Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vogar, Vatnsleysuströnd Umboðsmaður óskast, til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Vogunum. Upplýsingar hjá umboðsmanni í Hábæ eða afqreiðslunni í Reykjavík, sími 10100 Keflavík — Atvinna Starfsk.raftur óskast til verzlunar- og skrif- stofustarfa. Stapafell, Keflavík. Atvinna Hafnarfjörður Viljum ráða menn vana rafsuðu og plast- suðu, einnig starfsmenn i önnur fram- leiðslustörf. Börkur h / f. sími 53755. Hagvangur hf. Ráðningarþjónusta óskar að ráða öryggisverði Fyrirtækid: Stórt fyrirtæki í Reykjavík. Starfið: Öryggis- og næturvarzla utan venjulegs vinnutíma, dyravarzla eftir lok- un og reglubundnar ferðir um byggingu fyrirtækisins. Vmnustaðurinn: er í góðum tengslum við strætisvagnaleiðir og er hreinlegur og aðlaðandi Við leitum að Manni sem er ábyggilegur, nákvæmur og heilsugóður. Áherzla lögð á meðmælendur úr starfi og einkalífi. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun, starfsferil, mögulega meðmælendur, síma, heima og í vinnu, sendist fyrir 10 febrúar til Hagvangur hf. c/o Ólafur Örn Haraldsson, skrifs tofus tjóri rekstrar og þjóðhagfræðiþjónusta Grensásvegur 13, Reykjavík, sími 83666. Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað_. Skálatúnsheimilið Óskar að ráða starfsfólk til ýmissa starfa Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 66249. ' Matsveinn Matsveinn óskast á 100 tonna bát frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar í síma 98- 1849. Barngóð kona óskast frá 23. febrúar til maí-loka til að gæta tveggja barna 3—4 daga í viku eftir hádegi á heimili þeirra í efra-Breiðholti. Upplýsingar í síma 75344. Starfsmaður Sportvöruverzlun óskar að ráða starfs- mann nú þegar, helzt ekki yngri en 25 ára. Umsóknir sendist Mbl. fyrir 3. 2. '78 merkt: ..Framtíð — 4200 ". Afgreiðslufólk Vaktavinna Viljum ráða afgreiðslufólk í blómaverzlun. Upplýsingar sendist afgr. blaðsins, merkt: ,,Blóm— 4369", fyrir 7 febrúar. Skrifstofu- og sölumannsstarf Innflutningsfyrirtæki sem verzlar með vefnaðar- og hannyrða- v/örur, óskar eftir að ráða strax starfsmann til almennra skrifstofustarfa og sölumennzku. Umsóknir merktar: ,.K — 999" sendist blaðinu fyrir 5. febrúar. ÍS Iþróttakennara vantar að grunnskólunum í Kópavogi, vegna forfalla. Upplýsingar í síma 41 863 og 40269. Skólafulltrúi. Gröfumaður óskast Viljum ráða reglusaman mann á Bröyt gröfu. Jarðorka s. f., Síðumúla 25, símar 32480 og 31080. Starfsfólk óskast í kjörbúð Piltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa og fleira í kjörbúð. Upplýsingar í verzlun- inni. Verzlunin Herjólfur, Skipholt/ 70. — Frumvarp til laga... Framhald af bls. 29. að ná óréttmætum hagnaði. Til þess að ná þessum markmiðum er beitt tveim mismunandi aðferð- um: 1. Samkeppnislöggjöf. Henni er ætlað að efla og styrkja frjálsa samkeppni, og hindra aðgerðir einstakra fyrir- tækja, sem kunna að skaða sam- keppnina. 2. Verðmyndunarlöggjöf. Henni er ætlað að gera yfirvöld- um mögulegt að hindra óeðlilega hátt eða lágt verð og jafnvel að hamla gegn verðbólgu. Hvað viðvíkur fyrra atriðinu eru farnar tvær mismunandi leiðir. Norræna aðferðin gerir öll- um fyrirtækjum skylt að tilkynna viðkomandi yfirvöldum um sér- hverja samninga eða aðgerðir, sem augljóslega leiða til heftrar samkeppni, en bannar þær ekki. Síðan er það lagt í hendur yfir- valda að ákveða í hverju tilviki, hvort banna skuli einstaka' samn- inga. Ameríska aðferðin er hin leiðin. Hún bannar allar sam- keppnishömlur, nema þær, sem lögin kveða á um að séu leyfileg- ar. Þau lönd, sem fylgja amerísku aðferðinni, eru auk Bandaríkj- anna helst Kanada og Þýskaland. „Hvað viðvíkur verðlagslöggjöf- inni skiptir mestu máli, á hvers herðar löggjafinn leggur þá ábyrgð að taka verðákvarðanir og í hverja aðstöðu sá aðili er settur. Þannig ríkir sá skilningur i Bandaríkjunum, Kanada, Þýska- landi, Svíþjóð og mörgum fleiri Evrópulöndum, að sami aðili og nýtur hagnaðarins eða þolir tapið af rekstri fyrirtækisins verði að bera ábyrgð á verðákvörðunun- um. Löggjöf þessara landa gefur stjórnvöldum enga möguleika á afskiptum þar af. Hins vegar geta yfirvöld fengið neitunarvald, þ.e. ýmist bannað allar verðhækkanir eða bannað einstökum fyrirtækj- um að breyta verði. í þeim löndum, sem beita ekki bannreglunni í samkeppnislög- gjöfinni, eru gjarnan rýmri mögu- leikar á opinberri íhlutun í verð- ákvarðanir fyrirtækja, bæði með því að heimila yfirvöldum beina verðákvörðun, hámarksverð, eða löggildingu verðútreikningsað- ferða, svo sem álagningarákvæða. Undantekning á þessu er Svíþ.jóð, sem beitir ekki bannreglu, en gef- ur yfirvöldum þó ekki heimild til verðíhlutunar. Þar á móti kemur upplýsingaskyldan, þ.e. afar víð- tæk skylda til þess að gefa opin- berum aðilum og jafnvel fjölmiðl- um hvers kyns upplýsingar, er máli skipta. Aftur á móti hafa verið í gildi lög um tímabundna verðstöðvun, þ.e. bæði á innlendum og innfluttum vörum, í ýmsum lönd- um, sem aðhyllast bannreglu og norrænu regluna. Erfitt er að segja nokkuð um árangur verð- myndunarlöggjafar við að hamla gegn verðbólgu, þar sem það á annað borð er yfirlýstur tilgang- ur. Þó virðist vera samhengi þar á milli á þann veg, að verðbólga er minnst I þeim Iöndum, sem hafa mínnsta opinbera íhlutun í verð- lagsákvarðanir fyrirtækja, sé litið til næstu landa, sem búa við svip- að stjórnskipulag. Við gerð meðfylgjandi tillagna var farin sú leið að fylgja bann- reglunni í köflunum um sam- keppnishömlur og einkum stuðst við þýsku iögin, sem eru mjög nýleg, eða frá 1973. Enn fremur er þeirri reglu fylgt, að verðlags- yfirvöldum er ekki gefið vald til að ákvarða verð fyrirtækja, held- ur er Einokunarnefnd gefið tak- markað vald til að banna fyrir- tækjum að breyta verði sínu, og viðskiptaráðherra fær vald til þess að gripa til verðstöðvunar, þ.e. algjörrar verðstöðvunar. Megináhersla er lögð á að skapa þær markaðsaðstæður, sem líkleg— astar eru til að fóstra eðlilegt og æskilegt viðskiptalíf með þjóðar- hagsmuni í huga. Það verður að taka skýrt fram, að í þessum tillögum er ekki tekið tillit til sérhagsmuna nokkurra hópa, stétta eða landssvæða, þar af leiðandi ekki heldur til sér- þarfa ýmissa minnimáttarhópa, sem e.t.v. eru tekjulágir. Það er eindregin skoðun nefndarinnar, að slíkum sjónarmiðum sé ekki hægt að blanda inn í löggjöf sem þessa, ef hún á að ná tilgangi sínum, heldur verði að koma til móts við slikar þarfir eftir öðrum leiðum opinberrar samhjálpar. Við samningu þessara tillagna hefur ekki verið tekið tillit til þess, hvað ætla mætti, að væri pólitískt framkvæmanlegt, heldur eingöngu sett fram þau sjónar- mið, sem talin voru réttust, þó með einni undantekningu. Ekki var talið fært að breyta meðferð verðlagsmála landbúnaðarafurða og sjávarafla á annan hátt en þann að færa smásöluverð land- búnaðarafurða frá sexmanna- nefnd undir lög þessi og við- skiptaráðherra. Það táknar þó ekki að nefndarmenn telji núver- andi fyrirkomulag um ákvörðun heildsöluverðs landbúnaðaraf- urða og sjávarafurða æskilegt. Hér verður ekki gerð frekari grein fyrir efni frumvarpsins, heldur látið nægja að vísa í efnis- yfirlitið, sem gefur góða mynd af uppsetningu þess og svo til frum- varpsins sjálfs og athugasemda við einstakar greinar.“ — Hvíldar- dagsrabb... Framhald af bls. 12 á sterkri leiðsögn þeirra sem þekkingu og reynslu geta miðl- að á þessum sviðum og bera gæfu til að geta virkjað huga og hönd borgaranna til sam- stilltra athafna er vísa til fram- fara og aukinnar reisnar. — Hópurinn sem lagði af stað frá Ásgarði hefur nú náð hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð —- og senn hoppa allir niður af stokknum og halda niðurslakk- ann í átt að litla notalega heita læknum ! Nauthólsvík. — Það hlakkar í börnunum er þau sjá gufuna stíga upp úr læknum og þau pata ákaft og brosandi þangað niður. — Mér verður hugsað til þess, að hitaveitu- stokkarnir eru i raun einu göngustígarnir er þræða þvert i gegnum hverfi borgarinnar, en voru þó ekki hugsaðir sem slik- ir i upphafi. Um það og sitt- hvað fleira mun ég fjalla i fram- haldi þessarar greinar. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.