Morgunblaðið - 19.11.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 19.11.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 19 Svar forsætisráðherra: Ég geri mér grein fyrir þvi, að innheimta söluskatts á siðasta dreifingar- stigi hefur i för með sér mikla fyrirhöfn. Aftur á móti tel ég, að sá kostnaður, ef hann yrði viður- kenndur, og greiddur leiddi til hækkunar söluskatts, ef rikissjóð- ur á að verða skaðlaus. Eg tel eðlilegast, að álagningarreglur væru ekki svo naumt skornar, að innheimtulaun þyrftu til að koma, en nú stendur til að breyta söluskatti í virðisaukaskatt og Ijóst er að innheimta hans dreifist þá á fleiri aðila. Það var þessi fyrirhöfn i sambandi við inn- heimtu söluskatts, sem höfð var i huga, þegar fjárveiting var veitt til hagræðingar i verzlun, en það hefur verið svo litið, að það er varla orð á því gerandi. En ég vil ekki gefa vonir um það, að smá- salan fái þóknun fyrir innheimtu söluskatts. Ég tel, að ihuga verði það mál í tengslum við kerfis- breytingu með virðisaukaskatti. 5) Vill Sjálfstæðisflokkurinn gangast fyrir samræmdri löggjöf um land allt um afgreiðslutfma sölubúða? Svar forsætisráðherra: Eg segi það hreinskilningslega, að þetta var erfiðasta mál, sem ég fjallaði um sem borgarstjóri og dreg þá ekkert mál undan og hafði satt að segja vonast til þess að þetta mál mundi ekki elta mig inn á þing! Eg varpa því fram, hvort vanda- málið er ekki að einhverju leyti bundið ófrelsi i verðmyndun. Ef frelsi ríkti, gæti átt sér stað ákveðin starfsskipting innan verzlunarinnar t.d. möguleiki á þvi, ef þörf væri talin fyrir þjón- ustu utan venjulegs vinnutíma, að vörur yrðu seldar á dýrara verði. Eg er þess fullviss, að borgar- stjóri er reiðubúinn til samstarfs við samtök kaupmanna og laun- þega og neytenda um þessi efni. Úskar Jóhannsson varpaði fram þeirri spurningu, hvort unnt væri að fá endurgreiddan kostnað vegna innheimtu söluskatts og sagði, að mikil vinna væri fólgin i þvi að skila söluskattsskýrslum, sérstaklega eftir að sumar vörur voru undanþegnar söluskatti. Svar forsætisráðherra: Við þessari fyrirspurn kom fram sam- hljóða svari hans við svipaðri fyrirspurn frá Jónasi Gunnars- syni. Úskar Jóhannsson taldi nauð- synlegt að leiðrétta lægstu álagn- ingarliði: Svar forsætisráðherra: Ég tel það skyldu verðlagsnefndar að taka til meðferðar allar rökstudd- ar beiðnir um leiðréttingu á ákvæðum. Það var viss efi i mín- um huga um að fara i beina hækk- un yfir linuna nú vegna þess að grunnurinn væri orðinn svo skekktur, að það gæfi ekki þann árangur, sem að var stefnt. En mikilvægt var að nokkur leiðrétt- ing fékkst. Þegar frumvarpið hefur verið afgreitt beini ég þvi til ykkar að nýta þetta frelsi og sannfæra al- menning um, að tortryggni í garð verzlunarinnar er ekki rétt. Abyrgð fylgir frelsinu og kaup- mann eru menn til að axla þá ábyrgð. Guðlaugur Bergmann bar fram eftirfarandi fimm spurningar: 1) . Eg vil spyrja hæstvirtan for- sætisráðherra hvort hann hafi rætt verðlagsmál við hæstvirtan viðskiptamálaráðherra, og ef svo er, hver niðurstaðan af umræðun- um hafi verið? Svar forsætisráðherra: Vita- skuld hef ég oft rætt verðlagamál við vipskiptaráðherra. Niðurstað- an er m.a. sú, sem fram kemur í aðgerðum stjórnvalda. 2) . Telur hæstvirtur forsætisráð- herra þetta nýja frumvarp nægi- lega ftarlegt hvað niðurfellingu álagningarreglana viðvfkur og hefur það nægilegt fylgi til að „fara í gegn“ eins og sagt er? Svar . forsætisráðherra: Nýja frumvarpið verður málamiðlun og ég vænti þess, að það verði samþykkt. Eg legg áherzlu á að það fáist samþykkt, en það getur verið, að við þurfum að ganga lengra f málamiðlun en við erum ánægðir með, en samt er mikil- vægt að fá breytingu og opna dyrnar, þótt það verði ekki nema í hálfa gátt. Það er mikilvægt spor i rétta átt. 3) . Telur hæstvirtur forsætisráð- herra viðskiptamálaráðuneytinu vel borgið fyrir okkur kaupmenn f höndum núverandi viðskipta- málaráðherra? Svar forsætisráðherra: Eg er forsætisráðherra í samsteypu- stjórn. Ég treysti þeim ráðherr- um, sem ég starfa með. Kaup- menn verða að gera það upp við sig, hvort þeir treysta einstökum ráðherrum og þar á meðal mér. 4) Telur hæstvirtur forsætisráð- herra að verzlun sé ein af höfuð- atvinnuvegum þjóðarinnar? 5) Telur hæstvirtur forsætisráð- herra að verzlun fái réttlátt hlut- fall af þvf fjármagni, sem veitt er til atvinnuveganna? Svar forsætisráðherra: Ég hef svarað þessari spurningu f frum- ræðu minni. Eg þarf vist hvorki að visa til ætternis eða uppruna eða fyrsta starfsferils í þvi sam- bandi, Þjóðviljinn sér um það. Meðan jafnvægisleysi ríkir á fjár- magnsmarkaðinum er útilokað að svara því, hvort sérhver atvinnu- grein fái réttlátt hlutfall lánsfjár- magns. Það er einvörðungu, ef jafnvægi ríkir, sem það kemur fram, hvar fjármagnið á að vera og hvar það nýtist bezt. Sigurður E. tlaraldsson: Það hafa komið fram tillögur um að fresta tollalækkunum. Ég er hræddur um, að ef það verður, geti það orðið til lengri tima. Hver er skoðun Geirs Hallgrímssonar á þvi máli? Svar forsætisráðherra: Sigurð- ur Haraldsson vísar til tillagna iðnrekenda. Þær eru til athugun- ar i ríkisstjórninni. Nefnd fjallar um málefni iðnaðarins og aðlögun hans að EFTA-aðild og samningn- um við Efnahagsbandalag Evrópu. Tilgangurinn með þeim samningi og þeirri aðild var að skapa frjálsa verzlun og þróa sam- keppnishæfni iðnaðarins. EFTA- aðild og samningurinn við EBE hefur haft áhrif til breytingar á uppbyggingu iðnaðarins. Reynsl- an sýnir, að hlutur iðnaðarins hef- ur farið vaxandi og að það hefur orðið iðnaðinum til heilla og þjóð- inni í heild. Eg býst við því, að það sé erfiðleikum bundið að fá samþykkta frestun á tollalækkun- um, þótt einhverja framlengingu megi kannski fá gagnvart þeim greinum, sem sérstakrar aðlögun- ar þurfa með, en að öðru leyti vil ég ekki segja neitt frekar um þetta á þessu stigi. Axel Lárusson: Hvernig stend- ur á því, að SlS fær 38% aukn- ingu lána, en verzlunin 17%? Ég gerði könnun á innflutningi á vör- um ferðamanna og það kom í ljós, að í 60 manna hópi, sem var á ferðalagi erlendis voru keypt fimm pör af skóm á mann, sem enginn tollur var borgaður af. Eg borga hins vegar toll af sýnis- hornum af skóm, sem engum koma að gagni. Eiga kaupmenn að treysta Sjálfstæðisflokknum? Ég held að mælirinn sé orðinn fullur. Svar forsætisráðherra: Auðvit- að hljótum við að stefna að því, að fólk kaupi heldur vörur innan- lands en að það fari í innkaupa- ferðir til útlanda. Ég held að það sé reynsla margra ferðamanna að sums staðar sé alls enginn ávinn- ingur af því að kaupa erlendis. Sums staðar eru vörur jafnvel dýrari en hér, en þvi er ekki fyrir að synja, að einkum á Englandi sé hagstætt vöruverð, og það eru ekki bara tslendingar, sem gera innkaup á Englandi, heldur ven- ur fólk af meginlandinu og frá Norðurlöndum komur sinar þang- að í sama tilgangi. Við hljótum að hafa það að markmiði að fólk verzli fyrst og fremst innanlands. Við skulum líka hafa i huga, að rnargir segja, að lækka eigi beina skatta en hækka eigi óbeina skatta. Það þýðir, að vörur verða dýrari en ráðstöfunarfé almenn- ings meira. Og sjálfstæðismenn vilja að fólk hafi meira ráðstöfun- arfé. Eg ætla ekki að skírskota til ykkar um það, hvaða flokki þið viljið treysta, ef þið ætlið að bregðast Sjálfstæðisflokknum, en Sjálfstæðisflokkurinn er t eini Framhald á bls. 29. r --------\ Prófkjör ti! Alþingis í Reykjavík: FRAMBJÚÐENDUR KYNNTIR Prófkjör Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga í Reykjavfk fer fram dagana 19.—21. nóvember n.k. t framhoði í prófkjörinu eru 43 frambjóðendur. t þvf sk.vni að gefa væntanlegum kjósendum f prófkjörinu kost á að kynnast f stórum dráttum sjónarmiðum og viðhorfum hinna einstöku frambjóðenda, hefur Morgunblaðið lagt fyrir þá eina spurningu, sem er svohljóðandi: Hvert er viðhorf þitt til þjóðmálanna og starfa Alþingis? 1 blaðinu f dag birtast svör 7 frambjóðenda við þessari spurningu, en 24 svör voru f blaðinu í gær. Væntir blaðið þess, að þessi kynning á skoðunum frambjóðenda geti orðið kjósendum að gagni. \ii / Bjarni Guðbrandsson pfpulagninga- maður, 45 ára Ljárskógum 4. Maki: Guðrún G. Ingvarsdóttir. i Öll umræða um islenzk þjóðmál i dag hlýtur að hefjast á verðbólguvandanum. Lengi hefur tíðkast tilgangslaust hjal um lausn þessa vanda án raun- hæfra aðgerða og er senn mál að linni. Nauðsynlegt er að taka upp verðtryggingu allra fjárskuldbind- inga, stórra og smárra, en færa um leið vexti niður í eðlileg arðsemismörk fjármuna. Aðeins stöðugt verðgildi og eðlileg arðsemi geta tryggt gengi íslenzku krónunnar. Efla verður atvinnurekstur í höndum einstaklinga en ekki mun það takast fyrr en ríkissjóður hættir óeðlilegum yfirborgunum í kapphlaupinu um sparifé landsmanna. Jafna verð- ur stöðu byggðarlaga og höfuðatvinnuvegir lands- manna verða að sitja við sama borð að því er tekur til tolla, lánamöguleika og opinberrar fyrirgreiðslu. Löngu er augljóst, að aukning kaupmáttar og kjara- bætur nást ekki með síhækkuðum kauptöxtum, eða niðurgreiðslu á vöruverði. Eina raunhæfa leiðin til kjarabóta, er sú, að ríkissjóður dragi úr skatt- lagningu og jafnhliða minnkandi ríkisumsvifum verði kappkostað að nýta betur en nú er gert það fé sem af Iandsmönnum er haft. Reynist nauðsynlegt að bæta landbúnaðinum missi niðurgreiðslna verð- ur að gera það eftir leiðum, sem ekki hvetja til aukinnar offramleiðslu. í utanríkismálum ber íslendingum hér eftir sem áður að gæta hagsmuna sinna i hafréttarmálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og efla samstöðu sína með nágranna- þjóðum um utanríkis- og varnarmál. Störf Alþingis hafa undanfarið sætt nokkurri gagnrýni og munu jafnvel alþingismenn hafa haft við orð, að virðing þingsins fari þverrandi. Það mega þingntenn vita, að ekkert mun auka virðingu fyrir Alþingi nema markviss störf. þeirra sjálfra að lausn þjóðmála. Guðmundur m Amundason, bifreiðastjóri 45 ára Akurgerði 16. Maki: Margrét Úlafsdóllir. Alþingis og þeirra manna sem til þess verða kjörn- ir að ráða þar málum. bíóa mörg og vandasöm úrlausnarefni, og er mér þar efst í huga hin marg- ne,'nda verðbólga sem landsmenn eru farnir að lita á sem sjálfsagðan hlut. Skuldasöfnun þjóðarinnar er orðin geigvænleg og er það sannarlega ekki glæsileg vöggugjöf sem hver nýr þjóðfélagsþegn f:er nú i dág. Engum treysti ég betur til en Sjálfst:eðisflokknum að hafa kjark og frumkvæði að ráðstöfunum gegn þessari öfugþróun. Það þarf að standa vörð um Irelsi einstaklingsins til orðs og athafna. en reyna að draga úr ríkisumsvifum. Umferðar- og vegamál eru mér hugleikin og er þar rnikið verk að vinna, leita þarf fleiri leiða en þeirrar að sækja allt fjármagn til þeirra hluta i vasa bifreiða- eigenda. Skattlagning rikis á bifreiðar og rekstur þeirra er þegar í hámarki, þar sem hifreiðin, sem atvinnutæki og til einkanota, er nauðsynjal;eki i nútimaþjóðfélagi. Efla þarf iðnaðinn og gæta þess að liann njóti jafnréttis á við aðra hiifuðatvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fyrirsjáanlegt er að hann er sú grein sem taka verður við auknu vinnuafli í framtiðinni. Leið- rétta þarf þá öfugþröun sem orðið hefur undanfarið, að höfuðborgin fari halloka fyrir landsbyggðinni i sambandi við ýmsa opinhera fyrirgreiðslu og upp- byggingu atvinnurekstrar hér á Heykjavikursvæð- inu. Að lokum vil ég láta i Ijós þá skoðun mina að v;egi atkvæða landsmanna þurfi að jafna, svo að allir hafi sama rétt til að velja nafn á Alþingi, en þar nuetti sjálfsagt koma við betri skipulagningu sem yki af- kastagelu þess. Gtiðm. Amundason. Eggert Hauksson: Ójafn leikur Okkur er öllum ætlað að greiða það sem keisarans er, bæði sam- kvæmt fyrirmælum frelsarans og þess opinbera. Ríki (og sveitarfélög) inn- heimtir ýmis gjöld, sem fyrir- tæki þurfa að standa skil á. Bregði út af liggja við þung viðurlög. Hér fara 3 dæmi: SÖLUSKATTUR: Dragist greiðsla leggjast 2% dráttar- vextir á dag við söluskattsupp- hæðina fyrstu 5 daga eftir ein- daga, síðan 1,5% mánaðarlega. Lokað er fyrir starfsemi sölu- skattsgreiðanda að meðaltali 3 mánuðum eftir gjalddaga hafi hann þá ekki staðið í skilum. LAUNASKATTUR: Ef skatt- urinn er ekki greiddur á ein- daga bætist 25% álag við skatt- inn. GJALDHEIMTAN: Sé greiðsla ekki innt af hendi á eindaga falla annars ógjald- fallnar eftirstöðvar i gjalddaga og reiknast 3% dráttarvextir á mánuði af þeirri upphæð. Undan þessum greiöslum og viðurlögum vegna vanskila hefur fyrirtæki það, sem ég starfa við, i sjálfu sér ekkert að kvarta. Gamanið gæti hins veg- ar farið af, ef getan til að greiða þessi gjiild væri háð skilvisi opinberra stofnana. Þá gilda þær leikreglur, sem kötturinn setur músinni. Vmsar stofnanir rikis og sveitarfélaga skipta við mitt fyrirtæki sem iinnur. Ef svo fer, sem stundum gerist, að ein- hver þessara stofnana sténdur ekki við greiðsluskuldbinding- ar sínar, — jafnvel mánuðutn saman, — hvar stend ég þá? Um geta verið að ræða fjár- hæðir, sem skipta milijónum króna og samsvara samanlagt greiðslu á söluskatti, launa- skatti og öðrum opinberum álögum fyrir heilan ársfjörð- ung. Má mitt fyrirtæki beita hið opinbera sömu viðuiiögum vegna vanskila og það myndi beita mig? Kggert Ilauksson Fær initt fyrirlæki frest á greiðslum til þess opinbera á meðan það stetidur ekki skil á sinu? Svar við báðum þessum spurriingum er nei! Afleiðingarnar kurma að reynast sliiðvun atvinnurekstr- ar vegna vanskilu á siiluskatti; lögtak vegna vanskila við (ijald- heimtu; stiiðvun á eijendum viirukaupalánuin vegnu van- skila við erlenda lánadiottna. Ailt vegna þess, að stofnanir þess opiribera standu i‘kki skil á upphæö, sem er st;erri en sii, sem það á irini hjá fyrirta'kinu í almenrium viðskiptum er reynt að halda uppi ákveðnu siðgæði, — en það ij- erfitt, þegar hið opiribera kýs heldur að neyta aflsinunai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.