Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977
Anna Gunnlaugsdótt-
ir — Minningarorð
Anna Gunnlaugsdóttir andaðist
á sjúkraheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði 1. desember síðastlið-
inn eftir langvarandi vanheilsu.
Anna var fædd í Einarsnesi í
Borgarfirði 19. febrúar 1895, dótt-
ir hjónanna Gunnlaugs Einars-
sonar og P’riðriku Friðgeirsdótt-
ur, seinni konu hans. Voru þau
hjón bæði af kunnum þingeysk-
um ættum, en bróðir Friðriku var
séra Einar prestur að Borg á Mýr-
um. Fjögur voru börn þeirra
hjóna, Ingibjörg, gift Bjarna Guð-
mundssyni kaupfélagsstjóra á
Hornarfarði, Anna, Björn læknir,
alkunnur ágætismaður, iátinn
fyrir allmörgum árum, og Geir
bóndi í Eskihlíð og síðar að Lundi
í Kópavogi. Ennfremur átti Gunn-
laugur dóttur af fyrra hjóna-
bandi, Jóhönnu, sem gift var Þor-
steini Ölafssyni í Borgarnesi.
Anna fluttist ung með foreldr-
um sínum að Suðurríki á Mýrum
og síðar í Borgarnes. Þeim fylgdi
hún alla tíð og var þeim stoð og
stytta í búskapnum og síðar í elli
þeirra, er þau bjuggu i skjóli
t
Eiginmaður minn
VALDIMAR EINARSSON
bifreiðastjóri. Gnoðarvogi 78,
lézt af slysförum laugardaginn 10 þ m
Þurlður Sigurjónsdóttir.
t
EINAR B. GUÐMUNDSSON
frá Hraunum,
lézt í Reykjavík 6 desember Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 14 desember kl 1 30
Helga Einarsdóttir,
FinnurTorfi H jörleifsson.
t
Eiginmaður minn
BERGSVEINN SIGURÐUR BERGSVEINSSON,
velstjóri.
Kamsvegi 6,
andaðist aðfaranótt 1 1 desember á Borgarspitalanum
ValgerSur Jónsdóttir.
t
Faðir okkar.
INGVAR ÁSGEIRSSON,
Geitagili, Örlygshöfn,
andaðist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 1 1 desember
Ása S. Ingvarsdóttir, GuðrúnÁ. Ingvarsdóttir,
Jónina Ingvarsdóttir, ÓliÁ. Ingvarsson.
t
INGIBJÖRG H GESTSDÓTTIR,
Leifsgötu 8,
Reykjavik
lést laugardaginn 1 0 desember á Landakotsspítala
Fyrrr hönd vandamanna, Kristófer Kristófersson,
Kristrún Kristófersdóttir,
Bjarni Kristófersson.
Guðbjartur Kristófersson.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR R. GUÐMUNDSSON,
Vatnsnesvegi 15, Keflavík,
andaðist á Borgarspítalanum laugardaginn 1 0 desember
Ingibjörg Ólafsdóttír,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
MAGNUSAR GÍSLA GÍSLASONAR.
bónda.
frá Kirkjufelli.
Grundarfirði.
Guð blessi ykkur öll
Valgerður Skarphéðinsdóttir.
GisliG Magnússon, Gróa Guðjónsdóttir.
HaraldurE. Magnússon, Þóra Hreiðarsdóttir,
Elsa Magnúsdóttir, Björn Lárusson,
Alfreð R. Magnússon. Kristin Friðfinnsdóttir,
Aðalheiður Magnúsdóttir, Magnús Álfsson,
Stella Magnúsdóttir, Þórir Þórðarson,
Gunnar S. Magnússon, Friðsemd Ólafsdóttir.
og barnaborn.
Hjónaminning:
Helga Þorkelsdóttir
og Einar Einarsson
Geirs, sonar síns, en bæði létust
þau í húsum hans i hárri elli.
Anna var prýðilega gefin kona
eins og hún átti kyn til og vel að
sér til munns og handa, þó að hún
væri sjálfmenntuð sem kallað er.
Hún hafði yndi af lestri góðra
bóka og næman málsmekk, en
einnig var hún mjög tónelsk. Mik-
ið fékkst Anna við hannyrðir og-
saumaskap og sýndi í öllum sin-
um verkum vandvirkni og list-
ræna hæfileika. Hún var kona,
sem i engu mátti vamm sitt vita.
Trygglynd var hún með afbrigð-
um við vini sína og ættingja,
greiðasöm og rausnarleg.
Siðustu æviárin urðu Önnu
þungbær vegna veikinda, sem á
hana lögðust og tómleika í tilver-
unni eftir foreldrana látna. í
þeim raunum naut hún eins og
jafnan ástríkis og umönnunar
Geirs bróður síns og Kristínar
konu hans, sem ævinlega hlúði að
henni til hinsta dags. Hún var
orðin öldruð kona, hlutverki
hennar lokið og hvildin kær.
Blessuð sé minning hennar. A.B.
Helga Þorkelsdóttir.
Fædd 30. des. 1894,
Dáin 25. okt. 1977.
Einar Einarsson.
Fæddur 13. des. 1893,
Dáin 16. des. 1976.
Mig langar til að minnast í
nokkrum orðum heiðurshjónanna
og Guðsvinanna frú Helgu
Þorkelsdóttur og Einars Einars-
sonar fyrrverandi klæðskera í
Hafnarfirði. Þau dóu með
nokkurra mánaða millibili, hann
fyrst, siðan hún.
Þau hjónin fluttu ung til
Hafnarfjarðar og bjuggu allan
sinn búskap þar. Einar hafði lært
klæðskeraiðn og rak sitt eigið
fyrirtæki með mesta myndarbrag,
og hafði gott orð fyrir heiðarleik
og vandvirkni í starfi. Einar var
ljúfmenni og var sá hógværasti
maður sem ég hefi kynnst. Eigin-
kona hans var mesta myndar-
kona, stjórnsöm, einlæg og af-
dráttarlaus í skoðunum hverju
sinni. Þau eignuðust 9 börn og
eru 7 þeirra á lífi. Einnig áttu þau
fósturdóttur sem reyndist þeim
einstakllega vel.
Ég kynntist þeim fyrir mikki-
göngu Guðs Orðs. Ég orða það
þannig, vegna trúar þeirra og
þjónustu, þar sem þau lánuðu
heimili sitt til boðunar Fagnaðar-
erindisins, við iestur Guðs Orðs
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞORGRÍMUR ST. EYJÓLFSSON,
forstjóri,
Hafnargötu 42.
Keflavik,
andaðist i Landspitalanum að morgni 1 2 desember
Eirika G. Árnadóttir,
Anna Þorgrimsdóttir,
Ámi Þ. Þorgrimsson
tengdabörn og barnabörn.
t
Jarðarför fóstursonar míns og föður
TÓMASAR ARNASONAR,
Ráðagerði, Seltjarnarnesi,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 5 desember kl 1 6 30.
Guðríður Kristinsdóttir,
Kristinn Tómasson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir. systir og amma,
STEINUNN SIGURGEIRSDÓTTIR,
Lokastíg 1 7,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni, miðvikudaginn 14 desember kl. 3
e h Þeim. sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir
Ásta Eyjólfsdóttir, Magnús Þorsteinsson,
Friðgeir Eyjólfsson, Elin Auðunsdóttir,
Gróa Eyjólfsdóttir, Gunnar Auðunsson,
Stella Eyjólfsdóttir, Auðun Auðunsson,
Stefán Sigurgeirsson
og barnabörn
Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir og afi okkar.
RAGNAR BJARNASON,
trésmiður,
Eikjuvogi 26,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14 desember kl
10 30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu mirtnast
hins látna er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Guðrún Guðjónsdóttir,
Kristín Lára Ragnarsdóttir,
Guðjón Þór Ragnarsson,
Áslaug Harðardóttir.og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður og tengdamóður,
GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Granda í Dýrafirði.
Sigurjón Sveinsson,
born og tengdabörn.
og bænarsamfélag. Sú þjónusta
var veitt f hógværð og lítillæti og
kærleika. Þau vildu miðla öðrum
af því sem Drottinn hafði gefið
þeim.
Þau eru ógleymanleg þeim sem
kynntust þeirra trúarstaðfestu í
að taka ekkert af Fagnaðarerind-
inu eða bæta við. Allt vildu þau
afhenda Drottni sínum, hvort sem
það væri gleði eða sorg. Ef ein-
hver var veikur þá skyldi biðja
Drottin að lækna hann og hugga.
Ritningargreinarnar töluðu til
þeirra. Það þykir ekki skynsam-
legt eða fínt í þessum heimi að
þiggja slíka náð af Drottni til að
breyta svo guðrækilega, en Guðs
Orð skýrir það: (Mark. 9.k. 23. v.)
Sá getur allt sem trúna hefur.
(Matt. 8. k. ll.v.) Hsnn tók veik-
indi vor og bar sjúkdóma vora.
(Mark 16. k. 18.v.) Og þeir munu
leggja hendur yfir sjúka og þeir
munu verða heilir.
Við höfum mannlegt samfélag
og í því eru margar atvinnustétt-
ir, svo sem lækna- og hjúkrunar-
stétt, einnig ýmiskonar liknar-
störf í mannlegri samhjálp. Þau
hjónin kunnu að meta allt sem
tilheyrði mannlegu samfélagi, ef
það væri byggt á Jesú Kristi og
boðskap hans. (Kól. 2. k. 3.v.) En
í honum eru allir fjársjóðir
spekingar og þekkingarinnar
fólgnir. Ekkert fyrir utan Krist er
allt i samfélagi við hann. „Þaö var
fullkomin samhjálp í þeirra aug-
um,“
Eins og ég sagði frá, þá var
Guðs Orðið haft um hönd á
heimili þeirra. „Hvilik Guðs
blessun". Mikið má þjóðin harma
þær breytingar sem orðnar eru,
aó það er aðeins undantekning að
fjölskyldan komi saman til að lesa
Guðs Orð, en sú athöfn var nefnd
hér áður fyrr „húslestur." Þau
þekktu þessa ritn.gr.: Þar sem ég
var þar skal og þjónn minn vera.
Það er þjónusta að lesa Guðs Orð.
Það er þjónusta að hafa þakkar-
gjörð og bænarsamfélag við
Dorttin. Einnig er það þjónusta
að sækja kirkju eða samfélag um
Orð Guðs, þar sem sérhver velur
sér stað til.
Einar hóf útgáfu blaðsins
„Fagnaðarboðinn“ áramt fleirum
Drottins vinum. Það blað inni-
heldur m.a. vitnisburði fólks um
unnin náðarverk Guðs þeim til
handa.
Ég vil minnast orða Drottins
þjóns, síra Garðars Þorsteinsson-
ar, í minningarræðu hans um frú
Helgu þegar hann sagði, að
„mammon" hafi ekki verið
Framhald á bls. 31