Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31, JANUAR 1978 — Varanleg lausn... Framhald af bls. 1. bug gagnrýni hægri og vinstri manna vegna stjórnarsamstarfs jafnaðarmanna við miðdemókrata og sagði að hér væri um að ræða varanlega lausn, sem tvímæla- laust hefði stuðning meirihluta þjóðarinnar, en samanlagt hafa jafnaðarmenn og miðdemókratar 143 þingsæti af 263. Öttazt er að eindregin andstaða kommúnista við stjórnarmyndun- ina verði þung á metunum, en þeir telja sig ráða um 80% stéttar- félaga í landinu. Um helgina vítti Alvaro Cunhal leiðtogi kommún- ista hina nýju ríkisstjórn. Sagði Cunhal að stjórnarmyndunin væri óskammfeilni, og samvinna jafnaðarmanna við það sem hann kallaði íhaldsöflin í landinu væri ögrun við einingu þjóðarinnar. Næststærsti flokkur í Portúgal, flokkur sósíal-demókrata, hefur heitið „ábyrgri stjórnarand- stöðu", en flokkurinn hefur nú kjörið Antonio Sousa Franco leið- toga sinn í stað Francisco sa Varn- eiro. Sennilega er meðalaldur ráð- herranna í hinni nýju stjórn Soar- es hínn lægsti í allri Evrópu, eða 45 ár. Yngsti ráðherrann er mið- demókratinn Basilio Horta, sem er 34 ára og fer með iðnaðar- og ferðamál, en hinn elzti er dóms- málaráðherrann, Jose dos Santos Pais, sem er úr jafnaðarmanna- flokki Soares, og er 55 ára að aldri. Tvö mikilvægustu embætt- in að frátöldu forsætisráðherra- embættinu skipa Victor sa Machado utanríkisráðherra úr flokki miðdemókrata og Vitor Constancio, sem er fjármálaráð- herra. Hann er úr flokki jafnaðar- manna og er aðeins 36 ára að aldri. Constancio bíða hin flókn- ustu úrlausnarefni, þar á meðal samningaviðræður vegna fyrir- hugaðrar aðildar Portúgals að Efnahagsbandalaginu. — Þingfréttir í stuttu máli Framhald af bls. 29. hækki sjúkradagpeningar til jafns við núverandi slysadag- peninga, dagpeningar greiðist óskertir, meðan á sjúkrahúsvist stendur, og breytt verði ákvæð- um um greiðslu dagpeninga til unglinga. # 5. Núgildandi trygging öku- manna bifreiða falli niður, en í staðinn verði slysatrygging ökumanns fyrir tiltekinni fjár- hæð við örorku og dauða inni- falin ábyrgðartryggingu bif- reiða. # 6. I stað núverandi viku- gjalda atvinnurekenda, annars vegar til lífeyristrygginga og hins vegar til slysatrygginga, komi eitt sameiginlegt gjald, reiknað sem hundraðshluti af heildarlaunagreiðslum á áriitu. Flokkun eftir áhættu falli nið- ur, og sjóðmyndun slysatrygg- inga hverfi úr sögunni (að und- anskiidu framlagi til varasjóðs í samræmi við núgildandi ákvæði um varasjóð lífeyris- trygginga). # 7. Endurkröfuréttur al- mannatrygginga samkvæmt 59. gr. laganna falli niður. Er hér bæði um að ræða endurkröfur slysatrygginga og sjúkratrygg- inga. Framsögu tryggingaráðherra verður nánar getið hér á þing- síðu í vikunni. Varðveizla og nýting eldra húsnæðis Ingvar Glslason (F) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flyt- ur ásamt Tómasi Árnasyni til breytinga á lögum um Húsnæð- ismálastofnun ríkisins. Megin- efni frumvarpsins fjallar um þá breytingu, að aðalhlutverk Byggingarsjóðs ríkísins verði ekki einvörðungu að lána til nýsmíði íbúðarhúsnæðis, held- ur verði eitt frumverkefni hans að lána til kaupa og endurnýj- unar á eldra húsnæði. IG taldi nauðsyn á því að auka á end- ingu og notagildi eldra húsnæð- is, sem og að varðveita gömul hús og byggðahverfi, vegna menningarsögulegs og fegurð- argildis. Taldi hann mikið á skorta að þessu væri til að dreifa, m.a. vegna lánakerfis, þó ýmislegt hefði verið vel gert: bæði af borgaryfirvöldum og forráðamönnum ýmissa sveitarfélaga. Ellert B. Schram (S) lýsti eindregnurn stuðningi við frumvarpið en hann hafði áður hreyft sams konar máli á Al- þingi. Varðveizla eldri húsa hefði margþætt gildi: menning- arlegt, listrænt, auk notagildis, en nýting íbúðarhúsnæðis i gömlum og grónum borgar- hverfum væri mjög stórt hag- rænt og fjárhagslegt atriði í stjórn borgarinnar. Beitiríg lánsfjárákvæða, til að auka á þessum nýtingu, væri mikil- vægt hagstjórnaratriði. Blendin afstaða til Blönduvirkjunar Stjórnarfrumvarp um virkj- un Blöndu, sem var á dagskrá deildarinnar (framhald 1. um- ræðu), var tekið út af dagskrá í þriðja sinn að beiðni Páls Pét- urssonar (F). Gunnar Thorodd- sen, orkuráðherra, mæltist til þess við forseta deildarinnar, að þetta mál yrði á dagskrá deildarinnar á næsta fundi, svo það mætti komast til þingdeild- ar og hljóta þar eðlilega af- greiðslu. Mál þetta hefði verið til umfjöllunar á síðasta þingi, auk umræðna nú, og hefði við- komandi þingmaður haft bæði tíma og tækifæri til að tjá sig um málið. Ragnhildur Helga- dóttir (S), forseti n.d., sagði Pál Pétursson veðurtepptan nyrðra. Hann hefði verið á mælendaskrá er umræðu var frestað. Því sýndist rétt að taka málið ekki fyrir í dag (þ.e. í gær). Nefnd í mál sjómanna Benedikt Gröndal (A) hefur flutt eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa þriggja manna nefnd til að gera tillög- ur um ráðstafanir til að auka velfarnað íslenskra sjómanna á siglingu og í erlendum höfnum. Nefndin skal sérstaklega at- huga eftirtalin atriði: 1) Hvernig tryggja megi, að í íslenskum skipum verði ekki aðeins sjónvarp, heldur og myndsegulbandstæki. 2) Hvernig unnt verði að láta festa á segulbönd islenskt efni, þar á meðal sjónvarpsdagskrár, og lána böndin t-il skipa. 3) Hvort ísland getur með því að gerast aðili að norrænum eða alþjóðlegum samtökum tryggt sjómönnum þjónustu, þ.á.m. lán á kvikmyndum og segulböndum, í erlendum höfn- um. Nefndin skal skipuð þannig, að Sjómannasamband Islands tilnefni einn mann, Farmanna- og fiskimannasamband Islands annan, en hinn þriðji sé skipað- ur af ráðherra án tilnefningar. Umhoðsmenn erl. framleiðslufyrir- tækja tóhaks og áfengis Magnús Kjartansson (Abl) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra að mæla svofyrir við Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, að engum áfengis- eða tóbaksheildsölum verði heimil- að að hafa íslenzka erindreka í þjónustu sinni. Geri einhverjir áfengis- eða tóbakssalar það að skilyrði fyrir viðskiptum við ÁTVR að fá að hafa slíka erind- ■reka hérlendis, verði viðskipt- um við þá aðila hafnað. „I greinargerð höfðar fl.m. til þeirrar „leyndar, sem talin er hvíla yfir tekjum umboðs- manna“, sem „brjóti i bág við almenna hefð í þjóðfélaginu". Bendir hann á að „um tekjur alþingismanna sé fjallað opfn- skátt í þjóðfélaginu". Einnig er dregið í efa, eða ekki talin tryggð full gjaldeyrisskil til Seðlabanka Íslands á umboðs- launum og vitnað til „sérstakr- ar athugunar Skattstofu Reykjavíkur“ á umboðslauna- tekjum. — Afturkippur Framhald af bls. 1. fundi með Rhódesfustjórn s.l. föstudag, og hefur neitað að koma til viðræðna að nýju fyrr en form- leg afsökunarbeiðni af hálfu st jórnarinnar vegna móðgandi ummæla í garð viðræðuncfndar, sem hann veitir forstöðu, liggi fyrir. Ljóst er að verulegur afturkipp- ur hefur komið í viðræðurnar í Salisbury en I síðustu viku virtist svo sem aðeins vantaði herzlu- muninn á að samkomulag tækist þar um leiðir til að koma meiri- hlutastjórn í landinu 1 Valetta á Möltu ræddu David Owen utanríkisráðherra Breta og Andrew Young sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum við Joshua Nkomo og Robert Mugabe, lciðtoga her- skárra þjóðernissinna í Rhódesíu, en hinir síðarnefndu telja útilok- að að koma á meirihlutastjórn öðruvísi en með vopnavaldi. Er ætlun Owens og Youngs með þess- um viðræðum að fá Nkomo og Mugabe til að falla frá slíkum fyrirætlunum, en cnginn árangur í þá átt varð á fundunum í dag. Nkomo og Mugabe lögðu fram gagntillögur í dag, en ekki er vit- að í hverju þær eru fólgnar. Lét David Owen svo um mælt við fréttamenn í kvöld, að viðræðurn- ar hefðu hvorki orðið til að spilla fyrir samkomulagi né greiða fyrir því. Young sagði að ágreiningur rikti um grundvallaratriði, sér- staklega um framkvæmd og tíma- setningu vopnahlés milli skæru- liðahreyfinga þeirra, sem Nkomo og Mugabe stjórnuðu, og stjórnar- hersins í Rhódesíu. Nkomo og Mugabe krefjast þess að stjórn Smiths fái þeim í hendur stjórn landsins til bráðabirgða, en sam- eiginlegar tillögur Breta og Bandaríkjamanna gera ráð fyrir að Carver lávarður verði land- stjóri með yfirstjórn lögreglu í hendi sér þar til lýðræðislegar kosningar hafi farið fram í land- inu. Ljóst er að fjarvera Muzorewa biskups hefur haft mjög neikvæð áhrif á viðræðurnar í Salisbury. Smith forsætisráðherra varðist allra frétta er fundum lauk í dag, en áreiðanlegar heimildir herma að þeir hafi að mestu snúizt um horfur á því að biskup kæmi aftur að samningaborðinu. Muzorwea birti í kvöld harðorða yfirlýsingu þar sem hann veittist að Sithole og Chirau, þeim tveimur blökku- mannaleiðtogum er sátu fundi með erindrekum stjórnarinnar í dag. — Brak fundið Framhald af bls. 1. ið er nokkur málstykki, undin og beygluð. Það voru náttúrufræðingar, sem eru að kanna dýralíf í auðn- um Norður-Kanada, sem fyrstir komu að brakinu í dag. Umfangs- mikil leit að hlutum úr njósna- hnettihum hefur farið fram á stóru svæði allt frá því að óhappið átti sér stað s.l. þriðjudag. Um tíma var talið að hnötturinn hefði splundrazt um leið og hann kom inn í gufuhvolfið, enda segja Sovétmenn byggingu hans svo háttað að hann ætti ekki að geta komizt í gegnum gufuhvolfið og valdið usla. Fjórir náttúrufræðinganna, sem komu að brakinu, voru fluttir í sjúkrahús. Tveir þeirra hafa fengið að fara úr sjúkrahúsinu þar eð þeir hafa ekki orðið fyrir geislun, en hinir eru enn í rann- sókn. Annar þeirra snerti brakið með hendinni, en hann var með vettlinga. Mennirnir eru sagðir við góða líðan, og eru ekki horfur á að þeir hafi orðið fyrir alvar- legri geislun. Staðurinn, sem brakið fannst á er um það bil 1100 kílómetra norðaustur af Edonton. — Mannfall Framhald af bls. 47. fréttastofur skýrðu frá, heldur varð víða mikið tjón á mannvirkj- um. 1 Bandaríkjunum er viða enn alvarlegt ástand vegna snjókomu að undanförnu. Fjöldi manna hef- ur látist vegna óveðursins þar og þúsundir hafa orðið strandaglóp- ar. Neyðarástandi hefur verið lýst á sumum svæðum landsins. — Alvarlegt Framhald af bls. 48 stéttinni vestan götunnar. Hann kastaðist upp á bílinn, þannig að framrúðan brotnaði, og barst maðurinn með bílnum nokkra metra. Flughálka var á Hörgár- braut þegar slysið varð. Sv.P. — Lombardy Framhald af bls. 48 held að muni gera skákina miklu áhugaverðari fyrir áhorfendur og einnig hleypa auknu kappi í okkur skák- mennina". Lombardy sagði, að hann mætti svo snemma til leiks, þar sem hann vildi hvflast og venjast tímanum áður en mót- ið hefst, en það verður sett á föstudagskvöld og fyrsta um- ferð þess tefld á laugardaginn. „Það bezta er að mæta jafn- mörgum dögum fyrir mótið og klukkustundirnar eru í tíma- muninum milli motsstaðar og þess staðar, sem maður kemur frá“. Ekki kvaðst Lombardy vilja spá neinu um úrslitin. „En þetta er geysisterkt mót og efalaust eftir því skemmti- legt“, sagði hann. Um áramótin kom Lombardy hingað til lands með banda- rískum skákbörnum, en hann var einn af aðstoðarmönnum Fischers í einvígi hans og Spasskys um heimsmeistara- titilinn, sem háð var.í Reykja- vik. — 50 skip Framhald af bls. 48 780, Eldborg GK 550, Þórður Jónasson EA 360, Börkur NK 1050, Úlafur Magnússon EA 150, Gunnar Jónsson VE 200, Harpa RE 530, Hrafn Sveínbjarnarson GK 220, Bjarni Ólafsson AK 500, Vörður ÞH 220, Víkingur AK 1300, Sandafell GK 330, Hákon ÞH 700, Helga 2. RE 530, Huginn VE 500, Arsæll KE 450, Loftur Baldvinsson EA 600, Grindvíking- ur GK 460, Isafold HG 750, Bergur VE 200, Fífill GK 350, Ljósfari ÞH 150, Gjafar VE 80, Örn KE 430, Albert GK 330, Eyjaver VE 170, Skírnir AK 200, Pétur Jönsson RE 280, Gullberg VE 480, Kap 2. VE 500, Skarðsvik SH 420, Andvari VE 70, Gísli Árni RE 280, Guðmundur Kristinn SU 50, Húnaröst AR 350, Stapavík SI 180, Víkurberg GK 150, Þórsham- ar GK 100 og Náttfari ÞH 200 lestir. (Sjá ennfremur loðnUskýrslu bls. 3.) — Uppsagnarmál Framhald af bls. 2 björnssonar, Loga Einarssonar og Magnúsar Þ. Torfasonar, að mál þetta hefði ekki verið lagt til sátta fyrir sáttamenn, eins og kveðið væri á um í lögum, en málið væri ekki undanþegið sáttatilraun sáttamanna. Aðilar hefðu heldur ekki samið um að ganga fram hjá sáttanefnd og af þessum ástæðum væri ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð og vísa málinu frá héraðsdómi. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður. Þór Vilhjálmsson skilaði sérat- kvæði og kom fram hjá honum, að ef stjórnvald viki ríkisstarfs- manni úr starfi með ólöglegum hætti, mætti að hans áliti sækja fjármálaráðherra fyrir hönd rik- issjóðs i þinghánni, þar sem stjórnvaldið hefði aðsetur, þó að þar væri ella ekki varnarþing rík- issjóðs. Af því leiddi þá niður- stöðu að lögum samkvæmt væri heimilt að ganga fram hjá sátta- nefnd i máli þessu, og bæri því Hæstarétti að taka það til efnis- meðferðar. — Frystihús Framhald af bls. 3. - hús verða byggð, sem áætlað er á næstu árum, verða húsin sam- tals h.u.b. 9300 fermetrar og 46700 rúmmetrar. Vörusala árið 1977 var fyrir 800 milljónir króna, og var einkufn gaffalbitar til Sovét- ríkjanna. Fastráðið starfsfólk er 120 manns, en er um 200, þegar flest er og mest er að gera. Vinnulaun árið 1977 voru um 170 milljónir króna. Um þessar mundir er fremur lítið umleikis í niðursuðuverk- smiðjunni. Verið er að sjóða niður sardínur, innfluttar frá Skotlandi og Austur- Þýskalandi, sem eiga að mestu að fara á innanlandsmarkað. Agætar rækjuvinnsluvélar standa ónötaðar vegna hráefn- isskorts, en ef rækja fengist til verksmiðjunnar væri leikur einn að vinna hana í þessum vélum, sjóða hana niður og flytja á erlendan markað til sölu fyrir um 500 milljónir króna árlega. Forstjórar K. Jónsson & Co., eru bræðurnir Kristján og Mikael Jónssynir. Sv.P. — Friðrik Framhald af bls. 3. taka þátt í móti og á ekkert skylt við vasapeninga Þeir eru *ákvarðaðir sérstaklega og greiddir sérstaklega ásamt fæðispeningum Að manni læðist sá grunur að með þessu sé verið að gefa í skyn, að í dagpeningunum séu vasapen- ingar ekki innifaldir og þannig gert meira úr svokölluðum ..kröfum” okk- ar Guðmundar Það er fróðlegt ihugunarefni eftir að Einar er búinn að láta þann boðskap út ganga að í þessu tilfelli verði að líta á okkur Guðmund sem aðra menn er ganga til vinnu sinnar í Reykjavik að okkur skuli þó greidd þátttökuþóknun Svo tekið sé fyrir næsta atriði þá má geta þess, þó ég sé út.af fyrir sig ekki að finna að því, að í þessu móti eru ekki allir jafnir hvað þátttöku- þóknunina snertir Ég hef fullan skilning á þessu atriði og það getur verið alveg réttmætt að greiða ein- um meira en öðrum fyrir að koma og tefla, þegar ástæða er til að ætla að þátttaka eins veki meiri athygli og aðsókn en þátttaka annars Á þessu vek ég aðeins athygli til að benda á að i samtalinu við Mbl. fer Einar S Einarsson ekki rétt með, þegar hann talar um sömu þátttökuþóknun til allra stórmeistaranna í samtalinu við Mbl víkur Einar að því að báðir séum við stórmeist- ararnir á launum hjá ríkinu, — sem vel að merkja Skáksamband íslands á enga aðild að, og virðist álíta að þetta gefi Skáksambandinu ein- hvern rétt eða vald til að taka mið af persónulegum högum okkar og haga ákvörðunum sinum i samræmi við það Þetta er reginmisskilningur að þau laun sem við höfum hjá rikinu setji okkur i þá aðstöðu að við séum undir Skáksamband íslands settir á nokkurn hátt Launin eru okkur greidd til að við getum helgað okkur skáklistinni, en ekki til að standa straum af kostnaði vegna móta Það er hins vegar rétt hjá forseta Skáksambandsins að ég hef ekki gert þetta mál að skilyrði fyrir þátt- töku minni í Reykjavikurmótinu En engu að síður mun ég halda til streitu þeim rétti að okkur atvinnu- skákmönnunum islenzku séu greiddir sömu dagpeningar og öðr- um atvinnumönnum Af minni hálfu eru þetta lokaorð um þetta mál Ég er nú að reyna að undirbúa mig sem bezt fyrir Reykja víkurskákmótið og ég vona að það sé ekki fram á of mikið farið að mér veitist næði til f>ess sem og til að sinna taflmennsku minni í mótinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.