Morgunblaðið - 19.11.1977, Síða 29

Morgunblaðið - 19.11.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 29 Samtök ungra jafnaðarmanna á íslandi og Norðurlöndum: Halda ráðstefnu hér um auðlindir hafsins RÁÐSTEFNA, sem ber nafnið „Auðlindir hafsins" hefst að Hót- el Loftieiðum sunnudaginn 20. nóvember og stendur hún í sex daga. Það eru samtök ungra jafn- aðarmanna á Norðuriöndum, FNSU, sem standa fyrir þessari ráðstefnu og af tslands hálfu Samband ungra jafnaðarmanna, sem boðaði til blaðamannafundar af því tiiefni Frá SUJ voru mætt- ir Sæmundur Pétursson formað- ur, Bjarni Magnússon og Gunn- iaugur Stefánsson. Sögðu þeir að SUJ hefði um alilangt skeið verið aðili að erlendum samskiptum ungra jafnaðarmanna innan FNSU og IUSY, sem eru alþjóð- leg samtök ungra jafnaðarmanna. Fyrir tveimur árum ákvað þing SUJ að hrinda af stað nýju átaki er miðaði að því að stórefla þátt- töku og áhrif SUJ á alþjóðavett- vangi,. að því er þeir félagar sögðu. Enn fremur að SUJ tæki nú fullan þátt í starfi FNSU og IUSY. Og beindist sú þátttaka i þá átt að efla áhrif jafnaðarmanna í islenzku stjórnmálalífi. Ráðstefnan, sem nú verður haldin að Hótel Loftleiðum og FNSU og SUJ gangast fyrir, fjall- ar um auðlindir hafsins og er þetta í fyrsta sinn sem FNSU gengst fyrir ráðstefnu með þátt- tökulöndum utan Norðurland- anna. Um 35 erlendir fulltrúar munu sitja ráðstefnuna frá samtökum ungra jafnaðarmanna i Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Norður- Irlandi, Belgiú, Vestur- Þýzkalandi, Portúgal, Möltu auk Norðurlandaþjóðanna. Fimm aðil- ar frá SUJ munu sitja ráðstefn- una. Að því er kom fram á fundi með SUJ-mönnum er markmið ráðstefnunnar að samræma sjón- armið ungra jafnaðarmanna um jafnréttisskipan á hafinu. Ráðstefnan er fjármögnuð af 10 þúsund tonn seld af mjöli 2000 TONN FARA TIL ÍRANS UNDANFARNA daga hefur verið selt nokkuð af fiskmjöli úr land- inu og eftir því sem Morgunblað- ið kemst næst, þá hafa verið seld- ar hátt f 10 þúsund lestir síðustu daga, langmest af þessu mjöli er loðnumjöl, en eitthvað hefur ver- ið selt af þorskmjöli. Mjölið á að fara til nokkurra landa, meðal annars til Irans, en þangað hefur verið gengið frá sölu á 2000 lest- um og er ekki vitað til að mjöl hafi áður verið selt frá tslandi til trans. Agætt verð hefur fengizt fyrir mjölið eða 6.95—7.05 dollarar fyr- ir proteineininguna. Mest af því mjöli, sem nú var selt, verður afgreitt á þessu hausti, en einnig var samið um fyrirframsölu á nokkrum þúsundum tonna af Endurmenntun- arnámskeið í þjóðhagfræði Viðskiptadeild Háskóla tslands efnir til endurmenntunarnám- skeiðs i þjóðhagfræði fyrir kandi- data i viðskiptafræðum. Leiðbein- andi er dr. Guðmundur Magnús- son prófessor. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum klukkan 17.15—19.00 næstu fjór- ar vikur. Þátttökutilkynningar þurfa að berast viðskiptádeild hið fyrsta. — Þrautgóðir á raunastund Framhald af bls. 2 legt, þar sem þeim fækkar sem muna þá tíma, sem bókin fjailar um eða hafa lifað þá atburði, sem hér er greint frá. Því hefur í vaxandi mæli verið leitað að rit- Evrópska æskulýðssjóðnum, sem kostar til hennar fimmtíu þúsund frönskum frönkum og með þátt- tökugjöldum þátttökulandanna. Einar Ágústsson utanríkisráð- herra opnar ráðstefnuna form- lega, Benedikt Gröndal mun flytja fyrirlestur, svo og Gunnar Sætersdal frá norsku hafrann- sóknastofnuninni. loðnumjöli, sem á að afgreiða á tímabilinu janúar — marz. Það var sjávarafurðadeild Sam- bandsins sem gekk frá sölu á mjölinu, sem á að fara til Irans. Ólafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjávarafurða- deildarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mjölið sem fara ætti til Irans væri frá Síldarverk- smiðjum ríkisins og væri það selt í gegnum danskan aðila, sem síð- an selur mjölið áfram til Irans. Kvaðst Óláfur ekki vita til að Is- lendingar hefðu áður selt mjöl til Irans, en að þvi er hann bezt vissi, þá væri mjölnotkun töluvert mik- il þar. Auk mjölsins, sem fer til Irans, hefur nú verið selt mjöl til Finn- lands, Tékkóslóvakíu og Eng- lands. — Vegir ruddir Framhald af bls. 48 frétta, að Klettháls var ófær, stór- ir bílar komust yfir Hálfdán, en Dynjandisheiði og Hrafnseyrar- heiði voru ófærar, ennfremur Breiðdals- og Þorskafjarðarheiði, Eins og fyrr segir var snjó rutt af Norðurlandsvegi í gær til Ak- ureyrar, og mokað var til Siglu- fjarðar. Frá Akureyri var fært eftir Svalbarðsströnd um Dals- mynni til Húsavíkur, mokað var á Tjörnesi, einnig í Kelduhverfi og á Sléttu, þannig að fært var alla leióinatil Raufarhafnar. Frá Austfjörðum bárust þær fréttir, að fært var frá Egilsstöð- um að Fossvöllum um Hróars- tungu, vegurinn til Borgarfjarðar eystra var einnig fær í gær, og Fjarðarheiði var fær stórum bíl- um. Þá var verið að moka veginn yfir Oddsskarð. Síðari hluta dags í gær snjóaði nokkuð á Suðausturlandi og var jafnfallinn snjór á Breiðamerkur- sandi, og var þar ógreiðfært fyrir minni bíla, en er komið var vestur fyrir Öræfi var góð færð til Reykjavíkur. — Konu dæmdar 1,5 milljónir Framhald af bls. 48 ekki eignast börn Vaknaði grunur um að læknisaðgerð, sem fram- kvæmd var á konunni á Siglufirði fyrir mörgum árum, væri orsökin. Eiginmaður konunnar hafði sam- band við landlækni og var mál þetta kannað. Viðurkenndi þáver- andi sjúkrahúslæknir að hafa framkvæmt þessa aðgerð á kon- unni, en hún var þá 19 ára að aldri. Kvaðst hann hafa vanað konuna að beiðni aðstandenda en það mun hafa komið fram í mál- inu, að aðgerðin var framkvæmd eftir beiðni fórstu konunnar en ekki aðstandenda hennar og án vilja og vitundar konunnar sjálfr- ar. Jafnhliða rannsókn á málinu á vegum landlæknis og læknaráðs höfðaði konan eirjkamál fyrir borgardómi Reykjavíkur og krafðist skaðabóta og féll sem fyrr segir héraðsdómur í því máli ígær. _____ _ _______ — Nígeríu- mennirnir og skreiðin Framhald af bls. 48 eða 152.800 ballar, en í hverjum balla eru 4—5 kíló. Hver balli er nú metinn á um 200 dollara, þannig að heildarverðmæti skreiðarinnar, sem nú liggur í landinu, er yfir 6.4 milljarðar sagði Magnús. Morgunblaðið spurði Magnús hvað hægt væri að geyma skreið- ina lengi án þess að hún skemmdist. Kvað hann það ekki vitað með vissu, en á sínum tíma hefði nokkur skreið verið geymd í þrjú ár eða frá 1968—1971. Þá sagði Magnús, að ef litið væri á stöðu fiskverkunar um þessar mundir, yrði þetta vanda- mál ekki til að bæta stöðuna. Mikið af skreiðinni væri veðsett og verkendur þyrftu aö borga háa vexti af lánunum og enginn vissi hve langur tími liði þar til skreiðin færi úr landi. — Prófkjörið Framhald af bls. 48 staðaatkvæðagreiðsla alla vikuna og hafa í henni á annað hundrað manns þegar greitt atkvæði, en henni verður síðan haldið áfram um helgina. Á meðan kosning stendur yfir er starfrækt sérstök upplýsingamiðstöó og eru þar veittar allar nauðsynlegar upplýs- ingar, sem varða prófkjörið. Sími upplýsingamiðstöðvarinnar er 82900. Að lokum skal þess getið, að kjósendur í prófkjörinu skulu greiða atkvæði á kjörstaó þess hverfis þar, sem þeir áttu lög- heimili 1. desember 1976, en þeir er öðluðust lögheimili i Reykjavík eftir 1. desember 1976 skulu greiða atkvæði í þvi kjörhverfi, sem þeir eru búsettir í. — Frjálsræði í verðmyndun Framhald af bls. 19 flokkurinn, sem er þess megnug- ur að hafa forystu um frelsi i viðskiptum, sem kemur öilum at- vinnuvegum til góða, en er þó fyrst og fremst öllum almenningi til hagsbóta. 1 lok fundarins mælti Björn Guðmundsson nokkur orð og fjall- aði um tillögur iðnrekenda, sem komið höfðu til tals eins og getið er hér að framan og sagði, að iðnaðurinn þyrfti á að halda góðu dreifingarkerfi og nauðsynlegt væri að gagnkvæmur skilningur rikti milli kaupmanna og iðnaðar- ins. Hann sagði, að iðnaðurinn gerði aðeins kröfu til jafnréttis. Um það snérust kröfur iðnrek- enda. Þeir vildu jafnrétti gagn- vart innlendum og erlendum aðil- um. Bikarmót Fimleikasambands íslands Bikarmót 3ja deild verður sunnudaginn 20. nóv. kl. 15 í íþróttahúsi kennaraháskólans. Komið og sjáið spennandi keppni. F.S.Í. r uðum heimildum, en einnig þær hafa verið af nokkuð skornum skammti.'* Aö lokum þakkar Steinar forystumönnum slysa- varnadeilda víða um land, sem hafi lagt mikið og óeigingjarnt liðsinni við samningu ritverksins. Bókin er 189 bls. og prýdd mörgum myndum. Hún var filmu- sett í Prentstofu G. Benediktsson- ar, prentuð í Offsettækni en káp- an, sem Hilmar Þ. Helgason gerði í Prenttækni. Arnarfell hf. sá um bókband. - Fundinum var lokað Framhald af bls. 2 þess að tilnefna eftirmenn sina. Á þessum lokaða fundi var siðan höfð skoðanakönnun um það hvern fundarmenn vildu fá til að gegna forystu- störfum i flokkinum næstu ár- in. Niðurstöður skoðanakönn- unarinnar eiga að vera leyni- legar. í 8 J L MIKLABK. —I CT" fcPW | HÖtÐABAKKt 9 opio HUS! Opið hús í dag frá kl. 10—16. Komið og skoðið hin ýmsu framleiðslustig við gerð leirmuna. Matar- og kaffisett, blómapotta, skrautlampa, vasa, platta, öskubakka og m.fl. GLIT HÖFÐABAKKA 9. SÍMI85411. ák Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík PÁLL S. PÁLSS0N Kosningaskrifstofan að Bergstaðastræti 14, 2. hæð er opin allan laugardaginn og sunnudaginn. Símar 24200 — 23962. stuðniimgsmeivin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.