Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 25 ARMENNINGAR KOMU Á ÓVART — en Njarðvíkingar sigruðu í framlengingu NJARÐVÍKINGAR voru lánsamir að tapa ekki tveimur stigum í viðureign sinni við Ármann i íslandsmótinu i kröfuknattleik í fyrradag. Þegar 5 sekúndur voru eftir, voru Ármenningar með boltann og tvö stig undir Atli Arason brunaði upp og skaut i góðu færi, en um leið var brotið á honum. Alti brenndi af skotinu, en átti vítaskotin eftir og með þeim jafnaði hann, svo að framlengingu þurfti til að fá úrslit i leiknum. í framlengingunni tóku síðan Njarðvikingar öll völd og sigruðu örugglega, 100:88. Svo virtist, sem velgengni Njarðvik- Bjarkasonar, sem er að taka meirapróf inga hafi stigið þeim til höfuðs, því að leikur liðsins gegn Ármanni var ger- sneyddur öllu því, sem þeim hefur verið hælt fyrir Ármenningar léku hins vegar betu'r í þessum leik en áður í mótinu og ef framhald verður á slíku þá eiga þeir að geta nælt sér ? eitthvað af stigum Njarðvikingar, sem léku án Stefáns tóku forystuna í upphafi og leiddu allan leikinn, en munurinn varð aldrei meiri en 1 0 stig. í hálfleik var staðan 37 — 42 UMFN í vil Flestir bjuggust við, að Njarðvíkingar myndu gera út um leikinn i seinni hálfleik, en svo varð ekki, því að Ármenningar skoruðu í takt við þá Á lokamínútunum léku Njarðvikingar ömurlegan körfuknatt- leik og mesti klaufaskapur hjá Ármen- ingum að taka ekki leikinn i sínar hendur Til dæmis brugðust vítaskot Ármenninga, en ef þeir hefðu haft góða nýtingu úr þeim hefðu þeir sigrað í leiknum Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 85—85 í fram- lengingunni sýndu Njarðvíkingar loks brot af því, sem hefur gert þá að þvi Framhald á bls. 29. Stúdentar sóttu tvö stig til Akureyrar STÚDENTAR sóttu Þórsara heim á sunnudaginn í 1. deild Islandsmótsins í kröfuknattleik. Leikur liðanna var allfjörugur á köflum. en stúdentarnir reyndust Þórsurum sterkari og sigruðu örugglega með 87 stigum gegn 71, eftir að hafa leitt í hléi með 45 stigum gegn 34. Það var aðeins í upphafi leiks- til að minnka muninn, en sigri IS ins, sem Þórsarar stóðu stúdent- var aldrei ógnað og 16 stig skildu um jafnfætis. Þórsarar komust i liðin í lokin, 87:7Í, sem fyrr grein- 5:1, en stúdentum tókst að jafna og ná yfirhödninni og um miðbik hálfleiksins höfóu stúdentar 10 stiga forystu, 19:9 og sá munur hélst lítið breyttur leikinn út enda þótt Þórsurum tækist af og STAÐAN ÚMFN 5 5 0 471—382 10 KR 5 4 1 452—364 8 Is 5 4 1 426—403 8 Valur 4 3 1 327—293 6 Þór 4 1 3 299—312 2 Fram 5 1 4 377—410 2 tR 5 1 4 376—448 2 Ármann 5 0 5 372—485 0 ir. Eins og oftast í körfuknattleik sem og öðrum greinum íþrótta var það sterkara liðið sem sigraði. Það sem stúdentar hafa umfram Þór eru jafnari leikmenn. Stúdentar hafa yfir að ráða 6 manna kjarna, sem spilar mest allan leikinn. Hjá Þórsurum er mannavalið hins vegar mun minna ekki sízt nu þegar Jóhann- es Magnússon er frá keppni vegna meiðsla. í liði Þors var Mark Christian- sen i sérflokki. Mark er afar sterkur leikmaður, hirðir mikið af fráköstúm og skorar mikið, t.d. 38 stig 'þessum leik. Þá átti Hjörtur Einarsson og ágætan leik. Jón Indriðason fann sig engan veginn i leiknum, skaut og skaut i fyrri hálfleiknum en hitti ekki. Reynd- ar var hittni Þórsara slæm í þess- um leik, þeim brást iðulega boga- listin í auðveldum færum. Dick Dunbar var beztur stúdenta að þessu sinni og virðist hann vera að ná sér eftir meiðsl- in, sem hann hlaut í haust. Þá átti Jón Héðinsson mjög góðan leik, gifurlega sterkur leikmaður. Ingi Stefánsson stóð og vel fyrir sínu. Gunnlaugur Björnsson og Hörður Thulenius dæmdu ágæt- lega. Stig ÍS: Dick Dunbar 33, Jón 17, Ingi 12, Bjarni Gunnar og Kol- beinn 8 hvor, Steinn 6, Helgi 2 og Guðni 1 stig. Stig Þórs: Mark Christiansen 38, Hjörtur 11, Eirikur 10, Jón 9, og Þröstur 3 stig. — Sigb.G. Sigurður og Halldór sigurvegarar í tví- menningskeppni JSÍ TVÍMENNINGSKEPPNI Júdósambands íslands 1977 var háð s.l. sunnudag í æfingasal JFR Brautarholti 18, þar sem ekki var hægt að fá stærra húsnæði til þessarar árlegu keppni. A þessu móti velja sig saman tveir og tveir og er eina skilyrðið að a.m.k. annar sé undir 80 kg að þyngd. Síðan er fyrirkomulag keppninnar líkt og í sveitakeppni þannig að tvimenningar keppa aldrei innbyrðis. Á mótinu á sunnudag kepptu 6 tvímenningar og var keppnin geysihörð og spennandi. Keppt var fyrst í tveimur riðlum, en síðan kepptu tveir beztu tvímenn- ingar og var keppnin geysihörð og spennandi. Keppt var fyrst í I annarri deild í blaki íóru fram tveir leikir um helgina. UBK _— Víkingur 3—1 (15—1) (6—15) 15 — 10, 15 — 7) IMA — UMSE-b 3—0 (15—3) (15—7), (15—12). Þessir leikir voru þeir sfðustu nú um sinn í ís- landsmót inu í blaki. Keppni hefst á ný 15 janúar með leik Þróttar og UMFL. þs/kpe. tveimur riðlum, en siðan kepptu tveir bestu tvímenningar úr hvor- um riðli i útsláttarkeppni til úr- slita. í úrslitum mættust annars veg- ar þeir Halldór Guðbjörnsson og Sigurður Kr. Jóhannsson og hins vegar Jónas Jónasson og Bjarni Friðriksson. Þeir Halldór og Sigurður hlutu alla vinningana í úrslitum. Úrslit urðu annars þessi: 1. Halldór Guðbjörnsson og Sigurður Kr. Jöhannsson á. Jónas Jónasson og Bjarni Friðriksson 3. Garðar Skaptason og Gísli Þorsteinsson 3. Hilmar Jónsson og Hákon Halldórsson. (Tvenn 3ju verðlaun veitt) Sigurður Kr. Jóhannsson átti hér ágætt „come back“ en hann hefur ekki haft sig í frammi lengi vegna meiðsla sem hann hlaut fyrir nokkrum árum. Virðist hann nú orðinn sami hörkukeppnis- maðurinn og fyrr á árum. Hann tapaði fyrir Bjarna í undankeppn- inni en vann hann aftur i úrslit- unum. Halldór tapaði lika aðeins einni viðureign (fyrir Hákoni) með minnsta mun. Hins vegar i\ SIGÚRÐUR Kr. Jóhannsson er b.vrjaður að keppa aftur eftir nokkurra ára hlé vegna meiðsla og virðist hann engu Itafa gleynit af kúnstum júdóíþróttarinnar. lagði hann marga þyngri kappa, t.d. Bjarna tvisvar sinnum, og er þó þremur þyngdarflokkum létt- ari. Norðurlandameistarinn Gisli Þorsteinsson varð að sætta sig við tap fyrir Bjarna i undanúrslitum og það var raunar eina viðureign- in sem Gísli tapaði, en fyrir bragð- ið komst hann ekki í úrslitaátökin við þá Haildór og Sigurð. Halldóra hefur brotizt framhjá Eirfku og skorar framhjá Önnu mark- verði Vfkings. FH kom á óvart og vann Fram í 1. deild kvenna FH-STÚLKURNAR unnu dýrmætan sigur í 1. deild kvenna á laugardaginn er þær fengu Fram í heimsókn í íþróttahúsið í Hafnarfirði. Vann FH-liðið öruggan sigur 10:7 og koma þau úrslit verulega á óvart, því búist hafði verið við Framliðinu, sem sterkasta kvennaiiðinu í vetur. Um helgina unnu Haukar einnig lið Armanns og Valur vann Víking í 1. deild kvenna. Leikur Fram og FH á laugar- daginn gekk þannig fyrir sig að FH skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins, cn Framstúlkurnar kom- usl síðan á blað og fylgdu í hum- átt á eftir Hafnfirðingunum allan leikinn. Þeim tókst þó aldrei að jafna, en minnstur var munurinn eitt mark i byrjun seinni hálf- leiksins, 7:6; eftir að FH hafði leitt 6:3. Virtist sem Framliðið næði sér aldrei á strik i leiknum og fór greinilega mjög í taugar þeirra að vera undir í leiknum. Beztar i liði FH voru Gyða markvörður, Kristjana og Svan- hvít. Af Framstúlkunum var Guð- ríður drýgst vi.ð skorunina, en hún gerði stórar vitleysur í leikn- um eins og stöllur hennar og skotanýting Framstúlknanna var afleit í leiknum. Mörk FH: Kristjana 5 (1), Svanhvít 3, Sigrún 2. Mörk Fram: Guðríður 5(3), Jenný 1, Jóhanna 1. Haukastúlkurnar mættu ákveðnar til leaks gegn Ármanni og náðu þegar í upphafi forystu í leiknum, sem þær slepptu aldrei. 1 leikhléi var staðan 6:4 og leikn- um lauk með 12:9 sigri Hauka. Jafnt var i leiknum í byrjun seinni hálfleiksins 7:7, en Haukar náðu að skora 2 næstu mörk og Uyggja sér siðan sigur i leiknum. Lék Haukaliðið þennan leik af mikilli ákveðni og lengst af seinni hálfleiknum var ein Haukastúlka utan vallar vegna brottvísana. Það kom þó ekki að sök, barátta hinna jókst i sama hlutfalli, auk þess sem Ármannsstúlkunum gekk illa að draga vörn Haukanna i sundur. Margrét Theódórsdóttir er i sér- flokki í Haukaliðinu, en einnig átti Halldóra Matthiesen góðan leik og raunar mikið um endur- komu hennar. Af Armannsstúlk- um er Guðrún Sigurþórsdóttir sterkust, en Erla Sverrisdóttir lék nú að nýju með liðinu og er hún liðinu styrkur. Mörk Hauka: Margrét 8 (5). Halldóra, Sjöfn, Guðrún og Sell- elja 1 hver. Mörk Ármanns: Guðrún 5 (3). Erla 2, Sigríður l.Auður 1. Valsstúlkurnar voru seinar i gang á móti Víkingi og allan fyrri hálfleikinn var um hnífjafna bar- átta að ræða er liðin mættust í Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldið. Var jafnt á flestum tölum i fyrri hálfleiknum og i leikhléi 6:5 fyrir Val. í seinni hálfleiknum dró síðan sundur með liðunum og vann Valur sigur í leiknum 14:8. Harpa og Björg voru beztar i Valsliðinu að þessu sinni. en flest- ar geta Valskonurnar meira en þær sýndu að þessu sinni. Af Vík- ingsstúlkunum voru þær beztar Sólveig og Stella. en báðar eru þær ungar og eiga enn eftir að auka getu sina, eins og reyndar fleira leikmenn liðsins. Mörk Vals: Harpa 4. Björg 4. Halldóra 2, Elin 2, Oddný 2. Mörk Víkings: Sólveig 2. Agnes 2, Stella, Ingunn, Sigurrós og Ei- ríka 1 hver. — áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.