Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 Danir gerðu vonir ís- lenzka liðsins að engu A M \ ri wrKp ii A í A /i ** i' ní iré A«nr aa a«44 «Iam aKi« L I A .. « » .. I. I I JL 2 I -__.1 ^ A . '14 f I_1 _ /\_1___1. \ , DANSKA rúgbrauðið er seigt, eins og eitt dönsku blaðanna kallaði landslið sitt á laugardag. Og þegar það hefur allt með sér, getur það ekki annað en átt góðan dag. En það verður Ifka að segjast eins og er, að danska landsliðið í handknattleik er orðið mjög gott og sigur liðsins á laugardag var f.vllilega sanngjarn en óþarflega stór og leikurinn á margan hátt mjög klaufalegur af hálfu íslenzka Iiðsins. ísland hefur 24 sinnum leikið við Dani, fjórum sinnum unnið, tvisvar gert jafntefli en tapað 18 sinnum. tsland hefur aldrei unnið I Danmörku en einu sinni gert jafntefli. Ef litið er á þessar tölur var ekki hægt annað en reikna með dönskum sigri. með einni einfaldri bolvindu og skorað átta mörk úr hornunum eða fengið dæmd vítaköst á íslendinganna. Hvar var snerpan í vörninni? Það var samt ófyrirgefanlegt að menn eins og Michael Berg, sem talað hefur verið um í allan vetur sem helsta sóknarmann danska liðsins, skuli hafa skorað fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Einnig er það ekki nógu gott að horna- menn Dananna skuii geta sett varnarmenn okkar úr jafnvægi Stjórnin ekki nógu góð Þá var stjórnn á skiptimanna- bekk fslenzka liðsins ekki nógu góð. Leikmönnum var ekki skipt útaf þrátt fyrir að þeir gerðu sig seka um ítrekaðar vitleysur í vörn og sókn og þegar leikmenn fóru ekki eftir grundvallaratriðum, sem lögð höfðu verið fyrir þá var ekkert gert af hálfu stjórnend- anna. Það verður að visu að segjast að leikmenn voru eins og Áfall fyrir þjóðaríþrótt ÍSLENZKIR handknattieiksunnendur höfðu haldið að þessi þjóðaríþrótt okkar hefði tekið fiugið upp á við og liðsins biði frami í iokakeppni Heimsmeistarakeppninnar í Danmörku. En sjaldan hafa jafn miklar vonir brugðist eins hrapallega sem í Randers á iaugardag og í Thisted á sunnudag. Sjaldan hefur nokkurt landslið okkar í íþróttum lent með eins miklum skelli án þess þó að hafa í rauninni nokkurn tíma hafið sig til flugs. Þó svo að undirritaður hafi orðið vitni að lélegri frammistöðu íslenzkra félagsliða í handknattleik og knattspyrnu, séð flensusjúka handknattleiks- menn okkar tapa öllu sem tapað varð í Austur-Þýzkalandi fyrir f jórum árum, séð landsliðið tapa 1:8 í HoIIandi svo eitthvað sé nefnt, þá hefur undirrituð- um aldrei liðið eins illa og vonbrigðin aldrei orðið eins gífurleg og í landsleikjunum við Dani og Spánverja í HM um helgina. Maður hafði haldið að íslenzka liðið væri orðið sterkt, samæfð og reynslumikil heild, en svo varð skellurinn svo mikill. En það er ekki sama hvernig leikur tapast, þarna hjálpaðist allt að og sigur Dana varð á endanum sjö mörk, 21:14, en Spánverjarnir unnu okkur 25:22. Máttarstólparnir í íslenzka liðinu, reynslumestu mennirnir, brugðust í háðum leikjunum. Axel Axelsson, Geir Hallsteinsson, Björgvin Björgvins- son, Einar Magnússon, Þorbjörn Guðmundsson og Jón. H. Karlsson geta allir miklu meira en þeir sýndu í þessum leik. Akkerin brugðust. Bráðræði leikmanna var alltof mikið, alltof oft gleymdist að hugsa. Og útkoman varð sú, að ísland hafnaði í neðsta sæti C-riðils og varð að bíta á það súra epli að verða að snúa heimleiðis án frekari keppni. byrjendur að þvi leytinu að þeir gleymdu greinilega öllum dag- skipunum þegar svitinn fór að koma út á þeim í hita leiksins og þá hefði að sjálfsögðu átt að taka þessa menn útaf í stað þess að sitja aðgerðalausir á bekknum. Ein ástæðan og ekki sú veiga- minnsta en sjálfsagt sígild þegar útskýra þarf tapleiki var sú að dómararnir voru okkur ákaflega óhagstæðir og var helst að sjá sem þeir hefðu alið allan sinn aldur í betri hverfunum i Randers. Þó svo að þeir væru frá Rúmeniu voru þeir verri heimadómarar en maður hefur áður séð. Ef einhver hlutur orkaði tvimælis þá var verri kosturinn fyrir ísland val- inn án hiks. Ef það var ekki ljóst hvort dæma átti fríkast eða vita- kast á Islendinga var að sjálf- sögðu dæmt vitakast á landann. Ef einhver minnsti vafi lék á þvi hvort liðið hefði gerst brotlegt var dómurinn ætíð Dönum i hag. Dönsku liðsmennirnir voru miklir leikarar í þessum leik og þeir blekktu dómarana frá upphafi. Strax í fyrstu sókninni fengu Is- lendingar tvær áminningar eftir hnoð Dana inn í vörn islenzka liðsins. Og strax á áttundu mínútu leiksins var Arna Indriðasyni síð- an vikið af leikvelli. Það var allt gert til þess að brjóta íslenzku leikmennina niður. Ekki allt neikvætt En þrátt fyrir allt voru jákvæð- ar hliðar á þessum leik. Þorberg- ur Aðalsteinsson sýndi svo að ekki verður um villst að hann er maður framtíðarinnar í’ íslenzk- um handknattleik. Hann skoraði 4 mörk í jafnmörgum skottilraun- um og það var hann sem með góðum varnarleik sínum gerði Michael Berg óvirkan í seinni hálfleik. Gunnar Einarsson mark- vörður stóð sig einnig mjög vel framan af leiknum. Í fyrri hálf- leik varði hann sjö skot frá dönsku leikmönnunum og sum á glæsiiegan hátt en fékk á sig 10 mörk, m.a. varði hann tvö vítaköst í f.h. I seinni hálfleik var Gunnar greinilega orðinn þreyttur, fékk skot í andlitið og blóðnasir auk þess sem tognun í læri sagði til sín og Gunnar varði þá aðeins eitt skot. Byrjun leiksins var góð. Einar kom tslandi í 1:0 og íslenzka liðið hafði yfir 3:2 eftir 8 mínútna leik en þá komu fjögur dönsk mörk í röð og staðan breyttistí 4:6. Danir höfðu meðvind í þessum leik, það var greinilegt, þó svo að íslenzku áhorfendurnir gerðu sitt til þess að hvetja landann. Þeir voru um 400 talsins en dönsku áhorf- endurnir 4000 og enginn má við margnum. I áhorfendastúkunum voru þeir fleiri og lika á vellinum því rúmensku dómararnir voru á þeirra bandi þó að þeir væru svartklæddir en ekki rauð-hvítir eins og Danirnir. Danir komust síðan i 10:6 en Island átti tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleikn- um þannig að staðan var 10:8 fyrir Dani í leikhléi. Þrátt fyrir að Danir hefðu yfir var fyrri hálf- leikurinn alls ekki svo slæmur, nýting íslenzka liðsins í sókninni 45% sem er alls ekki slakur árangur, þvert á móti. Frá Ágústi I. Jónssyni blaðamanni Morgunblaðsins á Heimsmeistarakeppninni íhandknattleik: Gunnar Einarsson hefur sloppið leiknum á sunnudaginn og skorar. í gegnum vörn Spánverjanna i Símamynd AP. Martröð í This ÞÓTT leikurinn við Dani á laugardaginn hafi verið áfall þá var leikurinn við Spánverja enn meira áfall, líkastur martröð. Spánverjar unnu leikinn 25—22 eftir að hafa verið yfir 15—10 I leikhléi. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum voru Spánverjar 7 mörk yfir enn þann mun minnkaði íslenska liðið niður í eitt mark en tókst aldrei að jafna. Leikurinn við Spánverja er ef til vill ljósasta dæmið um hvar við stöndum í alþjóðlegum hand- knattleik í dag meðan önnur lið sýna framfarir stöndum við í stað. Spænska liðinu hefur farið mikið fram síðan í Austurríki en Iiðið gerir enn of mikið af vitleysum til að hægt sé að réttlæta tap fyrir því. íslendingar komust yfir í byrjun leiksins. 8 næstu mínútur eru trúlega þær verstu sem íslenskt handknattleikslandslið hefur nokkurn tíma sýnt. Frá 3. til 11. mínútu leiksins skoruðu Spánverjar sjö mörk og á sama tima og þeir gengu í gegnum íslensku vörnina mistókst allt i islensku sókninni og staðan var allt í einu orðin 8—2 fyrir Spán. Þessi munur var minnkaður í 11—8 en Spánverjar áttu betri kafla í lok hálfleiksins og komust í 15—10 í leikhléi. Byrjun seinni hálfleiksins var lítið betri en sá fyrri. Spánverjar héldu áfram að auka forskot sitt, komust í 18—12, 20—13 og 23—16 áður en íslenska liðið fór í gang í fyrsta skipti í leiknun. Sex íslensk mörk i röð breyttu stöðunni í 23—22 og bar- áttan í vörninni var mjög góð á þessu tímabili en það sást allt of sjaldan í þessari Danmerkurferð. Island hafði boltann þegar hér var komið sögu og á marka- töflunni mátti sjá að tvær mínút- ur voru eftir af leiknum. Viggó reyndi skot úr ágætu færi og Spánverjar fengu boltann. Þó að þeir væru greinilega orðnir slapp- ir á taugum tókst þeim að skora 24—22 og þar með var gert út um leikinn, síðan gulltryggðu þeir sér sigurinn með marki á siðustu mínútunni. Það var doði í íslenska liðinu í þessum lei, það var eins og menn væru ekki búnir að jafna sig eftir leikinn gegn Dönum og ef til vill hafa Spánverjar komið Islending- um á ðvart með leik sínum. I stað þess að hægja á sér og láta Spán- verja um hamaganginn fór íslenska liðið hina leiðina, keyrði upp hraðann sem hafði tóma vit- leysu í för með sér langtimum saman í leiknum. Stjórn liðsins á bekknum var ekki betri í þessum leik en á móti Dönum. Þorbergur var til dæmis alveg frystur í leiknum en hafði verið bestur íslendínga í leiknum móti Dönum. Hann gerði sig sekan um mistök í upphafi Spánarleiksins en það réttlæti ekki að honum væri skipt útaf það sem eftir væri. Þrátt fyrir slæman fyrri hálfleik var b.vrjað í seinni hálfleik með sama lið í stað þess að reyna að gera einhverjar breytingar. Það var ekki fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum að gripið var til þess ráðs að taka besta Spánverjann úr umferð. Kristján var settur í markið og farið að spila með tvo menn á miðri línunni í sókninni, þetta gaf árangur en of seint var gripið til breytinganna. Skástir íslendinganna í þessum leik voru Axel Axelsson og Björg- vin Björgvinsson en þeir gerðu sig seka um mistök eins og aðrir. Gunnar Einarsson, Göppingen, slapp allvel frá sinu en þegar þessum leikmönnum er hrósað á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.