Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 26
26
Sigríður Kristins-
dóttir, Eskifirði:
A kosn-
ingaári
ÞAÐ heyrir til stóríðinda á Is-
landi í dag, ef ein vörutegund
lækkar í verði. Nú erum við að
meðtaka eina slíka stórfrétt.
Smjörfjallið er vaxið yfir venju-
leg mörk, svo nú á að lækka það
með því að láta neytendur greiða
smjörið í gegnum ríkissjóð að
meiri hluta en áður. Það kemur
efalaust léttara niður í bili og
smjörsalan eykst.
Nú dynja yfir verðhækkanir á
annarri vöru og þjónustu, það er
allt talið eðlileg afleiðing siðustu
kjarasamninga, eins og venjulega.
Þessu lýsa stjórnmálamenn yfir,
þó viðurkenna þeir, að hinir
lægstlaunuðu hafi ekki of há
laun. En sama sagan endurtekur
sig æ ofaní æ, það eru hálauna-
menn í æðstu embættum, sem
fleyta rjómann ofanaf eftir alla
kaup- og kjarasamninga. En við
spyrjum: Hvað veitir þessum
Sigrfður Kristinsdóttir.
mönnum rétt til allt að tífaldra
launa erfiðismanna, sem þó óum-
deilanlega standa undir öllu
bákninu? Það undrar engan, þó
þessir herrar sitji sem fastast í
þeim stöðum og embættum, sem
þeir geta troðið sér í með réttu
eða röngu.
Hvað hugsa stjórnmálamenn-
irnir, þegar þeir standa frammi
fyrir lýðnum, að leystum vinnu-
deilum, og hrópa verðbólgu-
samningar, verðbólguhætta og
hirða svo sjálfir mestu kaup-
hækkunina, samanber síðustu
samninga, þegar alþingismenn
skömmtuðu sjálfum sé laun, sem
með hlunnindum jafngilda tiföld-
um taxta Sóknar, sem er kr.
114.067.00 á mán. Mig rennir grun
í hvað hæstvirtir kjósendur
hugsa.
Ef verðbólgan stafar af of háum
launum, þá er það vegna þess, að
þeir sem keyra kerfið, eru alltof
margir á alltof háum launum fyr-
ir alltof litla vinnu. Verðbólgan
getur aldrei orðið þeirra sök, sem
framleiða fyrir þjóðarbúið, eða
stunda þjónustustörf í þágu
sjúkra og aldraðra.
Yrði ekki meira mark tekið á
orðum þeirra stjórnmálamanna,
sem sjálfir reyndu að sýna ábyrga
afstöðu, þegar svona illa gengur
með rekstur þjóðarbúsins undir
þeirra stjórn, ef þeir tækju sig til
og lækkuðu laun sjálfra sín, i stað
þess að heimta sífellt sparnað af
þeim þegnanna, sem ekkert hafa
umfram brýnustu lífsnauðsynjar.
Eg hlakka til, ef ég lifi það, að
fram komi á Islandi stjórnmála-
menn með þá menningu og mann-
vit, að þeir í raun gangi á undan
landslýð með gott fordæmi, sýni
til dæmis þá sjálfsafneitun, að
skammta sér ekki hærri laun en
sem næmi fimmföldum launum
Sóknarkvenna
Eskifirði 17. jan. 1978.
Sigríður Kristinsdóttir.
(• ra/ifllu Wallur K\ cl> n Wolfuan Thco Maximilian ^
Oril/I'alino l'almcr .1 ahn l.tilhcr Itl \ Ihrcchl (ira/ioli G
4(i0 millj. 450 millj. 500 millj 200 millj. 700 millj 2.5 milljarOar f)
ísl. kr. ísl. kr ísl. kr. ísl. kr. ísl kr. . ísl. kr.
A þokukenndu sunnudags-
kvöldi f október sl. ók gráleit
Mercedes-bifreið í suðurátt eft-
ir hraðbrautinni frá Hamborg.
Undir stýri sat sfðhærð og Ijós
kona. Við hlið hennar, aftan við
gfrstöngina gaf að ifta appel-
sfnulitað senditæki. Klukkan
var 13 mfnútur gengin f 9 að
kveldi. Ur hátalara senditækis-
ins gall við rödd, sem spurði:
„Hvar ertu núna?“ „í Álfa-
göngum", svaraði konan
óskýrri röddu, um leið og bif-
reiðin stakk sér úr þokunni nið-
ur f vesturálmu ganganna. Tal-
stöðvarsambandið slitnaði.
Þremur mfnútum sfðar, þegar
bifreiðin kom aftur út, gerði
röddin vart við sig að nýju, bað
um staðarákvörðun og sagði
svo: „Aktu ekki hraðar en á
áttatfu kflómetra hraða.“ Kon-
an fór að fyrirmælunum, enda
var hún á leið til móts við
mannræningja. 1 aftursæti bif-
reiðarinnar lá úttroðin leður-
taska og f henni ein milljón
þýzkra marka eða um 100 millj-
ónir ísl. kr.
En frúin var ekki ein á ferð. 1
farangursrýminu hnipraði sig
saman lögreglumaður með vél-
byssu og á grárri brautarlín-
unni, sem var að mestu auð um
þetta leyti sólarhrings, fylgdi
eftir lögregla i almennings bif-
reið í nokkuð mikilli fjarlægð.
Klukkan er 20.30 og Merced-
es-bifreið frúarinnar ekur ró-
lega upp hraðbrautina nálægt
Köhlbrandbrúnni. Beggja
vegna brautarinnar er um 20
metra hyldýpisgjá. Og nú garg-
ar í senditækinu: „Stanzið
þarna. Fleygið peningunum og
talsstöðinni út yfir handfiðið til
hægri.“ Konan hlýðir og í sömu
andrá stekkur lögreglumaður-
inn út úr farangursgeymslunni.
Langt niðri, á gangstéttinni
undir ljósunum, kemur hann
auga á nokkra skugga á hreyf-
ingu. Einhver grípur töskuna
með fénu. Lögreglumaðurinn
miðar vélbyssunni og hleypir af
þremur skotum. Mennirnir
þustu upp í stóran Fólksvagn,
gefa í og eru á brott.
Á þennan hátt lauk lokaþætti
afbrots, eins af mörgum, álíka
sem farið hafa sem eldur um
sinu á síðustu tímum — stund-
inni að lausnarféð er fram reitt
í skiptum fyrir fórnardýrið.
Næsta dag mátti það um frjálst
höfuð strjúka; Felix Wessel,
fjögurra ára erfingi stórauðugr-
ar Hamborgarfjölskyldu. Síðan
þetta var hefur tekizt að hafa
hendur í hári sökudólganna. En
af milljóninni, er þeim tókst að
hafa út hefur aðeins tekizt að
finna um 300.000 mörk. Af-
gangurinn hvarf. hvarf eins og
þær 18,3 milljónir marka, sem
ýmsar fjölskyldur í Hollandi,
Sviss og Austurríki urðu að
greiða í lausnargjald fyrir
skyldmenni á tveggja tíma
tímabili um það leyti sem Wess-
el var rænt.
Mannrán eru jafn gömul
mannkynssögunni. Hellisbúar
til forna rændu eiginkonum
hver frá öðrum, Egyptar rændu
þrælum til að reisa pýramida,
Hómverjar rændu Sabínukon-
unum á þriðju öld fyrir Krist og
2000 árum síðar stálu afbrota-
menn í Englandi börnum til að
verða sér út um ódýrt vinnuafl
í nýlendunum. Er það þaðan,
sem enska orðið fyrir manrán,
„kidnapping" er komið. En eft-
ir brottnám og morð Charles
Lindenbergs, einkabarns ævin-
týraflugmannsins, árið 1932 í
Bandaríkjunum virtist svo sem
mannrán hyrfu úr sögunni,
a.m.k. urðu þau afar fágæt um
sinn.
anna“. Svipuðum tengslum
glæpamanns og fórnardýrs er
ekki til að dreifa um aðra glæpi
er að ræða slíkt og morð, banka-
rán eða innbrot, en þá má oftast
finna ummerki eftir glæpina.
Þó er ein vís leið til að komast á
spor mannræningja: að fylgjast
með afhendingu lausnargjalds-
ins sjálfs, því þetta er í síðasta
skipti að leiðir gísla og ræn-
ingja liggja saman. A þessu
augnabliki verður þrjóturinn
að koma fram úr fylgsni sínu og
er það bezta tækifæri lögregl-
Mann-
rán á
síðasta
ári
Eftir heimsstyrjöldina síðari
komust mannrán þó aftur inn á
glæpaskrár, fyrirrennari flug-
rána og hryðjuverka og þótti
vera einn af fáum glæpum, sem
borguðu sig. Sífellt fleiri hurfu
af sjónarsviðinu og æ hærri
upphæða var krafist sem lausn-
argjalds. Gislatökur eru orðnar
fastur liður í samfélagi okkar
daga engú síður en bankainn-
brot og sjálfsmorð, sem við
verðúrn að þola engu síður en
ofbeldisverkin.
Á ftalíu, þar sem Mafían á að
baki sér aldagamla hefð, var
240 manns rænt á síðasta ári
(fram í nóvemberlok). En
glæpur þessi hefur breiðst út
norðan Alpa einnig og er nú svo
komið í N-Evrópu að þar er
tíðni mannrána allra mest og
hlutfall upplýstra mannráns-
mála lægst. Vinlist mikilvæg-
asta orsökin vera sú að lögregl-
an stendur einfaldlega ráðalaus
gegn mannræningjum. „Hún
þarf að ráða fram úr tveimur
vandamálum,“ segir yfirmaður
lögregludeildar innanríkis-
málaráðuneytisins f Bayern,
Karl Krampol, ,,að finna for-
sprakkana og dvalarstað gísl-
unnar til að klófesta hann. Ef
því er gloprað, eins og átti sér
stað þegar greitt var fyrir
Wessel eða á siðasta ári þegar
Oeteker var skilað, er harla lítil
von til að gátan leysist nema að
happ hendi. Þegar afhending
fer fram koma mismunandi
hagsmunir lögreglu og viðkom-
andi fjölskyldu berlegast í Ijós;
fyrir lögreglu er afhending lyk-
ill að handtöku, en fyrir fjöl-
skylduna er hún lykillinn að
frelsi gíslsins. Þessir ólíku
hagsmunir hafa oft leitt til þess
að aðstandendur gíslsins hafa
rofið sambandið við lögregluna
á þvi augnabliki er afhending
fjársins á að fara fram.
Má því segja að þeir geri að
engu bezta tækifæri lögregl-
unnar til að hafa hendur í hári
afbrotamannanna með því að
bjarga þannig lífi fórnardýrs-
ins. Átti þetta sér stað í fyrsta
skipti í V-Þýzkalandi þegar
knapanum Hendrik Snoek var
rænt 3. nóv. 1976 en þá kröfðust
ræningjarnir 5 milljóna marka.
Faðir Hendriks, Egbert, fram-
kvæmdastjóri stórverzlana-
hringsins „Ratio“, sendi
tengdason sinn með lausnarféð
til mótsstaðarins á hraðbraut-
inni við Hagen. Hendrik, sem
tjóðraður var með keðju um
hálsinn í kompu undir Ambach-
tal-hraðbrautarbrúnni, var lát-
inn laus.
En það fóru fleiri að eins og
faðir Snoeks og voru þessi þrjú
dæmi í októrbermánuði síðast-
liðnum. Fjölskylda Graziellu
Ortiz-Patino, 5 ára gamallar
stúlku, afkomanda tinnámu-
konungsins Simons Patinos í
Bólivíu, greiddi á laun 4,6 millj-
ónir marka til að fá stúlkuna
lausa. Hollenski iðjuhöldurinn
Maurits Caransa greiddi sjálfur
ræningjum sínum 9 milljóna
marka lausnargjald og skýrði
lögreglunni aðeins eftir á frá
einstökum atriðum. Einnig
færði sonur Vínarbúans og
„undirfatakonungsins“ Walt-
ers Palmers mannræningjun-
um 4,5 milljónir marka án lög-
reglufylgdar til að fá gamla
mannin lausan.
Fari afhending fjárins fram
með leynd, er eina hálmstráið,
sem eftir er, að sökudólgarnir
láti peningana í umferð. En eft-
ir meiri háttar mannrán og fjár-
kúgun, líkt og þegar Oetker,
Caransa og Patino hurfu, hefur
ekki tekizt að þefa uppi neina
„heita peninga'1. Með hliðsjón
af reynslu sinni álíta glæpasér-
fræðingar Alþjóðalögreglunnar
að mannrán þessi hafi verið
framkvæmd að hálfu „mann-
ránshlutafélags", en þessu hafa
starfsmenn þýzku rannsóknar-
lögreglunnar ekki viljað trúa.
Samtök á Ítalíu, sem nefna sig
„Anomina Sequestri" og eru
talin ein af greinum Mafíunn-
ar, vinna samkvæmt arðbærum
markaðssjónarmiðum. Glögg og
útsjónarsöm framkvæmda-
stjórn ræður til sín gamal-
reyndan flokk mannræningja
eða ræður á mála einhver önn-
ur samtök. Fengurinn hverfur
síðan i „peningaþvottavélar"
Mafíunnar, t.d. í einum af úti-
búum hennar í Bandaríkjun-
um. í Evrópu eru hópar gesta,
sem koma til að vinna oft hjálp-
legir óafvitandi við að koma
„heitu peningunum" í hreinan
erlendan gjaldmiðil. Þannig
sýgur fengurinn misfallalaust
inn í ýmsar atvinnugreinar iðn-
aðarins í okkar æruverða þjóð-
félagi.
„En þá hafa siðferðishug-
myndirnar líka breytzt" sagði
starfsmaður bandarísku alríkis-
lögreglunnar við starfsbræður
sína í Róm. „Fyrr á tímum
hröktu bófarnir mannræningja
í hendur lögreglunnar af því
þeir spilltu fyrir iðju þeirra. A1
Capone hafði þvílíkan viðbjóð á
Lindenbergh-
mannræningjanum þýzk-
bandaríska, Bruno Richard
Hauptmann, að hann setti
10.000 dollara til höfuðs hon-
um.“ Fyrir arftaka A1 Capones
er mannrán hins vegar orðin
atvinnugrein, sem segja má að
hafi viðunandi fjármagnsveltu.
(Þýtt og endursagt úr
Welt am Sonntag)
Bcrnhard Charlcs H ichard Ilcndrik Iclix Manrils
K ccsc l.indcnhcruh Oclkcr Snock Wcsscl Caransa
10 millj. 10,7 millj. 2.1 mill jarOur 500 millj. lOOnnllj. 900 millj
ísl, kr. ísl. kr. ísl. kr. ísl kr. ísl kr. ísl kr.