Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977
Haukur Ólafsson:
I ríki Bokassa I keisara
Bokassa og Kína
Bokassa hefur ýmist hallaö sér
að Austur- eða Vesturveldunum,
allt eftir því hvernig vindar hafa
blásið. Þegar hann komst til valda
1966 sleit hann stjórnmálasam-
bandi við Kinverska alþýðulýð-
veldið og rak samtímis alla kín-
verska sérfræðinga úr landi, sem
voru til aðstoðar við uppbyggingu
landsins. Talið er, að hin miklu
áhrif kínverja á stjórn landsins
hafi átt mikinn þátt í valdaráni
Bokassa 1966, enda hélt hann því
þá fram, að kínverjar stæðu á
bakvið myndun kommúnisks
skæruliðahers með þvf að smygla
inn til landsins vopnum og pen-
ingum. Samskipti ríkjanna korm
ust aftur í eðlilegt horf 1976, er
Bokassa heimsótti Kína og átti þá
viðræður við Hua Kuo Feng, sem
leiddu til þess að aftur var tekið
upp stjórnmálasamband milli
ríkjanna. Á sama tíma og Bokassa
sleit stjórnmálasambandinu við
Alþýðulýðveldið kínverska gerði
hann samning við Sovétríkin um
vísindalega og menningarlega
samvinnu og síðar gerði Mið-
Afríkulýðveldið fleiri samninga
við önnur Austur-Evröpuríki. Á
árinu 1976 sakaði reyndar Bo-
kassa önafngreint austrænt ríki
um samsæri gegn sér og kapítal-
istar og heimsvaldasinnar hafa
einnig á stundum fengið að heyra
það óþvegið frá Bokassa I keisara,
sem er kunnari af öðru en stefnu-
festu í utanríkismálum.
F.vrsti
kvenforsætisráöherra
Afríku
í ársbyrjun 1975 var Elisabeth
Domitien útnefnd forsætisráð-
herra Mið-Afríkulýðveldisins og
hélt þeirri stöðu fram í apríl 1976.
Hún varð fyrst kvenna til að
gegna þeirri stöðu á Afríkuríki.
Fjölmargar tilraunir hafa veriö
gerðar til þess að myrða Bokassa.
Ekki er þó víst, að allar fregnir
þar um séu á rökum reistar. í
febrúar í fyrra bárust þær fréttir,
aó gerð hefði verið tilraun til þess
að ráða hann af dögum m.a. af
tengdasyni hans og efnahagsráð-
gjafa við bandaríska sendiráðið i
Bangui. Við réttarhöldin var því
haldið fram að samsærismennirn-
ir, sem voru teknir af lífi, heföu
gert 9 atlögur að lífi Bokassa.
Verndari
trúarinnar
Siðastliðið haust snerist Bo-
kassa til múhameðstrúar fyrir til-
verknað Kadhafis höfuðsmanns
og leiðtoga Lýbiumanna. Jean
Bedel Bokassa forseti skoraði á
alla Afríkubúa að gera slíkt hið
sama og jafnframt breytti hann
nafni sínu í Salah ad-Din Ahmad
Bokassa (verndari trúarinnar).
Mið-Afríkulýðveldið fékk nýja
stjórnarskrá 4. desember 1976 og
nafni landsins var þá breytt í Mið-
Afríkukeisaradæmið og því lýst
yfir í viðurvist Mobutu Sese Seko,
forseta Zaire, að landið yrði þing-
ræðislegt konungsríki og Bokassa
yrði fyrsti keisari þess. Bokassa
var raunar ekki lengi „verndari
trúarinnar", því nokkrum dögum
síðar lagði hann niður nafn það er
hann hafði tekið sér, þegar hann
snerist til múhameðstrúar, vegna
hins nýja embættis síns. Talið er,
að sinnaskiptum Bokassa hafi
einkum valdið loforð Kadhafis
um efnahagsaðstoð Mið-
Afríkulýðveldinu til handa. Þeg-
ar ekki bólaði á þessari efnahags-
aðstoð sneri Bokassa snarlega aft-
ur í faðm pápískunnar.
Krýning
Bokassa I keisara
Hinn 4. desember síðastliðinn,
á ársafmæli hinnar nviu stjórnar-
skrár Mið-Afrlkukeisaradæmis-
ins, fór krýning Bokassa I keisara
fram. Bokassa hefur lengi vel
Síóari
hluti
staðið í skugganum af Idi Amin
Dada, en ekki er ólíklegt að á
næstu mánuðum beinist sjónir
manna meir að ríki hans vegna
íburðarmikillar krýningar hans
sem fyrsta keisara Afríku. Krýn-
ingardagurinn var ekki valinn af
handahófi. Fyrir 173 árum eða 2.
desember 1804 krýndi Napoleon
sig sjálfur til keisara og Bokassa
vill ekki vera minni maður en
sjálfur Napoleon. Af tæknilegum
ástæðum fór krýningin hinsvegar
ekki fram fyrr en 4. desember,
sem bar upp á sunnudag, því sjón-
varpað var frá krýningunni um
gervihnött tii umheimsins, sem hing-
að til hefur hvorki tekið mark á
Bokassa né kunnað að meta hann.
Krýningin fór fram á Bokassa-
leikvanginum, sem stendur við
Bokassaháskólann við Bokassa-
breiðstræti. Krýningarathöfnin
kostaði þetta fátæka ríki 10
milljónir dollara og það var ein-
mitt frásögn Michaels Goldsmith,
fréttamanns AP fréttastofunnar,
af þeirri athöfn, sem vakti reiói
Bokassa I keisara og varð þess
Bokassa I keisari
valdandi, að Goldsmith var hand-
tekinn, barinn og látinn dúsa í
fangelsi í einn mánuð í Mið-
Afríkukeisaradæminu nú i sum-
ar. Goldsmith er reyndar ekki
fyrsti fréttamaðurinn, sem Iendir
í klóm einræðisstjórnar Bokassa.
Margir fréttamenn frönsku
fréttastofunnar AFP hafa verið
handteknir, fangelsaðir við illan
aðbúnað og þvl næst reknir úr
landi vegna skrifa, sem ekki hafa
verið að skapi Bokassa keisara
hins fyrsta.
Til skamms tíma voru allar
myndatökur bannaðar i Mið-
Afríkukeisaradæminu, en hafa
nú nýlega aftur verið leyfðar, þó
enn I dag sé erfitt um allar
myndatökur þar, einsog víðast
annarsstaðar I Afríku. Laumulega
varð að fara með allar myndatök-
ur. Ekki var ráðlegt að vera með
myndavélar á ferli inni i miðborg
Bangui og þar var m.a.s. harð-
bannað af hermönnum að virða
fyrir sér stjórnaraðsetur Bokassa
I keisara í mióborginni, sem er
glæsilegur arkitektúr, og þeim
sem á eftir koma er ráðlagt að
stansa ekki beint fyrir framan
aðalhlið keissrahallarinnar í mið-
borginni og virða fyrir sér glæsi-
leg húsakynnin.
Sjóliöar og hermenn
Ekki átti ég von á því að sjá
sjóliða í matrósfötum í Bangui, en
þetta landlukta ríki á sinn sjóher
eins og önnur stolt ríki, sem gætir
siglinga á skipgengum ám lands-
ins. Aöalstöðvar sjóhersins voru
skammt frá tjaldbúðum okkar á
bakka Oubanguifljótsins og þar
skammt frá lá einnig snekkja Bo-
kassa I keisara, gamall gufuknú-
inn fljótabátur. Aðalstöðvar de-
mantsnámufélags ríkisins voru og
þarna. Þeirrar byggingar var
reyndar svo vel gætt af hermönn-
um, að viö urðum að taka á okkur
stóran krók, þegar við áttum leið
hjá þessu húsi, þar sem demantar
eru slípaðir og geymdir, en þeir
eru ein helsta útflutningsvara
landsins ásamt timbri, baðmull,
kaffi, sísal og jarðhnetum.
Hermenn og lögregluþjónar eru
áberandi í borginni og farartæki
hersins voru af rússneskri gerð.
Plaköt með pólitískum slagorðum
sjást víða á húsveggjum í mið-
borginni. Þar var m.a. lýst yfir
stuðningi við Zaire og óvinir þess
úthrópaðir, en um þessar mundir
voru einmitt skærur í hinu málm-
auðuga Shabahéraði Zaire, sem
um tíma leit út fyrir að gætu leitt
til borgarastyrjaldar. Auk þess
mátti sjá furðulegar áletranir, þar
sem Kadhafi og Mobutu Sese
Seko, forseti Zaire, voru hylltir og
þeir taldir ásamt Bokassa I tákn
einingar, frelsis og sjálfstæðis
Afríku. Um göturnar þutu svartir
Citroén bílar með sírenuvæli og á
undan og á eftir fóru svartklædd-
ar mótorhjólalöggur vigalegar
mjög og eftir Avenue de Presi-
dent Idi Amin Dada þrömmuðu
fylkingar illa klæddra fanga nið-
urlútir mjög á leið í nauðungar-
vinnu i þessu fallega landi Afr-
íku, sem er ekki þekkt fyrir ann-
að en furðulegan þjóðhöfðingja
og harðneskjulegt stjórnarfar.
Frá Kamerún
til Bangui
Bangui er höfuðborg landsins
með 250 þús, íbúa og raunar eina
borg landsins. Eftir rúmlega 1200
km. ferð um skógar-savannasvæói
frá Yaoundé birtist Bangui snögg-
lega inni á milli trjánna á bakka
Oubanguifljótsins. í fyrstu á mað-
ur erfitt með að trúa því, að til sé
borg þarna inni í frumskóginum í
hjarta Afríku. Bangui er sem ríki
i rikinu og leyfi verður að fá til
þess að fara inní og úlúr borginni.
Eftir tveggja tíma bið fengum við
leyfi til að halda inn í borgina, en
áður höfðu vegabréf okkar verið
vandlega skoðuð. Það kom oft fyr-
ir á ferð okkar um landið, að við
vorum stöðvuð af hermönnum i
dularklæðum, en eftir að hafa
skoðað skilríki okkar þá var okk-
ur leyft að halda ferðinni áfram.
Ferðamenn, sem til landsins
koma, fá aðeins vegabréfsáritun
til 48 stunda dvalar i iandinu.
Síðan verður að sækja um endur-
nýjun á vegabréfsárituninni í
Bangui og það kostaði okkur
morðfjár. Á þann hátt drýgir Mið-
Afríkukeisaradæmið gjaldeyris-
tekjur sínar. Vegurinn til Bangui
var mjög vondur og sumir hlutar
hans illfærir vegna drullu, auk
þess sem við fengum ekki að fara
í gegnum regnhindranir („barri-
ére de plumes“) fyrr en vió höfð-
um gefið vörðunum gömul timarit
eða enskar kiljur. í þessum hluta
Afriku er vegum lokað um regn-
tímann í allt að 6 klukkustundir
eftir að hætt er að rigna og þeir
sem gæta hliðanna ætlast til ein-
hverrar umbunar fyrir að opna
hliðin, jafnvel þó 6 stundir séu
liðnar frá þvi hætti að rigna og
vegirnir þurrir. Á leiðinni til Ban-
gui urðum við fyrir smááreitni í
litlu þorpi, en þar var ráðist á
tengivagn, sem við vorum með og
við ásökuð um njósnir og vopna-
smygl, en við gátum fljótlega leið-
rétt þann misskilning, þó um tima
liti út fyrir að til slagsmála kæmi.
Mið-Afríkubúar eru reyndar mjög
vingjarnlegt og brosmilt fólk, en
einsog svo viða annarsstaðar þá fá
þeir á sig þennan leiðinlega valds-
mannssvip um leið og þeir eru
komnir í einkennisbúning eða
sestir á bakvið skrifborð-.
f Bangui
Bangui er snotur og þrifaleg og
getur státað af nokkrum fögrum
byggingum, borgin er reyndar
ekki eins falleg og lifleg og
Yaoundé, höfuðborg Kamerún, en
í báðum borgunum gætir mjög
franskra áhrifa. Fátækrahverfin í
útjaðri Bangui voru hinsvegar á
engan hátt frábrugðin öðrum fá-
tækrahverfum, sem ég sá í Afr-
íku. Margt vekur furðu manns í
Bangui, ekki síst risastór fiðrildi,
litskrúðug mjög, sem litlir strákar
veiða i hæðunum kringum borg-
ina og selja svo á götum borgar-
innar.
I Bangui bjuggum viö í tjöldum
fyrir neðan bústað Bokassa I keis-
ara. Keisarinn býr í stórri og
glæsilegri höll, þar sem sér víða
yfir borgina. Höll þessi er vel
viggirt sem vænta má og gætt af
hermönnum. Á kvöldin voru virk-
isveggirnir upplýstir og þar sem
við dvöldum í tjöldum okkar
beint fyrir neðan höllina og
skammt frá 13 hæða Safarihótel-
inu nutum við góðs af ljósköstur-
um Bokassa. Á hverju kvöldi
barst einnig mikill lúðrablástur
frá höllinni. Allan tímann, sem
við dvöldum þarna, hékk í kring-
um okkur strákahópur, daga sem
nætur. Þeir voru illa haldnir,
sneyddir lífsgleði, höfðu ekkert
fyrir starfi og virtust lítið annað
hafa að borða, en það sem við
gáfum þeim.
t
►
i
)
\
I
t
I
\
í
\
Leirkofi med stráþaki í Mid-Afríkukeisaradæminu.
Höll Bokassa I keisara og tjaldhúdirnar. Myndin var tekin med því að fela myndavélina í
óhreinum þvotti og smella af á gangi áleidis að tjöldunum í felum undir tré.