Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 Beinleitt fljóS og hörundsdökkur halur, njóta samsemdar lífsgleSinnar i Paris fyrirstriSsáranna — Ljósmynd eftir hinn nafnkunna BRASSAI. Á stundum koma fyrir óvænt atvik er kollvarpa rammgerðum áætlunum, en láta gott af sér leiða engu að síður. Eg var búinn að ákveða að rita niður greinarstúf um sögu brauðsins i 6000 ár, ásamt því að mála i nokkrar myndir sl. sunnudag, (15. jan ), auk fleiri athafna á vinnustofu minni. Ég var þó ekki að hraða mér að verki, naut þess að hvíla i hlýju ból- inu, fletta bókmenntum og lesa blaðakost helgarinnar Liðin vika hafði öðru frekar valist til lestrar, með því að ég hafði orðið að afrækja það svið um skeið Það hefur í för með sér nokkurn fróðleik og aukna yfir- sýn dægurmála að pæla í gegnum dagblöðin öll og grannt leitað þar Og dýrlegt er að ferðast um heimsbyggðina i fylgd með erlendum fræðaþul- um í nýútkomnum bókum þeirra um margbrotið efni — þræða stigu lýsinga á horfnum menningarskeiðum — eða ný- liðnum, — almennum vett- vangi lífsins á fjórða áratugn- um eins og dregin eru fram i bók Ijósmyndarans franska, Brassai um lifið í Paris ásamt gluggi í fagurbókmenntir. — Við fengum einmitt að sjá ágætar Ijósmyndir á sýningu í bókasafni franska sendiráðsins fyrir skömmu siðan, m.a. eftir nefndar Brassai, Henri Chartier Bresson o.fl. snillinga á því sviði. — Brassai þessi er einn- ig slyngur penni, og texti sá er fylgir Ijósmyndum i bók hans ekki siður athyglisverður en myndirnar. Ég hef fullan hug á því að gera þeim heiðursmanni skil sérstaklega fyrr en siðar á siðum blaðsins — stíll hans í mynd og máli er þróttmikill, fjölskrúðugur, mannlegur og magnaður — einkum er snertír að lýsa hinum sérkennilegri hliðum heimsborgarinnr að næturlagi, vettvangi munúðar og margræðra örlaga Ég var niðursokkinn í lestur þessarar bókar, er dóttir min litil kom inn i svefnherbergið, hnipptr í mig og sagði: Paþbi, vilt þú koma i heita laékinn 5 Nauthólsvík? — Truflaður i lestri skemmtilegrar bókar, og með allt annan ásetning í huga, kom þetta óþægilega við mig og ég gerði strax tilraun til að vinda mig úr þessari klipu og segi sem satt var T— „en sjáðu vina, báðar sundskýlurn- ar mínar eru uppi á vinnustofu" — En sú litla var hreint ekki á því að láta sig og segir: „sumir fara alsberir i heita lækinn og þú getur það líka‘ ! — Og hvað heldur þú að kerlingarnar segi þá spyr ég? — Mér er alveg sama segir sú litla og svo getur þú lika farið i nærbuxun- um — þær eru alveg nógu fínar"!. . — Þetta voru óvæntar röksemdir og ég gríp til þess eins og ráðherrar gera er þeir vilja vikja máli til hliðar og segi makráður á svip: „Ég hugsa málið gaumgæfi- lega" Sú litla fer, hvergi ánægð með málalok og kemur því von bráðar aftur og segir: „Pabbi, ertu búinn að hugsa málið?" — Já segi ég, — ég held að ég fari heldur næsta sunnudag, ég þarf að gera svo margt á vinnustofunni i dag, og svo er kalt úti. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá þeirri litlu, og bróðir hennar á svipuðu reki æpti hrínandi „Ég fer ekkert næsta sunnudag — bara i dag — þú getur vel komið!" — Við þessi hörðu viðbrögð var mér næst skapi að reyna að sleppa með þvi að gefa þeim aura í bíó — en hugsaði með mér, að maður ætti aldrei að kaupa börn með slíkum hætti. Ég bað þvi um meiri um- hugsunarfrest, reis úr rekkju og neytti morgunverðar og íhug- aði hvað ég ætti af mér að gera. — En á meðan hafði sá elzti í hópnum tekið af skarið, þrátt fyrir fyrri fullyrðingar um að hann þyrði ekki að fara einn með yngri börnin á þessum árstíma og allir krakkarnir voru nú í óða önn farin að búa sig undir lækjarferðina að undan- teknum stráknum með Presley- delluna, sem var horfinn. Freyj- an var í óða önn að útbúa nesti, en sá næstyngsti þurfti að skjóta hér inn reglulega og ítreka að hann kæmi ekki með mér næsta sunnudag, en sú litla vildi hér .mýkja broddinn og sagði: „en ég kem samt með þér"! — Þá stóðst ég loks ekki mátið og segi: „best er þá að ég drífi mig með". Raunar var vottur af eigingirni i þessari skyndilegu ákvörðun minni, því að eins og á stóð gat ég fátt betra gert fyrir minn búk. Ég sá reyndar ekki eftir þessari ákvörðun er ég leit Ijómandi barnaandlitin — né seinna um daginn, reynslunni rikari eftir hina skemmtilegu ferð og margslungnar hugleiðingar minar i læknum, en þær eru einmitt tilefni þessa pistils. Það gat svo margt og margvislegt að lesa í blaðakosti vikunnar af vettvangi dagsins, og svo margar hræringar í þjóðlifinu -sem verður mér tilefni til að gripa til pennans, því að hér fýsir mig að leggja orð í belg þótt allt snerti ekki beinlinis mitt áhugasvið, og þótt á ann- an veg verði en hnitmiðuð af- mörkuð rökræða um tiltekin mál, — nenni ekki að standa i slíku málaþrefi og tel slíkt held- ur ekki vettvang minn — vísa hér frekar á kjallaragreinar síð- degisblaðanna. — Það er skemmst frá að segja að lagt var af stað stik- andi og tiplandi eftir hitaveitu- stokknum þar sem leið liggur frá Ásgarði og i átt að Öskju- hlíðargeymunum, farið framhjá reisulegri byggð í nágrenni Borgarsjúkrahússins, er risið hefur þar upp á síðustu árum og er orðið eitt af fegurri ibúð- arhverfum borgarinnar, siðan haldið framhjá Grensásdeild- inni, um Kringlumýri þar sem nýi miðbæjarkjarninn mun rísa í framtiðinni, yfir Miklubraut og framhjá Vatnsgeyminum gamla (Gvendarbrunnum). Og nú fer heilabú mitt að starfa, — undarlegt að vera á slíku flandri og koma úr þessari átt, — í gamla daga, er ég var á líku reki og yngstu börnin mín og átti heima fremst á Rauðar- árstignum, fórum við krakkarn- ir úr nágrannahúsunum stund- um í ferðalög með nesti upp í Öskjuhlið eða að Vatnsgeymin- um. Það þótti þá mikið væintýri að klifra upp grösugan geymis- vegginn, hlaupa um á láréttum toppinum, og njóta siðan út- sýnisins frá turninum, en það- an sá vítt yfir til allra átta, — byggðin var þá ólíkt minni en i dag og engar byggingar byrgðu sýn — hvorki til Blá- fjalla né yfir Sundin. Til að komast stystu leið að Vatnsgeyminum var yfir stór- grýtt holt að fara, þar sem seinna reis mikið braggahverfi á hernámsárunum, og seinna verkamannabústaðir, verk- smiðjur ýmiss konar, að fáum undantekningum eindæma illa skípulagt, lágkúrulegt og bág- borið hverfi og i algjörri and- stæðu við hið dulmagnaða landsvæði Lengi stóðu leifar turnbyggingarinnar að gamla Vatnsgeyminum niðurniddar og í algjörri vanhriðu, állt þar til hann var fjarlægður, burtmáð- ur með öllu Með honum hvarf reisulegt og minnisstætt kenni- leiti og merkur forngripur er átti þátt i að boða algjör tíma- mót, og gegnt hafði mikilvægri þjónustu við borgarbúa og sæ- farendur um langt skeið eða allt frá þvi að þeir fengu vatnið skyndilega rennandi inn í hibýli sín í stað þess að þurfa að sækja það í brunna, læki eða jafnvel tunnur undir þakrenn- um. — Þetta þótti hástefnd bylting á þeim tíma, er ýmsir munu minnast enn þann dag i dag —' lengra er ekki umliðið. Hér ber þess merki og hreyfir kjarna málsins, að engin sam- tök voru þá mynduð til verndar þessu kennileiti um merk tima- skil, og heldur ekki þegar t.d. StjórnarríSsbletturinn á8ur en Lœkjargatan var breikkuS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.