Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977
19
uppgötvud fyrr en árið 1592, er
svo vildi til að stórjarðeigandi
einn lagði vatnsleiðslur þvert í
gegnum borgarstæðið. En aug-
sýnilega hefur uppgötvun borgar-
innar ekki valdið sérlegu upp-
námi að svo stöddu, — sömu sögu
má segja er menn nær einni öld
síðar tóku eftir letri með nafni
borgarinnar og fundu fleiri merki
um byggingar ásamt forngripum,
en menn létu þar við sitja.
Fornaldir voru til i skrifum sam-
tíma sagnfræðinga og spekinga og
það virtist nægja mönnum, skipu-
legur fornfræðilegur uppgröftur
var ennþá óþekkt hugtak. — Það
var ekki fyrr en á átjándu öld er
menn rákust af tilviljun á verð-
mæta gripi, að menn fóru að
vakna, en sú vakning var aðallega
í formi ágirndar og allt fram að
næstu aldamótum fór allur upp-
gröftur óskipulega fram og miðað-
ist eingöngu við að finna verð-
mæti í formi listaverka utan á og
innan í byggingum. Myndverk
voru söguð af veggjum, mynda-
styttur fluttar á brott, mósaikgólf
tekin upp og allt sent til hinnar
konunglegu safnhirzlu. Þannig
tókst að raska fjórða hluta borgar-
innar á þann veg að ekki verður
bætt fyrir. En hinar konunglegu
safnhirzlur fylltust af ómetanleg-
um listaverkum, sem nú munu aó
mestu leyti vera geymd í forn-
minjasafni Napoliborgar.
Hluti fundarins var kynntur í
myndskreyttu bókarformi og mun
bókin hafa dreifst viða, — og þar
með var áhugi umheimsins vak-
inn fyrir alvöru, ekki sízt er gagn-
merkir fræðimenn hófu að heim-
sækja staðinn og skrifa um það er
fyrir augu bar. Evrópa verður á
sama tíma gripin hrifningu á
hinni klassísku fortíð og ný-
klassíkin með áhrifum frá Grikkj-
...
;/ci.iíQvf
Mosaikmynd af beinagrind
Sölumaður
um fer sigurför um álfuna. Nítj-
ánda öldin hefur göngu sina með
miklu brambolti og framkvæmd-
um í fornleifagrefti, — og á
meðan Jósef Napoleon og Murat
herforingi sátu við völd i Napoli
voru um tíma 674 menn starfandi
við uppgröft Pompei og
Herculeaneum. Það var ekki fyrr
en italía sameinaðist í eitt ríki
árið 1859 að aðferðirnar við upp-
gröftinn breyttust og gerðust
vísindalegar. Nú var takmarkið
að varðveita borgina í uppruna-
legri mynd og síðan hefur allt
miðast við það og vísindin við
uppgröftinn orðið fullkomnari
með ári hverju. Nú flýta menn sér
hægt þótt ekki hafi þeir grafið
upp meir en ca. rúman helming
Hundur f dauðateygjum
f gosinu
borgarinnar. — í ljós hefur komið
að hvergi í öllu Rómaveldi og
serynlega hvergi í víðri veröld eru
til jafn skýrar minjar um daglegt
líf í menningarborg við upphaf
tímatals okkar.
Ég geri ráð fyrir að fjöldi ís-
lendinga hafi heyrt getið um
Pompei og allnokkrir munu hafa
komið þangað og þá flestir sjálf-
sagt með ferðahópum. Þá gildir
og hefur allt að segja, að í förinni
sé góður leiðsögumaður, fróður
um sögu staðarins og geti brugðið
upp lifandi mynd af þeim hamför-
um er hér áttu sér stað og hafi
góðan skilnings á listverðmætum
'og menningarlífinu á staðnum, —
sé um leið hleypidómalaus. Fjöldi
ferðalanga nýtur þess alls ekki að
koma á þennan stað því þeir hafa
hvorki þekkingu til að bera um
sögu staðarins né kenndir til þess
stórkostlega sem þar er að sjá í
Framhald á bls. 32
Frá sýningunni í Lousiana. Lftill drengur skoðar mosaikmynd.
Russland Raytscheff
Jórunn ViÖar
Sinfóníutónleikar
JÓRUNN Viðar píanóleikari og
tónskáld segir i efnisskrá, að
fyrir henni vakí að reyna að
samhæfa frumstæða hugsun
sina margslungnu formi hefð-
bundins konserts. Það vill svo
til, að undirritaður hefur einn-
ig haft áhuga fyrir þessu vanda-
málLog ef rétt er skilið, þá er
hér átt við það tóntak, sem einu
nafni má nefna íslenzka tón-
hugsun, þ.e.a.s. islenzk þjóðlög.
íslenzk þjóðlög eru að hluta til
einhver frumstæðasta tónlist,
tiltæk af alþýðu núdagsins, sem
finnanleg er í heiminum i dag,
og er hægt að rekja sögu henn-
ar sjö til átta hundruð ár aftur i
tímann. Hér er átt við alþýðu-
tónlist, sem er mjög sérstæð,
söngtónlist, sem er gjörsamlega
ósnortin af áhrifum hljóðfæra,
söngtónlist í sinni frumstæð-
ustu gerð. Hluti þessarar tón-
listar er geymd okkar islend-
inga á sönghefð, sem var við
lýði í Evrþpu á 10., 11. og 12
öld. Með því að ætla sér að nota
þessi lög í dag, sem uppistöðu i
margslungið tónform fyrir
hljóðfæri, er hafa orðið til i
samræmi við margra alda
þróun i tónsmiði, er verið að
hlaupa yfir átta hundrað ára
sögu. Annað hvort er hætta á að
frumstæð tónhugmyndin spill-
ist, glati upprunaleik sinum í
viðamiklum tónbálki nútímans,
eða ef hún er varðveitt í upp-
runalegri gerð, hljómi í hróp-
legri mótsögn við liðleika þeirr-
ar tónhugsunar sem mótast hef-
ur vió notkun hljóðfæra. Jór-
unn Viðar hefur í mörg ár glímt
við þann vanda að gefa frum-
stæðri og fornri tónhefð nýjan
svip, er hæfi samtíðinni og orð-
ið þar vel ágengt. Með pianó-
konsert sinum er hún að reyna
að brúa bilið á milli fornrar
sönghefðar og fjölskrúðugs tón-
ferils hljóðfæratónlistar. Þessa
tilraun hennar ber að meta á
annan hátt en ef hún heföi kos-
ið að tjá sig samkvæmt tísku
samtiðar sinnar, þar sem hægt
er að hafa gott af þvi, sem fyrr
hefur verið gert. Hér er Jórunn
Viðar að fást við nýsköpun og
yfir henni var á köflum þokki
en þó ekki með öllu hnökralaus.
Notkun hennar á siíafóninum
var t.d. mjög spillandi. Við
frumflutning tónverka vill það
oft ske, að mótun verksins nái
ekki lengra en að koma því til
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
skila og virtist undirrituðum,
að víða vantaði á flulnings-
skerpuna. Einleiksþátturinn
bar þess glögg merki, að höf-
undurinn hefur átt stundir við
píanóið og reynt að finna frum-
stæðri hugsun þjóðlagsins leik-
form. Undirritaður vill hvetja
Jórunni Viðar til að tjá sig i
minni formum fyrir píanó, því
þar er stórt skarð fyrir skildi.
Russland Raytscheff er mjög
góður stjórnandi og voru tón-
leikarnir einhverjir þeir beztu,
sem undirritaður man eftir hjá
Sinfóniuhljómsveit íslands.
Tónleikarnir höfust á Hátíðar-
forleik eftir Stojanoff og var þá
strax hægt að heyra meiri
hljómgæði hjá hljómsveitinni
en oft áður. Forleikurinn er eitt
dæmið um það hve langt bil
getur verið milli kunnáttu og
sköpunar. Eftir Píanókonsert
Jórunnar Viðar, var flutt
fimmta sinfönía Tsjaíkovskýs.
Sinfónían er listaverk og hljóm-
sveitin og stjórnandinn náðu að
gefa hlustandanum meira en
rétt spilaðar nötur. Á nokkrum
stöðum í verkinu var túlkunin
frábær. Það sýndi sig að í
hljómsveitinni eru margir góðir
hljóðfæraleikarar og hvort það
er vegna verksins, eða þess
hæfileika stjórnandans að laða
fram það bezta i hljómsveitinni.
þá var flutningur sinfóníunnar
i heild glæsilegur.
I sinfóniunni eru margir
mjög fallegir sólókaflar. sem
yfirleitt voru vel leiknir. Sér
staklega er rétt að nefna Sigurð
I. Snorrason klarinettleikara.
Viðar Alfreðsson hornleikara
sem léku vel sína sóló-kafla og
P.V. Neubauer pákuleikara.
Pákan gegijir hjá Tsjakovský
stóru hlutverki í mögnun
áhrifamikilla tóntiltekta og var
leikur Neubauer hárviss og vel
útfærður. Vonandi á Russland
Raytscheff eftir að heinrsækja
ísland oftar og létta okkur
skammdegisseturnar.
J. Asg.
Háskólakórinn
RUT Magnússon hefur i nokk-
ur ár þjálfað háskólaborgara i.
samsöng og er óhætt aö segja,
að Háskólakórinn sé stofnun
sem vert sé að huga að og á
vonandi eftir að hafa mótandi
áhrif á söngmennt i landinu,
ekki aðeins til að gleðja hlust-
endur heldur og að ala upp gott
söngfólk og kenna þvi að um-
gangast góða tónlist. Tónleik-
arnir i Kristskirkju s.l. laugar-
dag skiptust milli gamalla is-
lenzkra og erlendra sálmalaga,
sem flest eru helguð jólunum,
og jólaflokksins A Ceremony of
Carols, op. 28 eftir Britten. Há-
skólakórinn er vel mannaður og
var söngur hans sérlega á-
ferðarfallegur. Tónleikarnir
hófust á gömlu íslensku jólalagi
Með gleðiraust og helgum
hljóm, sem kórinn söng mjög
fallega. Þá komu tvö sálmalög i
raddsetningu Róberts A. Ottós-
sonar. Fjórða lagið, Enn eru jól
eftir Árna Björnsson, við texta
eftir Ingólf Gíslason, sérlega
fallegt lag og mjög vel sungið.
íslenzku lögin í heild voru fyrir
smekk undirritaðs einum of
taktföst.
Monika Abendroth lék ein-
leik á hörpu tvö smálög, senni-
lega eftir Gottfried Kirchhoff
(1685 — 1746). Abendroth er
dugandi hörpuleikari og væri
ef til vill ekki ástæðulaust fyrir
hana að innsigla landnám hörp-
Framhald á bls. 31