Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978
Polansky hyggst
ekki hverfa aftur
Cleo Lane og maður hennar Johnny Dankworth. Myndin er tekin við veizluborð er hjónin komu hér á
listahátíð 1976. Ljósm. Friðþjófur.
Skemmtikraftar
ársins útnef ndir
London. 7. febrúar. AP.
BREZKA jasssöngkonan Cleo Laine og eiginmaður hennar og hljómsveitarfélagi, Johnny Dartkworth,
voru á þriðjudag útnefnd „skemmtikraftar ársins 1977“. Það var brezki klúbburinn „Sitt af hverju"
(„Variety Club“) sem útnefndi þau. Þá hlaut Stanley Holliday, 87 ára gamall grfn- og gamanleikja-
söngvari, sérstaka viðurkenningu á árshátfð klúbbsins, sem fram fór á Savoy-hótelinu f London.
Holliday lék m.a. föður Elfsu Doolittle f „My fair lady“. Sir Alec Guinness og Glynis Johns voru einnig
f hópi leikara, sem verðlaunaðir voru; Sir Alec sem bezti sviðsleikarinn og Johns sem bezta leikkonan
á árinu. Norman Beaton og Billie Whitelaw voru útnefnd beztu kvikmyndaleikararnir.
Nýstofnað verkalýðsfélag 1 Sovét:
Fimm handteknir
Los Angeles, 6. feb. AP.
ROMAN Polansky hafði
ávæning af því aö hann
yrði sendur í fangelsi og
síðan rekinn úr landi ef
hann tefði í Bandaríkjun-
VEÐUR
víða um heim
stig
Amsterdam 5 þoka
Aþena 14 bjart
Berlin + 1 skýjað
Brussel 6 skýjað
Chicago + 9 skýjaö
Frankfurt + 1 slskin
Genf 4 skýjað
Helsinki + 8 skýjað
Jóhannesarb. 26 skýjað
Kaupmannah. + 1 sólskin
Lissabon 18 sólskin
London 9 skýjað
Los Angeles 19 skýjað
Madrid 15 sólskin
Malaga 15 bjart
Miami 19 bjart
Moskva + 8 skýjað
New York + 3 snjókoma
Ósló + 4 skýjað
Palma 13 bjart
Paris 6 skýjað
Róm 12 bjart
Stokkhólmur + 2 skýjað
Tel Aviv 16 rigning
Vancouver 13 skýjað
Vinarborg O skýjað
Enn felldur
hermaður á
N-írlandi
Relfast. 7. febrúar. AP.
HERMAÐUR lét lífið í skotárás
úr launsátri n-frskra hryðju-
verkamanna á þriðjudag, að sögn
brezka varnamálaráðuneytisins.
Skotárásin átti sér stað um 25
kílómetra vestur af Belfast í
um og hlýddi á dóm í kyn-
ferðisglæpamáli sínu.
Þetta kom fra hjá dómar-
anum í málinu á mánudag.
Yfirdómari dómstólsins,
Laurence J. Rittenband, upplýsti
að hann hefði ljóstrað upp áform-
um sinum i máli Polanskys við
verjanda hans, Douglas Dalton.
Sagði dómarinn líkur vera á, að
hann hefði skýrt Polansky frá að
ætlunin væri aðsýna honum enga
miskunn. Það hefur flogið fyrir
að Polansky væri nú í París og var
greint frá því á skrifstofu héraðs-
dómarans að þegar hefði verið
reynt að fá kvikmyndaleikstjór-
ann framseldan. Þær tilraunir
hefðu hi'ns vegar engan árangur
borið.
Rittenberg dómari hefur sagt
frá því, að ætlun hans hafi verið
að láta Polansky fara úr landi
eftir að hann hefði setið í 48 daga
fangelsi. Hann hafði fyrirhugað
lengri fangelsisvist til handa Pol-
ansky ef hann neitaði hins vegar
að yfirgefa Bandaríkin. „Hann á
ekki heima hér,“ bætti dómarinn
við.
Hefur Rittenberg dómari nú
gefið verjanda Polanskys frest til
14. febrúar til að fá Polansky til
að koma aftur ogiafplána dóm
sinn. Snúi hann hins vegar ekki
aftur eru líkur á að hann verði
dæmdur í fjarveru sinni. Dalton
hefur skýrt frá því að Polansky sé
ákveðinn i að hverfa ekki aftur til
ERLEnT
Tyrone-héraði. Hermaðurinn,
John Eaglesham að nafni, gegndi
herþjónutu í hjáverkum, en var
póstmaður að aðalstarfi. Var hann
að bera út póst að morgni, er
hryðjuverkamenn hófu skotárás á
bifreið hans frá vegarbrún.
Eaglesham er 83. félagi öryggis-
sveitarinnar, er lætur lífið síðan
óeirðirnar brutust út 1969. Tala
látinna frá upphafi er nú 1804, en
frekar lftið hefur verið um mann-
dráp á síðustu mánuðum. Hafa
alls þrír látist það sem af er þessu
ári. Enginn aðili hefur játað á sig
morðið á hermanninum enn þá.
Moskvu. 7. febrúar. AP.
FIMM stofnfélagar óháðs „verka-
lýðsfélags“, sem sovézkir verka-
menn komu á fót í sfðasta mán-
uði, hafa verið handteknir f
Moskvu. Forsvarsmaður félags-
ins, Nikolai Ivanov, tjáði vestræn-
um fréttamönnum í dag, að ekki
væri búizt við þvf að mennirnir
yrðu fangelsaðir, heldur yrði
þeim skipað að hverfa frá
Mosvku, en enginn þeirra mun
hafa nauðsynlegt leyfi yfirvalda
til að dveljast f borginni. Um 200
manns eru f félaginu og eru þeir
frá hinum ýmsu stöðum f Sovét,
en aðalhvatamennirnir að stofn-
un félagsins kynntust f Mosvku
þar sem þeir voru þcirra erinda
að kvarta undan vinnuaðbúnaði á
heimaslóðum.
Tilkynnt var um félagsstofnun-
ina í lok janúar, en tilgangur þess
er að gæta hagsmuna verka-
manna og leita réttar þeirra gagn-
vart yfirvöldum. Formaður fé-
lagsins, Vladimir Klebanov, sem
áður starfaði í kolanámu í
Ukraínu, segir að félagið muni
leita eftir stuðningi Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar (ILO)
í Genf. Klebanov hefur farið
huldu höfði síðan tilkynnt var um
stofnun félagsins af ótta við að
verða handtekinn.
Ivanov skýrði fréttamönnum
frá nöfnum verkamannanna
fimm, svo og hvaðan þeir væru,
um leið og hann sagði að einn
þeirra félaga hefði verið varaður
við því að efna til fundar frétta-
manna og félagsmanna á heimili
sfnu.
Hugsjón Carters vegur
þyngra en afhroð Somozas
STJÓRN Carters Bandarfkja-
forseta lítur á núverandi
stjórnmálaöngþveiti f Nicara-
gua jafnframt þeirri stefnu
sinni að púkka ekki undir her-
stjórnir af neinu tagi sem próf-
stein á hvort „siðferðileg for-
ysta“ geti hvatt til friðsamlegra
og lýðræðislegra breytinga f S-
Amerfku. Skákar stjórnin f því
hróksvaldi að einræðisstjórn-
um bandalagslanda verði ekki
rutt úr sessi og við taki engu
lýðræðislegri vinstristjórnir f
tengslum við hlutleysissinna
eða höfuðstöðvar kommúnista.
Það er vegna nýlegra atburða
að Nicaragua er orðinn próf-
steinn. Síðustu 15 daga hefur
landið verið í lamasessi af völd-
um verkfalla, sém miða að því
að steypa Anastasio Somoza af
stóli. Verkfallið kemur í kjölfar
láts Pedro Joaquin Chamorro,
ritstjóra málgagns stjórnarand-
stöðunnar, í sfðasta mánuði.
Dauði hans hratt af stað alvar-
legustu ógnarskriðu við ríki
Somoza-fjölskyldunnar í 45 ár.
Fjölskylda forsetans hefur not-
ið stuðnings Bandaríkjastjórn-
ar æ siðan hún hófst til valda og
ekki verið talið eftir þótt víða
væru brotalamir á mannrétta-
stefnu Somozas. Mátti gjarnan
líta á það sem endurgjald fyrir
tryggðaböndin.
Þegar Jimmy Carter kom í
Hvíta húsið varð þó br-eyting á.
Síðasta haust dróst t.a.m. úr
hömlu að stjórnin samþykkti
árlega vopnasölu til Nicaragua
að upphæð 2,5 milljónir doll-
ara. Samkvæmt áyeiðanlegum
heimildum er ekki gert ráð fyr-
ir neinni vopnaaðstoð við
Nicaragua í fjárlögum ársins
1979. Að auki hefur stjórnin
lagt ríkt á við Somoza að ein-
ræðisstjórn linnti í landinu.
„Það bregður því öðru vísi við
en fyrir 10 árum. Þá hefðum
við stutt betur við bakið á
Nicaragua í slíkri kreppu," var
haft eftir bandarískum
embættismanni.
I ræðu, sem Carter flutti, er
hanrrsór embættiseið sinn fyrir
ári, gerði hann grein fyrir hug-
myndum sínum um mannrétt-
indi. Hann sagði þá: „Siðgæðis-
vitund okkar skuldbindur okk-
ur til að taka okkur stöðu við
hlið þjóða, sem auðsýna réttind-
um einstaklingsins staðfasta
virðingu." Opinberlega hefur
því engu sfður verið lýst yfir að
bandarfska stjórnin sé alger-
Anastasfo Somoza,
forseti Nicaragua.
lega hlutlaus varðandi þá ring-
ulreið, sem nú ríkir í Nicaragua
og óski hún þess að sjá hlutað-
eigandi þrætuöfl leiða mál sín
friðsamlega og lýðræðislega til
lykta. Kom þetta m.a. fram í
yfirlýsingu stjórnarinnar sl.
mánudag.
Starfsmenn utanríkisráðu-
neytisins hafa engu síður játað
sín á milli að andróðursöfl
Somozas kunni að líta svo á að
Bandaríkjastjórn sé með slíkri
yfirlýsingu að snúa baki við
Somoza — einkum ef tillit er
tekið til liðinna atburða. Sömu
embættismenn hafa látið þá
von í ljós að Somoza muni gera
að því gangskör að enda verk-
fallið með því að boða aigert
málfrelsi og leyfa samtök meðal
andstæðinga sinna. Vænta þeir
þess að andstæðingar Somoza
blíðkist við í staðinn og láti til
leiðast að snúa sér að undirbún-
ingi þingkosninga 1981 og endi
svo Somoza-tímabilið á friðsam-
an hátt og löglegan.
Stjórnin óttast hugsanlegar
afleiðingar af brottvikningu
Somozas. Hætta er talin á að
ögrun Bandaríkjastjórnar við
forsetann gæti gert að verkum
að hann forhertist um allan
helming og reiddi enn hærra til
höggs við landslýðinn. Á hinn
bóginn vita menn heldur ekki
nema arftaki Somoza-
stjórnarinnar yrði hálfu verri
frá sjónarhóli Bandaríkja-
stjórnar. „Það er engin leið að
segja til um hvað skyti kollin-
um upp úr moldinni yrði
Somoza upprættur," var haft
eftir starfsmanni ráðuneytis-
ins. Þjóðvarðliðarnir, hin 7000
manna lögreglusveit landsins
og herinn, yrðu að öllum líkind-
um einn frambjóðandinn til
stjórnar eftir Somoza. Þau laus-
tengdu samtök, er að verkfall-
inu stóðu, kallá sig Lýðræðis-
legu þjóðfrelsishreyfinguna. Er
það félagsskapur, sem samein-
ast um það eitt að vera á móti
Somoza. Hefur enginn leiðtogi
komið fram ennþá sem arftaki
Chamorros. Þá er einnig I land-
inu marxískur skæruliðahópur,
„E1 frente Sandinista“, sem tel-
ur fáein hundruð félaga, að
áliti bandarísku upplýsinga-
þjónustunnar. A tímum póli-
tiskrar kreppu hefur hann
þann kost umfram hina að vera
samhentur.
Hvort sett yrði á stofn ný
stjórn með stuðningi hinna
hægrisinnuðu þjóðvarðliða eða
Sandinista eru horfur á að sú
stjórn yrði fjandsamleg yfir-
völdum i Washington. Hægri-
Framhald á bls. 23