Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Góður endasprettur færði Þrótti annað stigið á móti Fylki FYLKISMENN gcta nagað sig f handarhökin eftir að hafa glutrað niður vinningi á móti Þrótti í 2. deildinni á laugardaginn. Þeir voru yfir 18:15 þegar innan við 10 mfnútur voru eftir, en þoldu þá greinilega ekki álagið og Þróttur gerði 4 mörk á móti 1 síðustu mínúturnar og náði öðru stiginu úr Ieiknum, 19:19. Brugðu Þróttarar á það ráð að taka Einar Agústsson úr umferð í lokin og fór leikur Fylkis úr sambandi við það. Komust Þróttarar hvað eftir annað inn í sendingar og gerði Konráð Jónsson fjögur síðustu mörk Þróttar. Það fer ekki á milli mála að bæði lið Fylkis og Þróttar eru meðal þeirra sterkustu í 2. deild- inni og jafnteflið var dýrmætl fyrir báða aðila. Kæmi á óvart ef annað iiðið færi ekki upp í 1. deild í vor. Þróttarliðið gæti þó verið enn betra en raunin er og virðist vanta allan metnað í leik- menn liðsins. Um Fylkisliðið er það að segja að framfarir leik- manna hafa veriö miklar undan- faríð og munar ef til vill mest um að markvörður liðsins, Jón Gunn- arsson, er orðinn mjög góður og varði laglegagegn Þrótti. Stefán Iljálmarsson átti einnig mjög góðan leik gegn Þrótti og sömuleiðis Einararnir báðir og Halldór Sigurðsson. Konráð var Þrótturunum drjúgur í lokin, en liðað van að þessu sinni og enginn einn öðrum betri. Mörk Fylkis: Stefán 5, Einar A . 5 (2), Einar E. 4, Halldór 4, Gunn- ar 1. Mörk Þróttar: Konráð 7 (2), Sigurður, H:lldór, Sveinlaugur, og Jóhann 2 hver, Ari 3, Trausti 1. —áij Einar Einarsson hefur náð frákasti eftir þrumuskot I þverslá og gnæfir yfir þá Trausta Þorgrfmsson og Sigurð Sveinsson, Einar Ágústsson og Sigurður Sfmonarson álengdar. SJÖ MARKA MUNUR Á LEIKNI OG ÞÓR EFTIR jafnan fyrri hálfleik og stöðuna 13:11 í leikhléi náði Leiknir góðum leikkafla gegn Þór í 2. dcildinni á laugardaginn og breytti stöðunni f 18:11 á skömmum tfma. Sá sjö marka munur hélst leikinn út og vann Leiknir verðskuldað 28:21. Einhvern veginn fannst manni allan tímann sem Leiknir gæti ekki annað en unnið þennan leik og greinilegt að Akurey rarliðið náði sér aldrei á strik að þessu sinni. Þeir Hafliði Pétursson og Hörður Sigmarsson skoruðu bróðurpartinn af mörkum Leiknis að þessu sinni, eins og svo oft áður. Gat Hörður þó ekki leik- ið allan leikinn, þar sem hann meiddist á fæti um miðjan seinni hálfleikinn og var borinn út af. Ragnar markvörður Leiknis átti ágætan dag og flestir aðrir leik- menn liðsins stóðu fyrir sínu, án þess þó að sýna stórleik. Lið Þórs er byggt i kringum Sigtrygg Guðlaugsson og án hans hefði orðið lítið úr liðinu á laugar- daginn. Auk hans er Jón ágæt skytta, en aðrir leikmenn liðsins voru ekki umtalsverðir á laugar- daginn. Mörk Leiknis: Hörður 10 (3), Hafliði P. 7, Asmundur 3, Ög- mundur 3, Árni 2, Hafliði K. 1, Guðmundur 1. MWÖRK Þórs: IGTRYGGUR „? (4), Jón 4, Rögnvaldur 2, Gunnar, Árni, Áðalsteinn, Valur og Einar 1 hver. —áij. Þór gerði þaö gottá Nesinu ÞÓR frá Akureyri sigraði Gróttu i íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á sunnudag- inn með 19—17 i leak. sem varð allspennandi undir lokin. Staðan i leikhléi var 12—8 Þór i vil..og virtust þeir þvi vera með unninn leik i hálfleik, en svo reyndist þó ekki vera þótt þeir merðu sigur i lokin. Meiri hluta fyrri hálfleiks var leikur- mínútum fyrri hálfleiks tóku Þórsarar inn í járnum og jafnt á flestum tölum, eða allt upp i 8—8 og handknatt- leikurinn vægast sagt tröllslegur, hrindingar og pústrar i algleymingi Snemma leiks varð Sigtryggur Guð- laugsson að hætta leik eftir að hafa farið úr liði á fingri og hefði mátt ætla, að það veikti lið Þórsara nokkuð, en svo var þó ekki að sjá, og á siðustu mikinn sprett og skoruðu fjögur síð- ustu mörkin og stóð því 12—8 í leikhléi eins og áður sagði Snemma i síðari hálfleik komst munurinn í fimm mörk, 14—9, en með geysilegri bar- áttu, tókst Gróttu að jafna i 15—-15 og 16—16 og siðan komst Grótta einu marki yfir, 17—16, en þar með var líka allur vindur úr Gróttu-mönnum og Þórsarar skoruðu þrjú siðustu mörk- in og sigruðu þvi 1 9— 1 7 Varla stóð nokkur leikmaður öðrum framar í leik þessum, nema ef vera skyldi Davið Þorsteinsson markvörður Þórsara, sem varði mjög vel meðan hann var inná Hjá Gróttu varði Guð- mundur Ingimundarson mjög vel, er Grótta náði að jafna og komast yfír i síðari hálfleik og Gunnar Lúðviksson skoraði nokkur glæsileg mörk úr vinstra horninu og átti auk þess góðan leik i vörn Mörk Gróttu skoruðu Magnús Sigurðsson 5, Gunnar Lúðviksson 4, Grétar Vilmundarson 4 (2 viti), Axel Friðriksson 3 og Jón 1 mark Mörk Þórs skoruðu: Einar Björnsson 5, Jón Sigurðssón og Árni Gunnars- son fjögur mörk hvor, Valur Knútsson 3, Gunnar Gunnarsson 2 og Sigtrygg- urpuðlaugsson eitt mark — gg. Árni Guðmundsson hefur betur I viðureigninni við Sfmon Ólafsson og skorar 2 af 10 stigum sfnum á móti Fram. Ómar Þráinsson og Kristinn Stefánsson fylgjast með. JÓN SIG. í HAM! KR sigraði Fram örugglega FRÖMURUM sem léku án Guðsteins Ingimarssonar tókst ekki að veita KR-ingum þá keppni, sem búist hafði verið við af þeim fyrir leikinn. Það var þó ekki getuleysi þeirra sem orsakaði þetta, heldur öllu fremur „sýning" Jóns Sigurðssonar á þvi hvernig leika á körfuknattleik. en hann leiddi KR til öruggs sigurs, 93:79. Framarar byrjuðu þó með miklum látum og komust i 6 — 2, en KR-ingar svöruðu með næstu 6 stigunum og tóku forystu. sem hélst út leikinn. Leik- ur KR-inga var þó sist til fyrirmyndar, en Jón sá um að þeir töpuðu ekki andlitinu. í hálfleik var staðan 43—36 KR i vil Hraðinn jókst i seinni hálfleik og virtist það KR i hag þvi að munurinn jókst að sama skapi. Munurinn varð þó aldrei svo mikill að Framarar ættu ekki möguleika á að jafna En það tókst ekki, svo að KR sigraði með 93 stigum gegn 79 Óþarft er að segja hver var bestur KR-inga, en þvi má bæta við að Jón Sigurðsson hefur sennilega aldrei verið betri en nú. Aðrir KR-ingar stóðu nokk- uð að baki Jóni, en vert er þó að minnast á leik Árna Guðmundssonar, sem átti sinn besta leik i vetur og sýndi að það er óþarfi að hlifa honum með Framhald á bls. 29. SJALFSKARFA HJÁ DÖMUNUM ÞÓR og IS léku í 1. deild kvenna íslandsmótsins i körfukanttleik á sunnudag Skemmst er frá því að segja að ÍS sigraði örugglega með 42 stigum gegn 35, eftir að hafa leitt i hléi með 19 stigum gegn 16. Þórsarar höfðu þó frumkvæðið framan af en ÍS tókst að jafna og siga framúr nokkuð fyrir hlé og sigra siðan nokkuð örugglega. Það fáheyrða atvik gerðist i leiknum að ein stúdinan hirti frákast við eigin körfu, stökk siðan upp og sendi knöttinn með glæsilegum tilburðum i eigin körfu. Stig ÍS: Guðný Eiriksdóttir 16. Kolbún Leifsdóttir 14, Hanna Birgisdóttir og Þórdis Kristjansdóttir 4 hvor, Valgerður Sigurðardóttir og Ragnhildur Steinback 2 stig hvor. Stig Þórs. Maria Guðnadóttir 14, Ásta Pálmadóttir 10, Helga Helgadóttir 4, Magnea Friðriksdóttir og Sólvegi Gunnarsdóttir 2 hvor, Þórunn Rafnar 1 stig og sjálfskarfa. — Sigb. G. Úthaldiö brást Á FIMMTUDAGSKVÖLDIO fór fram einn leikur í mfl. kvenna i íslandsmótinu i körfuknattleik i íþróttahúsi Kennaraháskólans. Áttust þar við ÍS og ÍR og var þetta fyrsti leikur beggja liðanna i íslandsmótinu. Fóru leikar þannig. að stúdentar sigruðu með þriggja stiga mun, 51:48, eftir spenngpdi viðureign en úthald ÍR-inga brást i leiknum. ÍS liðið var mjög jafnt að þessu sinni og virðist vera i góðri þjálfun og hafði það fram yfir ÍR inga ásamt meiri breidd. ÍR-stúlkurnar léku vel meðan úthaldið var i lagi og beztan leik átti Guðrún Bachman Einnig voru Ásta Garðarsdóttir og Anna Eðvarðsdóttir góðar. Stigin fyrir ÍS Guðný Eiriksdóttir 11, Kolbrún Leifsdótir, Ragnhildur Steinbach og Þórdis Kristjánsdóttir 10 hver, Hanna I. Birgisdóttir 8, Anna Björk Aradóttir 1. Stigin fyrir ÍR: Anna Eðvarðsdóttir 16, Ásta Garðarsdóttir 9, Guðrún Ólafsdóttir 2. Góðir dómarar voru Hilmar Viktorsson og Flosi Sigurðsson. ÁG mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.