Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 Vilhjálmur Einarsson skólastjóri í Reykholti skrifar um skólamál Aukin fræðsluskylda Réttur þinn til að mega læra það, sem þú hefur áhuga á og undirstöðu þarf til að aukast. Þú átt að mega sanna getu þína (kunnáttu — hæfni — frumleika) án þess spurt sé hvar og hvernig eða hve löngum tíma þú hefur varið til námsins. íslensk mcnntastefna I einni af fyrri greinum mínum hefi ég sett fram eftirfarandi punkta, sem ég tel mikilvægasta við mótun menntastefnu er sé við hæfi okkar Islendinga: 1. Stytting skóiaskyldu og skóla- árs. 2. Aukning fræðsluskyldu. 3. stóraukið samstarf (samþáttur skóla og atvinnulífs (umhverf- is). 4. kennurum gert bæði kleift og skylt að endurhæfa sig. 5. Hámarksstærð bekkja (náms- hópa) skal vera 25 nem. 6. Stórum skólum skal skipt niður í 100—150 nemenda einingar með vissan kjarna kennara í hverri. 7. Tengsl heimila og skóla skulu efld svo sem kostur er. Ég geri mér ljóst, að framan- greindir þættir eru sumir hverjir ekki-framkvæmanlegjr eins og nú er ástatt í ýmsum skólum. Eigi að síður er nauðsynlegt að marka stefnu. Annað hefi ég einnig rek- ið mig á. Það er að hugtök eins og skóTaskylda og fræðsluskylda eru mjóg á reiki. Þv helga ég grein þessa „fræðsluskyldunni" og því, að þörf sé á rýmkun hennar. I þessu efni verður óhjákvæmilegt að vikja nokkuð að framhalds- skólastiginu, en raunar er tilgang- ur minn fyrst og fremst að fjalla um skyldunámið, því það skóla- stig hefur verið mest í sviðsljós- inu undanfarið af ýmsum ástæð- um, og staðfesting eða breyting grunnskólalaga mun ákvarðast á Alþingi í vetur. SKÓlASTJbftM) F/C É.6 Aí> REKVA' >AD SJ'A Af> É6- ÞARF At>... I c TT M/&UR. EKKI < iHÆST. 1 Ai> ATHUGA SKtR- TElNffc ÞITT. þis- VAk/TAR .....ppóroG-) .•ÞRÓF 06 VOTTORfc UH, ÞVÍ MlfcUft., £<$ H£Tt>l EW HTr/U> HÍTTA EFTIR SmíUMA, EWÞHTTÍ' vvms mit> svo DRepLEiííiKHEar// ^NA&UK S^ HWfiAli/TUC-ANÓy MEí> STA<itlK/M....06 rJÚWA. .<C. Mi> ER l/ISTO*t>lí>OFÍE/vr„. MAÍ>UR MA LIKLE6A VERA FECINN NCM^ MAt>UR? HELt>UR «ELl/..."WoBB/W<</ JD6. ÞE/R: LE-é&TA- ÞAi> EtTKI NlfcUR, 7>' JIOTTINN Or QR JCERFIfHT sem lifir" er gamall og góður málsháttur. Ekki hefur nútiminn og hinar öru breytingar a at- vinnu- og framleiðsluháttum, sem vinnandi fólk í landinu hefur þurft að aðlagast (og endurhæf- ast) undanfarna áratugi, dregið úr sannleiksgildi þessara spak- legu orða. Það á því að vera réttur hvaða þjóðfélagsþegns sem er, á hvaða aldri sem hann er, að nema það, sem hann finnur sig þurfa. Segja má, að svo sé þetta hjá okkur íslendingum, a.m.k. í orði. Engum er bannað með lögum að setjast á skólabekk þrátt fyrir það, að hann gæti verið afi flestra skólasystkina sinna. Dæmi eru einnig um það, að fullorðnir hafa tekið upp þráðinn, s.b.r. „öld- ungadeildir" við ýmsa framhalds- skóla. En hér er um undan- tekningartilfelli að ræða og lífs- eða starfsreynsla slíkra einstakl- inga, eða þá andlegur þroski þeirra, lítt metinn. í fáu mun tek- ið tillit til sérstöðu slíkra nemenda og sérþarfa, hvað nám og kennslu varðar. Sá hugsunarháttur er allt of ríkjandi , að allir skuli renna sömu slóð á sama tíma. Lífshlaup hvers einstaklings skuli vera: „forskólaaldur", — skólaganga (óslitin) í einn eða tvo áratugi, síðan taki við svokölluð fullorð- insár þar sem hver og einn er í sinni skúffu, allt eftir því hvað skólaganga þarf af leiðandi „rétt- indi" veiti hverjum og einum. Ekki dugir minna en að lögþvinga einstaklingana 9 ár á skólabekk, nauðuga viljuga, því ef þeir hætti' skóla sé svo hætt við því að þeir byrji aldrei aftur og fari þess vegna á mis við þá blessun, venju- lega í fo rmi einhvers konar for- réttinda eða lífsgæða sem séu í réttu hlutfalli við lengd skóla- göngu. Þessu til stuðning gæti ég vitn- að í viðtöl við f jölda foreldra, sem hafa rætt við mig um þá skelf- ingu, að barnið þeirra vilji hætta í skóla áður en það sé búið að taka þau nauðsynlegustu próf, sem krafist sé nú orðið til allra sæmi- legra starfa. Þessi ótti foreldra er alls ekki ástæðulaus. Öfáir ungl- ingar hafa orðið á vegi mínum og gerst nemendur í Reykholtsskóla vegna þess að þeir höfðu hætt í skóla. Þeir gátu með engu móti afborið það að setjast á skólabekk með krökkum úr þorpinu, bænd- um eða sveitarfélaginu, sem allir voru einu til tveim árum yngri. Dæmi þessi sýna að hið full- komna skólakerfi, sem við kepp- um nú að, hefur sína annmarka. Áður fyrr var oft mikill aldurs- munur á nemendum í sama bekk. Það var því ekki hindrun í sjálfu sér, að einhverjum seinkaði í námi, vegna tímabundinnar þátt- töku í atvinnulífinu, t.d. vegna efnaskorts eða fráfalls fyrirvinnu heimilis, heilsubrests eða af öðr- um orsökum. i hinum iðnvæddu þjóðfélögum nágrannaþjóða í austri og vestri hentar níu ára skólaskylda og beint framhald hennar, helst upp í háskóla ef til vill flestum. Þó eru þegar blikur á lofti meðal grann- þjóða vegna offramleiðslu menntamanna, eins og það ér orð- að. Eg leyfi mér að efast um að okkur islendingum. sé slíkt ein- stefnukerfi jafn heppilegt. Hér eiga miklu fleiri (hlutfallslega) mikið undir árferði og aflabrögð- um. Sveiflur eru miklar í atvinnu- lífinu og tekjumöguleikar níis- jáfnir frá ári til árs og oftast því meiri, sem þörfin fyrir vinnuafl er meiri. Það er því ekki óeðlilegt að íslenskur unglingur hugsi sig tvisvar um áður en hann heldur áfram í skóTa og hafnar með því „plássi" á loðnubát þegar veiði- horfur eru góðar. Hitt er óviðun- andi, að stjórnvöld skuli ekki mæta þessari sérstöðu okkar með því að auka sveigjanleika í skóla- kerfi og gera unglingum auðveld- ara en nú er að taka sér hvíld frá námi en taka síður upp þráðinn á ný. Aukin fræðsluskylda Ég mun nú hverfa til upphafs greinar þessarar og reyna að gera nánari grein fyrir því hvernig ég hugsa mér aukningu fræðslu- skyldunnar. Stytting skólaskyld- unnar úr níu árum í sjö var rök- studd í fyrri grein. En þessi breyt- ing ein, þótt hún mundi trúlega gagna fleirum en hún skaðaði, er ekki nægileg aðgerð i skólamálum okkar. Hún verður að skoðast samhiiða aukinni fræðsluskyldu hins opinbera, sem ég geri jafn- framt kröfu um. Þess skal getið, sem gott er og til heilla horfir. Nýtt frumvarp um framhaldsskóla, sem að visu hefur hlotið gagnrýni, sem von er, og þá einkum frá hinum gömlu og grónu menntaskólum, gerir ráð fyrir auknum sveigjanleika i námi á framhaldsskólastigi. Þar skal námið skýrgreint í einingum, Hvaö er fræðsluskylda? Algengasta skilgreining á hug- takinu fræðsluskylda mun vera að það sé skylda hins opinbera að veita hverjum og einum tækifæri til menntunar eftir áhuga og hæfileikum. Ekki þarf að líta langt aftur i timann til að komast að raun um það, að stórátak hefur verið gert til úrbóta í þessum efn- um. Aðstaða til náms í ýmsum greinum er miklum mun jafnari nú en áður fyrr. Nægir í þessu sambandi að nefna skólastyrki, fjölgun og dreifingu framhalds- skóla og sérskóla víða um land, góðum tekjumöguleikum nemenda á sumrum o.s.frv. þann- ig á hver þegn rétt til náms í hverjum þeim skóla, er hann sæk- ir um ef hann uppfyllir þær kröf- ur, sem gerðar eru af viðkomandi stofnun. Það verður þó að taka fram, að vegna mismikillar að- sóknar frá ári til árs þurfa skólar stundum að hækka eða lækka raunveruleg inntökuskilyrði. Það liggur oft ekki ljóst fyrir hvað raunverulega þurfi til þess að komast að við tiltekna stofnun. Hér hygg ég að ýmislegt mætti betur fara og mörgu þurfti að breyta. „Lærdómstími ævin er" Slíkt er upphaf sálms eftir Helga Hálfdánarson. „Sá lærir, 'jL$ TZtéfaká í af u/nnu/ify ^W^WF^^^l r-„ *¦ ¦ ,f&cí(nt ,/Vi/ ¦7Ími. Am /,/*%> *m<)foi» % "'?fa ^aukínn um 'évó ar^S;s/:q>ta st a e/-tjr fLu//ord/nserlrnec)_ 1_________ r/k-u/e^u^ rytogu-t _________-"Je/lCum tU narns ^i^tVmj'»11 ur ffién ' /Wára ^' fr^LLÍ^I^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.