Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Bókmennta- verðlauna- hafi Norð- urlanda- ráðs í Norr- æna húsinu BÓKMENNTAVERÐLAUNA- HAFI Norðurlandaráðs, Norð- maðurinn Kjartan Flögstad hélt fyrirlestur í Norræna hús- inu á sunnudag og ræddi þar ritstörf sín og viðhorf til skáld- skapar og þjóðfélags. IVIeðal viðstaddra var forseti Islands, dr. Kristján Eidjárn. A laugardag kom Flögstad fram á bókmenntakynningu í Norræna húsinu. Þar voru kynntar danskar og norskar bókmenntir og var Flögstad kynntur sérstaklega og las hann þá upp úr bók sinni Dalen Kjartan Flögstad í Norræna húsinu á sunnudaginn. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Portland, sem menntaverðlaun ráðs 1978. hlaut bók- Norðurlanda- Ríkisstjómin: Þátttaka í ólöglegu verkfalli ósamrým- anleg trúnaðarskyld- um ríkisstarfsmanna RÍKI.SSTJÓRNIN sendi frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem segir, að þátttaka í ólöglegu verk- falli sé ósamrýmanleg trúnaðar- skyldum opinberra starfsmanna og að ríkisstjórnin treysti þvi að ríkisstarfsmenn taki ekki þátt í slíkum verkfallsaðgerðum. Enn- fremur er ítrekuð yfirlýsing fjár- málaráðherra frá því fyrir helgi um frádrátt á launum vegna óheimilla fjarvista. Fréttatil- kynning ríkisstjórnarinnar fer hér á eftir í heild: Á fundi ríkisstjórnarinnar i morgun, þar sem fjallað var um hvatningu meiri hluta stjórnar BSRB og launamálaráðs BHM til starfsmanna ríkisins um að leggja niður vinnu þ. 1. og 2. mars n.k. í því skyni að mótmæla lögum nr. 3/1978 um ráðstafanir í efnahags- málum, var eftirfarandi ályktun gerð: Ríkisstjórnin telur, að hvatning og þátttaka af hálfu starfsmanna ríkísins í ólöglegu verkfalli sé með öllu ósamrýmanleg þeim trúnaðarskyldum, sem á starfs- mönnum ríkisins hvíla. Að óreyndu vill ríkisstjórnin treysta því, að starfsmenn ríkis- ins taki ekki þátt i ólöglegu verk- falli og ítrekar yfirlýsingu fjár- málaráðherra í fréttatilkynningu 24. febr. s.l., að farið verði að lögum varðandi viðurlög, þ.á.m. frádrátt á launum, vegna óheim- illa fjarvista starfsmanna. 27. febrúar 1978. Hæstiréttur: HÆSTIRÉTTUR mildaði dóm yfir tvítugum pilti er varð ungum manni að bana á Akureyri í apríl 1976. í héraði hafði pilturinn ver- ið dæmdur í 16 ára fangelsi en niðurstaða Hæstaréttar var að hann skyldi sæta 12 ára fangelsi. Nánari tildrög þessa máls voru að pilturinn, Ölfar Ólafsson, brauzt að nóttu til inn í verzlun á Akureyri og stal þaðan m.a. riffli og skotfærum. Síðar þá sömu nótt banaði hann manninum, sem var á leið heim til sín, en (Jlfar var handtekinn daginn eftir og játaði þá strax verknaðinn. I hæstaréttardóminum kemur fram að brot ákærða bitnaði á vegfaranda sem ákærði átti ekki sökótt við, og var unnið með styrkum og einbeittum vilja og beitt skotvopni við framkvæmd þess. Óljóst sé hvað ákærða gekk til verksins, en hann hafi verið mjög ungur, nýorðinn 18 ára, þegar hann framdi brot sín, sem hann siðan gekkst hreinskilnis- lega og greiðlega við. í dóminum kemur fram að áður en úrskurður hafi gengið um gæzluvarðhald ákærða 5. apríl, hafi ákærði ekki komið fyrir dóm- ara innan tiltekins tíma og er tekið fram að það sé andstætt lögum. Ólögleg f orf öll í 2 daga gætu þýtt 32% lægri laun segir í tilkynningu borgarinnar til borgarstarfsmanna STARFSMENN Reykjavíkur- borgar hafa fengið í hendur bréf, þar sem skýrt er frá grein úr lögum um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna. Þar segir í 30. grein: „Starfsmanni er skylt að vinna án endurgjalds yfir- vinnu allt að tvöföldum þeim tíma, er hann hefur verið frá starfi án gildandi forfalla, eða Reykjavík og atvinnumálin REYKJAVÍK og atvinnumálin verða aðalumræðuefni almenns fundar sem Landsmálafélagið Vörður stendur fyrir i kvöld i Val- höll. Birgir ísieifur Gunnarsson borgarstjóri flytur framsöguerindi á fundinum, en ávörp flytja einnig þeir Gunnar Hafstein útgerðar- maður. Gunnar Snorrason formað ur Kaupmannasamtakanna og Vig- lundur Þorsteinsson forstjóri. Á eftir framsöguræðu og ávörpum fara fram frjálsar umræður og fyrir- spurnir Fundarstjóri verður Bjarni Jakobsson formaður Iðju félags verksmiðjufólks Fundurinn verður eins og áður sagði i Valhöll og hefst hann klukkan 20 30 hlfta því, að dregið sé af launum, sem því nemur." t bréfinu er bent á þessa heimild laganna og sagt að fyrir tveggja daga fjarvistir geti verið um allt að 32 yfirvinnu- stundir að ræða. Morgunblaðið hafði i gær sam- band við Magnús Óskarsson hæst- arréttarlögmann og vinnumála- stjóra Reykjavikurborgar, sem sagðist hafa sent út þetta dreifi- bréf, til borgarstofnana svo að ekki væri hægt að segja að laga- ákvæði hefðu ekki verið starfs- mönnum borgarinnar kunn, ef einhverjir þeirra ætluðu að fella niður vinnu. 1 bréfinu segir Magnús að þessi grein geti þýtt það, að fyrir 2ja daga ólögleg for- föll verði dregið af starfsmanni sem svarar 32 yfirvinnustundum. Er síðan bent á að um miklar fjárhæðir sé að ræða og því rétt og sanngjarnt að menn viti fyrir- fram, hvað greinin þýðir. I bréfinu er síðan tekið dæmi um flokk í miðbiki launastigans Framhald á bls. 30. Gæzlan rennur út á morgun GÆZLUVARÐHALD Hauks Heiðars, forstoðumanns ábyrgða deildar Landsbankans, rennur út um miðjan dag á morgun, miðviku- dag í samtali við Hallvarð Einvarðs- son, rannsóknarlögreglustjóra ríkis- ins. kom fram að hann gerir ráð fyrir að ákvörðun um hvort varðhaldið verði enn framlengt muni liggja fyrir seinni hluta dags í dag Stöðugt er unnið að rannsókn málsins en Hall- varður kvaðst ekki geta skýrt nánar frá rannsókninni, sem reynzt hefði mjög umfangsmikil Auglýsmgimni breytt í samráði við BSRB — segir útvarpsstjóri ALÞÝÐUSAMBAND íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem mótmælt er breytingum, sem ríkisútvarpið hafi gert á auglýsingum frá þeim, sem standa að þeim að- gerðum, sem boðaðar hafa verið upp úr mánaðamótunum Segir í fréttatil- kynningunni, að texti auglýsinganna hafi verið rangfærður. Andrés Björnsson útvarpsstjóri sagði i gær að sér væri aðeins kunnugt um eitt tilvik, þar sem orðalagi auglýsingar hefði verið breytt, en um það hafi hann fengið bréf frá Snorra Jóns- Schiitz-málið: Hæstiréttur lækk- aði sektarf járhæðina Mildaði dóm vegna mords um 4 ár HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm í máli því sem reis út af birtingu Morgunblaðsins á tveim- ur skopteikningum af Karl Schiitz, v-þýzka lögreglumannin- um, sem hingað var fenginn til að aðstoða við rannsókn Geirfinns- málsins. Höfðaði ríkissaksóknari mál á hcndur teiknaranum, Sig- mund Jóhannssyni og ritstjórum Morgunblaðsins sem ábyrgðar- mönnum þess á þeirri forsendu að hér væru um opinberan starfs- mann að ræða og myndbirtingin væri móðgandi fyrir hann. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að Sigmund Jóhannsson skyldi vera sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins, enda kemur fram í dóminum að enda þótt Sigmund hafi auðkennt myndir sínar, sem um langan tíma hafi birzt í Morgunblaðinu, með skírnarnafni sinu verði eigi talið að hann hafi nafngreint sig nægilega á þeim tveim myndum, sem mál þetta varða, til að bera refsi og fébóta- ábyrgð. Kemst Hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu, að hinn áfrýj- aði dómur skuli vera óraskaður að því er varðar refsingu ritstjór- anna sektarfjárhæðin er þó lækk- uð frá þvi er var í héraði og er þeim gert að greiða óskipt Karli Schutz 75.000 krónur í stað 100 þús króna. Einnig greiði þeir óskipt 2/3 hluta alls sakar- kostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með taldir 2/3 hlutar saksóknarlauna til ríkis- Framhald á bls. 30. syni. varaforseta ASÍ, Kristjáni Thoriacius, formanni BSRB, og Jóni Hannessyni, formanni launamála- ráðs BHM. Andrés sagðist hafa kannað þetta sérstaka tilvik og hafi komið i Ijós að orðalagsbreytingin hafi verið gerð i samráði við Harald Steinþórsson, f ramkvæmdastjóra BSRB. Þvi kvað hann það ósannindi að ekki hefði verið haft samráð við auglýsendurna. Morgunblaðinu barst i gær fréttatil- kynning frá ASI um þetta mál og fylgdi þar með bréfið til Andrésar Björnsson- ar Bréfið er svohljóðandi: „Hr útvarpsstjóri, Andrés Björnsson c/o Rikisútvarpið — hljóðvarp, Skúlag 4, R I' auglýsingatima útvarpsins eftir kvöldfréttir i gær (föstudag — innskot Mbl ). var lesin auglýsing frá ASÍ, BSRB, Farmanna- og fiskimannasam- bandi Islands og Launamálaráði BHM Framhald á bls. 30. Utankjör- staðarkosn- ing í Valhöll Utankjörstaðarkosning vegna prófkjörs um skipan framboðslista Sjálfstæðisf lokksins i Reykjavik við næstu borgarstjórnarkosning ar er i V:lhöll Háaleitisbraut 1 daglega milli kl. 5 og 7 til föstu- dagsins 3. marz. Utankjörstaðarkosningin er ætluð þeim sem verða fjarverandi úr borg- inni aðalprófkjörsdagana 4 , 5 og 6 marz. eða verða forfallaðir á ann- an hátt Fjármálaráðuneyti: Fullyrðingar um að neyðarréttur réttlæti lögbrot úr lausu lofti gripnar Held varla að nokkur lögfræðingur taki undir rök BSRB,” segir Arnljótur Bjömsson prófessor Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér greinargerð vegna fullyrð- ingar meirihluta stjórnar BSRB þess efnis, að fyrirhugaðar ólög- mætar verkfallsaðgerðir réttíætist af neyðarrétti. í greinargerð fjár- málaráðuneytisins segir m.a ^ Að neyðarvöm eða neyðarrétti verði því aðeins beitt að öðrum úrræðum verði ekki við komið vegna skyndilegrar nneyðarstöðu og jafnvel við slíkar aðstæður séu heimildinni mjög þrögnar skorður settar. f að í kjarasamningi opinberra starfsmanna séu ákvæði um, hvernig aðilar skuli bregðast við, séu breytingar gerðar á vísitölu- grundvelli samningsins. Samning urinn geri ráð fyrir, að hvor aðili geti kraf izt endurskoðunar á kaup liðum samnings. Samningurinn geri beinlinis ráð fyrir, að sú að- staða komi upp, sem nú liggi fyrir og hvernig við skuli bregðast. Morgunblaðið hafði i gær sam- band við Amljót Björnsson pró- fessor og innti hann álits á þeim fullyrðingum og rökum meirihluta stjórnar BSRB að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir réttlætist af neyðarrétti. „Ég held varla." svaraði pró- fessor Arnljótur, „að nokkur lög- fræðingur taki undir þessi rök Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.