Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 36
AUilASlWiASIMIN'N EK:
22480
iH*rfliTOl)tníiií)
Lækkar
hitakostnaðinn
MIÐVIKUDAGUR. 8. FEBRUAR
Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra:
Frumvarp um ráðstöfun
gengismismunar verður
lagt fram á Alþingi
/
1
ASÍ og VSÍ ræða hugsanlega riftun samninga —
ASÍ og stjórnvöld hafa rætt um efnahagsvandann
Ríkisstjórnin leggur fram á Alþingi í dag frumvarp um ráðstöfun gengismismunar
og mun Geir Hallgrímsson forsætisráðherra flytja framsögu fyrir frumvarpinu, að
því er hann skýrði Mbl. frá í gærkvöldi.
I samtali Morgunblaðsins í gærkvöldi var forsætisráðherra spurður að því hvernig
ríkisstjórnin hefði kynnt Alþýðusambandi Islands væntanlegar efnahagsaðgerðir.
Hann sagði: „Alþýðusamband Islands hefur haft aðgang að öllum gögnum og
skjölum, sem um er að ræða. Það hefur verið rætt við þá og þeir hafa fengið að vita í
höfuðatriðum í hvaða átt ráðstafanirnar hníga, en ýmsar endanlegar ákvarðanir um
útfærslu ráðstafananna er verið að taka þessa daga.“
I samtali Mbl. vió Björn Jóns-
son, forseta ASÍ, í gærkvöldi
sagöi hann, að á miðstjórnarfundi
ASÍ í gær hefði verið rætt um
lokaafgreiðslu varðandi störf full-
trúa ASÍ í Verðbólgunefndinni.
Kvað Björn fundinn hafa sam-'
þykkt einróma, hvernig full-
trúarnir ættu að standa að
Framhald á bls. 20.
Geir Hailgrímsson
forsætisráðherra
Forskot Brownes féll
niður í hálfan vinning
Helgi og Hort gerdu jafntefli
BANDARÍSKI stórmeistarinn
Walter Browne hélt forystunni á
Reykjavfkurskákmótinu eftir
fjórðu umferðina f gær, en skák
hans og Kuzmins lauk með jafn-
tefli. Næstir Browne að vinning-
um eru Friðrik Ólafsson og
Anthony Miles með 3 vinninga
hvor, Hort og Polugaevsky hafa
2'A vinning, Larsen er með 2 vinn-
inga og biðskák, Guðmundur
Sigurjónsson og Kuzmin hafa tvo
vinninga, Lombardy er með l'A og
biðskák, Helgi Ólafsson er með
einn vinning, Margeir Pétursson
og Jón L. Árnason eru með 'A
vinning og biðskák sfn f milli, og
Ögaard og Smejkal eru með 'A
vinning og óteflda innbyrðis skák
úr fyrstu umferð.
Úrslit fjórðu umferðar í gær;
Miles vann Smejkal, Friðrik vann
Ögaard og Polugaevsky vann Guð-
mund Sigurjónsson. Skákum
Helga Ólafssonar og Hort og
Kuzmin og Browne lauk með jafn-
tefli, en skákir Margeirs Péturs-
Framhald á bls. 20.
Banaslys á loðnumiðunum:
Skipverji á Eld-
borgu beið bana af
völdum höfuðhöggs
\ýtt og fullkomið mötuneyti var nýverið tekið í notkun hjá Fiskiðjuveri Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur við Grandagarð. Þar var þessi mynd tekin af þessum ungu
blómarósum í kaffitímanum í gær. Ljósmynd Mbl. RAX sjá nánar Krein á bls. 12.
BANASLYS varð á loðnumiðun-
um í gærmorgun. 46 ára maður,
Garðar Eymundsson, Hvanna-
lundi 9, Garðabæ, skipverji á Eld-
borgu GK 13, lézt þá af völdum
Haukur Heióar reyndi aó fá skjöl frá Sindra-Stál til lagfæringa:
Reiðubúinn að greiða
Landsbanka 20 millj-
ónir króna erlendis f rá
HAUKUR Heiðar, fyrrum for-
stöðumaður ábyrgðardeildar
Landsbankans, reyndi í desember
sl. að fá framkvæmdastjóra
Sindra-Stáls til að afhenda sér
skjöl, er vörðuðu brot hans og ber
Haukur við yfirheyrslu, að um
hafi verið talað, að annar fram-
kvæmdastjóranna kæmi með
skjöl til hans „og léti laga þau“.
Þá hefur Haukur borið að hann
teldi sig hafa „til ráðstöfunar
erlendis frá“ rúmlega 20 milljón-
ir króna, sem hann væri rciðubú-
inn að greiða Landsbanka ts-
lands. Þetta fé er geymt f Sviss,
en við fyrri yfirheyrslur hafði
Haukur skýrt frá þvf, að hann
hefði eytt til eigin þarfa fé þvf, er
hann kvaðst hafa dregið sér.
Þetta kemur fram í dómi, sem
kveðinn var upp f Hæstarétti í
gær, þar sem framlenging gæzlu-
varðhalds Hauks Heiðars er stað-
fest, en jafnframt bendir Hæsti-
réttur á, að nauðsynlegt sé, að
héraðsdómari, sem ekki hefur
fylgzt með rannsókn mála, fái
nægan tíma, eftir því sem kostur
er, til að kanna rannsóknargögn
og meta málsástæður áður en
hann úrskurðar um gæzluvarð-
haldskröfu.
Dómur Hæstaréttar er svohljóð-
andi:
„Mál þetta dæma hæstaréttar-
dómararnir Björn Sveinbjörns-
son, Benedikt Sigurjónsson og
Þór Vilhjálmsson.
Hinn kærða úrskurð hefur
kveðið upp Birgir Þormar fulltrúi
yfirsakadómarans í Reykjavík.
Varnaraðili hefur samkvæmt
heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr.
74/1974 skotið máli þessu til
Hæstaréttar með kæru 31. janúar
1978, sem Hæstarétti barst 3.
febrúar s. á. Krefst hann þess, að
hinn kærði úrskurður verði úr
gildi felldur. Þá krefst hann þess,
að „málsmeðferð verði vítt“.
Af hálfu ákæruvalds er krafist
staðfestingar hins kærða úrskurð-
ar.
Frá varnaraðilja hefur borist
ítarleg greinargerð.
Hinn 30. janúar s.l. skýrði varn-
araðili svo frá hjá rannsóknarlög-
reglu ríkisins, að hann teldi sig
hafa „til ráðstöfunar erlendis
frá“ rúmlega 20 milljónir króna,
sem hann væri reiðubúinn að
greiða Landsbanka íslands. I
greinargerðum varnaraðilja til
sakadóms Reykjavíkur og Hæsta-
Framhald á bls. 20.
höfuðhöggs, sem hann fékk, er
skipið var að veiðum norður af
Langanesi.
Morgunblaðið fékk þær upplýs-
ingar hjá Slysavarnafélagi ís-
lands í gær, að það hafi verið um
kl. 6 í gærmorgun, sem rannsókn-
arskipið Arni Friðriksson hafði
samband við félagið gegnum Nes-
radfó og beðið var um aðstoð, þar
sem alvarlega slasaður sjómaður
af Eldborgu hefði verið fluttur
um borð í skipið. Ljóst væri að
maðurinn væri mikið slasaður á
Framhald á bls. 20.
m
Garðar Eymundsson