ekki talizt og litir of skærir og allt að því glossalegir. Einn sagði, að þetta merki væri ekki betra en Alþýðusambands- merkið frá í fyrra, og er þá nokkuð langt til jafnað að min- um og margra dómi. Eg held, að ráðgjafanefnd sú, sem póst- stjórnin íslenzka hefur sér við hlíð við frímerkjagerð, þurfi að íhuga betur þær teikningar, sem berast að nýjum frimerkj- um, og vanda betur val sitt viö myndefni og liti en oft hefur orðið raunin á nú á allra síð- ustu árum. Ég held, að frí- merkjasafnarar mættu að ósekju hafa meiri áhrif innan nefndarinnar en þeir hafa. Fé- lag frímerkjasafnara átti lengi fulltrúa i nefndinni, en missti hann, þegar hún var síðast endurskipuð, og þá kom auglýs- ingateiknari í staðinn. Engin 45 króna frímerki fáanleg á Jólapóstinn Nú mun svo komið fyrir ís- lenzku póststjórninni, að öll 45 kr. frímerki eru uppseld — eða svo gott sem — og það rétt fyrir jólin. Svo sem lesendur vita, eru 45 kr. almennt burðagjald undir einfalt bréf hér innan- lands og svo til Norðurlanda. Er því vissulega úr vöndu að ráða, þegar svo tekst til fyrir jólaösina. Sennilega hefur póst- stjórnin búízt við að fá leyfi til að hækka burðargjöld sín, svo sem hún hafði farið fram á í haust, en því var synjað fyrir nokkrum dögum. Þegar þetta er haft í huga, er ofurskiljan- legt, að póststjórnin hafi átt erfitt með að ákveða verðgildi þess frimerkis, sem yrði al- mennt burðargjald næstu mán- uði, með nægilegum fyrirvara. Þetta er ein af afleiðingum hinnar gegndarlausu óðaverð- bólgu, sem hér geisar. Hér hef- ur póststjórnin þvi nokkrar málsbætur. Aftur á móti verður ekki fram hjá því gengið, að hún hefur hin síðustu ár reynzt of oft sein í svifum og frímerki hennar verið of seint á ferð, bæði með tilliti til þeirra at- burða, sem minnzt hefur verið með útgáfunum, og eins vegna viðskiptavina hennar. ,<c€KUrv, r. )g ^ • 'I ^ Svi'mt lio Jólaundirbúningur í Svfþjóð. Ný sænsk frímerki I fyrradag, 17. þ.m., gaf sænska póststjórnin út átta ný frímerki. Ekki óska ég þess, að íslenzka póststjórnin fari hér í svipaða slóð og hin sænska um fjölda merkja, en margt annað getur hún lært af hinni sænsku póststjórn. Um það bera vitni myndir þær, sem fylgja þessum þætti, ef þær prentast vel. Sex frimerkjanna eru sér í flokki og sýna jólaundirbúning í Svíþjóð. Ef við höldum frá vinstri til hægri, má sjá piparkökubakst- ur og svo drengi bera grenitré heim úr skóginum; menn setja upp kornbundini, kona útbýr svonefndan lutfisk og önnur steypir kerti; loks er maður að búa til hafur úr hálmi. Þeir Islendingar, sem þekkja til sænskra jóla, munu kannast við flest af þessu, sem hér kemur fram á merkjunum. I skýring- um sænsku póststjórnarinnar með frímerkjunum er nákvæm- lega rakin sú saga,. sem hvert merki lýsir, en því miður er of langt mál að greina frá henni hér. Þennan sama dag sendi póst- stjórnin sænska frá sér tvö minningarfrímerki, þ.e. hin ár- Iegu merki sín í sambandi við Nóbelshátíðina. Eru á þeim myndir þeirra manna, sem verðlaun hlutu ár- ið 1917 í bókmenntum og læknisfræði. Við báðar þessar útgáfur voru notaðir sérstimplar, svo sem er venja þar í landi. Mynd- ir af þeim sjást hér með merkjunum. öll eru frimerki þessi einlit og mjög stílhrein og skýr, enda grafin eftir ljós- myndum af kunnum listamönn- um og síðan prentuð með stál- stunguaðferð. Þannig fer sænska póststjórnin oftast að við prentun frímerkja sinna, enda hefur hún á að skipa hin- um færustu-48Önnum til þeirra verka og á sjálf sína eigin prentsmiðju. Nóbelsverðlaunahafar 1917. JAROtLDAR A MEtMAgY 1973 ÍSLAMO as Fátt er svo með öllu illt. . . Að þessu sinni er lán í óláni, að íslenzka póststjórnin getur nú losað sig við Vestmanna- eyja- eða Heimaeyjarfrímerkin frá 1975, 20 og 25 kr„ sem urðu henni lítt nýt, þegar þau komu út, þar sem hún fékk ekki þá fremur en nú að hækka burðar- gjöld sín um þá upphæð, sem hún hafði ætlað. Lentu þau svo beinlínis á milli gangna, því að næsta hækkun fór svo upp fyrir verðgildi þeirra, eins og menn muna vafalaust. Nú koma þessi merki hins vegar óvænt í góðar Frlmerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON þarfir, þó að menn verði að tefja sig við að líma tvö merki á jólabréfin í stað eins merkis. Ur því að ég nefni Heima- eyjarfrímerkin, vil ég enn benda póststjórninni á það, sem ég gerði í þætti í janúar s.l., þ.e. stærð islenzkra frímerkja. Ég er örugglega ekki einn um þá skoðun, að stærð sú, sem valin var á Heimaeyjarmerkin, er mjög hentug á venjuleg bréf. Mætti póststjórnin að ósekju gefa út fleiri merki af þeirri stærð. Eins vil ég um leið minna hana á stálstungu- prentunina. Mér hefur verið sagt, að svissneska prentsmiðj- an, sem mest hefur prentað af merkjum okkar i tæp 20 ár, geti einnig notað þá aðferð, ef um er beðið. Dagur frímerkisins var hald- inn 8.- þ.m. og fór fram hér í Reykjavík með þeim hætti sem boðað hafði verið og sagt var frá í síðasta þætti. Sóttu safnar- ar allvel samkomu þá á Hótel Borg, sem efnt var til um kvöld- ið, og betur en í fyrra. Engu að siður heföu fleiri mátt koma þar til að rabba um frímerki og sameiginleg áhugamál önnur yfir kaffibolla. Engar spurnir hef ég haft af því, hvort eitt- hvað hafi verið gert úti á landi til að minnast dagsins. Ef svo hefur verið, þætti mér vænt um að heyra um það frá söfnurum. Vil -ég svo að endingu minna klúbba og félög á að hafa sam- band við þáttinn, ef þau vilja koma einhverju á framfæri og þá ekki sízt um starfsemi sína. Slíkar fréttir eru vel þegnar, enda nauðsynlegt að auka fjöl- breytni þessara þátta með að- sendu efni. Fræðsluskrifstofa Reykjanesumdæm- is í nýtt húsnæði FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Reykjanesumdæmis var opnuð I fyrsta sinn að Lyngási 12 I Garða- bæ sl. miðvikudag. Skrifstofan verður opin á venjulegum skrif- stofutfma. A skrifstofunni verða starfandi Helgi Jónsson fræðslu- stjóri, Margrét Sigrún Guðjóns- dóttir og örn Helgason sálfræð- ingur. Fræðslustjóri tók til starfa i Reykjanesumdæmi 15. febrúar 1976 en hefur ekki opnað skrif- stofu fyrr en nú. Starfsaðstaða embættisins hefur til þessa verið á heimili fræðslustjórans, en auk þess hefur embættið fengið inni i litlu herbergi í menntamálaráðu- neytinu. Sálfræðiþjónusta barna- skóla i Reykjanesumdæmi var stofnað árið 1969. Örn Helgason sálfræðingur hefur frá upphafi verið forstöðumaður sálfræði- þjónustunnar, en hún starfaði á vegum samtaka sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi þar til AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^22480 J jnorðunblabib fræðslustjóri tók við yfirstjórn hennar á sl. hausti. Vonir standa til að fljótlega verði hægt að bæta við öðrum sálfræðingi. Verkefni fræðsluskrifstofunn- ar, sem ákveðin eru með lögum um grunnskóla eru aðallega um- sjón og eftirlit með skólahaldi, kennslu og rekstri skólanna i um- dæminu. — þ.á m. áætlanagerð og fjármál auk ýmissar þjónustu við skólana og skólahverfin. Ný bók í flokknum Lönd og Leiðir BÖKAUTGAFA Menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins hefur sent frá sér nýtt bindi í bókaflokknum Lönd og Leiðir, sem fjallar um Ungverjaland og Rúmeníu og er höfundur bókarinnar Þórunn Magnúsdóttir skólastjóri á Sval- barðseyri við Eyjafjörð. Höfundur segir itarlega frá Ungverjalandi og Rúmeníu, þjóð- unum, sem þessi iönd byggja, at- vinnuvegum þeirra, sögu og menningu. Meðal mynda í bókun- um eru landakort af báðum lönd- unum. ----29555------ OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9 — 21 UM HELGAR FRÁ 13—17 SKIPASUND 100 fm 4 hb. risíbúð, útb. 5 m. RAUÐIL/EKUR 64 fm. mjög góð 2 hb. ibúð á 2. hæð + bílskúr. FAGRAKINN HFJ. 60 fm 2 hb. góð kj.ibúð sér inngangur, útb. 4,5 — 5 m. makaskipti möguleg á 3—4 hb. i Hafnar- firði. MIKLABRAUT 70 fm 2 hb. á 2. hæð, útb. 4—-4.5 m. SLÉTTA- HRAUN HFJ. 60 fm 2 hb. góð ibúð, útb. ca. 5 m. HVERFIS GATA HFJ. 80 fm 3 hb 2. hæð 9 ára gamalt sér þvottur, útb. 5.5 m HJALLAVEGUR 96 fm 3—4 hb. falleg íbúð, verð 9,5 m. útb. 6—6.6 m. KÓPAVOGUR VESTURBÆR Holtagerði 3—4 hb. + bilskúr og 3 hb. + bilskúr i sama húsi. NJÁLSGATA 50 fm 3 hb. risibúð, útb. 3 m. NORÐURBRAUT HFJ. 65 fm 3 hb. + 20 fm góður vinnuskúr, útb 4—4.5 m. NÝLENDUGATA 80 fm góð 3 hb. ibúð á 1. hæð, verð tilboð, útb. 3,5 m. RAUÐARÁR STÍGUR 75 fm 3 hb. íbúðir á jarðhæð og 1. hæð. SÓLHEIMAR 75 fm 3 hb. íbúð á 1. hæð. Verð tilboð útb. 5,5 — 6 m. ÁLFASKEIÐ lOOfm 4 hb. góð ibúð sökklar að bil- skúr. Útb. 7 — 7.5 m. AUSTURBERG lOOfm 4 hb. falleg ibúð + bilskúr Verð tilboð. KVÍHOLT HFJ. 108 fm 3—4 hb. jarðhæð, verð tilboð. KÓNGSBAKKI 108 fm 4 hb. falleg ibúð verð tilboð. MIKLABRAUT 85 fm 4 hb. risibúð. útb. 2 m. MÁVAHLÍÐ 1 37 fm 4 hb. á 2. hæð + bilskúrsréttur. SKIPASUND 85 fm 3—-4 hb jarðhæð, íbúðir en öll nýstandsett. laus nú þegar. Útb 5,4 m. VALLARGERÐI 80 fm l. hæð, 4 hb. + aukaherbergi í kj. 4 hb. íbúð er í risi, selt saman eða sér. NORÐURMÝRI 137 fm 5 hb. góð íbúð + 40 fm bílskúr, verð tilboð. ENGJASEL 150 fm 5—6 hb. á 2 hæðum, bíla- geymsla. Verð tilboð. HVASSALEITI 11 7 fm 5 hb. góð íbúð + bilskúr. Verð og útb. tilboð. JÓFRÍÐASTAÐA- VEGUR HFJ. 112 fm 5 hb. á 2 hæðum og kjallari, nú endurbyggt, verð og útb. tilboð. Makaskipti koma til greina á eldra einbýli sem þarf lagfær- ingu. REYNIGRUND 126 fm Viðl.sj.hús á 2 hæðum. Góð eign. Verð tilboð. GARÐABÆR 80 fm Einbýli. Útb. 5,5—6 m. MIÐVANGUR 1 50 fm Raðhús + stór bílskúr. Glæsileg eign. Verð tilboð. ÚTI Á LANDI HVERAGERÐI LÓOIR. Á BYGGINGARSTIGI HVERAGERÐI PARHÚS verð tilboð, útb. 2,2 m. SELFOSS — EINBÝLI ÞORLÁKSHÖFN — EIN- BÝLI ATVINNUREKSTUR 380 fm verkstæði + 2ja hæða tvíbýli. Mikill möguleiki. ÁRTÚNSHÖFÐU Til leigu 600—1000 fm. 1 til 2 hæðir að hluta henta fyrir heildsölu, lager iðnað. Tilboð á skrifstofu. HÖFUM KAUPANDA að gúðu einbýli eða raðhúsi í Austurborginni. Verð allt að 30 m. Mikil útborgun. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 55 SÖLUM. Hjörtur Gunnarsson, Lárus Helgason, Sigrún Kröyer. LÖGM. Svanur Þór Vilhjálmsson hdl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.