Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 17 k. Unnið við að steypa Akursbrautina á þessu ári, en hún liggur niður að Akraneshöfn. Varanlegri gatnagerð miðar vel á Akranesi Akranesi í des. — I SUMAR hefir verið unnið af kappi við að steypa Hringtorgið, Faxabrautina og Akursbrautina. — Nú þegar er búið að steypa 572 metra, en eftir er að steypa 320 m. Einnig er búið að leggja niður olíumöl á 944 m á götur í sumar. — Áðurnefndar götur eru fjöl- farnar umferðargötur. Og er því mikil samgöngubót að þessu verki, sem hefir gengið mjög vel. Hér á Akranesi er búið að leggja varanlegt slitleg á 12.219 m af götum bæjarins samanlegt, en eftir er að leggja á 10,893 m. Það er mikill hugur hjá raðamönnum bæjarins og raunar hjá öllum bæjarbúum, á því að þessari og annarri uppbyggingu verði haldið áfram. Júlíus. Þannig voru göturnar á Akranesi f gamla daga, holur og pollar fleiri en „vötnin á Tvídægru og eyjarnar á Breiðafirði." Þetta er Skólabraut og fremst er gamli barnaskólinn og íbúðarhús Sveins Guðmundssonar hreppstjóra. Önnur bók um „fátæktfólk” MÁL og menning hefur sent frá sér bókina Baráttan um brauðið, annað bindi æviminninga Tryggva Emilssonar. Fyrsta bókin, Fátækt fólk, kom út í fyrra. Fyrir Fátækt fólk hlaut Tryggvi viðurkenningu Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og bókin var tilefnd af Islands hálfu Vatnsvonir glæðast í Eyjafirði Akureyri, 8. cit»st‘mber. — JARÐBORINN Narfi, sem nú er að störfum vestan við Ytra- Laugaland í Eyjafirði, kom fyrir skömmu niður á vatn á 600 metra dýpi. Enginn þrýstingur var á þessu vatni og það rann ekki upp úr holunni, enda gætti þess ekk- ert, þegar frá leið. Vatnsmagnið var ekki mælt. Alveg er óvíst að hér sé fundin ný vatnsæð eða viðbót við það vatn, sem áður hef- ur verið náð úr jörðu, þó að vonir manna hafi vissulega glæðzt lítið eitt við þennan vatnsfund. Ekkert verður á þessu stigi málsins full- yrt um hvort hér er um virkjan- legt vatn að ræða fyrir Hitaveitu Akureyrar, en það mun koma í ljós innan skamms. — Sv.F. Tryggvi Emilsson BARÁTTAN, l)N "t 13? & I' S i 1 til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Baráttan um brauðið segir frá vinnumennskuárum höfundar í Skagafirði og síðan frumbýlisár- um á eigin vegum. Drjúgur helmingur bókarinnar fjallar um dvöl Tryggva á Akureyri á timum atvinnyleysis og réttindabaráttu verkamanna. Jafnframt segir frá upphafi verkalýðsbaráttunnar á Akureyri sem Tryggvi tók þátt i. í þessari bók segir frá helztu vinnudeilum á Akureyri og þar er að finna margar lýsingar á sam- ferðamönnum sem birta tíðarand- ann. Bókinni lýkur þar sem Tryggvi er að flytjast frá Akure.vri 1947. Mandeville International TAKIÐ EFTIR Sérfræöingur Mandeville International í hártoppum er staddur hér Hann mun fús að ræða við yður í fullum trúnaði og án skuldbindingar Hann mun kynna hina nýju fram- leiðslu á Mandeville International á fisléttum hároppum. REYKJAVIK Rakarastofan Klapparstig, simi 12725, 12., 14 og 16. des AKUREYRI Jón Eðvarð rakarastofa Strandgötu 6, sími 1 1408, 1 3. des KEFLAVÍK Klippotek Hafnargótu 25, simi 3428, 15 des. Om&Orlygur Vestumtu 42 súui:25722 SteinarJ. Lúðvíksson Þrautgóðir á raunastund Þessl bók fjallar um at- burði áranna 1916—1919. Á þessum árum stóð fyrri heimsstyrjöldin sem olli íslendingum miklum bú- sifjum. f bókinni eru m.a. frásagnir af atburðum styrjaidaráranna, eins og t.d. þegar flutningaskipun- um Ceres, Vestu og Flóru var sökkt. Þá má nefna sér- staklega frá- sögn af strandi Goðafoss, björgunarafreki Guðbjarts Ólafssonar og manna hans í marz 1916, og er selveiðiskipið Kópur fórst. Þetta voru umbrotaár í ís- lenskum sjávarútvegi. Vél- bátaútgerðin var að taka við af skútuútgerðinni og togararnir að koma til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.