Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978
GRANI göslari
Dásamiegt að geta kælt sig!
Guði sé lof að ég skuli hafa haft
þig til að tala við allan tfmann!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Sagnir andstæðinga hafa oft
mikil áhrif á val úrspilsaðferða.
Og hætt er við, að sagnhafi hefði
tapið spilinu hér að neðan hefði
austur ekkl verið svo óheppinn að
vera gjafari en allir voru utan
hættu.
Norður
S. KD87
H. D83
T. D62
L. Á102
Vestur
S 9
H. G742
T. G98753
L. 86
Austur
S. 54
H. K106
T. AK4
L. KG974
Suður
S. ÁG10963
H. Á95
T. 10
L. D53
COSPER
©PIB
COPfNNMIN
Ég vann þó ætíð veómálið um hver gæti hallað sér
mest fram af svölunum!
Um nafnbirtingu kyn-
ferðisafbrotamanna
„Tilefni þessa bréfkorns er
bréf frá reykviskum saumaklúbbi
sem inniheldur bón um að birt
séu nöfn kynferðisafbrotamanna.
Eg hefði nú haldið að fullþroska
konur gerðu sér grein fyrir þvi að
afbrot af þessu tagi eru ekki
framin af fólki með heilbrigðar
hvatir og oft af heilaskemmdum.
Fólk sem sækist eftir kynferðis-
afskiptum af börnum hefur ekk-
ert að gera í fangelsi, það þarfn-
ast hjálpar sálfræðinga og lækna,
því það ræður ekki við þessar
hvatir hjá sér og gerir sjálfsagt
allt sem i þess eigin valdi stendur
til að hamla á móti þessu.
Svo eru líka til börn, sem gefa
sig á vald svona fólki gegn
greiðslu i formi sælgætis og pen-
inga og þau koma alltaf aftur og
aftur og þetta getur haldið áfram
árum saman. Sjálf lenti ég f hönd-
unum á svona manni fyrir 12 ár-
um og hefur það engin áhrif haft
á mitt sálarlif. Ég hef i það
minnsta aldrei haft martröð
vegna þessara atburða og hef full-
komlega eðlilegt samband við hið
gagnstæða kyn. Ég hef spurt þær
þrjár stúlkur sem ég veit að hann
átti einnig við um svipað leyti
hvort þær telji þetta hafa haft
einhver áhrif á sálarlíf þeirra og
telja þær það ekki vera.
Á sinum tíma tókum við það ráð
að fara mörg saman í hópi ef við
þurftum að eiga viðskipti við
þennan mann, því við kærðum
okkur ekki um þetta káf og pot og
stundum hélt hann okkur svo fast
að við meiddum okkur, það voru
sem sé einu óþægindin sem ég
hlaut af þessum manni. Nokkrum
árum seinna vissi ég svo til að
hann fékk útrás fyrir þessar hvat-
ir sínar hjá tveimur systrum gegn
borgun. Systur þessar voru um 6
ára og 8 ára og sáum við þær fara
til hans aftur og aftur og koma
þaðan með vörur sem við
krakkarnir sóttumst hvað mest
eftir og ekki skildum við hvernig
r
Nytin snarminnkar i kúnum:
Mjaltakonur stút
fullar við störf
Moskvu, 26. jan. AP.
MJÓLKURFRAMLEIÐSLA
hefur dregizt hastarlega saman
á samyrkjubúi I grennd við
Moskvu og má rekja það allt tii
drykkjuskapar og óreiðulifnað-
ar mjaltakvennanna á bænum,
segir f dagblaði f Moskvu f dag.
Er löng grein um málið og segir
þar að forstjóri búsins sem sé
góður og merkur flokksmaður
Strukov að nafni hafi reynt að
ráða bót á þessu, en hann hafi
átt við orfurefli að etja og sér-
staktega hafi mjaltakonurnar
orðið honum erfiðar f skauti.
Komi þær þéttkenndar til
mjalta og láti öllum illum lát-
um f fjósinu, svo að kýrnar
verði óstyrkar og nytin hrað-.
minnki.
Auk þess láti hinar kenndu
mjaltakvinnur það ógert a
mjólka nema þær kýr sem laus,
mylkastar eru og hefur þetta^
haft í för með sér að nú er
dagleg mjólkurframleiðsla bús-,
ins ekki nema 1 kg á kú. Ráðist
er harkalega að framkvæmda
nefnd samyrkjubúsins og henm
legið á hálsi fyrir ómyndar-'
skapinn að geta ekki beint hin
um óreglusömu mjaltakonum
inn á farsælli brautir og leitt'
þeim fyrir sjónir hversu liferni
þeirra víki langt frá öllum
flokkshugsjónum.
Suður varð sagnhafi í fjórum
spöðum eftir að austur hafði opn-
að á einu laufi. Og vestur spilaði
út laufáttu.
Sagnhafi tók strax á ásinn í
borðinu því eftir laufsögn austurs
var ekki útilokað að áttan væri
einspil. Haníi tók síðan tvisvar
tromp og spilaði lágu laufi frá
borðinu. Austur tók á kónginn og
spilaði aftur laufi.
Sagnhafi var ekki í vafa um
hvar hjartakóngurinn væri. Og
samkvæmt því undirbjó hann ein-
angrun hjartalitarins með því að
spila tígultíu frá hendinni. Vörn-
in spilaði aftur tígli, sem suður
trompaði. Síðan spilaði hann sig
inn í borðið á tromp og trompaði
aftur tígul á hendinni.
Þar með var hjartaliturinn orð-
inn einangraður og suður spilaði
lágu hjarta frá hendinni. Hann
ætlaði auðvitað að láta áttuna frá
borðinu og festa austur inni.
Hann hefði þá orðið að spila ann-
aðhvort hjarta frá kóngnum eða
laufi í tvöfalda eyðu. En vestur
skemmdi þessa laglegu áætlun
með því að láta gosann.
H:nn ætlaði sko ekki að dæma
félaga sinn til að spila frá kóngn-
um. En sagnhafi dó ekki ráðalaus.
Austur verður bara að eiga tíuna
líka, hugsaði suður um leið og
hann lét drottninguna á gosann.
Austur fékk á kónginn en sagn-
hafa varð að ósk sinni þegar aust-
ur varð að spila hjarta frá tíunni.
Unnið spil.
En það hefði verið óeðlilegt að
vinna spil þetta hefði suður verið
gjafari. Enda austur þá ekki tekið
þátt í sögnum.
jT Framhaldssaga eftir
HUS MALVERKANNA a—
65
'25. kafli
Jörgen Skov rannsóknarlög-
reglumaður leit upp úr spjald-
skfánni.
— BHIinn er skráður á nafn
frú Dorrit Hendberg. Það er
hún sem er gift Carli Hend-
berg. Furðulegt að hún skuli
taka upp á þvf að fremja sjálfs-
morð á einhverjum hliðarvegi.
— Frú Hendberg.
Jörgensen yfirlögregluþjónn
leit upp frá vinnu sinni.
— Mig minnir að þið segið að
unga stúlkan sem þið funduð
væri milli tvltugt og þrltugs.
Eftir því sem ég man bezt gift-
ist Carl Hendberg fertugri
konu f fyrra. Ég man það,
vegna þess að konunni minni
varð tfðrætt um það... já, hvað
sagði hún nú aftur... eitthvað
um að þau væru svo falleg og
sæl á brúðarmyndunum og að
hann væri glæsilegur... nei,
það var ekki það. Hún sagði það
væri furðulegt að hann hefði
ekki i þetta sinn reynt að gift-
ast dálítið yngri konu svo að
Ifkurnar væru að minnsta kosti
meiri á því að hún lifði hann.
— Hann getur hafa fengið
sér nýja konu sfðan. Það er
fljótlegt að.skipta um eigin-
konu nú til dags, sagði Jörgen
Skov.
— Nei, fjárakornið að það
gangi svo greitt, tautaði yfirlög-
regluþjónninn.
Stöðuar nóvemberrigningar
og kuldi, grátt f gráu hvert sem
litið er, kvölds og morgna og
um miðjan dag. Það er kannski
furða að ekki skuli fleira
fremja sjálfsmorð.
— Við erum alltaf að tala um
sjálfsmorð.
Skov settist við skrifborðið og
dró fram skýrslu og náði sér f
kaffibolla. Kaffið skvettist upp
úr og hann bölvaði þegar brúnn
dropi fór niður á hvftan pappfr-
inn.
— Eftir þvf sem ég fæ séð af
skýrslunni hefur frú Hendberg
verið eiturlyfjaneytandi lengi.
Það var það fyrsta sem læknir-
inn veitti athygli... þakin
stungum eftir sprautur. Senni-
lega eiturlyfjaneytandi f aftur-
bata sem hefur sk.vndilega fall-
ið fyrir freistingu og fengið sér
of stóran skammt.
— Ohapp.
— Sennilegast. En það væri
eiginlega skárra að segja mann-
inum frá þessu en væri um
sjálfsmorð að ræða.
— Og fyrst við vitum nú hver
hún var, hljótum við að skýra
Hendberg frá þvf snarlega.
— Leiðindaverk það.
— Við vitum auðvitað ekki
hvort það var hún ... ég á við,
hvort þetta er frú Hendberg.
Ung stúlka á þrftugsaldri...
Kannski við ættum að fletta
upp f manntalinu hvað frú
Hendberg er gömul. Svona til
vonar og vara.
Jörgensen yfirlögregluþjónn
tók upp sfmtólið.
— Fólk á bara að láta ógert
að leggja sig út af og deyja f
bfl, þegar það hefur hvorki
skilrfki né veski á sér.
Hann talaði f sfmann. Hlust-
aði og skrifaði niður.
Skov settist á borðröndina og
kveikti sér f sfgarcttu meðan
hann horfði út f endalausa
rigninguna.
— Auðvitað ... éiturlyfja-
neytandi... óheppni...
Hann vissi ekki hvaða
drauma hann hafði alið með
sér þegar hann ákvað að ganga
f lögregluna, en það var að
minnsta kosti ekki f ætt við
þetta. AIIs konar sorglegír at-
burðir, sem voru svo ömurlegir
og óskiljanlegir.
Hörmulegir atburðir, þegar
varð að tilkynna ástvinum hvað
gerzt hefði. Hann hafði alið
með sér einhvern draum sem
fæðzt hafði við að horfa á sjón-
varpið. Sniðugan rannsóknar-
lögrcglumann sem leysti með
einni handarsveiflu úr öllum
vanda.
Skov andvarpaði. Og nú varð
hann að hringja og skýra Carl
Hendherg frá þvf að konan
hans væri dáin. Það var á
stundum auðveldara þegar fólk
hringdi sjálft og var að leita að
ættingjum og aðstandendum.
Þeir sem hringdu voru að
nokkru undir það búnir að eitt-
hvað hefði komið fyrir og gátu
þvf tekið sorgartfðindum skár.
Hann leit á klukkuna. Hún
var kortér yfir nfu og frú Ilend-