Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2t)«r0unl>U)bit> AUGLYSINCASÍMrNN ER: 22480 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 Nígeríumenn; Neita að taka við skreið fyrir 6,5 milljarða króna STJÓRNVÖLD í Nfgerfu hafa neitað að taka við 153 þúsund böllum af skreið frá Islandi að verðmæti hátt f 6.5 milljarða króna, en á s.I. ári voru samningar undirritaðir f Nfgerfu um sölu á þessari skreið þangað. Atti skreiðin að afgreiðast á þessu ári, en er á leið sumarið kom f Ijós, að Nfgeríumenn ætluðu ekki að standa við gerða samninga. Frá þeim tfma hafa fulltrúar íslenzku seljendanna dvalið langtfmum saman f Lagos f Nfgerfu og rætt við þarlenda ráðamenn vegna þessa máls. Nú sfðast voru f Nígerfu Sigurður Bjarnason sendiherra, Bjarni Aldrei fleiri árekstrar MIKIÐ var um árekstra i hofuðborginni i gær og á timabilinu frá kl. 6 i gærmorgun fram til kl. 23 urðu árekstrar alls 45 og er ekki vitað til þess a8 fleiri árekstrar hafi orSið á einum degi. Flest urðu óhöppin skömmu eftir hádegi, en þá var mikil hálka á götum borgarinnar. Skömmu eftir hádegiS komu 8 árekstraútköll á skömmum tima. og gat lögreglan ekki sinnt öllum útköllunum i einu. í flestum tilfellum var um litlar skemmdir að ræða og slys á fólki voru ekki teljandi. Myndina hér að ofan tók RAX yfir ein af gatnamótum borgarinnar i hriðarmuggunni i gær. Magnússon frá Islenzku umboðssölunni og Bragi Eirfksson frá Skreiðarsamlaginu. Ræddu þeir við fjölda ráðamanna f Nígerfu, þar á meðal nokkra ráðherra, án þess að nokkuð gengi. 1 gærmorgun ræddu þeir við ráðherra þann, sem fer með skreiðarmálin, og að þvf er Morgunblaðinu var tjáð f gær, kom fram hjá ráðherranum, að ekki yrði tekið við skreiðinni að sinni, en athugandi væri að taka upp viðræður á ný á næsta ári. Að loknum þessum fundi lögðu tslendingar af stað heim. „Þau tíðindi, sem nú hafa borizt frá Nigeríu, eru ekki gleðileg, en í bili er ekki mikið hægt að gera og mér er ekki kunnugt um neinn tiltækan markað, sem getur tekið við þessari afurð,“ sagði Olafur Jóhannesson viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Ég vil ekki spá neinu um fram- haldió fyrr en sendinefndin frá Nigeríu er komin heim og hefur gefið skýrslu um viðræðurnar. Samningurinn er i gildi, það fer ekki á milli mála, og því tel ég hugsanlegt að hægt sé að láta þetta mál fara i einhvers konar gerðardóm, en áður en farið verður að hreyfa frekar við mál- inu þarf skýrslu framleiðenda, “ sagði Ólafur Jóhannesson. Magnús Friðgeirsson hjá sjávarafurðadeild Sambandsins, en sjávarafurðadeildin er þriðji söluaðili skreiðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að upphaflega hefði verið gengið frá þessum skreiðarsamningi við Nígeríu á s.l. ári og lengi vel hefði allt virzt vera með felldu, eða þar til útflutningur átti að hefjast. — Magnið sem hér er um að ræða eru 37.800 ballar af fram- Ieiðslu siðasta árs og 115 þúsund ballar af þessa árs framleiðslu, Framhald á bls. 29. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Kosið á 7 kjörstöðum víðsvegar um bæinn Sjá nánar upplýsingar I fjórblöðungi. PRÓFKJÖR Sjáifstæðisflokksins f Reykjavfk hefst f dag klukkan 14.00 á sjö kjörstöðum í bænum og verður kosið fram á mánudags- kvöld. Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins í alþingiskosning- Vegir víða ruddir í gær FÆRÐ ER nú vfðast hvar þung á vegum landsins, en víða var rutt f gær, og varð þá fært milli Reykja- vfkur og Akureyrar og reyndar allt austur á Sléttu. A Vesturlandi var víða jafnfall- inn snjór, en hvergi það mikill að vegir yrðu ófærir á láglendi. Hins vegar var hætta á hálku ef frysti. í gær var vegurinn yfir Fróðár- heiði ruddur og eins um Kerling- arskarð, fært var um Heydal vest- ur í Reykhólasveit. Af Vestfjörðum var það að Framhald á bls. 29. um, sem náð hafa 20 ára aldri 25. júní 1978 og lögheimili eiga í Reykjavfk, einnig meðlimir sjálf- stæðisfélaganna f Reykjavík, sem ná 18 ára aldri 25. júní 1978 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykja- vfk. Kjörstaðir verða eins og áður sagði sjö talsins eftirtöldum stöóum: KR-heimiIinu við Frosta- skjól; Grófinni 1; Templarahöll- inni við Eiriksgötu; samkomusal Kassagerðar Reykjavíkur við Kleppsveg; Valhöll við Háaleitis- braut 1; Verksmiðjunni Vxfílfelli við Dragháls í Árbæjarhverfi og i Breiðholti, á Seljabraut 54. Til þess að kosning verði bind- andi fyrir kjörnefnd þurfa rúm- lega 8000 manns að taka þátt í prófkjörinu og auk þess þurfa einstakir frambjóóendur að fá minnst 50% greiddra atkvæða. I sambandi við útfyllingu atkvæða- seðils skal það tekið fram, að á atkvæðaseðli er nöfnum fram- bjóðenda raðað eftir starfrófsröð. Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12, en það skal gert með því að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda. I dag, laugardag, og á morgun verða - kjörstaðir opnir frá 14.00—19.00, en á mánudag verð- ur aðeins kosió í Valhöll og opið frá klukkan 15.30—20.30, en þeg- ar hefur farið fram utankjör- Framhald á bls. 29. Launahækkun 1. desember n.k.; ASÍ-laun hækka um 14.319 kr. - BSRB- laun hækka frá kr. 14.428 til 38.819 kr. KAUPLAGSNEFND hafur reiknað út verðbólgubætur, sem koma á laun 1. desember n.k.. Mánaðarlaun samkvæmt samningum ASt og VSt hækka um 9.319 krónur og einnig kemur til útborgunar 5000 króna hækkun, sem samið var um að kæmi 1. desember n.k.: samtals hækka launin þvf um 14.319 krónur. Laun opinberra starfsmanna hækka um 14,02%: það er 9,63% verðbólgubætur 1. desember, eins og hjá hinum, en auk þess koma 4% verðbólgubætur fyrir tfmabilið fram að 1. september, sem aðrir voru búnir að fá, en opinberir starfsmenn eru nú f fysta skipti að fá greidd laun samkvæmt samþykktum samningum sfnum. Þannig hækka laun lægsta taxta BSRB um 14.428 krónur, 5. flokkur hækkar um 16.740 krónur, 10. flokkur um 20.293 krónur, 15. flokkur um 24.270 krónur, 20. flokkur um 28.247 krónur, 25. flokkur um 33.105 krónur og 31. og efsti flokkurinn hækkar um 38.819 krónur. Til þessara útreikninga notar kauplagsnefnd svokallaða verð- bótavísitölu, sem er miðuð við 100 stig 1. mái sl. Þessi vísitala er 1. desember 114,02 stig, sem er 10.02 stiga hækkun frá 1. september, en það þýðir 9,63% hækkun. Samkvæmt ASI-samningunum eiga mánaðarlaun að hækka um 930 krónur fyrir hvert sitg, sem verðbótavísitalan hækkar, en það gerir 9.319 króna kækkun á og samsvarandi koma á viku- og mánaðarlaun hækkun á að tímakaup. A tímabilinu til 1. september hækkaði verðbólguvísitalan úr 100 í 104 stig, sem félagar ASl fengu bætt 1. september, en BSRB-félagar fá nú inn i sin laun sem fyrr segir. Konu dæmdar 1,5 milljón- ir kr. í bætur vegna vön- unar án hennar DÓMUR var kveðinn upp f borg- ardómi Reykjavfkur f gær f máli, sem kona ein höfðaði á hendur sjúkrahúsinu í Siglufirði og sjúkrahúslækni vegna vönunar, sem framkvæmd var á konunni f sjúkrahúsinu án vitundar hennar sjálfrar að þvf er hún sjálf hélt fram. Niðurstöður dómsins urðu þær, að læknirinn og bæjarsjóður Siglufjarðar f.h. sjúkrahússins vorú dæmdir til þess að greiða konunni 1.5 milljónir króna f bætur auk vaxta frá 4. febrúar 1972. Þá voru læknirinn og bæjar- sjóður dæmdir til þess að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað, en þar sem gjafsókn var í málinu, mun ríkissjóður greiða konunni málskostnaðinn. Dóminn kvað upp Friðgeir Björnsson borgar- dómari. Magnús Thorlacius hrl. flutti málið f.h. konunnar, Logi Guðbrandsson hrl. f.h. læknisins og Hörður Einarsson hrl. f.h. bæj- arsjóðs Siglufjarðar. Umrædd kona giftist fyrir nokkrum árum og þegar hún gat Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.