Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og af greiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuBmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi GarBar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. ABalstrnti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. i mánuBi innanlands. f lausasölu 80.00 kr. eintakiB. Opnar umræður Fátt hefur vakið meiri athygli að undanförnu en þær umræður, sem nú fara fram innan Sjálfstæðisflokksins og meðal sjálfstæðismanna á opinberum vettvangi um varn- armál og fjárhagsmál í tengsl- um við þau og ýmis önnur mál. Umræður þessar fara i svo rík- um mæli fram fyrir opnum tjöldum, að óhætt er að fullyrða, að enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur áður fjallað með þessum hætti um ágreiningsmál, sem upp koma. Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur, sem spannar yfir býsna breitt skoðanasvið. Meðlimir hans og stuðnings- menn hafa að sjálfsögðu mis- munandi skoðanir á mörgum málum og svo hefur alltaf ver- ið Munurinn er sá að skoðana- skiptí fara fram í áheyrn alþjóð- ar en hafa a.m.k. á undanförn- um árum og síðustu áratugi fremur farið fram innan flokks- ins. Nokkur grundvallarsjónar- mið sameina hins vegar þá fjölmörgu skoðanahópa, sem hafa haslað sér völl á vettvangi Sjálfstæðisflokksins Þau lifs- viðhorf, sem þannig sameina stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, hafa jafnan verið yfir- sterkari skoðanamun á öðrum sviðum og ekki ástæða til að ætla annað en svo verði enn. í lýðræðisþjóðfélagi hljóta opnar umræður jafnan að sitja i fyrirrúmi Það eru einmitt þess- ar frjálsu umræður, þessi opnu skoðanaskipti, sem eru ein- kennandi fyrir lýðræðið og greina það frá einræði eins og þvi t.d. sem rikir í löndum Austur-Evrópu. íslenzkt þjóðfé- lag hefur lengi verið of lokað en það hefur smátt og smátt verið að opnast á undanförnum áratugum Það þóttu mikil tið- indi fyrir svo sem tveimur ára- tugum, þegar Morgunblaðið fyrst íslenzkra blaða opnaði siður sinar fyrir skoðunum af ýmsu tagi og gilti þá einu, hvort þær féllu að skoðunum blaðsins sjálfs eða voru í and- stöðu við þær. Kjarni málsins var sá, að Morgunblaðið varð og hefur jafnan siðan verið frjáls vettvangur fyrir margvís- legar skoðanir. Þetta hefur orð- ið blaðinu til styrktar og efling- ar og er í samræmi við þá lýðræðishefð, sem Morgun- blaðið vill halda i heiðri. Frjáls skoðanaskipti í alþjóð- ar áheyrn hafa hins vegar í mun minna mæli tíðkazt á vett- vangi stjórnmálaflokkanna Þar hefur fram á síðustu ár þótt við hæfi, að ágreiningsmál flokks- bræðra væru leyst fyrir luktum dyrum. Þetta hefur ekki verið regla án undantekninga eins og síðar verður að vikið, en nú er þetta að breytast og út af fyrir sig ekkert nema gott um það að segja. í þeim efnum verða menn þó að gera sér grein fyrir þvi, að frjáls skoð- anaskipti i áheyrn alþjóðar er réttur allra en ekki bara sumra. Þeir sem hafa frumkvæði að gagnrýni verða að búast við þvi að henni verði svarað. Hér get- ur aldrei verið um einstefnu- akstur að ræða. Þeirsem gagn- rýna aðra verða einnig að vera við þvi búnir að spjót gagnrýn- innar geti beinzt að þeim sjálf- um og þá verða þeir að taka því eins og þeir ætlast til, að aðrir taki þeirri gagnrýni, sem að þeim er beint. Þótt meginreglan hafi verið sú í áratugi, að ágreiningsmál hafi verið leyst fyrir luktum dyrum á vettvangi flokkanna, er það þó ekkert nýtt fyrirbæri, að ýmsir kunnir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins skiptist á skoðunum opinberlega og séu ekki allir á einu máli. Fræg dæmi um þetta má nefna frá tímum Jakobs Möllers, Árna Jónssonar frá Múla og Björns Ólafssonar. Þær opnu um- ræður, sem þá fóru fram meðal sjálfstæðismanna, urðu Sjálf- stæðisflokknum ekki til tjóns. Stjórnmálaumræður hér á landi hafa breytzt til hins betra á seinni árum. Þær eru nú ekki eins harðvítugar og persónu- legar og þær gjarnan voru áður fyrr. Það er jákvæð þróun. Það skiptir máli, þegar samherjar skiptast á skoðunum, að það sé gert á málefnalegan hátt, að velvilji ríki í umræðum enda þótt menn séu ekki á einu máli, að gagnkvæm virðing og kurteisi einkenni umræður manna, þótt skoðanamunur sé. Takist sjálfstæðismönnum að halda umræðum sinum og skoðanaskiptum innarr þess ramma, munu þær opnu um- ræður sem nú fara fram verða Sjálfstæðisflokknum til styrktar og eflingar. Leiðist þessar um- ræður hins vegar út i farveg, sem einkennist af ókurteisi, virðingarleysi og jafnvel skæt- ingi, geta þær h'aft neikvæð áhrif fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það skyldu þeir hafa i huga, sem nú láta mikið að sér kveða á opinberum vettvangi. Morgunblaðið hefur að undan- förnu sætt nokkurri gagnrýni úr röðum ýmissa sjálfstæðis- rhanna Ekkert er eðlilegra. Morgunblaðið er ekki málgagn Sjálfstæðisflokksins, enda þótt blaðið hafi verið og sé málsvari þeirrar þjóðmálastefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir Á þessu tvennu er mikill munur. Morgunblaðið mun að sjálfsögðu gera sínar athuga- semdir við þá gagnrýni, sem beint er að blaðinu. Það er í samræmi við leikreglur hinna opnu umræðna um þjóðfélags- mál Spassky með betri stöðu eftir illa teflda skák ÁTTUNDA einvígisskák þeirra Spasskys og Korchnois var tefld í gær. Skákin fór í biB eftir 42 leiki og kom þá flestum saman um aB staSa Spasskys væri betri. Hinn gamalreyndi júgóslavneski stór- meistari Svetozar Gligoric sagSi t.d.al viStali viS AP fréttastofuna aS hann áliti Spassky hafa mjög góða vinningsmöguleika. ASalaS- stoSarmaður Korchnois I ein- viginu, enski stórmeistarinn Rey- mond Keene tók aS vísu ekki eins djúpt I árinni, en viðurkenndi þó aS möguleikar heimsmeistarans fyrrverandi væru betri. Hann bætti þvi viS að hann hefSi taliS Korchnoi standa betur framan af. en skákin siðustu tiu leikina hefSi hann teflt mjög veikt og gefiS höggstað á sér. Spassky sem hafði hvitt í skákinni i gær lék fram kóngspeðinu og Korchnoi svaraði eins og áður með franskri vörn. Skákin tefldist siðan eins og sjötta skákin lengi vel, allt þar til að Spassky breytti út af í 10 leik er hann hrókaði stutt Korchnoi virtist mjög vel undir endurbótina búinn, lék naestu leikjum hratt á meðan að Spassky eyddi drjúgum tima Virtist svo sem að mjög hallaði á heimsmeistarann fyrrverandi og eftir 23 leiki var komið upp endatafl þar sem að Korchnoi hafði tveimur peðum meira Hann varð þó þegar að láta annað af hendi, en virtist samt standa mun betur Þá varð honum hins vegar illílega á i mess- unni, valdi ranga áætlun og lék af sér peðinu sem hann hafði enn yfir Spassky hélt vel á spöðunum og er skákin fór i bið virtist hann hafa góðar vinningslikur Fréttaritari Morgunblaðsins i Bel- grad, Miroslav Milanovich, átti vart til orð i eigu sinni fyrir slaka tafl- mennsku stórmeistaranna og sagði hann að það væri samdóma álit skákskýrenda á staðnum að þetta væri langverst teflda skákin i ein- viginu til þessa Taugaspenna i ein- víginu virðist þvi vera farin að auk- ast, en e.t.v er ástæðan fyrir slakri taflmennsku Korchnois undir lokin sú að hann hefur ofmetnast af vel- gengninni og talið sér alla vegi færa. En hvað sem þvi liður þá er áttunda skákin langt frá því að vera lokið og vafalaust eiga stórmeistararnir langa og erfiða baráttu fyrir höndum i dag, en þá verður biðskákin tefld Hvítt: Boris Spassky Svart: Viktor Korchnoi Frönsk vörn 1 xe4 — e6 2. d4 — d5 3. Rc3 — Bb4 4. e — c5 (Winawer af- brigði, enn einu sinni) 5. a3 — Bxc3 6. bxc3 — Re7 (Þessi staða hefur komið upp i öllum þeim ein- Korchnoi vann biðskákina BIÐSKÁKIN úr sjöundu um- ferð einvígis þeirra Spasskys og Korchnois í Belgrad var tefld á laugardaginn. Eins og búist hafði verið við reynist engin vörn fyrir Sassky í biðstöðunni og sá hann sig knúinn til að gefast upp í áttunda leik eftir bið. Biðskákin tefldist þannig: Svart: Boris Spassky Hvítt: Viktor Korchnoi 42. f5! — (Biðleikur hvíts og bezti val- kostur hans i stöðunni. Eftir 42. Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON vígisskákum sem Spassky hefur haft hvitt i. en honum hefur þó aldrei tekist að tryggja sér frumkvæðið Það vekur þá spurningu hvort að ekki sé kominn timi til þess að breyta til) 7. Rf3 — Bd7 8. dxc5?! (Þessi nýjung Spasskys getur ekki talist mikilvægt framlag til byrjana- fræðinnar nú, fremur en í sjöttu skákinni er hann leit fyrsta dagsins Ijós) — Dc7 9. Bd3 — Ba4 10. 0-0 (í sjöttu skákinni lék Spassky hér 1 0 Be3) — Rd7 11. Rd4 — Rxc5 (Eftir 11 Dxe5 1 2 He1 — Dc7 13 Bg5 stánda menn hvits mjög ákjósanlega til sóknar og eftir 1 1 Rxe5 12 Bf4 er hætt við að svartur lendi fljótlega i erfiðleikum) 12. Bb5+ — Bxb5 13. Rxb5 — Dxe5! (Siðustu leikir Korchhois virðast í fljótu bragði hafa verið fifldirfskulegir, en hann hefur reikn- að allt rétt) 14. He1 (Leikið eftir 70 minútna umhugsun Spassky hefur sennilega verið að velta leiknum 1 4. Be3 fyrir sér, sem svartur svarar líklega bezt með 14 , . . Ra6!) Re4 (Svartur teflir á tæpasta vaðið Þessi leikur var þó nauðsynlegur, þvi að eftir 14. . . Db8 15 Dd4 er staða heldur óbjörguleg) 15. f3 — a6 16. Rd4 — Rxc3 1 7. Dd2 — Dc7 18. a4 — Hc8 (Keene lýsti þvi yfir er hér var komið sögu að þessi staða hefði komið upp i heimarannsókn- um þeirra Korchnois fyrir skákina Það virðist með ólíkindum, en sú staðreynd að Korchnoi hafði hér eytt fremur litlum tíma styður vissulega þá fullyrðingu) 19. Bb2 — b5 20. Bxc3 (Spassky ákveður að einfalda taflið Sú ákvörðun er vel skiljanleg að þvi leyti að eftir 20. axb5 — axb5 21. Ha3? — b4 22 Hb3 — Hxa5? — Hxf4, 43. Ha8+ — Kh7, 44. De8 — Hxe4!, 45. Dg8+ — Kg6, 46. Ha6+ — Kg5 er svartur langt frá þvi að verða mát). h5, (Hvítur vinnur einnig létt eftir42... a4,43. Hd7) 43. Hxa5 — (Einfaldast. Lakara var 42. Hd7 — Df6, 43. Dxf6 — gxf6, 44. Ha7 — He8) Dd2, 44. De5 — Dg5, 45. Ha6 — Hf7, 46. Hg6 — I)d8, 47. f6 — h4, (Peðsendataflið sem hefði komið upp eftir 47... Hxf6, 48. Dxf6 — Dxf6, 49. Hxf6 — gxf6, 50. Kg3 er auðvitað léttunnið fyrir hvít). 48. fxg7 Svartur gafst upp. 5—2 fyrir Korchnoi. Dc5 stendur hann lakar auk þess sem að hann hefur tveimur peðum minna) Dxc3 21. Dxc3 — Hxc3 22. axb5 — axb5 23. Rxb5 — Hxc2 24. Rd6 + (Eftir 24 Ha8 + — Rc8 heldur svartur öllu sínu) Kd7 25. Rxf7 — Hb8 (Hér hafa áreiðanlega fáir hugað Spassky lif, en timi kraftaverkanna er greinilega ekki ennþá liðinn hjá) 26. Ha7 + — Ke8, 27. Re5 — Hbb2, 28. Ha8+ — Rc8, (28 Hc8 var mjög varhugavert vegna 29 Ha6 og veikleikinn á e6 segir brátt til sin) 29. Rd3! — (Eini möguleilenn. 29 Kh1 — Kd8. 30 Rd3 — He2 er svörtum i hag) Hb6, 30. h4 — Kd7, 31. Ha4 — Kd6, 32. Hg4 — Hd2?, (Slæmur leikur sem gefur mótspili hvíts byr un'dir báða vængi Eftir 32 g6! hefur svartur einhverja vinningsmögu- leika) 33. Rf4 — e5, 34. Rh5 — g6, 35. Rf6 — Hb7, 36. Re8+ — (Þar með er peð fallið i valinn og nú er það Spassky sem heldur um stjórnvölinn) Kd7, (Eða 36 Ke6, 37 Hg5) 37 Hxe5 — Hbl +, 38. Kh2 — Re7, 39. Ha4! (Snjall leik ur. Staðreyndin er nefnilega sú að eftir 39. Kxe8, 40. Ha7 —■ Hbb2, 41 Hexe7 + — Kd8, 42. Hxh7 — Hxg2 +, 43. Kh3 — Hh2 + , 44 Kg3 — Hg2 + , 45 Kf4 standa öll spjót á svörtum) Rc6, 40. Rf6 + — Kd6. 41. Hg5 — (En alls ekki 41. Hxd5+ — Ke6. 42. Hf4 — Hb4) Hb7, 42. Ha6 — Hér fór skákin i bið Hvitur hefur dágóða vinningsmöguleika, a m k á svartur enqa haldqóða vörn við hótuninni 43, Hxh7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.