Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 37 örn Bjarnason „Bidstöd 13” Fyrsta bók ungs höfundar SETBERG hefur gefið út bókina „BIÐSTÖÐ 13“ eftir örn Bjarna- son, og er það fyrsta bók hans. Um höfundinn segir svo á kápu- sfðu: „Örn Bjarnason er fæddur 19.4. '48, á Akureyri. Alinn upp hjá móðurömmu sinni og afa í „fjör- unni“ eða innbænum norður þar. Var kvalinn til barna- og ungl- ingaskóla eins og flestir, en lagði síðan hönd á eitt og annað, — misgjörfa að visu. Má þar nefna: sjómennsku, prentverk, mat- reiðsiu, skurðgröft, visnagerð, neglingar, bóklestur, flakk, söng og gftarslátt. Eins hafði hann ann- að augað á leiklist um tíma. Síðast en ekki síst er maðurinn þó þekktur fyrir drykkjuskap, slabb og drabb í ýmsum heimshornum, dans og djúpan svefn. Að lokum neyddist hann til að kynna sér afvötnunarstöð í höfuðborginni og hefur illa borið sitt barr síðan. Þessi saga er skrifuð með hliðsjón af þeim timburmönnum sem hann öðlaðist á afvötunarstöðinni og er í rauninni ekkert meira um það að segja, nema hvað sumir vilja frekar kalla stofnunina skóla. Ekki treystir höfundur sér til þess að skera úr um hvað er réttdí því máii, en bendir á að það er möguleiki áð spyrja reynsluna, — hún er talin ólýgnust." Aðalfundur Náttúrulækn- ingafélags Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR Náttúrulækninga félags Hafnarfjarðar var haldinn 10. nóvember s.l. að Öldugötu 10, Hafnarfirði. Fyrst voru venjuleg aðal- fundarstörf en síðan stjórnarkjör. I stjórn voru kjörin Stefán Sigurðsson, formaður, Hjördís Þorsteinsdóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Jónsdóttir, ritari, og meðstjórnendur Jakobína Mathiesen og Baldur Jónsson. í varastjórn Svava E. Mathiesen og Sigurður Herlufsen. Á fundinum flutti Albert Jónsson læknir erindi um matarvenjur og menningarsjúk- dóma. Skínandi pottar og pönnur með Brillo stálull með sápu Það er algjör óþarfi að láta flugur angra sig í fríinu - heima eða erlendis. Takið Shelltox flugnafæluna með í sólarlandaferð- ina - og losnið þannig við óþægileg kynni af framandi skorkvikindum. Fæst á afgreiðslustöðum Shell. Olíufélagið Skeljungur hf Shell EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Menntaskóla- bókin Um tíma var hann „landsins einasti skóli" og bar lengi ægishjálm yfir aðra skóla. Hann er tengiliður menntasetr- anna fornu og skólastarfs nútímans. í fyrsta bindi Sögu Reykjavikurskóla er fjallað um nám og námsskipan í skólan- um og um nemendur hans. Aldrei áður hefur birzt slíkt safn mynda af þekktu fólki í þjóðlífinu. Sögusjóður Menntaskólans i Reykjavík Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Skálholtsstíg 67, sími 1 3652.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.