Morgunblaðið - 19.11.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 19.11.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977 11 BLðM VIKUNNAR 1 ¥ UMSJÓN: ÁB. ® Aðventuskreytingar EFTIR vikutíma gengur jólafastan í garó og eflaust munu þá margir fara að huga að skreytingum bæði nýjum og eins þeim gömlu sem kannski mætti hressa eitthvað upp á. I því efni geta þær þrjár myndir sem fylgja þættinum 1 dag e.t.v. komið að einhverju gagni. A flestum heimilum fellur Jafnan til eitthvað af plastumbúdum sem nota má á ýmsan hátt sé hugmyndaflug fvrir hendi. f þessu tilfelli sem botn f aðventuskre.vtingu. Skrautiö er ekki margbrotið. hvft kerti og slaufur og litlir könglar. „Fuglaparið" setur mikinn svip ð skreytinguna. Á gömlum gylltum myndaramma er komið fyrir litlum bast* eða tágamottum sem útbúnar eru sem stjakar fyrir kertin. en þau eru hvít. Skreytt með greinum af norðmanns- eða nobílisgreni. gulum slaufum. könglum og ólituðum stráum. Tágakransinn er alltaf f fullu gildi og má skreyta hann á marga vegu. Hér er hann skreyttur með greinum af norðmannsgreni, hvftum snúnum kertum, rauðum slaufum könglum og auk þess gervi-berjum og sveppum sem jafnan eru á boðstólum f hverri blómabúð í jólakauptfðinni. Því miður eru ekki tök á að gefa nánari leiðbeiningar um þessar skreytingar en þess má geta að á næsta fræðsiufundi G.í. sem haldinn verður í Félagsstofnun stúdenta mánudagskvöld 28. þ.m. er fyrirhugað að fagmenn sýni blóma- og jólaskreytingar. Ums. O. Johson og Kaaber: Ný pökkunaradferd kaff- is — lofttæmdar umbúðir (Ijósm Frlðþjófur) Lofttæmingarvélin er samstæða þriggja véla og fer kaffiS i hana lengst til vinstri á myndinni og síðan ganga pakkamir í gegnum lofttæmingarútbúnað- inn á miSri mynd og aS lokum er pökkunum raSaS samna í stærri pakkningar lengst til hægri. Kaffibrennsla O.Johnson og Kaaber h.f. hefur tekið upp nýja aðferð við pökkun kaffis, en það er svonefnd loft- tæmingarpökkun og frá og með mánudeginum 21. nóvember munu allar fjórar kaffitegundirnar. sem kaffi- brennslan framleiðir verða pakkaðar i hinar nýju umbúð- ir. Ólafur Ó. Johnson forstjóri Ó. Johnson og Kaaber kynnti fyrir fréttamönnum þessar um- búðir nú fyrir helgina og sagði hann að í þeim geymdist kaffið mun betur en í eldri umbúðun- um. Þegar pakkað var i pappírsumbúðirnar, sagði Ólaf- ur, þurfti helzt að nota kaffið sem fyrst eftir pökkun, þar sem súrefnið í loftinu getur haft slæm áhrif á bragðið og jafnvel skaðleg. Reynt var að minnka áhrif súrefnisins eftir föngum með því að vélarnar þrýstu loft- inu úr pökkunum en lofttæmdu þá ekki fyllilega, enda voru pokarnirekki loftþéttir. Ólafur Ó. Johnson sagði að þegar það hefði verið ákveðið að breyta umbúðunum frá pappírsumbúðunum í umbúðir úr plasti og álþynnum hefði einnig verið ákveðið að koma í veg fyrir að súrefni kæmist í umbúðirnar með því að beita lofttæmingaraðferð við pökkunina, þannig að komið væri í veg fyrir að súrefni lofts- ins gæti skaðað bragðgæði vör- unnar og að sögn Ólafs er talið að geymsluþol kaffisins þannig sé næstum ótakmarkað. Hin nýja pökkunarvél er samstæða þriggja véla og sagðist Ólafur ekki enn vita nákvæmlega hvað uppsetning hennar kostaði, en það væri mílli 40 og 50 milljónir króna Bændur athugið Að gefnu tilefni viljum vér upplýsa að verð það, sem auglýst er i Sambandsfréttum og aftur í Fóðurmöppu KEA, sem verð á fóðurvörum, frá KFK, er verð, sem gilti hjá oss fyrir 20. október sl. Annað i plöggum þessum tökum vér ekki til oss. Verð á fóðurvörum hjá oss er nú þetta: Laus heim komin A-blanda 14/98 kr. A-blanda 14/100/4% feit kr 40 300 - B-blanda 1 2/102/4% feit kr 40 300 - C-blanda 9/92 kr. Sóló heilfóður kr. 45.900.— Becona sláturgrisafóður kr. 45.800. — Bændur verzlið þar sem saman fer lágt verð, 1. flokks vara og góð þjónusta Sekkjað i húsi kr. 42.900 - kr. 43.100 - kr. 43.100,- kr. 43.000 - kr. 48 500 - kr. 47.500 - BÚSTÓLPI FYRIR BÆNDUR Strandgötu 63, Akureyri simi 96-22320

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.