Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 19 Gríski leikstjórinn Voulgaris kominn Mynd hans Ánægjudagur sýnd í kvöld EINN þekktasti kvik- myndaleikstjóri Grikkja, Pantelis Voulgaris, er nú staddur hér á landi í tilefni kvikmyndahátíðarinnar, ásamt framkvæmdastjóra grísku kvikmyndastofnun- arinnar. Kunnasta mynd Voulgaris er Ánægjudagur og verður hún sýnd í Há- skólabíói kl. 9 í kvöld. Voulgaris er í hópi þeirra sem vakið hafa nýja bylgju í kvik- myndagerð Grikklands, en hann vakti fyrst athygli á sér 1966 með stuttri mynd — Tígri Jimmy. Það er þó ekki fyrr en 7 árum siðar að honum gefst kostur á að gera mynd í fullri lengd — Heiman- mund önnu, en kunnustu mynd sína, Ánægjudag, gerði hann svo fyrir liðlega ári síðan. i myndinni er lýst atburðum sem Voulgaris raunar sjálfur upp- lifði í fangabúðum fasista eftir borgarastríðið, en hún gerist á eyju þar sem mönnum er haldið f ánauð og þeir pyntaðir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Líflegt f élagslíf íÞorlákshöfn Þorlákshöfn, 7. febrúar. FÉLAGSLÍF hefur verið hér líf- legt í vetur. Kvenfélag Þorláks- hafnar var með árlegt þorrablót í byrjun þorra. Þá tók kvenfélagið upp þá nýbreytni í vetur að bjóða eldri borgurum, 60 ára og eldri, til skemmtunar, þar sem kven- félagskonur báru fram rausnar- legar kaffiveitingar, sem þær gáfu og sáu um sjálfar. Þarna voru endurtekin skemmtiatriði frá þorrablóti félagsins og fleira var einnig til skemmtunar; að lok- um var dansað. Gestir skemmtu sér með ágætum og eru að sjálf- sögðu innilega þakklátir kven- félagskonunum fyrir rausn þeirra og velvilja. Tvær slíkar skemmtanir hafa verið haldnar í vetur og mun sú þriðja verða haldin undir vorið áð sögn for- manns kvenfélagsins, Ingibjargar Einarsdóttur. Þá heldur Söngfélag Þorláks- hafnar sitt þorrablót n.k. laugar- dag, 11. febrúar, meó mörgum skemmtiatriðum og miklum söng að venju. Rafínheiour. í búðarrápi með pabba og mömmu. SAA: INSI mótmælir áformum um kjaraskerdingu verkafólks í fréttatilkynningu frá Iðn- nemasambandi íslands segir að sambandið vilji benda á vegna þeirra umræðna sem hafa farið nú að undanförnu um aðgerðir rikisvaldsins f efnahagsmálum, þar sem fram hafa komið hug- myndur um hratt gengissig eða gengisfellingu og afnám vísitölu- ákvæða kjarasamninga, að erið- leikar þeir sem við er að etja í efnahagsmálum þjóðarinnar séu ekki tilkomnir vegna launahækk- ana almenns verkafólks, heidur vegna óstjórnar ríkisvaldsins í efnahagsmálum. Jafnframt mótmælir Iðnnema- sambandið öllum hugsanlegum aðgerðum ríkisvaldsins er geti leitt til kjaraskerðingar hjá al- mennu verkafólki. Og hvetur Iðn- Ráðstefna um starf Al- þjóðabanka FELAG Sameinuðu þjóðanna á Islandi hefur ákveðið að standa fyrir ráðstefnu um Alþjóðabank- ann og starfsemi hans mánudag- inn 13. febrúar n.k. á Hótel Sögu. Ráðstefna þessi er haldin að ósk Alþjóðabankans f beinu fram- haldi af sams konar ráðstefnum f höfuðborgum hinna Norðurland- anna. Á ráðstefnuna kemur á vegum Alþjóðabankans Einar Magnús- sen fyrrum viðskiptaráðherra Norðmanna, en nú fulltrúi Norð- urlandanna i stjórn bankans. I för með honum er Odd Myhrer, en hann stjórnar upplýsingadeild bankans fyrir Norðurlönd og Leif Christofferson. Stjórnandi ráðstefnunnar verð- ur Jón Sigurðsson forstjóri, fyrr- um fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans. Meginviðfangs- efni ráðstefnunnar verður að ræða hlutverk og möguleika Norðurlanda í starfi Alþjóða- bankans, en inngangserindi flyt- ur Einar Magnussen. nemasambandið öll launþegasam- tök til að standa saman og svara öllum kjaraskerðingaraðgerðum ríkisvaldsins af fullri hörku. EFTIRFARANDI fréttatil- kynning hefur borizt Morg- unblaðinu frá Samtökum áhugafólks um áfengis- vandamálið: Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið vilja þakka þeim fjölmörgu stofnfélögum sem greitt hafa stofnframlög sín. Þau hafa verið SÁÁ ómetanleg- ur stuðningur og má í raun Ekki tilviljanir— heldur handleiðsla — segir sr. Þórir Stephensen — FÖSTUDAGINN 3. febrúar s.l. ók áætlunarbifreið frá Vestf jaröaleið út af veginum undir Ingólfsfjalli. í bifreiðinni voru, auk bifreiðar- stjóra. 62 fermingarbörn frá Oómkirkjunni ásamt presti sinum. sr. Þórí Stephensen og aðstooar- manni bans. Sr. Þórir kom aS máli viS IVIorgunblaSiS og baS um aS mega koma á framfæri í blaSinu þakk- læti til Selfyssinga og annarra. er hlut eiga aS máli, fyrir þaS, hve vel þeir hefSu komiS f ram, er slys- iS bar aS höndum. Sr Þórir sagði: ..Sjálf bilveltan orsakaði ekki nema smávægilegar skrámur og mar á tiltölulega fáum, en svo gerðist aftur annað. sem enginn gerði sér grein fyrir á staðn- um, að stórhættuleg sýra af raf- geymum bílsins streymdi inn i far- þegarýmið og yfir nokkur barnanna og annan fararstjórann Fleiri fengu hana á sig, er þeir voru að komast út úr bílnum Arinbjörn Kolbeinsson lækni bar þarna að Hann gaf góð ráð og tók einnig með sér til Reykjavikur tvær stúlkur, sem ég taldi ástæður til að kæmust strax i bæinn, en við athug- un hér kom i I' s, að þeim hafði ekki orðið meintaf Svo streymdu þarna strax að bilar frá Selfossi, bæði frá lögreglu og öðrum aðilum og allir voru bil- stjórarnir hjálpfúsir menn, sem óku hópnum strax niður á Selfoss, sum- um i matarsal Sláturfélags Suður- lands, en öðrum á lögreglustöðina Nokkrir þeirra, sem á síðar nefnda staðinn voru fluttir, fóru nú að finna fyrir sviða undan sýrunni. tveir þeirra ma.a í augum Er þeir fóru að hafa orð á þessu, sá hinn marg- reyndi og trausti yfirlögregluþjónn, Jón I Guðmundsson, strax. hvað sýrumengunin var alvarleg og sendi strax á sjúkrahúsið með alla, er fundu fyrir sviða Á sjúkrahúsinu stóð þannig á að læknar og hjúkrunarlið voru til taks og gátu gert réttar ráðstafanir strax, og þvi hafði sýran engin varanleg áhrif Fullljóst er hins vegar, að þama munaði mjög litlu að illa færi Persónulega tel ég að glöggskyggni yfirlögregluþjónsins hafi orðið til þess að hægt var að bjarga sjón á öðru auga hjá tveimur stúlknanna og jafnframt urðu önnur brunasár ekki alvarleg. Þegar þessir hlutir eru afstaðnii og hægt er að lita yfir þá i heild, þá er eins og okkur 'hafi verið send hjálp í sýnilegri keðju valinna manna og atvika eftir að slysið varð, hlutum sem ég get ekki kallað tilviljanir, heldur Guðs góðu hönd útrétta okkur til hjálpar Þvi ber að þakka Guði miskunn hans Það gerði hópurinn strax þegar komið var i bæinn Þá var safnast saman til þakkarbænar I Dómkirkjunni og sú þökk var endurtekin í messunni á sunnudaginnvar En hinum ágætu mönnum. er voru svo þörf verkfæri i hendi Guðs þennan dag. vil ég einnig tjá þakkir minar og hópsins alls Guð blessi þá alla, lif þeirra og starf ."• segja að stofnframlögin hafi verið bjarghringur samtakanna til þessa. Því miður hefur komið í ljós að nokkur mistök hafa orðið í tölvuvinnslu félaga- skrárinnar og þess végna vill SÁÁ biðja þá sem skrifað hafa sig á stofn- félagalista og enn ekki fengið sendan Giró-seðil fyrir stofnframlagi að hafa samband við skrifstofu SÁÁ og láta vita. Heimilis- fangið er Lágmúli 9 og sím- inn er 82399. Einnig vilja samtökin minna þá sem fengið hafa senda Gíró- seðla á að greiða þá sem fyrst í næsta banka, spari- sjóði eða pósthúsi. Gíró- reikningur SÁÁ er nr. 300 í Otvegsbanka íslands, Laugavegi 105. Hættir fyrir aldurs sakir FYRIR skömmu veitti forseti Is- lands. að tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Kajrtani J. Jóhannssyni lækni fyrir aldurs sakir lausn frá embætti héraðs- læknis í Kópavogi frá 1. marz n.k. að telja. Stofnframlög hafa verið bjarghringur samtakanna Nýr yfirlæknir í Landspítala HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Jón Þor- steinsson lækni til þess að vera yfirlæknir við lyf- lækningadeild Landspítal- ans frá 1. jan. s.l. að telja. 114 þús. kr. fyrir tímarit- ið Óðin Á BÓKAUPPBOÐI Guð- mundar Axelssonr í Klausturhólum sl. laugar- dag var tímaritið Óðinn slegið á 114 þús. kr. með söluskatti. Rauða hættan eftir Þórberg Þórðarson var slegin á 19.000 kr. með söluskatti, Bókauppboðin fóru að þessu sinni fram í Tjarnarbúð og var margt manna viðstatt, en tölu- verður fjöldi bóka var f boði. T.d. seldust 4 rfmnahandrit að Her- reiði og Bósa, ortar 1692, handrit- ið gert af Kolbeini Bjarnasyni á Syðra-Laugalandi 1795, á 6000 kr. auk söluskatts. Bakkiiljur, grísk- ur sorgarleikur, fór á 61.200 kr. Lítil bænabók prentuð í Skálholti 1704, eftir handriti frá 1697 fór á 13.200 kr. og Hver er maðurinn? eftir Brynjólf fór á 22 þús. kr. Sjálfstæðis- félag stofnað í Olfushreppi ÞorlákshöTn, 7. febrúar. StÐASTLIÐINN laugardag 4. febrúar var fundur haldinn hér f fflagsheimilinu, þar sem stofnað var sjálfstæðisfélag, og hlaut það nafnið Sjálfstæðisfélagið Ægir Ölfushreppi. Stofnendur voru 30. Kosin var félagsstjórn á fundin- um og hana skipa: formaður Jón Sigurmundsson, Selvogsbraut 31, Þorlákshöfn, Franklín Benedikts- son, Skálholtsbraut 3, Þorláks- höfn, Þorsteinn Jónsson, Þór- oddsstöðum, Ölfusi, Petra Vil- hjálmsdóttir, Oddabraut 9, Þor- Iákshöfn, Ársæll Ársælsson, Lyngbergi 1, Þorlákshöfn, Osk Gísladóttir, Klébergi 15, Þorláks- höfn, Pétur Jóhannsson, Selvogs- braut 25, Þorlákshöfn. Stjórnin hefur ekki ennþá skipt , með sér verkum að öðru leyti en að formaður var kosinn á fundin- um. Ragnheiður. Nokkurorð frá Árna Grétari Finnssyni ÞAR SEM Morgunblaðið birti að- eins, af eðlilegum ástæðum, niðurstöður sjö efstu þátttakend- anna í profkjöri Sjálfstæðis- flokksins f Reykjaneskjördæmi, sem var sá fjöldi, sem kjör- stjórnin gaf upp, þá langar mig til að biðja blaðið að koma eftir- farandi á framfæri: Ég er þakklátur öllu þvi góða fólki, sem sýndi mér traust og stuðning í prófkjörinu. Ég hlaut 2736 atkvæði, eða um 36%. Eg er ánægður með þennan atkvæða- fjölda, miðað við aðstæður, ekki sízt þar sem staðarsjónarmið virð- ast ráða miklu um val fólks á frambjóðendum. Hin mikla þátttaka í prófkjör- inu sýnir að fylgi Sjálfstæðis- flokksins i Reykjaneskjördæmi stendur traustum fótum. Ég óska þeim frambjóðendum, sem sigr- uðu, til hamingju, og Sjálfstæóis- flokknum velfarnaðar í komandi kosningum. Arni Grétar Finnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.