Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 268. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bonn, 12. desember. Reuter. AP. WALTER Seheel, forseti Vestur-Þýzkalands, hét Portúgölum efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð þegar hann bauð Antonio Ramalho Eanes forseta vel- kominn í fjögurra daga heimsókn í dag. Scheel hét því jafnframt að Vestur-Þjóðverjar myndu beita áhrifum sín- um til þess að Portúgal fengi aðild að Efnahags- bandalaginu. Hann fagnaði jafnframt þeirri viðleitni Portúgala að auka fram- lag litt til varna NATO og sagði: „Alveg eins og við vorum reiðu- búnir að hjálpa Portúgölum að festa nýfengið lýðræði í sessi er- um við reiðubúnir að aðstoða þá við að sigrast á efnahagsvanda sínum.“ Efnahagserfiðleikar voru meginorsök falls fyrstu lýðræðis- stjórnar Portúgala undir forsæti sósíalistans Mario Soares í siðustu Framhald á bls. 28. Portúgal heitið v-þýzkri hjálp Samkomulag á Rhódesíufundi Salisbury. 12. desember. Reuter. AP. MIÐAÐ hefur í átt að samkomu- lagi um kosningarétt 18 ára og eldri í viðræðunum um lausn á deilu Rhódesíustjórnar og meiri- hluta blökkumanna að því er hlökkumannaleiðtoginn séra Ndabaningi Sithole skýrði frá í dag. Ian Smith forsætisráðherra sagði að vel hefði miðað áfram í viðræðunum og allir aðrir þátt- takendur i viðræðunum tóku i sama streng. Þeir töluðu einnig um vinsamlegt andrúmsloft í við- ræðunum. Áður en fundurinn hófst í dag 'hafði blökkumannateiðtoginn Abel Muzorewa biskup hótað alls- herjarverkfalli „til að kollvarpa hvítum mönnum" á tveimur vik- um ef síðustu sáttatilraunirnar færu út um þúfur. Muzorewa er leiðtogi Samein- aða afráska þjóðarráðsins (UANC) en Sithole er leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC)., Auk þessara hreyfinga taka þátt í viðræðunum samtök ættarhöfð- ingja, ZUPO, undir forystu Jarmiah Chirau ættarhöfðingja. Föðurlandsfylkingin sem skæru- liðar styðja og hefur bækisstöðvar Framhald á bls. 28. Walter Scheel, forseti Vestur-Þýzkalands, tekur á móti Antonio Ramalho Eanes, forseta Portúgals, í Bonn. Hussein neitar að fara á Kairófund Lugmeier fyrir rétti í Miinchen Munchon, 12. dcsembcr. AP. LUDWIG Lugmeier, sem lög- reglunni tókst ekki að hafa upp á í tvö ár þar til hann var handtekinn á Islandi í ágúst, var leiddur fyrir rétt í dag ásamt meintum vitorðsmanni, Gerhard Linden, ákærður fyrir vopnað rán. Sakborningarnir eru ákærðir fyrir að hafa rænt 640.000 mörkum úr peningaflutninga- bil í Swabing-hverfi í Miinchen 21. desember 1972. Þeir félagarnir frömdu rán í öðrum peningaflutningabil i Frankfurt ári síðar. Það rán Lugmeier vakti mikla athygli og eftir það flúðu þeir til Mexíkó. Þar voru þeir handteknir og sendir aftur til Vestur-Þýzkalands 1974. Framhald á bls. 28. Amman, 12. desrmber Keuler. AP. HUSSEIN Jórdaníukon- ungur sagði í kvöld að hann mundi ekki taka þátt í viðræðum fsraelsmanna og Egypta í Kaíró en halda áfram tilraunum sínum til að jafna ágreininginn í Arabaheiminum. Konungur lýsti því yfir að loknum fundi með Cyrus Vance, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að hann væri reiðubúinn að taka síðar þátt í friðarvið- ræðum, en í Genf, ekki Kaíró. í Jerúsalem. sagði Menacfiem Begin forsætisráðherra að megin- atriði friðsamlegrar lausnar deilumálanna í Miðausturlöndum yrðu á dagskrá Kaírófundarins sem hefst á miðvikudag og a§ hann gerði ráð fyrir að viðræðurnar mundu standa fram Víðtækar njósnir afhjúpaðar í Bonn Bonn, 12. dcs. Reuter. AP. VESTUR-þýzki landvarnaráð- herrann, Georg Leber, var f dag kvaddur fyrir þingið til að gefa skýrslu um vlðtækt njósna- hneyksli vegna uppljóstrana um að útsendarar hafi stolið leynileg- um hernaðarskjölum. Landvarnaráðuneytið hafði áð- ur staðfest að skjölunum hefði verið stolið og talsmaður þess sagði að málið væri „einstaklega alvarlegt". Meðal þess sem var stolið og afhent Austur-Þjóðverjum að sögn embættismanna voru skjöl um áætlanir NATO um hvernig bandalagið skuli bregðast við hættuástandi, framtlðarþróun vestur-þýzka landhersins og mat bandalagsins á styrk og veikleika Varsjárbandalagsins. I BrUssel hermdu heimildir i Framhald á bls. 28. Hussein að jólum en þeim fram haldið annars staðar. Begin kvaðst vona að israels- menn og Egyptar gætu komizt að samkomulagi sem önnur Araba- riki gætu gerzt aðilar að siðar. Hins vegar sagði Moshe Dayan utanríkisráðherra í dag, að ef ein- hver árangur næðist ekki á Kaírófundinum á einni viku eða 10 dögum kæmist Anwar Sadat forseti i erfiðleika. En Dayan kvað Sadat bjartsýnan. Hussein konungur tók fram i samtölum við blaðamenn að hann teldi mikilvægara að brúa ágreining Araba en að fara til Kaíró. En blaðamenn í fylgd með Vance héldu samt að Jórdaniu- menn mundu taka þátt í viðræðunum i siðari áföngum þeirra. Kunnugir telja þó óliklegt að Hussein stigi slikt skref an samráðs við Hafez A1 Assad Sýr- iandsforseta. Konungur kvað frest nauðsyn- legan til að bregðast við hinni hröðu atburðarás sem hefði fylgt i kjölfar Israelsferðar Sadats. Hann hrósaði Sadat fyrir starf að viðtæku samkomulagi í stað sér- friðar við Israel og hugrekki sem hann hefði sýnt með ísraelsferð- inni þar sem hann hefði tekið fram að allir Arabar vildu frið. Hann hrósaði líka Assad fyrir föðurlandsást, vizku og hugrekki og kvaðst „nokkuð bjartsýnni" en áður eftir fundinn með Vance. Fylgdarmenn Vance sögðu hann hafa fundið að andrúmsloft- ið i Kaíró og Jerúsalem hefði ger- breytzt og að álit Israelsmanna og Egypta á hvor öðrum og friðar- horfum hefði gerbreytzt. Þeir sögðu að hjá Begin væri vart nýs sveigjanleika og áhuga á lausn Palestínumálsins og annarra mála og sama væri að segja um Sadat. Framhald á bls. 28. Eiginkonu auðmanns rænt í Vín Vín, 12. d«*scmbcr AP. KONU austurríska kaupsýslu- mannsins Leopold Böhm, Lotte Böhni. var rænt í Vin í dag. að því er skýrl var frá í Vin. Tveir ókunnir vopnaðir árásarmenn ýttu frú Böhm inn í bíl skammt frá heimili hennar í hverfinu Grinzing og óku í átt til Kahlenbergs við Dóná f.vrir norðan Vín. Leopold Böhm á net prjóna- og kvenfataverzlana sem kallast „Schöps" og þar af eru 27 í Vín einni. Hann mun hafa átt frumkvæði að þvi að hafin var bygging tízkumiðstöðvar á lóð sláturhúsa sem óánægðir Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.