Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 3^ 4 6^ T_ 8^ 9^ 10 tf 12 t3 14 HELGI OLAFSSON. WILLIAM LOMBARDY. BENTLARSEN. VLASTIMIL HORT. LEIFOGAARD. WALTER BROWNE. JON L. ARNASON. ANTHONYMILES. LEV POLUGAEVSKY. JAN SMEJKAL MARGEIR PÉTURSSON. GENNADY KUZMIN. FRIÐRIK ÓLAFSSON. GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON. Vt Vi '/2 '/2 'Á '/2 '/2 '/2 10 '/2 11 'Á 12 '/2 '/2 13 Vi Vz 14 VINN S.B. ROd — Forskot Brownes Framhald af bls. 36. sonar og Jóns L. Arnasonar og Lombardys og Larsens fóru í biö. I gær vann Guðmundur Sigur- jónsson biðskákina við Lombardy úr þriðju umferð. í dag eiga skákmennirnir frí, nema hvað þeir Ögaard og Smejkal tefla skák sína úr fyrstu umferð, sem frestað var, þar sem Smejkal komst ekki til landsins í tæka tíð fyrir fyrstu umferðina. Mesta athygli áhorfenda i gær vöktu skákir Heiga Ólafssonar og Horts og viðureign þeirra Kuzmin og Browne. Helgi náði betra tafli gegn Hort, en staðan var víða varasöm svo.Helgi bauð jafntefli eftir 34 Ieiki, sem Hort var fljótur að þiggja. „Ég hef sennilega verið með hagstæðara tafl, en þetta var engan veginn auðvelt og tapið fyr- ir Larsen sat í mér," sagði Helgí Ólafsson við Mbl. að lokinni skák- inni. Hort sagði, að Helgi hefði allan tímann staðið betur. „Mér urðu á mistók svo ég er ánægður með jafnteflið," sagði Hort. Viðureign þeirra Kuzmin og Browne var mjög spennandi. Browne lenti í miklu tímahraki við 30 leikja mörkin og hafði að- eins nokkrar sekiindur til að ljiika siðasta leiknum. Sem fyrr iðaði Browne allur í skinninu, en Kuzmin var hinn rólegasti og brosti bara að hamaganginum í andstæðingi sínum. Browne tókst þó að halda sínum hlut i tima- hrakinu og þegar kom að síðari tímamörkunum lenti hann aftur í tímahraki. Þegar 11 leikir voru eftir í 50 átti Browne eftir 9 min- útur en Kuzmin 27 mínútur. Browne tefldi aftur mjög örugg- lega í tímahraki og að loknum 45 leikjum áttu þeir svipaðan um- hugsunartíma; milli 3 og 4 mínút- ur. Kuzmin tók svo þann kostinn að þráleika og eftir nokkra um-. hugsun féllst Browne á jafntefli. Reyndar hafði landi Kuzmin, Polugaevsky, sagt Mbl., að Kuzmin ætti vinning í skákinni og var greinilegt, að Polugaevsky var ekki alls kostar ánægður með úrslit skákarinnar. Friðrik vanrvögaard í 27 leikj- 'um. Friðrik náði betri stóðu, en lék svo ónákvæmt, en Norðmaður- inn lenti í tímahraki og gafst upp, þegar hrókur hans króaðist inni. Polugaevsky vann Guðmund Sigurjónsson örugglega. Guð- mundur missti peð og lenti í nokkru tímahraki við 30 leikja mörkin, en þá hafði Polugaevsky 50 mínútur upp á að hlaupa. Sovétmaðurinn tefldi mjög mark- visst og gafst Guðmundur upp eft- ir371eiki. Miles tefldi mjög örugglega gegn Smejkal, sem gafst upp eftir 461eiki. í biðskákunum eru þeir Larsen og Margeir taldir eiga vinnings- líkur og er Margeir peði yfir Jón L. Árnason. Biðstóðurnar eru; Lombardy — hvítt: Kb2, Df2, Rc3 og peð á b4, c5, d4, e3, f4 og h3. Larsen svart: Kf7, Dg8, Rf3 og peð á b5, c6, e6, e4, f5 og h6. Margeir — hvítt: Ke4, Be5 og peð á a2, c3, f4, g3 og h4. Jón L. Á. Svart: Kc4, Bf8 og peð á a7, c5, g6, og h5. Biðskákirnar verða tefldar á fimmtudag og þá verður tefld fimmta umferð Reykjavíkurskák- mótsins. Þar eigast við: Hort og Lombardy, Ögaard og Helgi Olafs- son, Browne og Friðrik, Jón L. Árnason og Kuzmin, Miles og Margeir Pétursson, Polugaevsky og Smejkal og Larsen og Guð- mundur Sigurjónsson. Yfirhershöfðingi sjóhers Sovétríkjanna: Höfum loks eignast sjóher sem fullnægt getur ýtrustu kröfum Moskva, 7. feh., Rouler. SOVÉTRIKIN hafa loks nú eign- ast sjóher sem fullnægt getur ýtr- ustu kröfum, segir Sergei Gorsh- kov aðmfráll, yfirhershófðingi sjóhers Sovétríkjanna, í grein í Red Star, daglegu málgagní varn- armálaráðuneytis landsins. I grein sinni var Gorshkov bjart- sýnn í skrifum og sagði að sér- staklega væri kafbátaflotinn öfl- ugur. „Land okkar hefur yfir öflug- um sjóher að ráða, sjóher sem er fær um að vernda hagsmuni Sovétrikjanna á heimshöfunum," segir Gorshkov i grein sinni. Gorshkov segir að kafbátafloti Sovétríkjanna hafi eflst mjög með tilkomu kjarnorku, vegna framfara í fjarskiptatækni, með tölvutækni og með þróun eld- flauga. Sagði hann kafbátaflota Sovétríkjanna færan um að sinna 10 líflátnir í Zaire Brazza* illi'. 7. feb. Reuler. TlU menn voru líflátrur hér f dag, en þeir hlutu dauðadóm sinn fyrir að eiga þátt í morðínu á Marien Mgouabi í marz, að þvf er ríkisstjórnin skýrði frá í dag. Ell- efti maðiirinn var dæmdur til dauða en hann verður tekinn af Iffi sfðar. — Frumvarp um ráðstöf- un gengismismunar Framhald af bls. 36. nefndarálitinu, en hins vegar kvaðst Björn ekki geta sagt um það á þessu stigi. Þá hefur ASI óskað eftir fundi með vinnuveit- endum i dag til þess að ræða hugsanlega riftun á kjara- samningum og afstöðu vinnuveit- enda, brjóti væntanlegar efna- hagsráðstafanír i bága við efni kjara.samriirigaiina. Verður sá fundur haldiiin klukkan 4. Aðspurður sagði Björn Jónsson, ,að ASl hefði ekki í einstökum atriðum fengið upplýst hvað fælist í hugmyndum ríkisstjórn- arinnar varðandi efnahagsmálin. Kvað Björn þó hafa verið rætt almennt um vandamálin á fund- um með stjórnvóldum. . Morgunblaðið ræddi einnig við Davíð Olafsson bankastjóra Seðla- bankans í gærkvöldi og spurði hann, hvort sala á gjaldeyri hæfist í dag. Kvaðst Davíð ekki reikna með því að gjaldeyríssala hæfist í dag, en forsenda fyrir því væri afgreiðsla frumvarps á Alþingi um ráðstöfun gengismis- munar. Kvað Davið það mjög slæmt að hafa gjaldeyrissöluna lengi lokaða. margs konar kröfum nútímahern- aðar hvar sem væri á heimshöfun- um. -------------» » ?------------- Svíþjóð: Stjórnin vill eftirlit með kjarnorku- knúnum gervi- hnöttum - Frá Jakohi S. Jónssyni, frc'tlaiiiaiini Mhl. í S\iþjiíiV UTANRIKISRAÐHERRA sænsku ríkisstjómarinnar, Karin Söder, sagði í dag í viðtali við sænska útvarpið að stjórnin ætl- aði ásamt líkisst.jói iiiini Kanada og Japans, og ef til vill fleiri ríkisstjórnum, að eiga frumkvæði að þvf innan Sameinuðu þjóð- anna að komið yrði á alþjóðlegu eftirliti með kjarnorkuknúnum gervihnöttum. Fyrst og fremst skiptir rfláli að komið verði á laggirnar varnar- kerfi ef slys á borð við það sem átti sér stað í Kanada kæmi fyrir aftur, sagði utanríkisráðherrann. Einnig þarf að kanna hættuna sem fylgir kjarnorkuknúnum gervihnöttum og koma á upplýs- ingaskyldu gagnvart þeim lönd- um sem á hættusvæðum liggja. Aðspurð kvað Karin Söder ekki trúlegt að stórveldunum tækist að leyná svonefndum njósnahnótt- um sínum, því tölvutækni nútím- ans ætti hæglega að geta séð til þess að væntanlegum alþjóðaregl- umyrði fylgt. Einnig kvað Karin Söder sænsku stjórnina stefna að því að fá sem flest riki til fylgis við tillöguna. Að vísu mætti búast við andstöðu einhverra ríkja en hún taldi þó að slysíð í Kanada hefði sýnt að það væri einnig hagur stórveldanna að taka virkan þátt í slíku alþjóðaeftirliti sem fyrr um ræðir. — Reiðubúinn að greiða Landsbanka Framhald af bls. 36. réttar í máli þessu segir, að fé þetta sé geymt í Sviss. t gögnum málsins eru hins vegar engar nán- ari upplýsingar um hvaðan fé þetta sé runnið, hve mikið það sé og hvar það sé geymt. Við fyrri yfirheyrslur hafði varnaraðili skýrt svo frá, að hann hefði eytt til eigin þarfa fé því, er hann kvaðst hafa dregið sér. 1 skýrslum, sem tveir fram- kvæmdastjórar Sindra-Stáls h/f (Einars Asmundssonar Imp-Exp) gáfu rannsóknarlögreglu 27. og 28. desember s.l. kemur fram, að varnaraðili hafi fyrr í þeim mán- uði reynt að fá þá til að afhenda sér skjöl, er vörðuðu brot hans. Við yfirheyrslu 29. desember .kannaðist varnaraðíli við, að hér væri rétt með farið, og komst svo að orði, að um hefði verið talað, að annar framkvæmdastjóranna kæmi með skjöl til hans „og léti laga þau". Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfestá hann. Rannsóknarlögreglustjóri rikis- ins krafðist þess hinn 31. janúar 1978, að gæsluvarðhald varnar- aðilja yrði framlengt til 1. mars s.á., en þvi átti að ljúka þann dag. Nauðsynlegt er, að héraðsdómari, sem ekki hefur fylgst með'rann- sókn máls, fái nægan tima, eftir því sem kostur er, til að kanna rannsóknargögn og meta máls- ástæður áður en hann úrskurðar kröfu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður." — Fram- leiðsluráð Framhald af bls. 2 Leitað hefur verið um sáttir í máli þessu, en án árangurs. Dómsorð dómara, sem var Auður Þorbergsdóttir borgar- dómari, var á þessa Ieið: „Stefndu, Framleiðsluráð land- búnaðarins og sexmannanefnd skulu vera sýkn af krófum stefn- anda, Alþýðusambands islands, i máli þessu. Málskostnaður fellur niður." Lögmaður Framleiðsluráðs í málinu var Benedikt Blöndal, en lógmaður ASÍ var Egill Sigur- geirsson. — Banaslys á loðnumiðum Framhald af bls. 36. höfði og ætti hann erfitt um and- ardrátt. Slysavarnafélagið hafði þegar samband við varnarliðið og fór þess á leit að björgunarþyrla og eldsneytisflugvél yrðu send til móts við Arna Friðriksson. Varn- arliðið brá við skjótt og átti að senda lækni með þyrlunni. Þegar svo vélarnar voru að fara í loftið kl. 6.42, komu boð frá Arna Frið- rikssyni um að maðurinn væri látinn. Árni Friðriksson hélt með lík mannsins til Neskaupstaðar í gær. Garðar Eymundsson var fædd- ur árið 1931. Hann lætur eftir sig eiginkonu, 14 ára son og aldraðan föður. Garðar var búinn að vera skipverji á Eldborgu í fjölda ára. Sadat Framhald af bls. 1. að kröfur Sadats um fullkominn vopnabúnað frá Bandarikjunum hafa valdið ágreiningi meðal þingmanna, en hingað til hafa Bandaríkjamenn takmarkað vopnasölu til Egypta við hergögn sem ekki geta talizt mannskæð, eins og til dæmis C-130 flutninga- vélar. Sadat forseti hitti ennfremur alþjóðamálanefnd fulltrúadeild- arinnar að máli í dag, og var hon- um hlýlega tekið á þeim vett- vangi. Sadat var að þvi spurður hver viðbrögð hans yrðu ef Banda- rfkjaþing neitaði honum um vopn, og svaraði hann þá á gáska- fullan hátt: „Ef þeir fallast ekki á þetta, held ég að ég geti sagt í fullri vinsemd, að þá geri ég allt vitlaust." — Addis Abeba Framhald af bls. 1. Fikre Selassie hefur varað Súdani alvarlega við því að láta aðskilnaðarsinnum í Erítreu í té frekari aðstoð. Upplýsingamála- ráðherra stjórnarinnar í Addis vísaði í dag á bug staðhæfingum um að Eþíópar hygðust ráðast yfir landamæri Sómaliu á næstunni. Heimildarmenn Reuters í Mogadishu telja að milli 3 og 6 þúsund Kúbumenn séu á leiðinni til Eþíópíu, til liðs við þá 3 þús- und Kúbumenn, sem séu fyrir í landinu, ásamt um 1500sovézkum hernaðarráðgjöfum. Talsmaður herforingjastjórnarinnar sagði í Róm í dag, að Sovétmenn og Kúbumenn hefðu aðeins sent 100 ráðgjafa og lækna til Eþíópiu hingað til, og næmi fjárhagsað- stoð þessara þjóða ekki nema sem svaraði einni milljón bandaríkja- dala. Talsmaðurinn fullyrti að Egyptar, Saudi-Arabar og iranir hefðu á hinn bóginn flutt um 7 þúsund manna lið til aðstoðar Sómölum í átökunum. Ummæli Moshe Dayans utan- ríkisráðherra ísraels í gær varð- andi hernaðaraðstoð ísraels við stjórnina í Addis Abeba, hefur víða vakið furðu. Óstaðfestar heimildir herma, að ísraelsmenn hafi fært Eþíópum el'dflaugar, sem hægt er að nota bæðí gegn skriðdrekum og flugvélum, napalm og stórvirkar sprengjur, en af opinberri hálfu í ísrael er þvi haldið fram að vopnaflutning- ar þaðan takmarkist við skotfæri og hjúkrunargögn. r — Israelsmenn Framhald af bls. 17. Eþíópíustjórnar og aðskilnaðar- sinna í Eritreu þar sem sigur þeirra síðarnefndu þýddi stofnun arabísks ríkis í Eritreu, ríkis sem yrði fjandsamlegt ísrael. Styðja israelsmenn því Eþíópíumenn þar sem þeir hafa hernaðarlegt tangarhald á Bab El Mandeb sundinu sem er aðgangur að Rauða hafinu. Mestur hluti þeirar olíu sem israelsmenn kaupa fer um sundið að sögn embættis- mannanna. Moshe Dayan gerði ekki grein fyrir hvaða hergögn væru send til Eþíópíu, sagði þó að hvorki her- sveitir né árásarflugvélar væru sendar þangað. Blaðið Haaretz skýrði frá i dag að engin þunga- vopn væru í sendingunum til Eþíópiu. Sagði blaðið Ísraela senda Eþíópiumönnum skot og aukabúnað, svo sem svefnpoka, skotbelti o.s.frv. Með stuðningi við Eþíópiumenn í Ogaden-stríðinu eru ísraelar að veita þeim stríðsaðila stuðning sem hefur stuðning hefðbund- inna óvina israela, þ.e. Sovétríkj- anna, Kúbu og Líbýu. — Neyðarástand Framhald af bls. 17. urðu vandræði í sambandi við samgöngur í lofti, á vegum og með járnbrautarlestum. í New York hafa skapast einna mest vandræði i samgöngumálum vegna fannkomu og veðurhams. Strandgæsluskip. leituðu i dag í blindhríð að þremur skip- um með 42 innanborðs. A haf- inu undan Massaehusetts er vindhraði um 100 km/klst og ölduhæð um 10 metrar. Eitt þeirra skipa sem leitað er að, er gríska risaolíuskipið Global Hope sem er með 32 manna áhöfn og 3500 tunnur af olíu innanborðs. Mun það vera strandað um 30 km norður af Boston.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.