Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 31. JANUAR 1978 13 Einar Símonarson: Tarfur í moldarflagi Kveðja til Ásgeirs Jakobssonar Gamla vantsþróin þar sem nú er Hlemmtorg. Vatnsþróin við Hlemm var jöfn- uð við jörðu á sínum tima. Vatnsgeymirinn gamli var vissulega sérkennilegur og gaf aðlaðandi svipmót og myndi gera enn hefði hann notið eðli- legrar umhriðu. Og ósóminn við meðferð á Vatnsþrónni, þessari vin i frumbyggð borgar- innar, (og listaverks i nýlista- skilningi), þar sem áður ferða- menn brynntu reiðskjótum sin- um, er eitt hið versta spellvirki. Og hvar voru svo friðunarmenn nútímans, er einn fegursti reit- ur miðborgarinnar Stjórnar- ráðslóðin var rænd svip sin- um? — Því var ekki andmælt af neinum samtökum þótt ein- staklingar létu vissulega i sér heyra. Hægt væri með litlum kostn- aði (miðað við minjagildi) að endurreisa turninn á gamla Vatnsgeyminum, — ennþá er hægt að gera nokkra bragarbót við Hlemm, en of seint er að huga að stjórnarráðsblettinum — hann verður aldrei sá hinn sami. Þannig reikar hugur minn er ég þramma ásamt börnum mínum eftir hitaveitustokkn- um, og er það rökrétt afleiðing lesturs mins um húsfriðunar- mál undanfarna daga, — þau mikilvægu mál þræða að sjálf- sögðu mitt áhugasvið. — Hvað skyldu þeir annars vita mikið um Reykjavík liðinna daga er hér deila? Sumu þessa fólks er varla sprottin grön, og þar að auki sumt aðkomufólk úr dreifbýlinu, er hér tyllir tá við nám, — og hvernig skyldi vera umhorfs í þeirra eigin byggð? Sumum gengur trúlega til pólitískur uppsláttur, i öðr- um tilvikum er hér á ferð eld- móður æskunnar, og hjá(ýms- um (og skyldi það ekki vera stærsti hópurinn?) aðalatriðið að vera með . Þeir sem alist hafa hér upp og séð borgina vaxa hröðum skrefum á öllum sviðum, ná- grannabyggðina teygjast til ýmissa átta, og hafa auk þess heildarsýn yfir breytingar þær sem orðið hafa til sjávar og sveita á sama tíma, lita eðlilega öll þessi mál frá öðru sjónar- horni og viðtækara Og þegar við, sem hér eigum í hlut, getum auk þess borið saman hliðstæða þróun og samsvar- andi aðgerðir t d. i höfuðborg- um Norðurlanda og visvegar i Evrópu, er eðlilegt að okkur finnist skylt að vekja athygli á ýmsum hrapallegum stað- reyndum i þróun mála. Hér er ekki um einangrað fyrirbæri að ræða svo sem Bernhöftstorfu eða nýbyggingar í miðbæ, né varðveizlu svipmóts Grjóta- þorpsins. Hér er um stefnu- markandi menningarsöguleg viðhorf að fjalla sem varðar framtiðina og landið allt, hafið yfir fáfengilegt dægurþras og reiptog, sem jafnan glepur sýn á kjarna mála. — Ætla mætti að hér skipti meginmáli að nema sem ríku- legast af víðtækri reynslu ann- arra þjóða og hafa hliðsjón af mistökum okkar sjálfra, sem víða getur að lita hvar sem drepið er niður um land allt. — Augu manna hafa á siðari tím- um opnast fyrir augljósri skammsýni og mistökum við framkvæmdir i öllum höfuð- borgum Norðurlanda, en glöggt má þar merkja sigur- göngu verndar- og friðunar- stefnu menningarverðmæta. Slik alda á einnig eftir á ná með fullum krafti til okkar byggða og á þangað brýnt er- indi. Fátt getur snúið þeirri markvissu þróun i friðunarmál- um er hér hefur þegar fest rætur og býr sig til vaxandi umsvifa í náinni tið. — Að sjálfsögðu ber að geyma og varðveita sem mest frá liðnum timaskeiðum er gildi hefur og til þess henta nú fjöl- mörg ný efni til viðhalds og nýsmíði — og verði ekki kom- ist hjá þvi að byggja, ber að samræma nýsmiðina við það sem fyrir er. Þannig væri rétt að væntanlegar byggingar- framkvæmdir hér i miðbænum, sem nauðsynlegar kunna að vera til að ýta þvi burt sem ekki á framtið, tengi á sem hrifmest- an hátt þau óliku stilbrigði er saman eiga að standa sem heild og góðir grannar. — En i sambandi við nýja byggingarlist er ekki úr vegi að minna á, að við eigum á þvi sviði nokkra hefð, og varasamt er að flytja inn erlend tizkufyrir- bæri frá ólíku umhverfi niður- soðin og ómelt, tikt og þó er gert án þess að andmælum sé hreyft að marki Hér getum við ennþá, svo er fyrir að þakka, forðast margvísleg mistök af því tagi er gerð hafa verið er- lendis á undanförnum árum, ekki sizt á sviði opinberra bygg- inga. Þá hefur þess litt verið gætt að hindra byggingar ein- stakra húsa er raska stórlega svipmóti ibúðarhverfa og þegar slíkt hefur verið gert hafa við- komandi hverfi iðulega orðið einhæf og ofstöðluð Hér skort- ir sannarlega röggsamt eftirlit sem fyrirbyggi hagsmunaáróð- ur jafnt einstaklinga sem fyrir- tækja og flokksvéla. Höfuðborgin reis — og rís fyrir borgara sina, og vegur hennar um alla framtið byggist Framhald á bls. 32. EFTIR að hafa lesið grein þina í Morgunblaðinu þ. 20. janúar s.l var sem þú hellir úr skálum reiðinnar yfir þá Suðurnesjamenn, og raunar alla, sem stundað hafa út- gerð og sjómennsku til veiða með þorskanetum gegnum árin, þá kom mér i hug minn- ing frá unglingsárum mínum úr sveitinni. í bústofni bóndans var feikn/nikill. tarfur. Þegar illa lá á honum réðst hann gjarn- an á moldarbörð, rótaði og jós mold og aur yfir sjálfan sig og aðra. Þessum hama- gangi hætti hann ekki fyrren hann var að þrotum kominn, og'stóð þá allgleiður, rang- hvolfdi augunum og velti vöngum og lét rétt eins og hann spyrði sjálfan sig: Hvern fjárann hef ég nú gert? Þá tók hann til öðru hvoru að reka upp öskur mikil og það skal ég segja þér Ásgeir, að fáum þóttu þau hljóð fögur. Grindavík, 6. feb. 1978 Einar Símonarson Einar Símonarson Réttur stafur er sleginn__ og haldiá öfram þar sem frö var horfid skakkur stafur ííerir ekki svo niikid til, ef pú notar kúluritvél med leidréttingarbúnadi Sé ritadur skakkur stafur----- er sleginn þ.t.g. leidréttingar- lykill. Ritkúlan færist yfir skakka stafinn sem er sleginn ö ný, og sogast þö of bladinu svo leiáréttingin sést ekki aukin afköst — minna erfidi iu6e SKRIFSTOFUVELAR H.F. cA >■ ^ Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.