Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 andunnið sett m frá GJOF Greiðslukjör. Senöum myndalista Björk Guðmundsdóttir er aðeins 11 ára Reykvíkingur Hún syngur, hún spilar og hún semur lög. Nú hefur hún sungið á plötu með aðstoð nokkurra af þekktustu popptónlistarmönnum landsins. Þetta er einstök plata sem á án efa eftir að veita ceskufólki á hvaða aldri sem er mikla ánœgju. GÓÐA SKEMMTUN! Flugvéhim og ferðum fjölgar hjá Vængjum FLUGFÉLAGIÐ Vængir hefur nýlega tekið f notkun flugvél af gerðinni Twin Otter, sem hefur verið í viðgerð í tæpt ár og í næstu viku munu Vængir fá í flota sinn vél af íslandsgerð, en vél þessari hlekktist á fyrir tveimur mánuðum og hefur hún verið í viðgerð síðan. 1 frétt frá félaginu segir að með auknum vélakosti sé unnt að fjölga'áætlunarferðum þess stór- lega til þeirra 15 staða, sem Vængir fljúga til. Einnig verða farnar sérstakar ferðir með vör- ur. Flestar verða ferðirnar til Siglufjarðar, Blönduóss, Flateyr- ar og Suðureyrar en einnig verða farnar margar ferðir til Stykkis- hólms og Rifs, en þetta eru þeir staðir, sem Vængir fljúga venju- lega mest til. Tekin hafa verið í notkun ljós á flugvellinum á Blönduósi og er nú hægt að fljúga þangað á hvaða tíma sólarhrings- ins sem er, en dagsbirtan tak- markar ferðir til annarra staða. I lok fréttarinnar frá Vængjum er fólk hvatt til þess að panta flugfar tímanlega fyrir jólín vegna mikilla bókana. íslenzkar sögur um og eftir íslenzkar konun Draumur um veruleika DRAUMUR um veruleika heitir ný bók útgefin af Máli og menn- ingu. Uppistða bókarinnar eru ís- lenzkar sögur um og eftir konur og sá Helga Kress um útgáfuna. Bókin hefur að geyma 22 sögur eftir islenzkar konur frá síðustu öld og þessari. Elzta sagan er frá árunum um og. eftir 1880, en yngstu sögurnar eru frá því ári sem nú er að líða og eru þær allar nema ein samdar sérstaklega fyr- ir þessa útgáfu. Meðal höfunda eru margir fremstu rithöfunda ís- lenzkra, en margar kvennanna eiga það jafnframt sameiginlegt að verkum þeirra hefur verið furðu lítill gaumur gefinn. Eins og segir í formála útgef- enda er erindi þessa safns tví- þætt. Því er ætlað að vekja at- hygli á því að til eru islenzkir kvenrithöfundar, þótt ekki fari mikið fyrir þeim í bókmenntasög- um eða á öðrum opinberum vett- vangi. Jafnframt á það að geta veitt nokkra innsýn í hugarheim kvenna, viðhorf og vitund á hverjum tíma. Bókinni fylgir bókmenntalegur inngangur eftir Helgu Kress, sem nefnist Um konur og bókmenntir. Er þar fjallað um upphaf og sögu íslenzkra kvennabókmennta og viðhorf „bókmenntastofnunar- innar" til þeirra á hverjum tíma. Þessir höfundar eiga efni i bók- inni: Vilborg Dagbjartsdóttir, Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, Ölöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, Teodóra Thoroddsen, Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá, Elínborg Lárusdóttir, Þórunn Elfa Magnús- dóttir, Halldóra B. Björnsson, Oddný Guðmundsdóttir, Ásta Sig- urðardóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Hulda, Ragnheiður Jónsdóttir, Gréta Sigfúsdóttir, Steinunn Eyjólfsdóttir, Drífa Viðar, Unnur Eiríksdóttir, Svava Jakobsdóttir, Jakobína Sigurðardóttir, Liney Jóhannesdóttir, Nína Björk Árna- dóttir, Valdís Óskarsdóttir og Magnea J. Matthíasdóttir. „Myndin af kónginum” Smásagnasafn eftir Gunnar M. Magnúss SETBERG hefur gefið út smá- sagnasafnið „Myndin af kóngin- um" eftir Gunnar M. Magnúss. Á kápusíðu segir m.a. svo: „Smásögur þessar. sem Gunnar M. Magnúss sendir nú frá sér er 50. bók hans. Auk þess hefur hann mörg rit í handnti, einkum leikrit, en hann hefur samið fjög- ur stór framhaldsleikrit, sém flutt hafa verið í útvarpinu. Eitt þeirra í Múrnum hefur einnig verið flutt í sjónvarpi og komið út í bók. Þá hefur hann á þessu ári samið fyr- Áttu von á gestum? — ný matreiðslubók SETBERG hefur gefið út mat- reiðslubókina „„Áttu von á gest- um“. I henni eru valdir réttir, seth henta vel þegar von er á gestum eða þegar búa skal .sér- rétti handa fjölskyldunni. I bók- ínni eru 360 litmyndir. stórar og smáar. Vinstra megin á hverri opnu er stór litmynd af réttinum tilbúnum, en á hægri blaðsíðu eru uppskriftir ásamt Iitm.vndum, sem sýna handtökin við undír- búning réttanna. Guðrún Hiirnn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari þýddi bókina. staðfærði, breytti og sannprófaði réttina. Gunnar M. Magnúss ir útvarpið framhaldsleikrit í sex þáttúm út af skáldsögu Jóns Trausta, Leysingu. Gunnar hefur áður gefið út tvö smásagnasöfn: Fiðrildi, er var fyrsta bók hans. Og seinna: Hvítra manna land. — Auk þess hefur hann m.a. skrrif- að skáldsögurnar Salt jarðar og Vefaradans. Af öðrum ritverkum hans eru kunnar bækurnar Skáld- ið á Þröm og Suður heiðar, sem komið hefur út í fjórum útgáfum og verið þýtt á fjögur erlend mál. Stau-sta verk hans, Virkið í norðri, saga hernámsárarina, hef- ur komið út í stórum upplögum. — Með þessari bók er Gunnar nýr og ferskúr og mál hans auðugt og Iýsingar snjallar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.