Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 KR HAFÐIHEPPNINA MEÐ SÉR OG VANN FRAMARA JÓ-JÓ liðið Fram vantaði aðeins herslumuninn til að leggja lið KR að velli i íþróttahúsi Hagaskólans um helgina. Eftir að hafa náð 20 stiga forystu um miðjan fyrri hálfleik og verið 16 stig yfir í hálfleik missti Fram leikinn úr höndunum á sér og 5 stiga sigur KR varð staðreynd. 84:79. Framarar komu mjög ákveðnir til leiks og komust strax í 8:0 Símon Ólafsson var i banastuði og réðu KR- mgar ekkert við hann og fór það mjög i taugarnar á þeim Á 5 minútu var staðan orðm 12 6 og skömmu seinna 25 10 Um miðjan seinni hálfleik var svo staðan 3111 og leit allt út fyrir að Framarar ætluðu sér að bursta KR inga Sæmilegur leikkafli KR lagaði stöðuna í 36 26. en liðsandi KR var í lágmarki siðustu mínútur hálfleiksins og bættu Framarar því nokkrum stig- um í viðbót við forskotið. þannig að staðan var 48 32 í hálfleik í seinni hálfleik fengu fjórir bestu menn Fram. þeir Símon, Guðstemn Ingimarsson. Ólafur Jóhannesson og horvaldur Geirsson, sína fjórðu villu þannig að varnarleikur þeirra varð ekki eins ákveðinn og áður KR-ingar voru þá einnig frískari og saxaðist því fljót lega á forskotið Á 14 mínútu hálf leiksins fékk Þorvaldur Geirsson sína 5 villu með tækniviti þannig að KR-ingar löguðu stöðuna í 71 70, en komust síðan yfir í fyrsta skipti i leiknum á 1 5 mínútu. með vítaskotum Árna Guð- mundssonar, 74 73 Síðustu 5 minút- ur leiksins háðu þeir Björn Magnús- son. Fram. og Andy Piazza nokkurs konar einvigi Skoraði Björn 8 af síð- ustu 10 stigum Fram og Andy 6 af STAÐAN tUVIFN \alur KH ÍS t K Fram Þór Armann Stií'aha'slu mcnn: Rick IIiK’kenos Val Dirk Dunhar tS Símon Olafsson Fram Frlendur Markússon tK Mark Cristonsen Þór 243 sti« 2 J5 stÍK 235 stij; 203 stÍK 202sIík siðustu 8 stigum KR, þannig að Björn vann Andy. en KR vann Fram Var mikil spenna þessar áíðustu minútur þannig að jafnvel blaðamenn voru áminntir um að gæta hlutleysis! Eftir leikmn sagði KR ingurinn Gunnar Gunnarsson. þjálfari Fram. að svo virtist. sem Fram-liðið næði sér vel á strik gegn sterkari liðum deildarinn- ar. en léti slakan lið draga sig niður Er óhætt að taka undir þessi orð Gunnars, því að leikur Fram liðsins hefur vægast sagt verið gloppóttur í vetur Einn Framara missti það út úr sér að skort- ur á reynsluleysi hefðu verið orsök ósigursins! KR-ingar geta þakkað stórgóðum leik Andy Piazza sigurinn. en aðrir KR-ingar virtust miður sín, nema hélst Jón Sigurðsson og Árni Guðmundsson í seinni hálfleik Einar Bollason var í strangri gæzlu hjá Símoni Ólafssyni, en aðrir KR-ingar voru sem áhorfend ur Simon var bestur Framara, en Guð- steinn Ingimarsson. Þorvaldur Geirs- son og Björn Magnússon áttu einnig skínandi leik Björn hefði til dæmis með örlitið betri nýtingu á skotum sínum getað unnið leikinn fyrir Fram Ekki fer milli mála að í heildina voru Framarar betra liðið, en stjörnur KR, þeir Andy og Jón, eru einmitt þeim eiginleikum búnir að geta snúið töpuð- um leik í unninn Stig KR skoruðu Andy 34, Jón 23. Kristinn Stefánsson. sem átti sinn besta leik í áraraðir, skoraði 12 stig. Einar Bollason og Árni Guðmundsson 6 stig og Bjarni Jóhannesson og Þröst- ur Guðmundsson 2 stig hvor Stig Fram skoruðu: Simon 30, Björn Magnússon 18, Þorvaldur Geirsson 16. Guðsteinn og Ólafur 6 stig, Flosi Sigurðsson 4 stig og Ómar Þráinsson 1 stig Dómarar voru þeir Erlendur Eysteinsson og Þráinn Skúlason og leyfðu þeir fullmikla hörku. en dæmdu annars vel og voru samkvæmir sjálfum sér allan tímann GG Arni Guðmundsson KR-ingur reynir körfuskot en Framarar reyna að verjast. Gömlu kempurnar Einar Bollason og Kristinn Stefánsson eru við öllu búnar. Ljósm. Gísli Gfslason. Varalið Vals vann Ármann auðveldlega VALSMENN áttu ekki i miklum erfiðleikum með slakt lið Ármanns er liðin leiddu saman hesta sina i íslandsmótinu i körfuknattleik á laugardaginn. Ármenningar, sem léku án sins besta manns, Atla Arasonar, áttu aldrei möguleika á sigri, en Valsmenn notuðu því tækifærið og létu þá leikmenn leika mestan hluta leiksins, sem minna hefur mætt á i vetur. 30 stiga sigur Vals, 1 12:82, var sist of mikill. Það var mikið um mistök í upphafi leiksins og gekk liðunum mjög erfið- lega að finna leiðina ofan í körfuna Valsmanninum Rick Hockenos tókst það að lokum og þar með hafði Valur tekið forystu. sem Ármenningum tókst aldrei að ógna Á elleftu mínútu var staðan orðin 29 18 Val í hag og í hálfleik var hún orðin 52 36 í semni hálfleik léku Valsmenn að mestu án Hockenosar. en þótt leikur þeirra nðlaðist nokkuð við það héldu þeir áfram að auka muninn því mót- staðan minnkaði verulega þegar leið á leikinn Þegar þrjár minútur voru til leiksloka rufu Valsmenn 100 stiga múrinn, en þegar flautað var til leiks- loka höfðu þeir skorað 1 1 2 stig gegn 82 stigum Ármenninga í liði Vals var Rick Hockenos lang- bestur. en lék lítið með eins og fyrr sagði Hann tók þó 14 skot i leiknum og hitti í 12 þeirra og auk þess tók hann eitt tæknivíti. sem hann hitti úr. þannig að hann gerði 25 stig i leiknum án þess að hafa mikið fyrir því En aðrir Valsarar áttu emnig góðan dag. og þá sérstaklega Torfi Magnússon og Þórir Magnússon, en einnig kom Helgi Sig- urðsson (fyrrv Ármenningur) nokkuð á óvart Björn Christiansen var bestur Ár- menninga og veitti ekki af þvi að hann væri í stuði. því ekki er um auðugan garð að gresja hjá Ármanni hvað leik- menn varðar En næstir Birni að getu komu Jón Björgvinsson og Michael Wood þjálfari þeirra Eftir þetta tap gegn Val er vart viðreisnar von hjá Ármenningum og hafa þeir nú tapað 1 3 leikjum í röð frá þvi í haust Mrfuknattlelkur Stig Vals skoiuðu: Hockenos 25, Torfi 22, Þórir 1 7, Hafsteinn Haf steinsson 1 2, Rikharður Hrafnkelsson 12. Kristján Ágústsson 10. Helgi Sig- urðsson 8. Helgi Gústafsson 4 og Lárus Hólm 2 stig Stig Ármenninga skoruðu Björn 29 stig, Wood 23, Jón B 1 6, Erlendur Eysteinsson. Jón Steingrimsson og Guðmundur Sigurðsson 4 stig hver og Ingvar Sigurðsson 2 stig Dómarar voru þeir Guðbrandur Sig urðsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir sæmilega, en að vanda sáu leikmenn hvors liðs ýmis ..brot" miklu betur en þeir Guðbrandur og Þráinn GG Þingeyingar höfðu yfir- burði í Sveitaglímunni HERAÐSSAMBAND Suður-Þingeyinga vann öruggan sigur í Sveita- glímu Islands, sem fram fór í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellssveit á laugardaginn. Unnu Þingeyingarnir alla sína keppinauta með yfir- burðum og hlutu 4 stig, A-sveit Víkverja varð í öðru sæti með 3 stig, sveit ÚlA þriðja með 2 stig, sveit Armanns fjórða með 1 stig og lestina rak B-sveit Víkverja með ekkert stig. Sveit HSÞ skipuðu Mývetn- ingarnir Ingi Þór Yngvason, Eyþór Pétursson og Kristján Yngvarsson. Til leiks mættu 5 sveitir en skráðar höfuð verið 6 sveitir til leiks. Pétur Yngvason úr B-sveit Þingeyinga forfallaðist á síðustu stundu og gátu Þingeyingar því ekki teflt fram tveimur sveitum eins og þeir ætluðu sér. Keppnin fór þannig fram að þrír menn skipuðu hverja sveit, einn í hverj- um þyngdarflokkí. Kepptu sveitirnar hver við aðra og glímdu saman menn úr sömu þyngdar- flokkum og glímdu þeir tvær glímur. Voru því glímdar sex glímur í hveirri viðureign nema þegar menn unnu hvor sína glfm- una. Þá var glímd aukaglíma til úrslita. IJrslit einstakara leikja urðu þessi: Gifma Sveit HSÞ:Víkverji-A 6:1 Sveit HSÞ.Sveit tJÍA 6:0 Sveit HSÞ.Sveit Ármanns 6:0 Sveit HSÞ:Víkverji-B 4:2 Víkverji-A:Sveit ÚÍA 3'/4:2H Víkverji-A:Sveit Ármanns 4:2 Víkverji-A:Víkverji-B 4:2 Sveit UlA:Sveit Armanns 4:2 Sveit ÚlA:Vikverji-B 414:214 Sveit Ármanns.Víkverji-B 4!4:1Í4 Af einstökum keppendum náði Ingvi Þór Yngvason HSÞ beztum árangri í yfírþyngd, vann 8 glím- ur af 9.1 milliþyngd náði Hjálmur Sigurðsson í B-sveit Vfkverja beztum árangri, hlaut 7!4 vinning í 9 glímum. 1 léttþyngd fékk Kristján Yngvason HSÞ bezta út- komu, hlaut 8 vinninga í 8 glím- um og var hann eini keppandinn á mótinu, sem vann allar sínar glímur. I A-sveit Víkverja voru Eiríkpr Þorsteinsson, Gunnar Ingvarsson og Halldór Konráðsson. Sveit Austfirðinga, sem skipuð var þremur ungum mönnum frá Reyðarfirði, þeim Marínó Marinóssyni, Auðunni Gunnars- syni og Þóroddi Helgasyni, kom á óvart, veitti Víkverja harða keppni um annað sætið. Sveit Ár- manns stóð sig lakar en reiknað var með, en sveitina skipuðu Guð- mundur Ölafsson, Guðmundur Freyr Halldórsson og Sigurjón Leifsson. Sérstaklega kom á óvart slök útkoma GuðmUndar Freys, Kristján Yngvason, HSÞ, hefur þarna komið bragði á andstæðing sinn og kom hann engum vörnum við. Kristján var sá eini af keppendum í Sveitaglímunni, sem vann allar sínar glfmur. Ljósm. Król. sem aðeins hlaut !4 vinning í 8 glímum." Lestina rak B-sveit Vík- verja en hana skipuðu Ingvar Engilbertsson, Hjálmur Sigurðs- son og Árni Unnsteinsson. Var það einkennileg ráðstöfun að láta Hjálm glíma í B-sveitinni, því hann hlaut 7!4 af 8 vinningum sveitarinnar og hefði vafalaust styrkt A-sveitina verulega. Sveitaglíman fór nú fram með öðru og mun skemmtilegra sniði en áður. Keppnin gekk vel fyrir sig og var góð skemmtun fyrir áhorfendur. Það ásamt aukinni þátttöku sýnir að stjórn Glímu- sambandsins tók rétta ákvörðun þegar hún samþykkti að breyta fyrirkomulagi glímunnar. — SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.