Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1978
Þjóðarbókhlaðan:
Meðal fyrstu bókasafna sinn-
ar tegundar á Norðurlöndum
10
— segir Harry Falkner-Browne, sem
er ráðunautur byggingarnefndarinnar
„Það sem er sérstakt við
Þjóðarbókhlöðuna er, að þar
verða saman undir einu þaki
háskólabókasafn og landsbóka-
safn. Slfkt sambýli er sjaldgæft
og reyndar man ég í fljótu
bragði aðeins eftir einu slíku
safni á Norðurlöndum; i Hels-
inki, en þar er um gamla safna-
byggingu að ræða. Hins vegar
er það ofurskiljanlegt, að þið
kjósið þessa leið, þegar íslenzk-
ar aðstæður eru hafðar í huga.
Ut frá þeim væri það hrein
vitleysa að byggja yfir þessi
söfn í tvennu Iagi,“ sagði Harry
Falkner-Browne, arkitekt, sem
er ráðunautur byggingarnefnd-
ar Þjóðarbókhlöðunnar, í sam-
tali við Mbl.
„En það er annað sem gerir
Þjóðarbókhlöðuna sérstaka
meðal nýrri bókasafna á Norð-
urlöndum og það er sú aðstaða,
sem er til sjálfsafgreiðslu ann-
ars vegar, og hins vegar sveígj-
anleiki sá, sem verður í upp-
setningu safnsins. I flestum
öðrum söfnum eru bækurnar
hafðar sér og svo eru sérstök
lesherbergi. I Þjóðarbókhlöð-
unni verður lesaðstaðan sam-
tengd bókaskápunum og sveigj-
anleikinn gerir kleift að færa
til bókahillur og opna lessvæði
inn á milli, til dæmis nálægt
sérstökum hlutum bókasafns-
ins, sem mikið eru i notkun.
Þessi skipan mála, sem kölluð
hefur veríð „skrifstofulands-
lagið“ hefur verið ríkjandi í
enskum bókasafnsbyggingum
síðustu 20 árin, en þangað barst
hún frá Bandarikjunum, óg nú
er hún að ná fótfestu á Norður-
löndum og er Þjóðarbókhlaðan
meðal fyrstu bókasafna, sem
þannig eru skipulögð.
Þetta á nú við þann hluta
Þjóðarbókhlöðunnar, sem mun
hýsa háskólabókasafnið. Þar
sem landsbókasafnið verður til
húsa, er fyrirkomulagið nokkuð
annað. Þar verður frjáls að-
gangur takmarkaðri, þar sem
nauðsynlegt er að dýrmætari
bækur safnsins séu vel og
tryggilega varðveittar.
Sameiginlegur inngangur
verður fyrir bæði söfnin og á
þeirri hæð verður spjaldskrá
yfir allar bækur, sem i Þjóðar-
bókhlöðinni verða, þannig að
þar geta menn séð, hvort þeir
eiga að fara i landsbókasafnið
eða háskólabókasafnsdeildina
til að finna það, sem þeir eru að
leita að. Þessi spjaldskrá mun
einnig gefa upplýsingar eins og
þær, að frumeintak sé geymt I
landsbókadeildinni og svo séu
til dæmis þrjú eintök af bók-
inni í háskólasafninu."
— Hvað með öryggisbúnað?
„Hann verður eins fullkom-
inn og mögulegt er. Þar á meðai
verða sérstakar geymslur og
svo verða fullkomin brunaboða-
og varnarkerfi í húsinu."
— En gegn vindi og veðrum?
„Ég starfaði um árabil i
Kanada, þar sem veturnir eru
kaldari en hér og sumrin heit-
ari. Sem betur fer eru öfgarnir
minni hér á íslandi, en þið haf-
ið regnið og storminn. Anddyri
hússins verður sérstaklega var-
ið með tilliti til þessa og einnig
verður húsið þannig, að út-
veggirnir eru hafðir eins litlir
og unnt er miðað við það magn
sem þarf að byggja utan um.
Það gerir það að verkum, að
mun auðveldara verður að hafa
stjórn á veðuráhrifunum; til
dæmis verður hitatapið minna
með þessu byggingarlagi en
öðru?“
— En einhver munur á fyrir-
huguðum framkvæmdum við
Þjóðarhókhlöðuna og fram-
kvæmdum við bókasafnsbygg-
ingar f Englandi?
„Já. Þar er á sá reginmunur,
að Þjóðarbókhlaðan verður
Harry Falkner-Browne.
lengur í byggingu. En þetta er
auðvitað fyrst og fremst spurn-
ing um fjármagn, því þegar að
er unnið, er framkvæmdahrað-
inn sá sami. En í Englandi fást
allir peningarnir strax, þannig
að hægt er að byggja í einum
samfelldum áfanga.
Þegar ég kem heim frá Is-
landi að þessu sinni, fer ég til
Loughborough, þar sem á að
rísa háskólabókasafn af svip-
aðri stærð og Þjóðarbókhlaðan.
Byggingarframkvæmdir eiga
að hefjast i marz. Þá hefur
undirbúningsvinna staðið í
hálft annað ár og byggingunni
á að ljúka á tveimur árum.
Þetta verður fjórða bókasafnið
sinnar tegundar í Englandi,
sem ég hef starfað við og svona
hafa málin alltaf gengið fyrir
sig“.
Harry Falkner-Browne segist
hafa komið um 20 sinnum til
Islands vegna undirbúnings-
vinnunnar við Þjóðarbókhlöð-
una. „Og ég á ábyggilega eftir
að koma oft, því enn eru tveir
hluttir. Bæði verð ég ráðgjafi í
sambandi við tæknileg mál á
byggingartímanum og svo að
honum loknum tekur við síðasti
áfanginn; innréttingar og
niðurröðun húsgagnanna".
Þegar Mbl. spurði Harry
Falkner-Browne, hvernig hon-
um hefði verið innanbrjósts,
þegar hann sá framkvæmdir
við bygginguna hefjast á
laugardaginn, sagði hann. „Það
er út af fyrir sig alltaf merkur
áfangi, þegar framkvæmd
kemst af einu stigi yfir á annað.
En það sem mér þótti merki-
legast við þessa athöfn á laugar-
daginn var málshátturinn, Sem
menntamálaráðherra ykkar
hafði á orði, um að hálfnað er
verk þá hafið er. Þessi orð féllu
mér vel í geð“.
Kyjólt'ur (Íuóniundsson skrit'ar t'rá Norot^i:
Norsku
skógarnir
ÞAÐ hefur verið sagt að skógur-
inn sé Noregs græna gull, og full-
víst er að hinir víáttumiklu skógar
Iandsins, eru mikill fjársjóður,
sem vex þótt af sé tekið. Skóginum
mætti því líkja við geisiháa banka-
innstæðu, en sá er þó munurinn að
gengisfellingar hafa ekki rírnandi
áhrif, og með hækkandi verðlagi
hækka verðmæti skóganna, og þeir
sem eiga landsvæði vaxin nytja-
skógi, geta glaðst vegna þess að
það er eign sem stöðugt hækkar í
verði.
Þeir eru reyndar margir norsku
bændurnir, sem eiga því láni að
fagna að geta tekið timbur úr eigin
skógi, og á þann hátt reist ódýrar
byggingar. Algengt er að þeir eigi
vélsagir til að fella trén, og hafi
síðan aðstöðu til að flytja trjábol-
ina til sögunarstöðva, og fái þar
rist bolina niður í þann grófleika,
sem óskað er.
Algengasta trjávaran sem notuð
er til bygginga er greni og fura.
Ösp er stundum notuð, einkum í
útihús, en harðviður, svo sem ask-
ur, álmur og björk er sjaldan
notaður, nema til útskurðar, eða
til að renna úr skálar og í sam-
bandi við húsgagnasmíði o.s.frv.
Árlega er gróðursett mikið af
greni og furu, sem kemur í stað
þess sem höggvið er. Norska ríkið
stendur yfirleitt að nokkru leyti á
bakvið þetta, og eru trjáplönturn-
ar ekki aðeins ókeypis, heldur er
landeiganda,- ef hann gróðursetur
þær sjálfur, greitt fyrir framtakið.
Fyrir að gróðursetja 1000 plöntur
er greiddur styrkur, sem svarar
rúmum 10 þús. ísl. kr.
S.l. vor var plöntuframleiðsla
gróðurstöðvanna mun meiri en
eftirspurn, þannig að „fleygja"
varð miklu magni af greniplönt-
um. Þetta kom m.a. fram í blöðum,
og skógarvörður við Sognsæ, stað-
festi að rétt væri. Hann var þá að
þvi spurður hvort ekki hefði verið
betra að gefa plönturnar til Is-
lands, en kvað þá, að plönturnar
væru af fræi, sunnan úr fjöllum
Þýzkalands, og því vafamál hvort
þær myndu hafa dafnað svo
norðarlega, sem á Islandi.
Vaxtarhraði nytjaskóganna er
mjög misjafn, eftir þvi hvar í
Noregi er, svo og hæð yfir sjó. I
Þrændalögum og Norður-Noregi
er trjávöxtur hægari en sunnar í
landi, en sá viður verður harðari
og sterkari, sem hægt vex, en sá
sem vaxið hefir hratt. Þessvegna
má ætla að sá trjáviður sem að
Greinarhöfundur með þriggja ára
trjáplöntu. Skógurinn er hins
vegar um 35 ára.
vaxa kann á íslandi, verður góður
efniviður.
I Vestur-Noregi þurfa greni- og
furutré venjulega að hafa náð
a.m.k. 40—50 ára aldri til þess að
úr þeim fáist máttarviður til hús-
bygginga, en vaxtarhraðinn er, svo
sem áður var minnst á, misjafn.
Tré ná einnig misjöfnum þroska,
en hæð barrtrjáa í Noregi er oftast
15—20 m., en algengt er að þau nái
grófleika, við rót um 50 cm. í þver-
mál. Þó eru til grenitré sem náð
hafa meira en 50 metra hæð, og
munu þó geta bætt við hæð sína.
Tré þau sem hér er átt við, vaxa
við innanverðann Sognsæ, og eru í
brattri fjallshlíð mót suðri. Þau
eru nú friðuð, vegna stærðarinnar,
og eins vegna þess að hér er um að
ræða sérstakt afbrigði, sem ekki
vex á nálægum slóðum.
I dölum Noregs, verður oft mjög
hlýtt á sumrin, og algengt er að
hitastig komist uppí 25 gráður. Hlý
veðrátta, næg úrkoma, og gott
skjól, gera það að verkum að
skógurinn þrífst vel.
Sé farið i fjallgöngu í Vestur-
Noregi, er raunverulega farið í
gegnum mörg gróðurbelti. Á lág-
lendi vex blandaður laufskógur,
svo sem askur, álmur og eik, en
eplatré vaxa einnig, en þá sem
ræktuð i görðum.
Hærra taka við greni og furutré,
sömuleiðís birki, sem verður lág-
vaxnara og kræklóttara, þegar
hærra kemur. I 800—1000 metra
hæð eru venjulega efstu skógar-
mörk, þar sem kræklótt birki- og
víðikjarr tekur við. Þó er furu-
skógur, við innanverðan Sognsæ, i
1000 m hæð yfir sjó, en vegna
mengunar frá álveri hefir hann
nokkuð látið á sjá. Úti við strönd-
ina, og norðar í landi, liggja
skógarmörk lægra, eða í 200—300
m. hæð yfir sjó.
Suður á Jaðri, í nánd við
Stavanger, er staður sem heitir
Öksnevad (Nautavað), en þar er
trén vel út, en þar hafði mindast
meira skjól. Þetta er eitt af fleiri
dæmum, varðandi það, að í harð-
viðarsömum landshlutum verður
að gróðursetja í stór svæði, og
reikna fyrirfram með að trén í
„fremstu víglínu" fari meira eða
minna halloka í baráttunni við
óblið náttúruöfl. Á hinn bóginn,
þegar trén hafa náð nokkurri hæð,
og eru byrjuð að skýla hvert öðru,
skapast ekki aðeins skjól, heldur
hærra hitastig, að sumrinu, heldur
en ef landið væri skóglaust. .
Skógrækt er lfka landbúnaður.
nú búnaðarskóli, sem sumir Is-
lendingar munu kannast við. Svo
háttar til á Jaðri, að landslag er
flatt og svipað því sem á Suður-
landsundirlendinu, og liggur
byggðin gegnt opnu hafi. Við
Öksnevad, er hæð, álíka há og
Öskjuhlíðin, en stærri ummáls.
Þarna voru fyrir um 80 árum
gróðursett barrtré, þannig að nú
er hæðin skógivaxin, en landið um-
hverfis er á stórum svæðum skóg-
laust. Með öðrum orðum mindar
þessi skógarreitur raunverulega
„eyju“ í skóglausu umhverfi. Yzt i
„eyjunni" voru trén nokkuð illa
farin, vegna stormasamrar veð-
ráttu, en lengra inni í henni Iitu
Norðmenn nota árlega mikið
magn af birki og öðrum lauftrjám
til eldiviðar. Birki, aksur, álmur og
eplatré hafa gott hitagildi, en ölur
og barrtré eru lélegri til upphitun-
ar.
Frá gamallri tíð, og reyndar enn-
þá, var eldiviður mældur i eining-
um, sem hét „mál“. Er það viðar-
hlaði 2 m. á hæð, 2 m. á lengd, og
60 cm. á breidd. Eitt viðarmál, af
birki, kostar nú um 600 n.kr. en
annar eldiviður er ódýrari.
Þegar um er að ræða greni, eða
furu, þ.e.a.s. tré á rót, sem nota á
til húsbygginga, er mælikvarðinn
rúmmetrer, en slík tré geta þá
verið frá 0,3—2,0 rúmmetrar. Við