Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 47
Stjórn Frasers
vann stórsigur
Malcolm Fraser og kona hans eftir kosningasigurinn.
Lakerf erdir til
Los Angeles
London, 12. des. AP.
Sydnev — Canberra, 11. des. AP.
ÞEGAR um þriðjungur at-
kvæða hafði verið talinn í
Ástralíu á mánudagsmorg-
un var Ijóst orðið að stjórn
fhaldsmanna og frjáls-
lyndra mundi vinna stór-
sigur. Leiddu tölvuút-
reikningar í Ijós að stjórn
Frasers kæmi til með að
vinna að minnsta kosti 42
sæta meirihluta í neðri
deild þingsins, þar sem
sitja 124 þingmenn. Sama
stjórn naut 55 sæta meiri-
hluta á liðnu þingi en þá
skipuðu 127 þingmenn
deildina.
Sigur Frasers staðfestir þá
hægrisveiflu sem varð í áströlsk-
um stjórnmálum 1975 en þá hafði
stjórn Verkamannaflokksins ver-
ið við völd í þrjú ár og getið sér
misjafnt orð. Ef spár tölvunnar
reynast sannar mun hér vera um
að ræða ann'an mesta meirihluta
er nokkur stjórn hefur notið í
sögu Ástralíu.
Eftir að hafa viðurkennt ósigur-
inn tilkynnti formaður Verka-
mannaflokksins og fyrrverandi
forsætisráðherra, Gough Witlam,
að hann ætlaði að segja af sér
formennsku i flokknum. A blaða-
mannafundi i Melbourne skýrði
Fraser kampakátur frá því að sig-
urinn mætti vafalitið þakka ágæti
CARL Gustav Svfakonungur
sæmdi á sunnudagskvöld Nóbels-
verðlaunahafa í bókmenntum,
eðlisfræði, efnafræði, læknis-
fræði og hagfræði gullorðum og
heiðursskjölum. Voru meira en
1700 gestir viðstaddir athöfnina,
þar á meðai sænska konungsfjöl-
skyldan og ríkisstjórnin, í tón-
listarhöllinni í Stokkhólmi. Að at-
höfn lokinni voru verðlauna-
hafarnir heiðursgestir í veizlu i
ráðhúsinu þar sem fluttar voru
þakkarræður. Voru allir verð-
launahafarnir viðstaddir að
undanskildu spænska skáldinu
VEÐUR
víða um
heim
New York 11. des. AP
Staður hiti
Amsterdam 8 súld
Aþena 8 skýjað
Beirut 20 skýjað
Belgrad + 1 heiðskírt
Berlin 3 rigning
Briissel 10 skýjað
Buenos Aires 32 heiðskirt
Kairo 23 skýjað
Chicago + 10 skýjað
Kaupmannah. 3 rígning
Frankfurt 6 skýjað
Genf 4 skýjað
Helsinki + 1 skýjað
Lissabon 16 rigning
London 11 sólskin
Los Angeles 17 skýjað
Madrid 11 skýjað
Montreal + 20 heiðskfrt
Moskva + 11 heiðskfrt
New York + 4 skýjað
Ósló O snjókoma
Parfs 12 skýjað
stjórnarstefnu sinnar þótt þurft
hefði að taka erfiðar ákvarðanir.
Þegar þriðjungur 8.5 milljóna
atkvæða hafði verið talinn hafði
stjórn Frasers unnið 72 þingsæti
og Verkamannaflokkur 32.1 kosn-
ingur til öldungadeildar þingsins,
þar sem um 64 sæti er að ræða,
hafði stjórn Frasers, þegar hér
var komið f talningu, aðeins
nauman meirihluta yfir stjórnar-
andstöðu, en ekki er unnt að spá
um úrslit að svo stöddu þar eð
kosningafyrirkomulag er annað
við' kosningar til öldungadeildar.
öldungadeildin er valdaminni en
neðri deildin, en getur þó neitað
að samþykkja frumvarp stjórnar-
innar. Því var spáð á mánudags-
morgun að flokkur demókrata, oft
kallaður flokkur chippokrata eft-
ir leiðtoga sinum, Don Chipp,
hafði unnið 10 af hundraði í öld-
ungadeildinni, og geta þau úrslit
haft mikilvæg áhrif á valdastöð-
una þar. Á síðasta þingi hafði
samsteypustjórn Frasers 36 sæti í
öldungadeild, Verkamannaflokk-
ur 27 og einn utanflokka. Haft var
eftir fyrrverandi forsætisráð-
herra, John Gorton, er laut i
lægra haldi fyrir Fraser i valda-
átökum milli stjórnarflokkanna,
að ef demókratar næðu umrædd-
um sætum í öldungadeildinni
gæti það orðið til að halda Fraser
og „sveinum hans“ í skefjum. „Ef
Fraser og lýður hans hefði undir-
tökin í neðri deildinni og gæti
ráðskazt með öldungadeildina
líka yrði honum ekkert að fyrir-
Vieente Aleixandre, er var heima
við samkvæmt læknisráði.
Elzti Nóbelshafinn I ár, við-
staddur á sunnudagskvöld, var
Harvardprófessorinn John van
Vleck, sem er 78 ára gamall og
hlaut verðlaunin i eðlifræði
ásamt fyrrverani nemanda sínum,
dr. Philip Anderson, og Sir Nevill
Mott, prófessor í Cambridge.
Voru' þeir verðlaunaðir fyrir
framlög er greitt hafa fyrir þróun
tölvuminna, vasareiknivéla og
tækja er hagnýta sólarorku m.a.
Verðlaunin í efnafræði hreppti
stöðu og hann gæti vissulega orð-
ið hættulegur," sagði hann.
Líklegur arftaki Witlams sem
formaður Verkamannaflokksins
er talinn vera Bill Hayden, en
hann beið nauman ósigur fyrir
hinutn fyrrnefnda í kosningum til
formennsku í flokknum í maí sl.
Hayden er 44 ára gamall og hefur
getið sér orð sem glúrinn fram-
kvæmdastjóri og fjármálamaður.
Hann fór með embætti öryggis-
málaráðherra í stjórn Witlams, er
kom til valda 1972, en tók siðar
við embætti hagsýsluráðherra. I
stjórnarandstöðu hefur Hayden
verið talsmaður flokksins i hag-
þróunar- og varnarmálum. Keppi-
nautur Haydens er Lionel Bowen,
55 ára og fyrrum yfirmaður pósts-
ogsímamála.
Sú ákvörðun Frasers að efna til
almennra kosninga siðastliðinn
laugardag stangaðist á við skoðan-
ir flokksbræðra hans og úrslit
skoðanakannana. Hann hefur
greint frá að ástæða hans hafi
verið það hugboð að stjórn hans
tapi vinsældum ef svo fer fram
sem horfir i efnahagsmálum á
næsta ári, en verðbóiga nemur nó
13.1 af hundraði á ári og eru
nærri sex af hundraði atvinnu-
lausir. Hefur Fraser nú lofað þvi
að sýna verkalýðsfélögunum
hörku, takmarka sóun rikisfjár-
muna, verja ástralskan iðnað og
hvetja til útflutnings á úranium,
en það er mikið þrætuepli í
Ástraliu nú.
prófessor Ilya Prigogine, sem
starfar í háskólanum í Briissel,
fyrir rannsóknir í varmaorku-
fræði. Prigogine er fæddur i
Moskvu en hefur búið i Belgiu
síðan hann var þriggja ára.
Nóbelsverðlaun i læknisfræði
féllu i skaut prófessor Rosalyn
Yalow í New York fyrir rannsókn-
ir er hafa gért kleift að finna
hormóna í litlu magni í vefjum
likamans, en verðlaununum með
Yalow deila Orger Gulliemin, San
Diego, Kaliforníu, og Andrew
Sheally, New Orleans, en hvor um
FREDDIE Laker framkvæmda-
stjóri „fluglestarinnar" milli
London og New York, tilkynnti f
vikunni að flugfélag hans hygðist
efna til nýrra fluglestar á milli
London og Los Angeles.
Fargjöld á þessari flugleið
verða svo til helmingi ódýrari en
áætluð vetrarfargjöld á milli þess-
ara borga hjá öðrum flugfélögum.
Laker sagði að fyrirtæki sitt
Lakerflugfélagið, hefði sótt um
sig hefur uppgötvað hormónalyf,
sem nauðsynleg eru vexti líkam-
ans, endurnýjun og efnabreyting-
um i honum.
Tveir prófessorar, sem komnir
eru á eftirlaun, fengu verðlaunin
í hagfræði. Eru það þeir James
Meade, Cambridge, og Bertil
Ohlin, Stokkhólmi, en þeir hafa
sett fram sígildar kenningar um
alþjóðaviðskipti.
Þá fóru einnig fram verðlauna-
afhending friðarverðlauna Nób-
els á sunnudag, en eins og kunn-
Framhald á bls. 28.
leyfi til brezku flugmálayfirvald-
anna um að stofna til nýrrar flug-
lestar milli Los Angeles og Lond-
on og yrði hér um daglegt flug að
ræða. Sagði Laker að fluglest sem
þessi væri happafyrirtæki og það
sem koma skyldi. Sagðist hann
ennfremur vona að leyfi frá
brezkum flugyfirvöldum fengist
innan sex mánaða.
Sagði Laker að fargjald aðra
leiðina milli Los Angeles og Lond-
on mundi kosta 250 dali. En á
leiðunum milli London og New
York, sem hófust 26. september
s.l., væri matur, drykkur og kvik-
myndasýningar ekki innifalin i
fargjaldinu.
Fluglest Lakers milli London
og New York olli þvi að flugfélög
sem fljúga sömu leið neyddust til
að lækka fargjöld sín ijæstum til
jafns við Lakerfargjöldin.
Laker sagði að á þeim ellefu
vikum, sem fluglestin hefði verið
starfrækt, hefðu 42.685 manns
flogið með henni yfir Atlantshaf-
ið og að nettógröðinn næmi um
eða yfir 500 milljónum dala.
Lakerflugfélagið hefur enn
ekki sótt um leyfi til bandarískra
flugyfirvalda um leyfi til fluglest-
ar milli London og Los Angeles.
„Þetta er siúkt fólk
99
sagði lögreglumaður um andófsmenn á Pushkin-torgi
Moskvu — New York, 11. des. AR Reuter.
MIKIÐ bar á hátfðlegum yfir-
lýsingum og athugasemdum af
hálfu opinberra aðila, fjöl-
miðla og annarra beggja vegna
Atlantshafsins sl. laugardag, en
þá voru 29 ár liðin frá þvf að
Sameinuðu þjóðirnar sendu frá
sér mannréttindayf irlýsingu
sfna.
1 sovézkum blöðum er farið
fögrum orðum um mannrétt-
indadaginn og kemur þar m.a.
fram, að sovézkir borgarar
njóti ótakmarkaðs frelsis. t
verkalýðsbiaðinu „Trud“ segir,
að Bandarfkin, „sem þykist
vera leiðandi afl f hinum al-
ræmda „frjálsa heimi" hafi
brotið lýðræðislegan rétt borg-
ara á kerfisbundinn hátt og
skert frelsi þeirra. Hafi Banda-
rfkin einnig neitað að skrifa
undir alþjóðlegan sáttmála um
mannréttindi. Er f mörgum
blöðum rætt um áróður heims-
valdasinna, er brigzli Sovét-
mönnum um að troða á mann-
réttindum. „Hin nýja stjórnar-
skrá Sovétrfkjanna sýnir og
sannar að hugmyndir um
frelsi, mannréttindi, lýðræði og
félagslegt réttlæti hafa aðeins
raunverulega merkingu innan
ramma sósfalismans,“ segir í
Pravda, málgagni kommúnista-
flokksins.
Það kom fram hjá Nóbelshaf-
anum Andrei Sakharóv í dag,
að á sama tíma og þessar
hástemmdu yfirlýsingar voru
birtar hafði sovézka öryggislög-
reglan KGB meinað meira en
20 andófsmönnum að taka þátt
í friðsamlegri mótmælasam-
komu á Pushkintorgi í tilefni
dagsins. Ekki varð þó komið í
veg fyrir að af samkomunni
yrði, en það hefur verið venja
baráttumanna fyrir mannrétt-
indum í Moskvu um 11 ára
skeið að safnast saman til að
minnast yfirlýsingar SÞ á torgi
þessu, þar sem skáldið fræga,
sem torgið er kennt við, mót-
mælti harðstjórn keisarans á
síðustu öld. Munu um 25 manns
hafa safnazt saman þegar lög-
regla skarst i leikinn fimm min-
útum síðar. „Þetta er sjúkt
fólk," sagði lögreglumaður við
vitni að samkomunni.
Að sögn Sakharovs sótti hann
sjálfur ekki samkomuna né var
honum varnáð að yfirgefa
heimili sitt. Hann nefndi
Georgy Vladimov, formann
Moskvudeildar Amnesty Inter-
national, og eiginkonur andófs-
mannanna Yuri Orlov og Alex-
ander Ginzburg, sem nú eru í
fangelsi, i hópi þeirra er lög-
regla setti í heimilisvarðhald á
laugardag. „Það er þannig sem
sovézk yfirvöld láta í ljós skoð-
un sína á afmælisdegi mann-
réttindayfirlýsingar Samein-
uðu þjóðanna," sagði Sakharov.
Samkvæmt upplýsingum
brezka blaðsins Sunday Times
hafa stjórnvöld i Bandarikjun-
um, Bretlandi og öðrum vest-
rænum löndum varað Sovét-
menn við að leiða sovézka and-
ófsmenn fyrir rétt. Segir blaðið
að öll löndin hafi látið f veðri
vaka að láti þeir ekki af of-
sóknunum, kunni Helsinki-
sáttmálinn að verða „endur-
skoðaður". Þeir andófsmenn
sem fyrst og fremst er átt við
eru Anatoly Sharansky, Yuri
Orlov og Alexander Ginzburg,
en þeir eru allir félagar í
Helsinkihópnum svonefnda, er
settur var á laggirnar til að
fylgjast grannt með mannrétt-
indamálum í Sovétrikjunum.
Segir í blaðinu að Carter
Bandarfkjaforseti hafi varað
Sovétmenn við „alvarlegum
afleiðingum" málsóknar á
hendur Sharanskys.
Fjögur norsk kvennasamtök,
er að stendur hálf milljón
kvenna, fóru þess á leit við
Brezhnev, forseta Sovétrikj-
anna, á laugardag að látnar
yrðu lausar fimm sovézkar kon-
ur, er voru fangelsaðar fyrir
afskipti af stjórnmálum. Starfs-
menn sendiráðs Sovétrfkjanna
í Ósló neituðu hins vegar að
veita viðtöku bréfi með undir-
skriftum kvennanna.
A laugardagskvöld voru
haldnir tónleikar f samkomusal
SÞ i New York, þar sem léku
tónlistarmenn frá Indónesiu og
Júgóslavíu. Við það tækifæri
hélt Júgóslavinn Lazar Mojsov,
forseti yfirstandandi þings,
ræðu, þar sem hann hvatti til
þess að i mannlegu samfélagi
væri nú kominn tími til að endi
væri bundinn á brot á mann-
réttíndum i sumum aðildar-
landanna fyrir fullt og allt.
Nóbelsverðlaun afhent
Ósló —Stokkhólmi. 10. des.
AP — Reuter.