Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 13 Hjörleifur eini svonefndi „smátogari" Bæjarútgerðarinnar, sem hefur komið út með hagstæðari rekstur heldur en stóru togararnir. samsetningu hráefnis og breyti- legar markaðshorfur. Ennfremur eru þessar breyt- ingar forsenda þess að hægt sé að koma á bónuskerfi í fiskiðjuver- inu. Aðalumsjón með framkvæmd- um annast verkfræðingarnir Jón B. Stefánsson og Helgi G. Þórðar- son, en margir verktakar og verk- stæði vinna að framkvæmdum þessum auk starfsmanna Bæjar- útgerðarinnar. Þá sagði Ragnar um rekstur Bæjarútgerðarinnar að hún væri meðal 15 stærstu fyrirtækja í landinu og störfuðu hjá fyrirtæk- inu að meðaltali um 450 manns, en þegar allt væri talið, lausráðið fólk og sumarfólk, næmi sá fjöldi um 1700 manns. A síðasta ári greiddi Bæjarútgerðin í vinnu- laun alls 920 milljónir króna til starfsmanna sinna en þá eru ótaldar óbeinar launagreiðslur til hinna ýmsu þjónustufyrirtækja i Reykjavík sem skipta hundruðum milljóna króna, en það er t.d. Hampiðjan, Togaraafgreiðslan og hinar ýmsu vélsmiðjur. Afli togara Bæjarútgerðarinnar á s.l. ári var 15.343 smálestir i 96 veiðiferðum að verðmæti alls um 1,1 milljarður króna. Hvað fram- leiðsluna varðar var hún í fisk- iðjuverinu 3500 smálestir af fryst- um fiskafurðum, en í fiskverkun- arstöð 334 smálestir í skreið, 54 smálestir í herta hausa, 1350 smá- lestir í fuilstöðnum saltfiski og 1850 tunnur i saltsíld og hrogn- um. Heildarsöluverðmæti afurða Bæjarútgerðarinnar á s.l. ári er taiið nema um 2 milljörðum króna, sagði Ragnar ennfremur. Þá sagði Ragnar það alveg ljóst að mun hagkvæmara væri að gera út smærri togara, það hefði sýnt sig á útgerðinni á Hjörleifi sem er eini litli togari Bæjarútgerðarinn- ar, en síðan á Bæjarútgerðin fjóra stóra svokallaða Spánartogara sem eru mun stærri. Ekki liggur fyrir fullnaðaruppgjör fyrir árið 1977, en þó er alveg ljóst að um einhvern halla verður að ræða, sagði Ragnar að lokum. 1 viðtölum sem Morgunblaðið átti við starfsfólk fiskiðjuversins var það samdóma álit þess að þessar breytingar væru mjög til hagsbóta og hagræðingar. Háskólatónleikar BLOKKFLAUTA er magnað hljóðfæri og hefur á síðari ár- um náð aftur hluta af þeim vinsældum sem hún naut áður en þverflautan leysti hana af hólmi. Eitt af sérkennum nú- tímans er að þrátt fyrir skyldu- bundin framúrstefnu sjónar- mið hefur mösulbeina tilrauna- sköpun samtímans ekki megn- að meira en að espa svengd manna eftir einhverju bragð- betra en boðið hefur verið upp á undafarna áratugi. Fullkom- inn vitúósaflutningur hefur rænt menn ánægjunni af þvi að heyra venjulegan hljóðfæraleik og ofnotkun vissra hijóðfæra hefur gert blæbrigði þeirra hversdagsleg. Einkenni þessarar bætiefna- lausu notkunar, koma fram í þvi að grafa upp gamla tónlist og leika hana á 'sem uppruna- legastan hátt. Þannig verður gömul tónlist nýrri en nýsamin og blæbrigði gömlu hljóðfær- anna ný upplifun. Það sem einnig er sérkennilegt við þessa tísku, sem nú vex að magni við miklar vinsæidir um öll lönd, er að tónlistin hefur siðan hún var samin ekki verið leikin, fyrr en nú á allra síðustu árum. Ástæð- an er sú að menn voru alltaf að keppast við að semja betri tón- list, auka tækni sina og full- komna hljóðfæri sín. Nú hefur tæknin og framvindublindan gert það upprunalega og nátt- úrulega eftirsóknarvert og nú- tímalistsköpun er að verða ein- kennandi fyrir þann heldauða, sem birtist i ásókn manna eftir því að þurfa ekki að hafa neitt fyrir því að hugsa eða lifa, en i staðinn hefur reynt að gefa til- verunni innhald með loginni úttútnun á kynferðislífinu. Samkvæmt kenningum nátt- úrufræðinga mun mannkynið geta bjargað sér frá ömurlegum sjálfdauða með þvi varðveita og vernda það sem er forsenda til- veru okkar. Fullkomleiki nú- tímans er að. því leyti til ófull- komnari en frumgerðin, að af frumgerðinni er tilvera okkar sprottin en fullkomleikinn mun tortíma henni. Einkenni björgunarhugmynda nútímans er afturhyarf til náttúrunnar og hafði Rousseau rétt fyrir sér, en eins og allir spámenn sá hann hlutina fyrir og hvenær spádómar rætast verður í raun- inni aldrei tímasett. 1 aldin- garði hans mun maðurinn læra að búa sér til flautur úr efnum náttúrunnar og leika á hana ljóð blómanna, fuglamál og syngja um kvöldklædda ástina. Tðnllst eftir JON ÁSGEIRSSON Fyrri hluti tónleikanna ætti vel heima í slíku umhverfi. Tónlist- in er iátlaus andstæð þeirri hljómfrekju sem skóp mönnum frægð og er orðin vinsæl aftur, sem friðland f þrumugný nú- tímans. Lögin sem Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason léku fyrst eru eftir Bossinensis, Jacob van Eyck, Besard, Caroso, og Dowland. Yfir þessari tónlist er blær heiðríkju, sem á sér engin tak- mörk í tíma og tónmál hennar að mestu ósnortið af tækni- brellum þekkingarinnar. Nocturnal op. 70 eftir Britten falleg en frekar tilkomulítil tónsmíð, nema helst tveir síð- ustu þættirnir Passacaglían og stefið, sem leikið var siðast, gagnstætt því sém venja er um tilbrigðaverk. Snorri Örn Snorrason lék verkið á köflum mjög fallega. Næsta verk var einnig nútímaverk Misica da Camera eftir Hans Martin Linde (f. 1930). Verkið er mjög einfalt eða réttara sagt að mestu einraddað i tónferli og útfærslu hugmyndanna, ekki óskemmtilegt, einkum siðasti þátturinn og var frábærlega vel flutt. Siðasta verkið var sónata eftir Georg Philipp Telemann og vill undirritaður skjóta þvi hér inn, að vegna áheyrenda hefði verið óhætt að leika bæði verkin eftir Telemann, sem til- greind voru í efnisskránni. Camille Söderberg er frábær flautuleikari og var hrein unun að hlýða á leik hennar og Snorra. Frönsk tónlist Áhrif Jean-Baptiste Lully (1632 — ’87), ekki aðeins í Frakklandi heldur og um alla Evrópu, á þróun tónlistar er á margan sérkennandi fyrir sér- stöðu franskrar listar. Lully, þrátt fyrir ítalskan uppruna sinn, hóf franska tónsköpun til vegs og virðingar og eru áhrif hans merkjanleg hjá tónskáld- um eins og Purcell, Corelli, Muffat, Telemann og Bach. A tónleikum Kammermúsik- klúbbsins s.l. föstudag, mátti heyra tónlist er tilheyrar því tímabili í franskri tónlist, sem sagnfræðingar kalla „frá Lully til Rameau". Samhliða því sem frönsk tónskáld gera ýmsar markverðar breytingar, leggja þeir einnig áherzlu á samstöðu franskrar og italskrar tónlistar. Franqois Coupering, „hinn mikli", var höfundur fyrsta verkefnisins, en hann var nem- andi Chambonniers, fyrsta franska clavesínsnillingsins. Coupering lagði áherzlu á tengsl franskrar og ítalskrar tónlistar og i safnriti tónverka, er hann nefnir „þjóðirnar", eru tónverk í „Corelli stíl“, í 4 til 24 köflum fyrir ýmis hljóðfæri. Debussy kallaði Coupering „tónskáldið sem var im- pressionisti áður en hugtakið var fundið upp“. Það sem Debussy á við, er að Coupering samdi verk er með réttu má kalla hermitónlist. Samhliða því að fást við túlkandi þætti i tónsköpun sinni, var Coupering tónskáld sem bæði réð yfir mik- illi tækni og var sérlega hug- myndaríkur. Imperial sónatan er gott verk en varla hafa hljómleikagestir notið þess sem skyldi, bæði form verksins er óvenjulegt, röð 14 smáþátta, sem hver fyrir sig er sérkenn- andi fyrir skemmtihald franska aðalsins á 18. öldinni. Flutningur „Riddaraliðs- sveitarinnar" var óvenjulegur að því leyti, að siðasta nótan i hverjum tengiboga var leikin mjög veikt, þannig, að við fyrstu heyrn virtist tónmálið sundurslitið. Þessi sérkennilegi styrkmunur vandist fljótt og er auk þess samtengdur flúrstíl þessa tímabils. Þá setti það sér- stakan blæ á tónlistina að hljöð- færin eru frá þessum tima. Fiðlurnar eru fjögurra strengja, eins og litla italska fiðlan, sem Lully vandi Frakka á að nota. Flautan er sú gerð þverflautunnar Sem á þessum tíma var farið að nota i klass- iskri tónlist, en hafði áður að- eins verið notuð af hermönn- um. Því ollu erfiðleikar i tón- myndun og svo að stærð flaut- unnar var bundin fjarlægðinni sem hægt var að hafa á milli gatanna. Á þessum tima var blokkflautan mikið notuð, en lagðist af, er gerðar höfðu verið breytingar á gerð þverflaut- unnar. Það var athyglisvert hve tónn flautunnar var mjúkur og hlýr. Stjórnandi sveitarinnar Jean-Claude Malgoire lék á óbó, sennilega eftir Cambert (3. marz 1671). Tónn hljóðfærisins er sérkennilegur og er áreiðan- lega erfitt að leika á þetta frumstæóa en skemmtilega hljóðfæri. Annað verkið á tón- leikunum, eftir Marc-Antoine Charpentire (1636 — 1704) og flutt var frábærlega af sópran- söngkonunni Sophie Boulin, er þáttur úr messu við texta úr Harmljóðunum. Charpentíer er fyrsta franska tónskáldið, sem reynir að sporna gegn ráðandi áhrifum Lully og starfaði hann með Moliere og samdi meðal annars tónlist við Imyndunar- veikina (1673). Charpentier ætlaði að verða málari og fór til náms i þeim greinum til Rómar, en eftir að hafa heyrt tónlist eftir Carissimi, sneri hann sér að tónlistarnámi og gerðist nemandi hans. í tónlist Charp- endier eru merkjanleg áhrif it- alska skrautsöngsins og í þessu verki koma tengsl túlkunar og tónferlisins skýrt fram. Þriðja verkið á efnisskránni var Svíta úr óperunni Alcyone (1705 ( eftir Marin Marais. Hann var frábær fiðluleikari og var þessi ópera hans m.a. fræg fyrir óveðúrsatriði. Vel hafði farið á þvi að gefa hljómleikagestum innsýn í efni óperunnar, svoa til skilningsauka á þessari tvi- skiptu svitu. Tónleikunum lauk með Kantötu fyrir sópran og hijómsveit eftir Boismortier (1699 — 1755). Hann notaði stærri hljómsveit en samtíma menn hans og auk þeSs „da capo“ aríur í söngverk sín, svona til að gera þau nýtisku- legri. Meðal þess sem rakið er til Boismortier og hafði varan- lega áhrif á skipan hljóðfæra, var notkun hans á tveimur óbó- um, trompett og pákum. Söng- konan Sophie Boulin flutti .verkið glæsilega. Þetta eru ein- hverjir sérkennilegustu tón- leikar sem haldnir hafa verið hérlendis og komu, að því er undirritaður bezt veit, mjög /latt upp á hlustendur. Auka- lagið, eins konar Tamburin dans, eftir Rameau, var svo vel útfærður að danshreyfingarn- ar, sveiflur og skiptingar urðu ljóslifandi í huga undirritaðs. Það er ástæða til að þakka ambassador Frakka, Jacques de Latour Dejean, fyrir aðild hans að þessum menningarviðburði, með von um að slfkum menn- ingartengslum verði haldið við. í menningarsamskiptum eru vinsældir og frægð þeir þættir sem frekast skipta máli, af fjár- hagslegum ástæðum og verður listamiðlun því oftast yfirborðs- leg frægra manna kynning, en innviðir menningarinnar sjald- an sýndir. Samstarf Kammer- músikklúbbsins og ambassa- dors Frakka er hér glæsilegt dæmi um hvað hægt er að gera og einnig að hlustendur eiga erindi við fleira i tónlist en vinsæla „virtúósa rnúsik”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.