Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 33
Vilma Magnúsdóttir
Hveragerði - Minning
Hinn 18. növember s.l. íést í
Landspítalanum frú Vilma
Magnúsdóttir frá Lindarbrekku i
Hveragerði, eftir erfið veikindi,
er hún kenndi senmma á árinu.
Síðan i júlímánuði dvaldi hún
lengst af á sjúkrahúsi, þó nokkrar
vikur væru hún heima á milli.
Hún sýndi einstakt þolgæði i þess-
ari baráttu, alltaf var svarið hið
sama: „Mér líður ágætlega."
Þetta svar heyrði ég síðast þrem
dögum fyrir andlát hennar, en þá
var hún mjög þungt haldin. Eg
fór þá að kveðja hana, við vissum
þáöll að hverju fór.
Það er venja mín, ef ég heim-
sæki sjúkra, að reyna að hafa
meðferðis eitthvað er gleður,
blóm, sælgæti, ávexti, kók eða
annað til gamans, eftir því sem
við á. Aldrei hefur mig langað
meira til að hafa tiltæka gjöf, en
þá er ég fór að kveðja Vilmu, en
aldrei fyrr fundið hve maður er
ráðþrota frammi fyrir þeim mikla
mætti sem ræður komu okkar í
þennan heim og einnig brottför-
inni. Nú þýddi ekki að leggja pen-
ingana á borðið, ekkert fékkst,
sem hún gæti tekið með sér úr
þessari tilveru, — ekkert nema
kærleika og góðar fyrirbænir gat
hún haft í veganesti i þessa ferð.
Hlýleg, einlæg orð og koss á föla
kinn var mín eina skilnaðargjöf
til hennar. Mér fannst ég ósköp
fátæk. er ég hélt heim. að geta
ekkert frekar gert fyrir hana. Ég
vissi vel að þetta var okkar síðasti
fundur hér á jörð. Mér er rnikil
eftirsjá að Vilmu, hún var minn
næsti nágranni þau 7 ár er fjöl-
skvlda mín hefur búið hér i
Hveragerði. Haúkur eiginmaður
hennar var fyrsti granninn sem
ég kynntist, þau kynni spruttu af
sameiginlegu áhugamáli hans og
okkar hjóna. Það var æðilöngu
seinna, sem ég kynntist Vilmu, þá
fékk ég eitthvað lánað hjá henni,
hún var með afbrigðum hjálpsöm
og greióvikin kona og sVo trygg og
trú þeim, er hún batt vináttu við,
að ég held að slíkt sé fátítt orðió.
Það var eitur í hennar beinum
allt illt umtal um fólk og þeir
voru ekki öfundsverðir sem fóru
óvöldum orðum um vini hennar,
þá varð hún ekkert mjúk á mann-
inn og svörin jaínvel harðskeytt.
Aldrei varð okkur sundurorða. þó
báðar hefðu ákveðnar meiningar,
við virtum sjónarmið hvor ann-
arar og umbárum skoðunarmun-
inn ef einhver var. Siðustu árin
hittumst við mjög oft, jafnvel dag-
lega. það fór þvi ekki hjá því að
við ræddum allt milli himins og
jarðar.
Vilma . var mjög heimakær,
heimilið, eiginmann, börn sín,
tengdabörn og barnabörn bar hún
öllu fremur fyrir brjósti. Hún var
sérlega þrifin og húsleg og í litla
húsið þeirra er alltaf gott aó
koma. Löngum stundum, nú síð-
ustu árin sat hún við útsaum eða
prjónaði falieg föt á barnabörn,
hlustaði hún þá gjarnan á fallega
tónlist, sem hún hafði mikið yndi
af. Fyrr á árum tók hún virkan
þátt í leikstarfsemi og tókst það
með ágætum, er mér sagt. Minnt-
ist hún þeirra ára með gleði og
kunni frá broslegum atvikum að
segja frá þeim störfum.
Vilma stundaði vinnu á Dvalar-
heimilinu Asi í mörg ár, nær tvo
áratugi og veit ég, að störf hennar
þar voru vel metin, því samvizku-
semi hennar og trúmennsku var
viðbrugðið. Hún bar mjög hlýjan
hug til stofnunarinnar og for-
stöðufólksins þar og vinnufélag-
anna. Oft undraði mig hve dugleg
þessi litla granna kona var að
sækja vinnu sína, ekkert aftraði
henni, veður né vindar svo fremi
að heilsan leyfði, hef ég þó grun
urn að síðustu árin hafi þróttur-
inn verið þverrandi og ærna
hörku hafi þurft til'að láta ekki
deigan síga. en uppgjöf var ekki
að hennar skapi, hún ólst upp við
þann tiðaranda að ekki dugði ann-
að en skila vinnunni fljótt og vel
af hendi.
Vilma var fædd á" Isafirði 26.
marz 1910. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðrún Gestsdóttir og
Magnús Hannebalsson. Vilma átti
stóran hóp systkina, se-m hér
verða ekki upp talin. Hún var sin
æskuár á ísafirði og unni þeim
stað mikið alla tið. Ung að árum
kynniist hún eiginmanni sínum
Hauki Baldvinssyni frá Akureyri
og gengu þau í hjónaband 2. april
1939. Hófu þau búskap í Hyera-
gerði, þar sem hann stundaði þá
atvinnu er hann hafói numið til í
Danmörku, garðyrkju, en hann
var einn hinn fyrsti hérlendis,
sem lærði ylrækt og vann hér
ásamt fleirum brautriðjendastarf
á því sviði. Þau eignuðust
snemma eigið fyrirtæki, gróðrar-
stöóina Lindarbrekku og bjuggu
þar alla tíð. Þeim var fimm barna
auðið og eru öll á lífi, þau eru
Svavar kvæntur Erlu Guðmunds-
dóttur, búa í Hveragerði, Örn
kvæntur Sigríði Þorsteinsdóttur,
búa á Hvolsvelli, Edda gift Scott
bæjar 17. növeinber s.l. lagði for-
seti hæjarstjörnar fram eftirfar-
andi ályktun um þjóðveigi í
Garðabæ: „Á þessu ári hafa
nokkrar minniháttar lagfæringar
verið gerðar á Hafnarf jarðarvegi.
Eru þær mjög til bóta og staðfesta
þá skoðun bæjarstjórnarinnar, að
unnt sé að auka verulega
flutningsgetu Hafnarfjarðarveg-
ar og umferðaröryggi þar. án þess
að efnt sé til gerðar stórbrotinna
tengimannvirkja."
í framhaldi af því ályktaði
bæjarstjórn Garðabæjar eftirfar-
andi: 1) Lokið verði lagningu
Reykjanesbrautar á milli Blesu-
grófar og Keflavíkurvegar við
Þórsberg og verkinu hraðaó eins
og frekast er kostur. Þessi kafli
Cunningham býr í Ameríku,
Hrafn kvæntur Guðrúnu Georgs-
dóttur, býr í Hveragerði go Svava
Guðrún yngst býr ásamt litlu dótt-
ur sinni Vilmu Kristinu í
foreldrahúsi. Allt er þetta ágætis-
fólk og bar Vilma þeirra hag mjög
fyrir brjósti og barnabörnin tiu
talsins voru öll í miklu dálæti hjá
ömmu sinni. Enga fórn taldi hún
of stóra þeim til handa. Ég held
ég sé ekki að bregðast trausti
hennar þó ég segi hér eitt dæmi
af hennar stórbrotna hugarfari.
Eitt sinn er hún var stödd
heinta, eftir að sjúkrahúsvist
hennar hófst í sumar hafði ég orð
á því, hve veikindi hennar væru
búin að vera erfið, hún virtist þá
á batavegi, þá svaraði hún: „Ekki
skaltu vorkenna mér, ég mun
ekki kvarta, því kannski er Guð
nú einmitt að bænheyra mig". Ég
varð undrandi á svarinu, en þá
bætti hún við: „Eg bað til Guðs
þegar tengdadóttir mín var svo
veik í vor, að gefa henni böt, en
leggja heldur eitthvað á mig í
staðinn." Þarna var henni rétt
lýst.
Jú. tengdadóttirin fékk heilsu-
bót, sú bæn var heyrð. En ég held
nú að Vilma mín blessuð hafi þá
löngu áður verið orðin sjúk af
sinu banameini, en bænin var
jafn falleg fyrir því. Þaó ber vott
myndi létta ntjög umferð af
Hafnarfjarðarvegi, sérstaklega
þeirri þungaumferð, sem mestum
erfiðleikum veldur. Jafnframt
styttist þá verulega leið þeirrar
untferðar, sem á erindi á milii
svæða, annars vegar sunnan
Kópavogs og hins vegar Suður-
lands- og Vesturlandsvegar og
eystri hverfa Kópavogs og
Reykjavíkur.
2) Hafnarfjarðarvegur verði
jafnframt lagfærður á milh
Arnarness og Engidals, enda gæti
vegurinn orðið tvær :kreinar í
hvora átt. án þess að löðir við
veginn verði rýróar. Samstillt um-
ferðarljós verði sett upp við
Vífilsstaðaveg og Lyngás/
Lækjarfit. Lokað verði öðrum
meiriháttar tengingum við veginn
hennar miklu vjljafestu að eftir
að hún vár orðin veík i mai í vor,
tók hún sér ferð á hendur og fór i
fylgd Svövu dóttur sinnar til
Ameriku að heimsækja Eddu
dóttur sina og fjölskyldu, en
tengdason sinn hafði hún ekki
áður hitt. Dvöl hennar á hinu
góða heimili þeirra hjóna varð
henni til mikillar gleði, minntist
hún ferðarinnar ljómandi af
ánægju. Þegar Vilma kom heim í
síðasta leyfið af spítalanum, sat
ég hjá henni hverja stund er ég
gat við komið, hún trúði enn á
bata og ræddum við um framtíð-
ina og vorið og hvað það bæri í
skauti sér. Talið barst að því -að
vera kynni að minir hagir breytt-
ust og fjölskylda mín flytti jafn-
vel frá Hveragerði. Þá stundi hún
vió og sagði: „Onei, þá fer ég
líka." Hún er nú farin á undan
mér frá Hveragerði, enda verð eg
kannski ellidauð hél-. „enginn
ræður sinum næturstað".
Ég trúi að Vilma sé nú komin i
veriild vors og blónta. megi göður
Guð blessa vegferð hennar þar.
Einnig bið ég góða vætii að blessa
og styrkja Hauk. ntinn kæra vin
og börn þeirra öll. Fjölskylda mín
þakkar ykkur vináttuna á liðnunt
árum og vottar ykkur innilegustu
samúð.
á þessum kafla, nema við Goða-
tún, þar sem umferðartenging
yrði aðeins við austustu akrein
vegarins.
3) Arnarnesvegur verði lagður.
a.m.k. á milli Hafnarfjarðarvegar
og væntánlegrar Bæ.jarbrautar I
Garðabæ. Með þvi að tengja
Bæjarbraut við Arnarnesveg
myndi verulegur hluti þeirrar
umferðar, sem nú fer á Hafnar-
fjarðarveg um Vífilsslaðaveg fær-
ast á þennan veg og létta umferð
af' gatnamótum Hafnarfjarðar-
vegar og Vífiisstaðavegar.
4) Garðabær haldi frá landi
næstu árin fyrir hugsanlegan veg
út á Alftanes, en nýs vegar gæti
orðið þörf. vegna væntanlegrar
byggðar á Álftanesi siðar.
Framhald á bls. 31
Sigrún Sigfúsdöttir.
Lokið verði við lagningu
Reykjanesbrautar sem fyrst
— segir í ályktun bæjarstjórnar Garðabæjar
Á FUNDI hæjarstjórnar Garða-
ilistaverk
QJCfm)
Ný plata meó vísum
úrVísnabókinni
Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156
Frábært framiag Gunnars Þórðarsonar, Björgvins Halldórssonar
og Tómasar Tómassonar. Vísurnar, þulurnar og þjóðkvæðin,
sem Vísnabókin geymir, eru löngu orðin alþjóðareign. Fyrri
platan með visum úr Vísnabókinni, EINU SINNI VAR, naut
meiri vinsælda en dæmi eru til um íslenska hljómplötu. Óhætt
er að fullyrða, að nýja platan, ÚT UM GRÆNA GRUNDU, er
ekki síður líkleg til vinsælda og langlífis en hin fyrri.
VISNABÓKIN er nýkomin útí 6. útgáfu og hafa
þá verið prentuð af henni yfir fjörutíu þúsund
eintök, enda er þessi afar vinsæla bók löngu
.orðin sjálfsögð eign á heimilum landsins.