Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 Stjarnan í efsta sæti eftirsig- uryfir Leikni MEÐ sigri sínum yfir Lcikni á laugardag í annarri deild karla I handknattleik hefur Stjarnan tekid forystu í deildinni, ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi komið mjög á óvart f vetur með getu sinni. Sigur þeirra var aldrei í hættu á móti Leikni og endaði leikurinn 21—17. Stjarnan hafði yfirburði í fyrri hálfleik og lék mjög vel á köflum, fékk knötturinn að ganga vel á milli manna og góð breidd var í Ieik liðsins, þá voru mörk liðsins af línu lagleg. Staðan í leikhléi var 12 gegn 6. I síðari hálfleik slakaði Stjarnan á enda var mót- staðan ekki mikil, þar var helst Hörður Sigmarsson sem var hættulegur. Heldur sóttu Leikis- menn sig þó í lokin og endaði leikurinn 21—17. Bestu menn Stjörnunnar voru Eyjólfur og Magnús Teitsson. Hjá Leikni bar Hörður Sigmarsson af en Guðmundur átti líka ágætan dag. Stjarnan hefur nú hlotið 13 stig eftir 10 leiki ásamt Fylki. Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur 4(2), Magnús A, 3, Magnús T. 3, Hörður 3 (3) Gunnar B. 2. Logi 2, Árni 2, B :Idur 2. Mörk Leiknis: Hlrður S. 7 (2) Ásmundur 3 (2) Hafliði P. 2, Guðmundur 3, Hafliði K. 1, Arni J1 — Þr. STAÐAN STAÐAN í 2. deild karla Is- landsmótsins í handknattleik er nú þessi: Stjarnan 10 6 13 Fylkir Þróttur HK KA Leiknir Þór Grótta 10 6 1 3 116 14 10 523 9 4 14 10 3 1 6 8 305 8 116 217:193 13 199:188 13 232:221 13 227:197 194:184 211:230 159:182 151:188 12 9 7 6 3 skorar framhjá Sigurði Ragnars- Sigurður Símonarson hefur slopið framhjá varnarmönnum Þróttar syni markverði Þróttar. Fylkir lagði Þrótt HK krækti í 2 dýrmæt stig MIKIL spenna er nú I annarri deild karla i handknattleik. Tveir leikir voru leiknir I Laugardalshóll á fimmtudagskvöld, en þá gerðu neðstu lið deildar- innar. Letknir og Grótta. jafntefli , 19—19. og HK sigraði Fylki 23— 19. Leiknir — Grótta Grólta sem féll i 2 detld i fyrravetur byrjaði keppnistimabiltð á að sigra Leikni i sínum fyrsta leik í deildinni með 20 mörkum gegn 18 en síðan hefur liðið sýnt frekar slaka leiki og gengið illa og er nú í fallbaráttunni ásamt Leikni Leikntr náðt fljótlega góðri forystu i leiknum og i leikhléi var staðan 1 2— 1 0 þeim i vil í siðari hálfleik var hins vegar meira líf i leik Gróttu og lék Itðtð oft ágætlega saman. varði Ólafur markvörður Torfason þá mjög vel og náði Grótta að jafna 1 7— 1 7 þegar 10 mín voru eftir af leiktimanum og kom- ast yfir 19—18. en Leiknir jafnaði og átti Hörður Sigmarsson möguleika á að skora sigurmark Leiknis 3 sek fyrir leikslok er hann var i opnu marktæki- fæn á linu en Ólafur gerði sér litið fyrir og varði Sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins Besti leikmaður Gróttuliðsins var Ólafur Torfason, þá var Lárus naskur á að finna smugur i Leiknisvörninni Leikmsliðið er svijjað að styrkleika og það hefur verið undanfarin ár og lék enginn einn betur en annar i þessum leik Mörk Gróttu Lárus 7. Magnús 5. Grétar 3. (2v), Gunnar 3. Pétur 1 Mörk Leiknis Ásmundur 5, Hafliði 4. Hörður 4. Guðmundur 3. Diðrik 3. Siðari leikur kvöldsins, milli HK og Fylkis. var mjög skemmtilegur Sigraði HK með 23 mörkum gegn 19. Fyrri leik þessara liða lauk með sigri Fylkis og gætti þá reynsluleysis i leik HK. þeir eru nýlíðar í deildínni en hafa sótt ótrauðir á brattann og eru nú i toppbar áttunni Gangur leiksins var sá að framan af hafði Fylkir góð tök á leiknum, lék yfirvegað og hafði forystu 5—3 en svo fór að bera á ótimabærum skotum og HK náði að jafna 1—7 og náði forystu með tveim mörkum Stefáns i leikhléi var staðan 10—8 HK-menn komu mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og náðu þegar fimm marka forskoti, á þessum tima reyndu FYLKIR sigraði Þrótt 1 annarri deild karla í handknattleik í Laugar- dalshöll á laugardag og tryggði sér þar tvö dýrmæt stig 1 hinni hörðu baráttu sem nú er f deildinni. Sigur Fylkis, 22:19, var fyllilega sanngjarn. Það var áfall fyrir Þrótt að tapa þessum leik þvl að þó að liðin séu með jafnmörg stig hefur Þróttur leikið einum leik fleira og hvert stig er dýrmætt þegar baráttan er svona hörð. ---------------------------------Leikurinn var vissulega bar- áttuleikur, og var hvergi gefið eftir, en frekar var hann sveiflu- kenndur. Eftir jafna byrjun náði Fylkir forystu, mest fyrir góðan leik Einars Agústssonar sem skor- aði falleg mörk og átti góðar linu- sendingar sem gáfu mörk, þá var varnarleikur Fylkis mjög sterkur og gekk Þrótturum mjög illa að finna glufur, virkuðu þeir Iika frekar kærulausir í Ieik sínum og einstaklingsframtakið var látið ráða, gekk ekkert af því sem reynt var og i leikhléi hafðiF'ylk- ir yfirburðastöðu, 11 mörk gegn 5. Seinni hálfleikur var mjög fjörugur og brugðu Þróttarar á það ráð að taka tvo menn úr um- ferð, þá Gunnar B. og Einar A., við það riðlaðist leikur Fylkis mjög og tókst Þrótti að vinna upp 8 marka forskot Fylkis en á loka- Fylkismenn ótimabær skot og niður- stungur, var litil breidd i leik liðsins, um of hnoðað inn á miðjú vallarins Undir lokin komst losarabragur á leik- inn, en sigur HK var aldrei i hættu Úrslitum i leik þessum réð mest góð frammistaða Einars Ö Þorvarðarsonar i marki HK: þar er mikið markmanns- efni á ferð, en hann þarf mpiri æfingu Þá var varnarleikur HK sterkur og hreyfanlegur Hjá HK áttu Ragnar Ólafsson o Stefán Halldórsson mjög góðan leik, og kempan Karl Jóhanns- son er alltaf hættuleg með skot sin, þá var Lárus harður i vörninni Hjá Fylki voru nafnarnir Einar Ágústsson og Einar Einarsson bestir Mörk HK Stefán 5, Ragnar 5 (2 v), Hilmar 4, Karl 4, Kristinn 1 Mörk Fylkis, Einar Á 8 (2) Einar E 6, Halldór 2, Gunnar 2, Jóhann 2 — þr mínútunum tryggði Fylk'ir sér sigurinn og sigraði 22:19. Sigur Fylkis var fyllilega sann- gjarn, varnarleikur þeirra var all- an tímann mjög góður svo og markvarslan, þeirra bestu menn voru Einar Agústsson og Gunnar B. Ekki skal um það dæmt hvort Þróttur hefur vanmetið andstæð- inga sína, en allur leikur þeirra í fyrri hálfleik gaf það til kynna, og ekki nægði að spila vel í síðari hálfleik. Skástir hjá Þrótti voru Halldór Br. og Konráð sem þó skaut um of í fyrri hálfleik úr vonlitlum færum. Mörk Fylkis. Gunnar 7, Einar Á 4, Sigurður 4, Einar E. 2, Halldór 2, örn 2, Stefán 1. Mörk Þróttar. Konráð 6 (2 v), Halldór Br. 4 (1 v), Sveinlaugur 4, Gunnar 3, Jóhann 1, Halldór 1. — Þr. Hainmnattieinur) Enn ein- um leik Þór sýndi sinn bezta leik í vetur ÞÓR og Ármann léku í 1. deild kvenna á Akureyri á laugardaginn og er skemmst frá þvi að segja, aS Þór náði sinum langbezta leik í vetur og sigraSi örugglega 20:1 5 i ágætum leik. Til að byrja meS hafSi Ármann yfirhöndina og Þórsstúlkunum tókst aS jafna metin og i hálfleik var staSan 8:8. í seinni hálfleik náSi Þór snemma fjögurra marka forystu, sem liSiS hélt allt til loka og þegar flautaS var til leiksloka var munurinn fimm mörk, 20:1 5. í liSi Þórs var Soffia Hreinsdótt- ir bezt úti á vellinum en þær Magnea FriSriksdóttir og Anna Gréta Halldórsdóttir áttu einnig góSan leik. Þá var AuSur Dúadótt- ir mjög góð i markinu aS vanda. Hjá Ármanni var Erla Sverrisdóttir langbezt en hún og GuSrún Sigur- þórsdóttir eru burSarásarnir i leik liSsins. Mörk Þórs: Soffia 8, Anna 5, Magnea 3. Dýrfinna Torfadóttir 2. Hanna Helgadóttir 2. Mörk Ármanns: Erla 9, GuSrún 4. Áslaug Einarsdóttir og Hjördís Rafnsdóttir 1 mark hvor. —gg/SS. LEIK Vals og Víkings í meistara- flokki kvenna sem fram átti að fara í Laugardalshöll á sunnu- dagskvöld varð að fresta vegna þess að annar dómarinn mætti ekki. Er þetta alltaf að koma fyrir og er dómurum til mikillar skammar. Leikmenn eru tilbúnir til leiks og verða fyrir miklum vonbrigðum og svo veldur þetta mikilli röskun á niðurröðun Is- iandsmótsins. — Þr. Tvö liö drógu sig til baka í mótmælaskyni BIKARMÓT Fimleika- sambands íslands fór fram í íþróttasal Kenn- araháskóla íslands á laugardag. Fimm félög voru skráð til þátttöku en tvö þeirra drógu iið sín til baka í mótmæla- skyni, Bjarkirnar frá Hafnarfirði og ÍR. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að bandarísk stúlka búsett á Keflavíkurflugvelli var skráð til þátttöku fyrir Gerplu Höfðu ÍSÍ og Fimleikasambandið sam- þykkt þátttöku hennar í mótinu en því vildu félögin ekki una. Flmlelkar Úrslit í mótinu urðu þau að í stúlknaflokki sigraði Gerpla með 153,05 stigum en Ár- mann varð í öðru sæti með 107,20 stig í piltaflokki sigraði Ármann með 191,05 stigí en KR hlaut 186,05 stig. Næsta fimleika- mót er meistaramótið í fim- leikastiganum og verður það háð 1 1. og 1 2 febr. • — þr. Frá fimleikamótinu á laugardaginn. Ljósm. Rax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.