Morgunblaðið - 19.11.1977, Side 16

Morgunblaðið - 19.11.1977, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 Mynt frá landi eld- dýrkendanna Sasanska heimsveldið uppgötvað Helztu myntsláttur sasanska heimsveldisins voru í borgunum sem merktar eru á kortinu. Mynt frá ýmsum skeiðum sasanska heimsveldisins Nr. 16. Ardaser fyrsti 224—241, nr. 29 Sapúr fyrsti 241—272, nr. 80 Hormizd annar 303—309, nr. 156 Varhran fimmti 420—438, nr. 196 Xurso fyrsti 531—579, nr. 211 Xurso annar 591—628 ÞAÐ er svo með myntfræðina, sem um margar fræði- og list- greinar, að því dýpra sem mað- ur sökkvir sér, þvi minna veit maður og uppgötvar um leið margt nýtt. Ég hefi orðið þess meira og meira var undanfarið er ég hefi verið að kynna mér bókmenntir um myntfræði, að minnst er á sassanska mynt. Meðal annars er minnst á sass- anska heimsveldið. Ég þóttist nokkuð vel að mér í mannkyns- sögu, en þetta sassanska heims- veldi hafði alveg farið framhjá mér. Og ekki nema von. Það er hvergi minnst á það í þeim kennslubókum, sem notaðar eru við mið- og menntaskóla hér á landi. Mér finnst því að ég hafi gegnum myntfræðina upp- götVað heilt heimsveldi, sem hingað til hefir farið framhjá Islendingum. Ég komst fyrst veruleg á sporið, er ég fékk hjá Bókabúð Braga ágústhefti brezka tímaritsins Coin Monthly. Þar er úrdráttur úr bók eftir austurrískan mynt- fræðing, Robert Göbl að nafni. Ég hefi nú fengið bók hans og þaðan er vizka mín um þetta óþekkta heimsveldi. íranskeis- ari hefir beitt sér fyrir miklum þjóðfélagsumbótum í landi sínu á undanförnum árum, eytt þannig oiíugróðanum. Því hafa farið fram þar í landi miklar umbyltingar í uppbyggingu húsa, vega og mannvirkja. Við uppgröftinn hefir komið í ljós hver fjársjóðurinn/á eftir öðr- um frá sasönskutn tima (ég hefi einnig lært $ið ekki á að nota nema eitt s). Iranskir námsmenn, sem komið hafa til Evrópu hafa haft með sér all- marga peninga úr þessum upp- grefti og selt hjá myntsölum. Eru þessir peningar því núorð- ið heldur ódýrir, miðað við það, sem áður var, og um leið skýrist margt um sögu hins sasanska heimsveldis, sem áður var litt þekkt. Það er alltaf sama sagan, að mynt varðveitist yfirleitt vel, jafnvel í mörg hundruð ár, grafin í jörð niður. Þegar hún er svo grafin upp getur hún, ásamt fornleifarannsóknum, sagt löngu liðna sögu. Þar hefur sögu vora, að Sasan nokkur er æðstiprestur við hof gyðjunnar Anahit í smábænum Stakhr nærri Persepolis. I borgriki þessu var konungur, sem réð yfjr nokkrum ná- grannabæjum. Sasan giftist inn i konpngsættina, sem ekki var vandi, þvi nóg var af konungum í nágrenninu. Einn sonarsona hans, 'Ardaser, varð borgar- stjóri, en metorðagirnd hans var mikil og hann vildi ná sér i konungsnafnbót. Smám saman lagði hann svo undir sig hvert konungdæmið á fætur öðru, og sendi höfuð konunganna, sem hann sigraði, til altaris gyðj- unnar Anahit. Árið 224 lét hann kalla sig keisara og ruddi úr vegi Artban fimmta Parþa- konungi. Ótti konunganna við að höfuð þeirra lentu á altari gyðjunnar var þeim nóg hvatn- ing til að gefa sig. Ardaser kom strax á sinni eigin myntsláttu í mörgum borgum. Fyrst í stað líkti hann eftir mynt Parþa, en eftir RAGNAR BORG síðar fékk myntslátta hans á sig sérstæð einkenni. Héldust þau einkenni í tíð sasanska heims- veldisins. Þau eru, að á bakhlið peninganna er mynd af altari elddýrkenda, en trú Zaraþústra var þá um þessar slóðir og náði hámarki i sasönskum tfma. Á framhlið peninganna er mynd af konungi. Það er þó einkenni, að við þjóðhöfðingjaskipti breyttist höfuðbúnaðurinn á mynd konungs. Hefir þetta auð- veldað mjög að rekja sögu sas- anska heimsveldisins. Eldurinn var í augum sasana helgur og ekkert mátti óhreinka hann. Þvi voru lík ekki brennd, því við það óhreinkaðist eldurinn. Þau voru heldur ekki grafin, því jörðin var líka helg og myndi þannig óhreinkast. Likin voru því látin rotna í þar tii gerðum turnum sem kallaðir voru Dakhma, en Evrópumenn hafa sfðar kallað Turna þagnar- innar. Líklega eru ekki fieiri en um 100.000 elddýrkendur i heiminum í dag, flestir á Bombay á Indlandi, hinir í Ir- an. I landi Sasana voru margir guðir. Hefir hver guð sitt ein- kennistákn, sem enn eru ekki skilin til fulls. Þessi einkennis- tákn mynda mynstur í kórónu keisaranna og kemur þannig fram, að ekki var alltaf lögð áherzla á sama guðinn. Það hef- ir orðið mönnum’ hin mesta þraut að reyna að ráða áletranir á peningana því líklegast hafa myntmeistararnir verið ólæsir og óskrifandi og því ekki botn- að neitt i því sem þeir voru að gera. Álitið er, að myntgrafar- arnir hafi í fyrstu líkt eftir rómverskri mynt og víst er það, að með hnignun rómversku myntsláttunnar koma jafn- framt fram hnignunareinkenni á sasanskri mynt. Sasanskir peningar eru flestir úr silfri, þótt gull og koparpeningar þekkist einnig. Eru þeir þunnir og frekar stórir um sig. Þeir eru svo þunnig, að það kemur fram í þeim mörgum dauður blettur, þar sem silfurmagnið í plötunni hefir ekki nægt til að fylla mótið. Sasanar voru miklir hesta- menn. Riddaralið þeirra var bæði vel vopnað, vel æft og fjölmennt. Nú, þegar þarna var komin styrk stjórn þótti Róm- verjum sem þeim væri ógnað. Valerianus keisari Rómverja fór því í herleiðangur austur þar með legíónir sínar af fót- gönguliðum. Valeríanus var þrautþjálfaður í bardögum við Franka, Germani og Gota. Hann lá þó í því árið 260 fyrir Sapúr 1. Sasanska riddaraliðið lokaði aðfiutningsleiðum Róm- verja og kom þeim í herkví. Varð Valerianus að gefast upp og var tekinn til fanga. Var hann sá fyrsti og eini af róm- verskum keisurum, sem slíka smán mátti þola. Sapúr keisari lét strax gjöra lágmyndir, sem enn eru til, þar sem hann, kon- ungur konunganna, situr á hestbaki en keisari Rómverja er á hnjánum fyrir framan hann. Enn frekari niðurlæg- ingu mátti Valerianus þola. Sapúr lét setja hann í búr og dröslaði honum svo með sér á ferðum sínum og notaði hann sem þrep í hvert sinn er hann steig á hestbak. Er Valerianus var dauður, hvernig sem þann dauðdaga bar að, var hann svo stoppaður upp og hafður til sýnis í mörg ár i hofi konungs konunganna. Sífelldar erjur voru um völd- in og voru keisarar sasanska ríkisins ekki margir sem lang- lífir urðu í sæti keisarans. Samt var það svo, að þegar styrk stjórn var við völdin, var sas- anska ríkið mikið veldi. Farsæl- astur stjórnenda var . Xurso fyrsti, sem ríkti frá 531 til 579. Hann kom á menntun bæði drengja og stúlkna, endurskoð- aði skattakerfið og gjörði það réttlátara en það þekktist víð- ast hvar um þær mundir. Hann endurskoðaði ábúðarlög jarða, veitti meira frelsi í trúmálum og svo mætti lengi felja. Það var þó Xurso annar, sem gjörði land Sasana víðlendast. Hann lagði undir sig Litlu-Asíu, Damaskus, Jerúsalem, Gaza og meiri hlutann af Egyptalandi. Þetta var á árunum 610 til 616. Mannsaldri síðar kom þó nýtt afl fram á sjónarsviðið, Islam. Er ekki að orðlengja það, að múhameðstrúarmenn lögðu undir sig allt ríki Sasana og miklu meira til. Slátta peninga, sem mjög líkt- ust peningum sasanska heims- veldisins, hélt þó áfram í ríki Araba fram til loka áttundu aldar. Sú breyting varð þó á að grundvallarreining myntarinn- ar varð hálf drakma en ekki heil drakma eins og í tíð Sas- ana. Myntmeisturunum fór enn aftur og myndir konunganna urðu mjög stílfærðar svo þeir eru nánast óþekkjanlegir og altarið á bakhliðinni verður að tveim súlum. Það er tækifærið núna að eignast sasanska mynt. Kaupið hana einungis hjá þekktum myntsölum þó, því vart hefir orðið við falsaða peninga. Mynt- in er ekki dýr, miðað við það hve gömul og fágæt hún er. Fyrir þann, sem nægan tíma hefir, er hér mikið verkefni að ráða rúnir sasanska heimsveld- isins eins og þær eru ristar í mynt hinna mörgu stjórnenda þess. Myntsafnarar: Munið klúbbfundinn á fimmtudaginn kl. 8.30 Turn þagnarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.