Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 40
AlUíLÝSINí;ASÍMINN EK: 22480 JHorennblnöiíi au(;lVsin(;asími\n ek: 22480 JWarflunliTníiiít ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 Landsbankamálið: Bankinn svaraði ráðherra í gær Þessa dagana er Slysavarnafélag Islands með gluggasýningu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins á tveim stöðum f borginni, f glugga Karnabæjar við Lækjartorg og í sýningargiugga Landsbankans að Laugavegi 77. 1 gluggunum getur að Ifta ýmsan þann búnað sem björgunarsveitarmenn nota og ennfremur eru alls kyns upplýsingar um félagið sjálft og starfsemi þess, en sem kunnugt er eru nú 30 þús. manns innan vébanda SVFl. Ljósm. Mbl.: RAX SH semur um sölu á allt að 5000 tonnum af loðnu BANKARÁÐ og banka- stjórn Landsbankans sendu í gær Ólafi Jóhann- essyni viðskiptaráðherra bréf'um stöðu og eðli fjár- svikamáls þess sem upp komst um í ábyrgðadeild bankans og nú er til rann- sóknar, en ráðherra hafði óskaó eftir upplýsingum um málið vegna fyrir- spurnar á Alþingi. Arni Vilhjálmsson prófessor, formaður bankaráðs Landsbank- ans, sagði í samtali við Mbl. að beiðni ráðherra hefði verið tekin fyrir formlega á fundi bankaráðs og bankastjórnar sl. föstudag og síðan endanlega gengið frá bréf- inu nú um helgina. Sagði Árni, að í þessu bréfi væri gerð greiri fyrir málinu frá sjónarhóli Landsbank- ans sem kæranda þessa máls. Væri þar staðfest sumt það sem Alvariegt umferðarslys á Akureyri Akureyri, 30. janúar. ALVARLEGT umferðarslys varð á merktri gangbraut rétt norðan við Glerárbrú kl. 17.07 í dag. 87 ára gamall maður varð þar fyrir fólksbíl og slasaðist mikið á höfði. Gamli maðurinn var á leið vest- ur yfir Hörgárbraut, og gekk eftir merktri og upplýstri gangbraut, þegar bill kom norðan götuna og ók á gamla manninn. Þá átti mað- urinn ófarin örfá skref að gang- Framhald á bls. 30. Sjónvarp eyk- ur litvæðingu UM HELGINA hóf sjónvarpið að sýna erlendar fréttamyndir í lit og á næstunni má búast við, að enn meira efni en verið hefur verði sent út í lit hjá sjónvarpinu. Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri sjónvarps sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi að stórt skref í átt til fullkominnar litvæðingar hefði verið stigið nú um helgina og nú væri ekki mjög langt í að erlendar kvikmyndir yrðu sendar í lit, til að byrja meö styttri myndir og lengri myndir einnig þegar liði á árið, ef allt gengí að vonum. Að sögn Péturs verður bið á því að íslenzkar frétta- og kvikmyndir verði sýndar í lit, þar sem enn er ekki aðstaða til framköllunar á litfilmum hjá sjónvarpinu. þegar hefði komið fram í fréttum um þetta mál en annað leiðrétt. Gæzluvarðhald forstöðumanns ábyrgðadeildar bankans rennur út nk. miðvikudag, en rannsókna- lögreglustjóri hefur enn ekki lát- ið uppi hvort farið verði fram á að varðhaldið verið framlengt. Lombardy mættur til leiks FYRSTI erlendi stórmeistar- inn, sem tekur þátt í Reykja- vikurskákmótinu, kom til landsins í gær; bandaríski stór- meistarinn Lombardy. I sam- tali við Mbl. sagði Lombardy, að sér litist vel á hið nýja keppnisfyrirkomulag, semyrði 'á mótinu. „Mér falla breyting- ar vel í geð“, sagði hann. „Og það var sannarlega kominn tími til að við færðum skákina af 19ndu aldar sviðinu yfir á nútímann. Ég fagna þessum nýju tímamörkum, sem ég Framhald á bls. 30. Lombardy NOKKUÐ lifnaði yfir loðnuveiði um helgina og frá því um hádegi á laugardag fram til kl. 18 í gær tilkynntu 50 skip um afla samtals 19080 lestir. ... . . Aflann fengu flest skipanna 40—50 mílur N og NA af Melrakkasléttu. Skipin köst- uðu mikið um helgina og var SÖLUMIÐSTÖÐ hrað- frystihúsanna hefur nú gengið frá samningum á frystri loðnu til Japans af framleiðslu yfirstandandi vertiðar og hljóðar samn- ingurinn upp á 3000 — 5000 lestir, en ekki er Morgunblaðinu kunnugt um hve mikið af frystum ioðnuhrognum var samið. árangur misjafn, en þó fengu sum skipanna ágætis köst. A sunnudagskvöld var sæmileg veiði fram eftir kvöldi, en kring- um miðnætti var tæpast orðið veiðiveður og í gær var versta veður á loðnumiðunum. Með þessum afla, sem fékkst um helgina, fylltust allar þrær á Norðurlandi og einnig fékk nú bræðsluskipið Norglobal nægan afla í fyrsta sinn, og verður ekki hægt að taka við meiri afla i Norglobal fyrr en um miðnætti á miðvikudag. Þá fóru einhver skip til Austfjarðarhafna með aflann, flest til Vopnafjarðar og vitað er að ísafold frá Hirtshald fór með 750 tonn til Seyðisfjarðar. Skipin 50 sem hafa tilkynnt um afla síðan um hádegi á laugardag eru þessi: Guðmundur RE 550 lestir, Hilmir SU 400, ísleifur VE 430, Freyja RE 330, Bylgja VE 150, Sigurbjörg ÖF 250, Albert GK 440, Þórshamar GK 370, Gjafar VE 170, Öskar Halldórsson RE 350, Svanur RE 320, Súlan EA Framhald á bls. 30. Áóur hafði sjávarafurða- deild Sambandsins gengið frá sölu á öllu því magni, sem frystihús innan vé- 6000 tonn af freðfískflökmn til Bretlands SEX þúsund tonn af freðfisk- flökum voru seld til Bretlands í fyrra og er það 5—6 sinnum meira en selt var þangað á næstu þremur árum á undan. Þetta kemur fram í grein eftir Þórhall Asgeirsson ráðu- neytisstjóra í Mbl. 1 dag. Þar segir Þórhallur, að sala freð- fisks til Bretlands hafi á undanförnum árum sveiflast talsvert eftir því hve hár toll- urinn hefur verið, en hann var afnuminn 1970 við inngöngu íslands í EFTA. Bretar lögðu svo toll á aftur 1974 og fór hann hækkandi, þar til bókun sex tók gildi 1. júlí 1976 eftir samkomulagið í Ösló, en þá var tollurinn alveg felldur niður. banda deildarinnar geta fryst í vetur, eða allt að 2000 lestir að áætlað er. Þannig að með samningi þessum verður a.m.k. hægt að selja 6000 — 7000 lestir af loðnu til Japans í vetur auk loðnuhrogna, ef vertíð og skilyrði til frystingar verða hagstæð. Á vetrarloðnuvertíð 1977 voru frystar 4.266.9 lestir af loðnu, þannig um tölu- verða aukningu verður að ræða í vetur á þessari framleiðslu ef allt gengur vel. Þá voru í fyrra fryst 1.628.7 lestir af hrognum og á frysting á þeim aó geta aukist verulega að þessu sinni, því aðstaða til mót- töku á hrognum er nú betri en nokkru sinni, t.d. á að hirða hrogn um borð í bræðsluskipinu Norglobal og flytja þau til lands í frystingu. Fékk í skrúfuna — dreginn til Aberdeen VÉLBATURINN Ölduberg GK fékk einhvern hlut í skrúfuna þegar báturinn var á heimleið úr söluferð til Þýzkalands og í gær var brezkur dráttarbátur með Ölduberg í togi á leið til Aber- deen f Skotlandi. Ölduberg seldi fisk í V- Þýzkalandi um miðja s.l. viku og var báturinn staddur um 150 sjó- mílur ASA af Aberdeen, þegar einhver hlutur sennilega vír eða tógdræsa lenti í skrúfu bátsins með þeim afleiðingum, að ekki var hægt að sigla lengur fyrir eigin vélarafli. Sendi Ölduberg strax út hjálparbeiðni og í gær- morgun kom brezkur dráttarbát- ur öldubergi til aðstoðar. Síðdeg- is í gær var dráttarbáturinn með Ölduberg í togi á leið til Aber- deen, og í skeyti frá bátnum var sagt að verið væri á hægri ferð. Laxfoss fékk á sig hnút — 2 skipverjar slösuðust TVEIR skipverjar á skipi Eim- skipafélags tslands, Laxfoss, slös- uðust nokkuð þegar skipið fékk á sig hnút aðfararnótt sunnudags, en þá var skipið statt í Norðursjó á útleið. Laxfoss leitaði hafnar í Noregi í gær, og var annar skip- verjinn lagður þar inn á sjúkra- hús, en hinn fékk að fara um borð á ný. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunbiaðið aflaði sér í gær, var Laxfoss staddur nokkuð austur af Hjaltlandseyjum í versta veðri, þegar sjór reið yfir skipið. I brúnni voru m.a. skip- stjórinn og annar stýrimaður. Er talið að þeir hafi kastast til með þeim afleiðingum, að báðir meiddust nokkuð. Varð að ráði að skipið héldi til Kristiansand í Noregi og kom það þangað um kl. 18 í gær. Eftir að læknir hafði skoðað mennina tvo, var ákveðið að skipstjórinn yrði lagður inn á sjúkrahús í bænum, en annar stýrimaður fékk að fara á ný um borð, en var þó ekki talinn vinnu- fær næstu daga. Ekki er vitað til, að skipið sjálft hafi skemmst við að fá hnútinn á sig. Loðnuveiði glæddist um helgina: 50 skip fengu 19.000 lestir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.