Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1978 Þingmannafrumvarp: Launakjör þingmanna ákveðin af Kjaradómi „Launakjör alþingismanna skulu ákveðin af Kjaradómi. Kjör alþingismanna að öðru leyti, svo sem húsnæðis-, dvalar- og ferða- kostnaður, skulu sömuleiðis ákveðinn af Kjaradómi að fengn- um tillögum þingfararkaups- nefndar ..." Þannig hljóðar upp- haf fyrstu greinar frumvarps um breytingu á lögum um þingfarar- kaup, sem Gylfi Þ. Gfslason (A) og Ellert B. Schram (S) hafa lagt fram á Alþingi. I greinargerð segir: Flutningsmenn þessa frum- varps hafa verið þeirrar skoðun- ar, að laun alþingismanna skuli ákveðin af Kjaradómi, og fluttu frumvarp þess efnis fyrir fáum árum. Það frumvarp hlaut ekki af- greiðslu. Launakjör alþingismanna hafa nú enn á ný verið f sviðsljósinu og margvíslegur misskilningur skap- ast um þau, upphæð þeirra og tilurð, svo og kjör alþingismanna almennt. Þessar umræður hafa sýnt fram á nauðsyn þess, að laga- ákvæði hér um valdi ekki ruglingi og þingmenn eyði þeirri tor- tryggni sem ríkjandi virðist um kjör þeirra. Skv. lögum nr. 4 frá 1964 um þingfararkaup, 1. gr., skulu þing- menn njóta launa skv. launa- flokki B 3 í kjarasamningi um laun starfsmanna ríkisins. I 8. gr. segir hins vegar að „ef almennar breytingar verða á launum starfs- manna ríkisins, er þrngfarar- kaupsnefnd heimilt að hækka eða lækka árslaun skv. 1. gr. að sama skapi". Siðarnefnda ákvæðið hefur í raun litla sem enga þýðingu, þar sem launakjörin eru fastbundin skv. 1. gr. Þingmenn sjálfir taka því ekki ákvarðanjr um laun sín, nema að því leyti að Alþingi og alþingismenn hafa löggjafarvald- ið í sínum höndum. 8. gr. hefur hins vegar valdið útbreiddum misskilningi og nú, þegar leiðir hafa skilist með BSRB og BHM og launaflokkur B Undanrennusala jókst um 119% á síðastliðnu ári Sala á nýmjólk minnkaði um 4,3% NÝMJÓLKURSALA minnkaði um 4,3% á s.l. ári en sala á undanrennu jókst aftur á móti um 119%, segir í yfirliti um framleiðslu og sölu mjólk- ur og mjólkurafurða árið 1977, sem Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur tekið saman. Þegar saman er tekin sala á nýmjólk og undanrennu er um lítils- háttar aukningu að ræða. Sala á smjöri varð um 20% minni á síðasta ári en á árinu á undan, en aukning varð á sölu osta um rúmlega 9%. Heildar- magn innveginnar mjólkur á árinu var 118,9 milljón kg, en það er um 6,2% meira en árið 1976. Innveg- in mjólk minnkaði hjá fimm samlögum, en þó mest hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík, en hlutfallslega minnkaði mjólkin mest hjá Mjólkursamlaginu á Þórs- höfn. Framleiðslan á smjöri hefur verið rúmlega 1800 lestir á ári siðastliðin tvö ár. Birgir í árslok voru 1104 lestir, sem er tæpum 98% meira en árið áður. í fyrra voru framleiddar 2759 lestir af ostum, en það er 73% aukning frá fyrra ári. Samtals voru seldar 1657 lestir af skyri, það er um 3% minna en árið áður, en sá munur vinnst upp á sölu Ýmis. Nokkur aukning varð á sölu súkkulaði- mjólkur og á G-mjólk. 100. ártíð Jóns Sigurðssonar 1979: Opnun minjasafns — og vígsla kap- ellu á Hrafnseyri ÞAÐ KOM fram í svari Geirs Hallgrimssonar, forsætisráð- herra, í svari við fyrirspurn frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni (S), varðandi framkvæmdir á Hrafnseyri til minningar um Jón Sigurðsson, að stefnt er að byggingu kapellu á Hrafnseyri, sem jafnframt megi nýta til fundahalda. Hrafnseyrarnefnd, sem „stýrir framkvæmdum á Rafnseyri við Arnarfjörð í minningu Jóns Sigurðssonar" stefnir að því að fullgera bygg- ingu á Hrafnseyri „með þvi að byggja við hana nýja álmu, þar sem verði inngangur að Minja- safni Jóns Sigurðssonar og kap- ella, sem um leið megi nota til fundahalda. Gert er ráð fyrir því, að kostnaður við þessar framkvæmdir greiðist m.a. úr Minningarsjóði Dóru Þórhalls- dóttur og með samskotum ein- staklinga og samtaka, sem Hrafnseyrarnefnd hyggst beita sér fyrir. Hrafnseyrarnefnd ætlar sér að ljúka þessum fram- kvæmdum fyrir hundruðustu ártíð Jóns Sigurðssonar" 1979. Nefndin ráðgerir að minnast hundruðustu ártfðar Jóns Sigurðssonar með opnun minja- safns Jóns Sigurðssonar, vígslu kapellunnar og á annan viðeig- andi hátt, segir í svari nefndar- innar, sem forsætisráðherra flutti Alþingi í gær, í tilefni fyrirspurnar Þorvalds Garðars Kristjánssonar. 3 er ekki lengur fyrir hendi, telj- um við flutningsmenn frv. tíma- bært að það skref verði stigið, að Kjaradómur taki ákvörðun um laun þingmanna, eins og hann gerir varðandi kjör ráðherra og hæstaréttardómara, ráðuneytis- stjóra o.fl. eftir atvikum. Varðandi önnur kjör þing- manna hefur þingfararkaups- nefnd lögum samkvæmt ákveðið þau, svo sem ferða-, dvalar- og fæðiskostnað. Eðlilegt er að þau kjör hlfti sömuleiðis ákvörðunum Kjaradóms, en gert er ráð fyrir að þingfararkaupsnefnd hafi tillögu- rétt þar um. 7500 lestir af loðnu feng- ust í fyrrinótt NOKKUR loðnuveiSi var i fyrrakvöld 65 sjómílur NNA af Melrakkasléttu; á pessum slóSum fengu 22 skip samtals 752 lest. Var fariS fariS meS aflann ýmist til NorSurlandshafna eSa AustfjarSa. í gær var sæmi- legasta verSur á loSnumiSunum og var búist við aS einhver veiBi yrði meS kvöldinu. Skip sem tilkynntu um afla frá þvi kl 18 í fyrradag til hádegis i dag eru þessi: Harpa RE 350 lestir Vonin KE 160, Ólafur Magnússon EA 20, Grind- víkingur GK 620, Þórshamar GK 300, Vikurberg GK 250, Huginn VE 580, Þórður Jónasson EA 350, Kap 2, VE 660, Vörður ÞH 200, Náttfari ÞH 400. Loftur Baldvinsson EA 730~ Svanur RE 300, Heimaey VE 60. isa- fold HG 770, Skarðsvik SH 570, Dag- fan ÞH 200, Örn KE 530. Faxi GK 250. Sandafell GK 320, Óskar Halldórsson RE 400 og Eldborg GK 100lestir Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ Simi 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.