Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 Á NÆSTUNNI: GAMLA BIÓ LUDWIG Hér er sem sagt á ferðínni ein af siðustu myndum hins umdeilda italska kvikmyndasnillings Luchino Visconti Hún fjallar um hinn geðveíka kóng af Bæjaralandi (Bavariu). Lúðvik annan Hér er að vænta forvitnilegrar myndar. Visconti dregur orugglega upp all sérstæða mynd af þessum makalausa konungi. sem að mestu lifði i draumaheimi og endurskapaði sinn ævintýraheim Með aðalhlutverkið fer Helmut Berger, þá fara þau Senta Berger og Trevor Howard með minni hlutverk í minningu Howards Hawks *í desember síðastliðnum máttum við sjá á bak tveimur af helstu snillingum kvik- myndalistarinnar. Fráfall annars þeirra Charlie Chap lin, fór ekki framhjá alþjóð, enda vafamál að nokkur leik stjóri eigi eftir að nálgast hann að ástsældum fyrr né siðar. Hinn var bandaríkjamaður inn Howard Hawks, en hann er einn af stórmeisturum bandariskrar kvikmyndagerð- ar, allt frá upphafi ferils síns, i kringum 1920 til dauða- dags. Hann naut aldrei jafn almennrar lýðhylli og Chaplin, en margar af mynd- um hans munu lifa um ókomna tið og halda nafni hans á loft. Hawks var fær i fiestan sjó i kvikmyndagerð. Bestu myndir hans — sem flestar eru komnar i tölu sigildra verka kvikmyndalistarinnar — eru af ærið misjöfnum toga spunnar Þar er að finna, fyrst og fremst. þaul- hugsaðar. margflóknar gamanmyndir (t.d. BRING- ING UP BABY); dramatískar myndir, gerðar eftir skáldsög- um heimskunnra rithöfunda, likt og TO HAVE AND HAVE NOT, sem af flestum er talin eina fullnægjandi kvik- myndagerð skáldsögu eftir Hemingway; harðsoðnar „gangster"-myndir fjórða áratugarins, á borð við SCARFACE; þá var tillegg hans til einkaspæjaramynd- anna ekki ómerkara en ein hin besta þeirra allra; JTHE BIG SLEEP (sem kvikmynda- sóðinn Michael Winner er að endurgera þessa dagana, öll- um ærlegum mönnum til hrellingar); þá leikstýrði hann Marilyn Monroe og Sir Laurence Olivier í einu söngva- og dansamynd hins síðarnefnda og bestu mynd leikkonunnar — GENTLE- MEN PREFER BLONDES. Og þá verður það síðast en ekki Notadrjúg handbók Núna í vikunni kom í bóka- búðir hérlendis (a.m.k. Bóka- verslun Snæbjarnar og Bóka- verslun Sigfúsar Eymunds sonar) hin handhæga árbók Peter Cowies, INTERNATIONAL FILM GUIDE — 1978. Þetta er einhver jafnbesta og fróðleg^ asta árbók sem út er gefin og er sannkallað þarfaþing öll- um þeim sem sannarlega vilja fylgjast með því sem er að gerast. Einn aðalkostur bókarinnar er hversu viðtæk hún er, en hún fjallar í stórum dráttum um framlag yfir fimmtiu landa til kvikmyndagerðar á þessu ári og þvi liðna Þarna geta menn og fræðst um kvikmyndaskóla, kvik- myndabækur, — blöð, — klúbba o.fl., o.fl. „Bogie" og HAVE NOT. Laureen Bacall í TO HAVE AND Sp: Hvað þarf til að verða afburða kvikmyndaleikari? Sv: Eg hef sett fram þá kenningu að aðeins þá get- irðu orðið góður að kvik- myndavélinni liki við þig. Ef svo er ekki, þá ertu búinn. Ein sú lang-fegursta stúlka sem ég hef fyrirhitt. ein sem ég var að slá mér upp með, reyndist algjörlega vonlaus i reynslukvikmynd sem ég tók af henni — vélin hataði hana. Ég reyndi svo fjöl- marga og það sem ég var að leita eftir var: likar vélinni við þá? Heldur þú að Humphrey Bogart hefði orðið til ein- hvers nýtur ef að vélinni hefði mislikað við hann? Hann var hversdagslegur. Kvikmyndavélin elskaði Jimmy Cagney. Aldrei neitt vafamál. Og Gary Cooper, myndavélinni þótti ekki siður vænt um hann Ég tók mynd- skeið af honum og leit á hann. furðu lostinn: „Hey, veistu hver fjandinn þér hef- sist vestrinn sem á eftir að halda nafni hans á loft svo lengi sem fyrirfinnast kvik- myndahús. Þar nægir að nefna RED RIVER Af þessari upptalningu eru öllum Ijosir hinir viðfeðmu hæfileikar Howard Hawks, og þeir hæfileikar fólust ekki hvað sist i því einstaka lagi sem hann hafði á leikurum sinum og þeirri virðingu sem hann áskapaði sér meðal þeirra. Enda gerði hann þá ófáa að stjörnum. Til heiðurs Howard Hawks verður þessi kvikmyndasíða — og sú næsta, að miklu leyti helguð honum. Ég grip niður i liflegt viðtal, og eitt það síðasta sem við hann var tekið — og birtist Í N.Y. Times 22. þ.m. Þar ræðir Robin Brantley einkanlega um samvinnu hins aldur- hnigna kvikmyndajöfurs við nokkra heimskunna leikara, i gegnum tiðina. . . . Síðustu æviárin bjó Hawks. ásamt einum sona sinna á búgarði i Palm Springs, Calif. Og jafnvel undir lok viðtalsins, þegar hann var auðsjáanlega orðinn sárþreyttur og röddin svo lág að hún rétt skildist, var hann enn skýr, fyndinn og hrein- skilinn. Það siðasta sem hann ræddi reyndar um voru framtiðaráætlanir hans. Hann langaði til að gera nýja kvikmynd um tvo menn sem voru vinir, „annar ætið spöl- korn framar hinum". Hann sagði sögur af Carole Lombard, John Wayne, Laureen Bacall og fleirum, eins ræddi hann um leiklist arhæfileika, gerð vestra og gamanmynda, tvo ólíka kvik- myndaflokka sem hann var meistari i að skapa. R.B.: Þú hefur unnið með mörgum af bestu leikurum kvikmyndanna H.H. t borgið John Barrymore og Carole Lombard „screwbair'-gamanmyndinni, TWENTIETH CENTURY. fyrstu ur hlotnast?" sagði ég við hann, „besta sena sem þú hefur nokkurn tima gert? Þegar þú svafst i SERGENT YORK." Sp: Þér hefur verið fært það til tekna að gera Carole Lombard að gamanleikkonu. Hvað kom þér til að nota hana i myndinni TWENTIETH CENTURY? Sv: Við Lombard vorum þremenningar og hún var al versta leikkona í veröldinni. Ég valdi hana af þvi ég fann enga aðra. Það sem að ég vildi fá fram, var hvort hún gæti leikið sjálfa sig. Hún var frábær persónuleiki, algjör úthverfa. Stóð alveg á sama hvað hún sagði. Svo ég hugsaði með mér, jæja, ég geri tilraun og kannski fæ ég hana til að leika, eða réttara sagt leika EKKI. Þau John Barrymore voru að æfa fyrsta atriðið. Hann hélt með annarri hendinni utan um háls hennar en hinni um nefið. Ég sagði við kvik- myndatökumanninn: „Til- kynntu tuttugu mlnútna hlé. Ég þarf að ræða við náunga." Ég fór I gönguferð með Carole um sviðið, og sagði: „Þú hefur lagt mikið að þér við þetta hlutverk." Hún svaraði : „Ég er ánægð með að það sýnir sig" Og ég segi: Hvað færðu mikið greitt fyrir þessa mynd?" „Fimm þús- und dali." Ég bæti við: „Segjum sem svo að ég segði: „Þú hefur unnið fyrir fimm þúsundum og skuldar ekki fimmeyring?" Og hún starði á mig og augu hennar urðu stærri og stærri. Þá sagði ég: „Hvað mundir þú gera ef karlmaður segði eitthvað sérstaklega ónær- gætnislegt við þig?" „Ég mundi kýla hann þar sem hann kenndi til." Ég segi: „Nú, Barrymore sagði þetta við þig Við förum til baka þama inn og endurtökum atriðið, og ef þú lemur hann ékki nákvæmlega þar sem þú sagðir , þá brýt ég á þér handlegginn. Og ef þú gerir Howard Hawks ekki hvern einasta arman hlut I heiminum annan en að leika, þá ertu rekin." Svo við héldum til baka og þau byrjuðu á atriðinu. Það var tólf síður að lengd og gerðist I smáhluta I lestar- vagni. Ég stillti upp þrem myndavélum, þvi mér var það ráðgáta hvar þetta endaði. Hann byrjaði að tala við hana og hún kýld'ann og hann sparkaði á móti. Hann hélt áfram að tala og hún rauk upp með hnefana á lofti, endaði síðan á setunum, sparkandi frá sér. Barrymore staulaðist útúr herberginu og ég sagði: „Klippið. Þetta verður notað." Barrymore kom inn aftur og sagði „Þetta var stórkost- legt. Hefur þú verið að striða mér?" Og Lombarde féll i grát og hljóp út af sviðinu. Við lukum við myndina á þrem vikum. Kynódur raf magnsheili GAMLA B10: TÖLVA HRIFSAR VÖLDIN („Demon Seed“) Vísindamaður nokkur (Fritz Weaver) hefur ný- lokið við smíði fullkomn- asta rafmagnsheila veraldar sem hann nefnir Proteus. Aður en liður á löngu verð- ur Proteus þess áskynja að hann er mun fullkomnari en höfundar hans halda hann vera: hann er jafnvel fær um að hugsa sjálfstætt og á mannlegan hátt. Þeg- ar hann svo spyr skapara sinn hversu lengi hann æt!i að halda sér í þessum kassa og fær aðeins hlátur- kast sem svar, þá hyggur Proteus á hefndir. . . Nú tekur Proteas að læðupokast á bak tölvu- snillingana og fúllkomnar síðan óra sína inná heimili skapara síns, þegar hann getur barn með eiginkonu hans (Julie Cristie)! Manni brygði ekki við þvilíku innihaldi myndar, ef hún væri bendluð við AIP eða New World Pictures, Cormans, eða væri af einhverjum ámóta toga spunninn — en því fer fjarri. Sæði djöfsa var nefnilega ein af aðalmynd- um gamla Metro-ljónsins á árinu sem leið. Ekkert hef- ur ver til sparað við gerð hennar (utan skynsemi), og átakanlegt er að sjá Julie Christie nauðga imynd sinni í þessu sam- sulli sem er gjörsneytt allri vitglóru og spennu. Handritið, sem af sviss- nesku osta-gerðinni, býður uppá fádæma staðleysur. T.d. kemur Proteus einum af samstarfsmönnum vís- indamannsins fyrir kattar- nef, en í myndinni verður það ekki eftirtektarvert, þó að hann hætti að mæta til vinnu. Og eftir tímatali handritsins, þá fær þessi óvenju þurfta- freki tölvuskratti á annan mánuð í ró og næði til þess að forfæra frúna og geta með henni barn. þá loks man bóndi hennar eftir henni. Auk ýmissa fleiri ambaga er THV klunna- lega gerð, af Donald Cammell, sem hefur getið sér það helst til frægðar að vera aðstoðarmaður leik- stjórans Nicholas Roeg við gerð myndarinnar PER- FORMANCE, en hann virðist lítið hafa af honum lært. Það eru helst sýru- mengaðir ofskynjunar- effektar sem laglega eru gerðir, en þeir duga skammt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.