Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 31 Samgönguleysi há- ir Bolvíkingum Bolungarvfk 12. desember. UNDANFARNAR vikur hefur rfkt hér einmuna tíð og snjólaust frá þvf um miðjan nóvember. Það hefur vakið furðu manna, að í slfku tfðarfari skuli Vegagerð rfkisins ekki sjá sér fært að tryggja flutningabflstjórum að- stoð ef með þarf, þannig að þeir geti haldið uppi vöruflutningum. — Handtöku- málið .... Framhald af bls. 48 kvöldi við Jón Eysteinsson lög- reglustjóra í Keflavík og spurði hvort þessi málalok þýddu að Haukur tæki nú við sínu fyrra starfi. Jón sagði að hann hefði enga afstöðu tekið í þessu máli og ætti hann eftir að skrifa dóms- málaráðuneytinu bréf vegna málsins. Þá ræddi Mbl. einnig við Hauk Guðmundsson í gærkvöldi. Kvaðst hann hafa gengið á fund lögreglustjórans í gær þeirra er- inda að spyrja hvenær hann gæti hafið störf að nýju. Hefðu þeir átt stuttar viðræður en lögreglustjóri hefði síðan vísað honum á dyr. Þá tók saksóknari einnig þá ákvörðun, að ekki væri krafizt frekari aðgerða gegn Hauki vegna kæru á hendur honum fyrir ólög- legar aðfarir við handtöku og yfir- heyrslu yfir tveimur bandarísk- um varnarliðsmönnum fyrir nokkrum misserum. Hins vegar var gefin út ákæra á hendur Hauki fyrir að hafa gefið út innstæðulausar ávisanir að upphæð um 380 þúsund krónur og verður höfðað opinbert mál gegn honum í sakadómi Njarð- víkurkaupstaðar. Samhliða var rannsakað hvort Haukur hefði gerzt brotlegur í opinberu starfi með meðhöndlun sinni á eigin ávísanamáli, en saksóknari krafð- ist ekki aðgerða gegn H:uki í þvi máli. Flutningabilarnir fóru síðustu ferðina í byrjun nóvember, eftir að hafa þurft að bfða í Reykjavík í þrjá daga meðan Vegagerðin var að taka ákvörðun um hvort ætti að aðstoða þá yfir Þorskafjarðar- heiði, sem þá var þungfær vegna sjóa. Þessa aðstoð veitti Vega- gerðin að lokum og sendi til þess minnstu gerð af jarðýtu og einn óframdrifinn veghefil. Vegagerðin tilkynnti þá, að ekki yrðu fleiri snjómokstrar af hennar hálfu á þessari leið í vet- ur. Þar með var grundvellinum kippt undan vöruflutningunum landleiðina, þar til að vori. Síðan hefur tíðarfar verið með eindæm- um gott, en flutningabílstjórar hafa ekki séð sér fært að hefja flutninga aftur, þar sem ekki er neina aðstoð að fá frá vegagerð- inni. Auk þess lögðu bílstjórarnir sínum bilum, þ.e. þeir sem ekki nota þá sem vörubíla yfir vetrar- tímann. Þetta er sérstaklega óheppilegt, þvi nú er timi mikilla vöruflutninga. Skip Skipaút- gerðarinnar eru hér með hálfs- mánaðarmillibili og þau anna engan veginn flutningsþörfinni á þessum árstíma, og að auki eru ferðir skipanna alltof strjálar. Eftir stendur þá flugið, sem aftur á móti er mjög háð veðri. Með tilkomu Djúpvegarins urðu vöruflutningar á landi auð- veldari en áður, því þá var aðeins yfir eina heiði að fara í staðinn fyrir a.m.k. fjórar heiðar, sem áð- ur var farið yfir, þ.e. leiðin suður firði, en það er einmitt Þorska- f jarðarheiðin, sem er þröskuldur- inn nú. Vegurinn yfir hana er 30—40 km, gömul niðurgrafin slóð, sem ekkert hefur verið gert fyrir. Ef upphækkaður vegur yrði gerður yfir heiðina, sem kunnug- ir segja að megi gera án mikils kostnaðar, þá er auðvelt að haida leiðinni opinni mest allt árið. — Gunnar. — Færeyingar veiða 35 þús. Framhald af bls. 48 Færeysku samningamennirnir komu til íslands beint frá Bruss- el, þar sem þeir hafa átt viðræður við Efnahagsbandalagið um fisk- veiðiheimildir innan færeyskrar efnahagslögsögu. Samkomulag varð ekki í Brússel, en hinn 1. janúar eiga fiskiskip aðildarríkja EBE að hætta veiðum innan lög- sögu Færeyinga. Atli Dam sagði í gær, að Færeyingar ætluðu þrátt fyrir enga samninga um áramót að halda áfram veiðum við Græn- land i trausti þess sambands sem er milli Dana og Færeyinga. Þeg- ar Bretar, Þjóðverjar og Frakkar fengju síðan ekki að veióa við Færeyjar, kvaðst Atli búast við að þrýstingur magnaðist innan Efna- hgasbandslagsins. Næsti samn- ingafundur við EBE er ráðgerður í byrjun janúar. A blaðamannafundi, sem hald- inn var eftir undirritun sam- komulagsins i gær, var eftirfar- andi fréttatilkynning afhent: „1 dag fóru fram viðræður milli íslenzkra og færeyskra ráða- manna um fiskveiðar. Gengið var frá samkomulagi um réttindi Færeyinga til loðnuveiða við Island og réttindi Islendinga til kolmunnaveiða við Færeyjar. Samkvæmt samkomulagi er Færeyingum heimilað að veiða innan íslenzku fiskveiðimark- anna á vetrarvertíðinni 1978 allt að 35.000 smálestir af loðnu til bræðslu í Færeyjum, og skuli Færeyingar þá hlita að öllu leyti sömu reglum og Islendingar við sömu veiðar. Fjöldi færeyskra skipa, sem stunda veiðarnar, má vera 15, en aldrei skulu vera nema 8 þeirra innan fiskveiði- markanna samtimis. Islendingum er heimilað að veiða innan færeysku fiskveiði- markanna á árinu 1978 35.000 smálestir af kolmunna og skulu Islendingar þá hlíta sömu reglum og Færeyingar við sömu veiðar. Fjöldi íslenzkra skipa sem stunda veiðarnar má vera 15 að jafnaði en 17 ef notuð er tveggja skipa varpa. Islenzk og færeysk stjórnvöld eru sammála um að halda áfram samvinnu um rannsóknir á göngu kolmunna og efla samstarf sín í milli og við önnur hlutaðeigandi lönd um skynsamlega hagnýtingu kolmunna. Samkomulagið er háð samþykki Alþingis og.Lögþings Færeyja. Jafnframt var undirrituð bók- un varðandi framkvæmd fyrir- komulags þess er gengið var frá 20. marz 1976 um aðstöðu Færey- inga til fiskveiða við Island, en samkomulag varð um af heildar- afla Færeyinga á íslandsmiðum skuli þorskafli minnka úr 8.000 smálestum á ársgrundvelli í 7.000 smálestir. Aðilar voru ennfremur sammála um að skylda færeyskra skipa til að hlita sömu reglum og islenzk skip við sams konar veiðar tæki einnig til hvers konar veiði- banns eða annarra veiðitakmark- ana er islenzk stjórnvöld ákveða. Einnig var undirrituð yfirlýs- ing varðandi nánari samvinnu um síldarrannsóknir. Samkomulagið, bókunina og yfirlýsinguna undirrituðu af Is- lands hálfu Einar Agústsson utan- ríkisráðherra og Matthías Bjarna- son sjávarútvegsráóherra og af Færeyja hálfu Atli Dam lögmaður og Pétur Reinert sjávarútvegsráð- herra.“ Þess má geta að í sambandi við loðnuveiðar Færeyinga við Island þá er um að ræða 10 þúsund smá- lesta aukningu á veiðum þeirra. Veiðarnar eru þó takmarkaðar við vetrarvertið, þ.e.a.s. frá janú- ar til marzloka. I fyrra voru kol- munnaveiðiheimildir Islendinga við Færeyjar takmarkaðar við tímabilið frá marz til júni, en nú eru þær ótímaákvarðaðar. Þá sagði Matthias Bjarnason, að íslenzkir útgerðaraðilar, sem veitt hefðu um 6 þúsund tonn af kol- munna við Færeyjar á síðastliðnu ári, yrðu hvattir til veiðanna eins og áður. I ár var útflutningsgjald fellt niður af kolmunna og spærl- ingi og sagði ráðherra að nú væri verið að ganga frá frumvarpi, sem veitti sjávarútvegsráðherra heim- ild til að fella niður útflutnings- gjald af kolmunna, en þessi ráð- stöfun á síðastliðnu ári gerði mögulegt að hækka hráefnisveré um 1,10 krónur. — Oddsskarðs göng Framhald af bls. 48 Einar að mikil veðurbliða hefði verið þar eystra undanfarið og færð því verið með bezta móti yfir Oddsskarð, af þeim sökum hefði ekki verið lagt að þeim að opna göngin fyrr nú, að þau eru svo til fullbúin. Einar sagði, að frá því að gangagerðin hófst á árinu 1972 hefði verið varið um 300 millj. kr. til verksins, en.ef allur kostnaður væri reiknaður á núverandi verð- lagi, væri kostnaðurinn um 600 millj. kr. Oddsskarðsgöngin eru alls 635 metrar á lengd, út frá ganga- munnum ganga steyptir stokkar og er sá, sem er Norðfjarðarmeg- in, 160 metrar á lengd og sá. sem er Eskifjarðarmegin, er 35 metr- ar, meginjarðgöngin sjálf eru því 440 metrar. Breidd ganganna er 4.30 metrar, en akbrautin er 3.20 á breidd. Hæð ganganna í miðju er kringum 5.30 metrar. Á næsta ári er ætlunin að ljúka algjörlega við göngin með þvi að steypa eða malbika akbrautina í gegnum göngin. Að sögn Einars fara 200—300 bílar á dag yfir Oddsskarð að sumarlagi, en yfir vetrartímann hefur umferðin ver- ið miklu minni. Oft þegar fa>rð er erfið fara kannski 2—3 bílar á dag yfir skarðið, eða jafnvel eng- inn. Hins vegar er það von manna, að með göngunum verði miklu auðveldara að halda opinni leiðinni milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar — Lokið verði... Framhald af bls. 33. Vegur þessi gæti tengzt Hafnar- fjarðarvegi neðan Silfurtúns, far- ið yfir Hraunsholtslæk ofan Stál- víkur og tengzt Álftanesvegi vest- an hússins Hraun. Með þessum aðgerðum telur bæjarstjórnin verulegar úrbætur fást í þjóðvegamálum á milli Hafnarfjarðar/ Reykjaness og Reykjavíkur, og að þjóðhagsleg rök styðji eindregið þessa tilhög- un framkvæmda. Með þessari ályktun telur bæjarstjórnin umræðum lokið að sinni um aðra möguleika á lagn- ingu umferðaræða um Garðabæ og væntir þess, að ekki þurfi að standa á fjárveitingu til þessara framkvæmda. — Bezta vörnin Framhald af bls. 10 þeim, sem ekki eru með læst benzínlok á bílum sínum að fvlla tankinn aldrei, þá verður hið fjárhagslega tjón ekki eins mikið, auk þess sem benzín- eyðslan er meiri við aukna þyngd bílsins og ef bílnum er stolið kemst hann ekki mjög langt ef litið er benzinið, og getur því síður valdið skemmd- um eða tjóni áður en hann stöðvazt. Hér gildir það einnig að leggja bilum á vel upplýst bilastæði og einnig að læsa þeim þó að þeir séu geymdir í bilgeymslu, því annars gætu þjófar haft nægan tima og gott skjól til að athafna sig ef þeir kæmust í ólæstan bíl inni í bíl- geymslu þar sem fólk yrði títið vart við þá. Til að fyrirbyggja það enn frekar er bezt að læsa bílgeymslum einnig. — Það hefur mjög aukizt á siðari árum, sagði Grétar Nor- fjörð að menn settu segul- bandstæki, útvörp og fleiri dýr tæki í bílana og er mikilvægt að skrá hjá sér tegund og fram- leiðslunúmer þessara hluta, en það gæti létt leitina af þeim er þau væru t.d. boðin til sölu þeg- ar útvarpsvirkjar væru t.d. beðnir að setja þau i bíla og líka er mikilvægt að menn séu á varðbergi er þeir vita af notuð- um tækjum, er boðin eru til sölu. Þá sagði Grétar einnig að mikið væri um reiðhjólastuldi og væri þess vegna nauðsynlegt að ganga vel frá reiðhjólum sín- um, hafa þau læst a einhvern hátt og skrá einnig númer þeirra. Nokkuð mikið hefur verið um þjófnaði úr húsum t.d. stigagöngum og forstofum þar sem oft er skilin eftir fatnaður og skótau og einfalt ráð væri að merkja það með nafnnúmeri viókomanda. Borið hefur á þessu hvað mest i samkomuhús- um. Að jafnaði eru framin um og yfir 50 innbrot í mánuði hverj- um allt árið og er einkum um að ræða innbrot i verzlanir og fyr- irtæki, en síðan lögreglan hóf samstarf við fyrirtækin hafa innbrot í þau minnkað og færst yfir í heimahús. Sagði Grétar að forráðamenn fyrirtækja hefðu til skamms tímá talið inn- brot vera sjálfsagðan fylgifisk þessa reksturs, en það hefði sýnt sig að með vörnum af ýmsu tagi rnaetti stemma stigu við þeim, en nú þyrfti að auka varnir í heimahúsum og þvi þyrfti almenningur að taka sig á. Sagði Grétar það vera alltof algenga skoðun að fólk segði að slíkt gæti ekki komið fyrir sig. — I þessu sambandi skiptir það mestu máli að lögreglan vill • eiga gott samstarf við borgar- ana og vill fá að benda á ýmis- legt sem getur verið til varnar innbrotum og þjófnaði. Það þarf að gæta þess að bjóða ekki þjófum heim, t.d. að skilja allt- af eftir Ijós þegar hús eru yfir- gefin dagsstund, því það hefur sýnt sig að þjófar reyna að vakta þau hús sem þeir vita að eru yfirgefin og sæta lagi með innbrotstilraunir. Þá skal á það minnt að hafa sem tryggastar læsingar, og skilja aldrei eftir opna glugga þar sem hægt væri að teygja sig i læsingar og opna og koma hlutunum þannig fyrir að ekki sé heldur hægt að teygja sig inn um bréfapóstlúg- ur til að opna útidyrahurðir. Þá er það einnig nauðsynlegt að fólk fái nágranna eða skyld- menni til að líta reglulega eftir húsum sinum ef þeir fara burtu um lengri eða skemmri tíma. — Við höfum átt nokkuð erf- itt með að ná til hins almenna borgara ekki eru til nein sér- stök samtök sem við getum komið á fundi hjá en við viljum hvetja til þess að fólk hugi að þessum málum hjá sér, okkar starf er að reyna að koma i veg fyrir innbrot og afbrot ef mögu- legt er og það verður bezt gert með aðstoð borgaranna sjálfra. Við erum reiðubúnir að koma á fundi i húsfélögum og víðar, ef þess er óskað, þvi það er margt sem hægt er að koma á fram- færi húseigendum til Ieiðbein- ingar og umhugsunar, sagði Grétar Norfjörð að lokum. — Hjónaminning Framhald af bls. 38 dýrkaður á heimili Einars og Helgu. Hann hafi ekki þekkst þar. Það var mikill vitnisburður þeim til handa. Þegar heilsu Einars og Helgu fór að hnigna, þá voru þau umvaf- in elsku og kærleika barna sinna og fósturdóttur, sem skiptust á að hafa þau heima hjá sér eftir að- stæðum. Það var mikil gleói fyrir okkur sem höfðum þekkt þau og notið góðs af þeirra þjónustu að vita af slíkum myndarskap og kærleika. Að lokum þessi ritn.gr. og sálm- ur (1. Pét. 6.v.) Þá munuð þér fagna þótt þér nú um skamma stund, ef svo verður að vera, hafið hryggst i margskonar raunum, til þess að trúarstaðfesta yóar langt- um dýrmætari en forgengilegt gull sem þó stenst eldraunina geti orðið yður til lifs, dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists. (9. vers). Þér munuð fagna með óumræðilegri og dýrð- legri gleói, þegar þér náið tak- markinu fyrir trú uðar, frelsun sálna yðar. Þpj>ar æviþrautin dvfn þ«‘Har lokast auKun mfn. Þe^ar ók við sælli sðl sé þinn dóms- o« vehlistól. Bjai’KÍð alila hoi'KÍn mfn b.vr« mÍK þá f skjóli þín. (M. Joch.) Ásdís Erlingsdóttir. — Hvert stefna Grænlendingar? Framhald af bls. 8 hagsmuni ríkisins, verður ákveðið með lögum aö leit, frumrannsókn og vinnsia nefndra verðmæta eigi ein- göngu að framkvæma eftir sam- komulagi milli ríkisstjórnar og landsstjórnar. Þessi ályktun var samþykkt af öllum græn- lenzku nefndarmönnunum og meirihluta þeirra dönsku. Um þessa tillögu mun nú vera fjali- að i þingflokkum og verður hún lögð fyrir þingið, þegar lögin um heimástjórn verða lögð þar fyrir. _____ — Magnús Framhald af bls. 10 aðstoð. Þótt hann hafi flutzt til Edinborgar aðeins 9 mánaða gamall er hin islenzka taug i brjósti hans enn óslitin og sterk — jafnvel sterkari en í flestum öðrum íslendingum, sem ég þekki.” — Stéttarsam- band bænda Framhald af bls. 34. tengd friðindi. Alveg var synjað kröfunni um sambærileg laun húsfreyjunnar við það sem bænd- um er ætlað i kaup. Stjórn Stéttarsambands bænda mótmælir úrskurðinum í heild. Hún lýsir sérstakri óánægju með að ekki skuli reiknuð sömu laun hjá húsfreyjum og bændum, að bændum skuli ekki reiknuð laun fyrir viðveruskyldu og að fjár- magnskostnaður er stórlega van- talinn. Stjórnin telur úrskurðinn rang- an og áskiiur sér rétt til að krefj- ast breytinga á honum svo fljótt sem lög leyfa. f.h. Stjórnar Stéttarsambands bænda Gunnar Guðbjartsson —Háskólakórinn Framhald af bls. 19 unnar hér á landi með konsert. Næstu fimm lögin voru Veni, Veni í útsetningu Kodali, jóla- lög frá Bóliviu, Englandi og Spáni og Hljóða nótt, vió texta eftir Matthias Jochumsson og í útsetningu Ian Humphris. Til eru margar útsetningar á þessu lagi (Heims um ból) og flestar óheyrilega væmnar. Þessi er sú skásta af þvi taginu og var auk þess fallega sungin. Fyrri hluta tónleikanna lauk með þvi að kórinn gekk út kirkjuna og söng Með gleðiraust og helgum hljóm. Seinni hluti tónleikanna var helgaður enska tónskáldinu Benjamín Britten og flutt A Ceremony of Carols op. 28. Verkið er I 11 köflum, upphaf- lega samið fyrir drengjakór með hörpuundirleik en var nú flutt í kórgerð J. Harrison. Futningurinn var i heild mjög góður, sérstaklega i 6. kaflan- um, This little Babe. Stjórnandinn Rut Magnússon og Guðfinna Dóra Ólafsdóttir sungu einsöng. Svo sem dæmt verður eftir heyrn virtist allt fara fram eins og til var ætlast nema í Spring Carol. Háskóla- kórinn undir stjórn Rut Magnússon á nú að baki tölu- vert starf og ef vel til tekst, má vænta mikils af þessari ný- breytni i menningarumsvifum Háskóla Islands. Jón Asgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.