Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 7 ,----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------i I! Fjárlagadæmið | ÞaS fer ekki á milli > mála, að verulegur árang- I ur hefur náðst I rikisfjár- I málum ■ tíS núverandi • ríkisstjórnar. ÓSaverS- I bólga. sem geisaS hefur i I landinu um árabil. hefur aS visu margfaldað krónu- I tölu nær allra útgjaldaliSa I rikissjóðs eins og annarra I i landinu. Engu að siður , hefur tekizt að lækka I rikisútgjöld i hlutfalli af I þjóðartekjum. sem er eðli- , leg viSmiSun, og ná á ný I hallalausum rikisbúskap I eftir sukk vinstri stjórnar- áranna. I Núverandi fjármálaráS- herra tók upp mjög I strangar eftirlits- og I aðhaldsreglur i öllum rekstrar- og fjárfestingar- I þáttum ríkisins. sem skil- I________________________ að hafa góðum árangri, þótt efalitið megi enn bet- ur gera á ýmsum sviðum rikisrekstrar. Samdráttur i rikisframkvæmdum hefur hins vegar verið það mik- ill. að á þeim vettvangi verður ekki gengið mikið lengra án stöðnunar i ýmsum þjónustuþáttum. enda eru rikisfram- kvæmdir komnar niður i 12—15% rikisútgjalda. ef mið er tekið af fram- lögðu fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár. Strangt aðhald um rikisútgjöld er óhjákvæmilegt eins og nú hagar til í efnahagsmálum okkar. Hallalaus rikisbú- skapur er beinlinis fors- enda þess að takast megi að ná árangri á öðrum sviðum efnahagsmála þjóðarinnar, ekki sizt i viðnámi gegn verðbólgu. sem er stærsta og hættu- legasta vandamál þjóðar- innar i dag. Þá verður ævinlega að gæta þess. sem fyrr er vikið að, að rikisútgjöld fari ekki fram úr ákveðnu hlutfalli af þjóðarframleiðslu eða þjóðartekjum. Sá hluti þjóðartekna. sem hverju sinni er varið i rikisútgjöld (skattheimtu). dregst frá þeirri heildarupphæð. sem skiptist á milli þegnanna til frjálsrar ráðstöfunar. R ikisútgjöldin / skatt- heimtan hafa þvi ekki sið- ur áhrif á kaupmátt og raunverulegar ráðstöfnar- tekjur almennings en aðr- ir þættir efnahagsmála. Kaupgjaldsliðir kom- andi fjárlaga verða senni- lega allt að þvi 100% hærri en i fjárlagafrum- varpi fyrir yfirstandandi ár. Þessari hækkun verður að mæta með enn frekari niðurskurði á öðr- um sviðum rikisútgjalda — og tekjuöflun i formi einhvers konar skatt- heimtu. Næstu daga, við aðra umræðu fjárlaga- frumvarps. kemur væntanlega i Ijós, hvern veg leyst verður úr ein- hverju þvi erfiðasta fjár- lagadæmi sem komið hefur til kasta Alþingis á seinni árum. Höfuðstóll sjávar Fjárlagadæmi þjóðar- innar verður hins vegai ekki leyst i eitt skipti fyrir öll. Það gengur sífellt aftur, þó mismunandi þungt verði i vöfum eftir aðstæðum hverju sinni. Engum dylst að hið sam- eiginlega afkomudæmi þjóðarinnar, einstaklinga og heildar, er ekki sizt bundið þvi. hvern veg til tekst um stofnstærð nytjafiska okkar, sem eru undirstaða verðmæta- sköpunar i landinu að meginhluta. Útfærsla fisk- veiðilandhelginnar i 200 sjómilur og friðun hennar af veiðisókn Breta og V- Þjóðverja er veigamesta aðgerð okkar i þá veru. að nytjafiskar okkar nái á ný eðlilegri stofnstærð og gefi hámarksafrakstur i þjóðarbúið. En fleira þarf til að koma. Hrygningar- og uppeldissvæði hafa verið alfriðuð. Veiðisvæði, sem ungfiskur gengur á. hafa verið lokuð takmark- aðan tima (skyndilokanir). Mjög þýðingarmiklar reglur hafa verið settar um veiðarfæri, þ.e. möskvastærð. Timabund- in veiðibönn hafa verið sett á togaraflotann. Margháttaðar ráðstafanir hafa verið gerðar til að beina veiðisókn i nýjar fisktegundir (fiskileit og tilraunavinnsla lítt nýttra fisktegunda). Allt miðar þetta að sama marki. Þó hefur ekki verið gengið það langt að stefnt hafi i atvinnuleysi i einstökum sjávarþorpum eða i afger- andi samdrátt i verð- mætasköpun i sjávarút- vegi, er fljótt segði til sin í lifskjörum þjóðarinnar. Vera má að gripa þurfi til enn strangari aðgerða. Sýni fiskifræðilegar niður- stöður næstu mánaða og missera að þorskstofninn gangi enn saman. verður að setja nýjar hömlur á veiðisókn. KLAPPAKSTIG 44 SIMI 11 783, — Öll helstu ensku liðin s.s. M. Unit- ed, enska landsliðið, West Ham, Leeds o.fl. Einnig Berri og Henson peysur flest islenzku liðin. Danskir æfingagallar — Gott verð. / fyrsta sinn á Islandi. Hinir frábæru búningar frá EŒJ ARABIA HANDVERKFÆRI •m ÍL ~=(OC@E^ P AEG j 11 f^f í !i ■ i Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iðnaðar- bygginga- og tómstundavinnu. Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 10ÁRA 1967 7^4 RUMTEPPI Höfum nú tekið upp nýja sendingu af tilbúnum frotte rúmteppum. Meira en tíu litir. Kærkomin jólagjöf. stærðir verð kr. 21 0 x 250 cm. 13.887 - 250x250cm. 14.284 — og fyrir þá sem vilja endurbæta svefn- sófana fyrir jólin höfum við mikið úrval húsgagnaáklæða. Verð við allra hæfi. f SKIPHOUI17A-SIM117563

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.