Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 13 Rannsaka samband visnuveira í kind- um og sjúkdóma í miðtaugakerfi manna Samvinna milli íslenzkra og bandarískra vísindamanna Á Tilraunastöð Háskól- ans að Keldum er nú unnið að rannsóknum í samvinnu við bandaríska sérfræðinga og beinast þær rannsóknir aðallega að visnu, sem er hæg- gengur veirusjúkdómur í taugakerfi sauðfjár. Rannsóknir þessar ann- ast sérfræðingar Til- raunastöðvarinnar ásamt sérfræðingum frá Johns Hopkins-háskólanum í Baltimore í Bandaríkjun- um og hafa þær staðið yfir síðustu 4 ár. Heilbrigðisstofnun Banda- ríkjanna hefur styrkt þessar rannsóknir og nemur styrkfjár- hæðin 476 þúsund bandaríkja- dölum, sem jafngildir um 100 mklljónum islenzkra króna á núverandi gengi. Af hálfu til- raunastöðvarinnar hafa unnið að rannsóknunum og stjórnað þeim þeir dr. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir, dr. Guðmundur Georgsson læknir, og dr. Guð- mundur Pétursson forstöðu-' maður tilraunastöðvarinnar, og sá sérfræðingur frá Bandarikj- unum, er mest hefur komið við sögu er próf. Neal Nathanson. Hefur hann komið hingað til lands 4—5 sinnum á ári ásamt aðstoóarmönnum, en mjög mik- il og náin samvinna er um hvern einstakan lið rannsókn- arinnar. Á fundi með fréttamönnum greindu sérfræðingarnir nokk- uð frá þessum rannsóknum og þeim árangri sem þær hafa þeg- ar borið. Visna er einn þeirra hæggengu veirusjúkdóma, er dr. Björn heitinn Sigurðsson, fyrsti forstöðumaður á Keldum, rannsakaði á fyrstu árum til- raunastöðvarinnar, sagði Guð- mundur Pétursson, og á þeim rannsóknum byggði dr. Björn kenningar sinar um sérstakan flokk smitsjúkdóma, hæggenga veirusjúkdóma. Kenningar þessar hafa vakið vaxandi at- hygli og viðurkenningu erlend- is, ekki sízt eftir að dr. Carleton Gajdusek hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræðu árið 1976 fyrir rannsóknir sínar á ýmsum sjúk- dómum í mönnum og dýrum, sem teljast til þessa flokks. Það kom fram að þessar at- huganir á hæggengum veiru- sjúkdómum hafa staðið yfir óslitið á Keldum frá upphafi og auk dr. Björns Sigurðssonar hefðu unnið að þeim Guðmund- ur heitinn Gíslason læknir, dr. Halldór Þormar lífeðlisfræð- ingur, Margrét Guðnadóttir prófessor og dr. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir. Markmið rannsóknanna er einkum að finna á hvern hátt visnuveira veldur vefja- skemmdum í heila og mænu kinda og bera þær niðurstöður saman við það sem vitað er um ýmsa sjúkdóma, sem hliðstæðir eru eða kunna að vera, t.d. sjúk- dóma í miðtaugakerfi manna. Töldu sérfræðingarnir að rann- sóknirnar hefðu gefið vísbend- ingu um viss líkindi milli þessa sjúkdóms í kindum og heila- og mænusiggs eða taugalömunar hjá mönnum og með þessum rannsóknum væri e.t.v unnt að öðlast frekari vitneskju um þann sjúkdóm. Töldu þeir að þótt rannsóknirnar hefðu ekki endilega beina hagnýta þýð- ingu fyrir landbúnaðinn væri það ljóst að af þeim mætti Dr. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir, dr. Guðmundur Georgsson læknir, dr. Guðmundur Pétursson læknir og prðf. Neal Nathanson frá Bandaríkjunum. Ljðsm. RAX. draga vissar ályktanir. Þannig hefur t.d. tekizt með beinum tilraunum að leiða sterkar líkur að þvi að vefjarskemmdir i visnu stafi f.vrst og fremst af ónæmissvörunum likamans við veirusýktum frumum. Sé ónæmissvörun kinda lömuð koma vefjaskemmdir síður fram. Þá hefur rafeindasmá- sjárrannsókn verið beitt í fyrsta sinn til þess að kanna, nánar en áður var kleift, eðli sjúklegra breytinga í miðtauga- kerfi visnusjúklinga. Einnig hafa áhrif aldurs á visnusýk- ingu verið könnuð með því að sýkja kindur á ýmsum aldri allt frá lambsfóstrum í móðurkviði til fullorðins fjár, og hafa við sýkingatilraunirnar verið not- uð um tvö hundruð fjár. Það kom einnig fram á fund- inum að hériendis er að finna mun meiri og betri upplýsingar en víða annars staðar og sagði próf. Nathanson að tilrauna- stöðin væri vel þekkt í heimin- um fyrir þessar tilraunir og aðrar, en það hefur verið nokk- uð um það að hún hafi verið í samstarfi við tilrauna- og rann- sóknastofur erlendis, t.d. i Skotlandi og á Norðurlöndum. Um það bil 34—40 milljónum króna af styrknum sem fyrr var nefndur er varið tii rannsökn- anna að Keldum, en það fé er m.a. notað til að greiða laun þriggja aðstoðarmanna, en svo til allir starfsmenn tilrauna- stöðvarinnar hafa komið eitt- hvað við sögu í þessum rann- sóknum. Aðspurður um hvað tæki við er rannsóknum þess- um lyki á næsta ári sagði Guð- mundur Pétursson það ekki vera fullljóst, en verkefni í samvinnu við Norðurlönd stæði nú yfir sem lyki á árinu 1979, og færi það eftir því hvað bæri að leggja aðaláherzlu á iivað tekið yrði til við. Tilraunastöð- in aflar sjálf nokkurra tekna með framleiðslu sölu og bólu- efna og lyfja og nema þær tekj- ur um 84 milijónum á næsta ári að þvi er áætlað en heildar- rekstrarkostnaður er áætlaður 48 milljónir. Alistair MacLean FORSETARÁNIÐ Forseta Bandaríkjanna og tveimur arabískum olíufurstum er rænt og krafist svimandi hárrar fjárhæðar í lausnargjald. Foringi mann- ræningjanna er óvenjulega gáfaður og búinn ótrúlegri skipulagsgáfu, enda virðist hann hafa öll trompin á hendi, en í fylgdarliði forsetans er einn maður á annarri skoðun . . . „Uggvænlega spennandi, ótrúlega hugvitssöm .. . Besta bók eftir MacLean um langt skeið“. sunday EXPRESS. „ . .. bók sem er erfitt að leggja frá sér.“ THE TIMES LITERARY SUPPLEMENT. „Æsandi, sannfærandi, ótrúleg spenna.“ bristol evening post. Hammond Innes LOFTBRÚIN Inni í flugvélaskýlinu heyrði ég raddir — karlmannsrödd og kven- mannsrödd. Lögreglan var á hælum mér og ég yrði spurður ákveðinna spurninga, sem mér var óljúft að svara . . . En hvað var á seyði á þessum eyðilega og af- skekkta staó? Hvers vegna hvíldi slík launung yfir því verki, sem þessi dularfulli maður hafði þarna með höndum? Nauðugur viljugur varð ég þátttakandi í örlagaríku samsæri og innvígður í leyndarmál, sem ógnaöi lífi margra manna . . . Hinn víðkunni metsöluhöfundur Hammond Innes fer á kostum í þessari snjöllu, þrauthugsuðu og æsispennandi bók — ein af hans albestu bókum. David Morrell ANGIST Frægur blaðamaður verður til þess með skrifum sínum að fletta ofan af myrkraverkum harðsvíraðra glæpamanna. Þeir hefja gegn honum ógnvekjandi hefndarað- geróir og þar með hefst atburðarás, sem er gífurlega áhrifamikil og svo spennandi aö lesandinn heldur nánast niðri í sér andanum meðan á lestrinum stendur. Höfundinn þarf ekki að kynna fyrir þeim sem lesió hafa bókina í greipum dauðans. Hún kom út fyrir ári og seldist upp þegar í stað. Bókmenntatírharitið National Re- view segir um þessa bók: „Afburða góð .. . leiftrandi frásögn, gífurleg spenna . . . Morrell ber höfuð og herðar yfir flesta bandaríska sam- tímahöfunda.“ Mary Stewart ÖRLAGARÍKT SUMAR Ung leikkona dregst inn í dularfulla og ógnvekjandi atburðarás á grísku eyjunni Corfu, sem virðist ætla að verða í meira lagi afdrifarík fyrir hana. En sumardvölin á Corfu veröur henni örlagarík á annan veg en útlit var fyrir í fyrstu, því að hamingjan bíður hennar að lökum. „Afar spennandi saga, sem óum- flýjanlega hlýtur að kosta and- vökunótt." THE GUARDIAN. „Mjög vel gerð saga, þar sem spennu og ást er haglega blandað saman.“ the observer. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.