Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR.I978 15 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAL — ATHAFNALÍF. Umsjón: Sighvatur Blöndahl Greiðslujöfnuóur, áætlun í m.kr. Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Viðskiptajöfnuður Fjármagnsjöfnuður Heildargreiðslujöfnuður (sbreyting gjaldeyrisstöðu) 1976 1977 +5,117 +11.000 265 1.000 +4.852 +10.000 8.555 15.900 3.703 5.900 Gengisþróun Gengissig krónunnar hélt áfram á árinu 1977, mjög hægt framan af, en til muna örar siðari hluta ársins, og stóð það m.a. i sambandi við gengisfellingu gjaldmiðla annarra Norðurlanda i ágústlok. Vegið meðalgengi er- lendra gjaldmiðla gagnvart krónu hækkaði um 10,5% frá 1976 til 1977, þ.e. á grundvelli ársmeðal- tala. Sökum fremur veikrar stöðu Bandarikjadals hækkaði gengi hans heldur minna, eða um 9,3% milli ársmeðaitala. Frá ársbyrjun til ársloka 1977, varð þó heldur meiri gengisbreyting, þannig varð samvegin hækkun erlendra gjald- miðla 14,7%, en hækkun Banda- ríkjadals sérstaklega 12,3%. Hér fer á eftir samvegin vísitala erlendra gjaldmiðla, þar sem meðalgengi ársins 1976 er sett = 100. Annars vegar er visitala sýnd i lok hvers ársfjórðungs en hins vegar ársfjórðungsmeðaltal. Arið 1976 = 10 1 lok ársf jórðungs 1976—IV 105,20 1977—1 105,23 II 106,75 III 113,38 IV 120,68 Arsfjórðungsmeðaltal 1976—IV 104,4 1977—1 105,7 II 106,6 III 110,9 IV 118,4 Arið 1977 = 110,5 Ríkissjóður Samkvæmt bráðabirgðayfírliti námu innheimtar tekjur ríkis- sjóðs á árinu 1977 95,5 milljörðum króna og útgreidd gjöld 98,3 milljörðum króna. Útgjöld um- fram tekjur urðu því 2,8 milljarð- ar króna. Tekjur fóru rúm 6% fram úr áætlun fjárlaga og út- gjöld rúm 10%. Lánahreyfingar ríkissjóðs utan Seðlabankans og hreyfingar á viðskipta- reikningum urðu hagstæðar um 0,7 milljarða króna, þannig að á árinu varð greiðsluhalli alls að fjárhæð 2,1 milljarður króna. 1 fjárlögum var hins vegar gert ráð fyrir, að á árinu yrði greiðsluaf- gangur að fjárhæð 2,6 milljarðar króna. Á árinu 1976 var greiðslu- jöfnuðurinn óhagstæður um 0,5 og á árinu 1975 um 5,5 milljarða króna. Greiðslujöfnuður ríkis- sjóðs eins og hann er skilgreindur hér sýnir jöfnuð hans gagnvart bankakerfinu, þ.e. greiðsluhreyf- ingar við Seðlabankann og breyt- ingar bankainnstæðna og sjóðs. Seðlabankinn Grunnfé, þ.e. innstæður lána- stofnana i Seðlabankanum ásamt seðlum og mynt i umferð, jókst um 51,7% á árinu 1977 samanbor- ið við 36,3% árið 1976. Aukningin var afar mikil framan af á árinu og á fyrstu fimm mánuðunum nam hún 32%, sem svarar til 96% aukningar á ári. Á sama tímabili árið á undan nam aukningin 12% sem svarar til 30% ársaukningar. Peningaútstreymi úr Seðla- bankanum, sem myndar grunn- féð, stafaði af mikilli aukningu endurkeyptra afurða- og rekstrar- lána atvinnuveganna auk áður- nefnds greiðsluhalla rikissjóðs og bata gjaldeyrisstöðunnar. Endur- kaupin jukust um 10.490 m.kr. (65,5%) á árinu 1977, í saman- burði við 3.486 m. kr. (27,8%) árið áður. Stafar þetta af mikilli birgðaaukningu ásamt verðhækk- unum afurðanna. Rekstrarhalli rikissjóðs endurspeglast i reikn- ingum Seðlabankans sem sýndu 2.166 m. kr. skuldaaukningu, þeg- ar ekki er talin 1.435 m. kr. gengisuppfærsla lána. A móti útstreymi vegna ofan- greindra þátta kom nokkurt inn- streymi frá ríkisstofnunum (B- hluta fjárlaga) sem lækkuðu skuldir sínar við bankann um l. 790 m. kr., þegar miðað er við greiðsluhreyfingar, en gengisupp- færslur á lánum þeirra námu 112 m. kr. Þá jukust innstæður sjóða í opinberri vörslu um 2.131 m. kr. auk þess sem þær voru færðar upp vegna gengisbreytinga um 450 m. kr. Innlánsstofnanir Vegna peningaútstreymis úr Framhald á bls. 34 við 2. ársfj. þessa árs. Miðað við 3. ársfj. 1976 jókst sölumagn æminna en framleiðslumagn, en miðað við 2. ársfj. jókst sölumagn en framleiðslumagn minnkaði aft- ur á móti. Söluhorfur eru að jafn- aði taldar betri á 4. ársf jórðungi. Birgðir fullunninna vara hafa minnkað í samræmi við aukna sölu á 3.ársfj. og minnkandi fram- leiðslumagn, en birgðir hráefna svo til staðið í stað á 3. ársfj. 1977. Fyrirliggjandi pantanir virðast hafa aukist nokkuð á 3. ársfj. 1977 miðað við 2. ársfj. 1977. Nýting afkastagetu var talin nokkru betri í lok 3. ársfj. 1977 en í lok 2. ársfj. 1977 og er það í samræmi við fyrri reynslu. Starfsmönnum fækkaði nokkuð á 3. ársfj. og er það einnig í sam- ræmi við fyrri reynslu. Hins veg- ar er gert ráð fyrir að starfs- mannafjöldinn standi að mestu leyti í stað á 4. ársfj. Venjulegur vinnutími var að jafnaði nokkuð lengri við lok 3. ársfj. en um mitt ár og er það svipuð þróun og á fyrra ári. Innheimta söluandvirðis gekk heldur verr á 3. ársf j. en á 2. ársfj. 1977. Nettó niðurstaðan varð sú, að hjá 7.9% fyrirtækjanna gekk innheimtan verr en i lok 2. ársfj. Yfir 90 fulltrúar sátu fund Bandalags kvenna Frá setningu aðalfundar Bandalags kvenna á Hótel Sögu á sunnudagsmorgun. BANDALAG kvenna í Reykjavík hélt aðalfund sinn um helgina. Sátu það yfir 90 fulltrúar frá 31 kvenfélagi f Reykjavlk, sem í eru yfir 15 þúsund félagar. Eitt nýtt félag hefur nú gengið f Bandalag- ið, Kvenstúdentafélag lslands, og voru fulltrúar þess boðnir vel- komnir. Fundurinn hófst með helgi- stund í Neskirkju kl. 9.30 á sunnudagsmorgun. Prestur var séra Guðmundur Öskar Ólafsson. Að athöfn lokinni var fundur sett- ur á Hótel Sögu. Viðstödd þing- setningu var borgarstjórafrúin, Sonja Bachman, Formaður banda- lagsins, Unnur Agústsdóttir, flutti skýrslu og gjaldkeri Margrét Þórðardóttir lagði fram endurskoðaða reikninga. Margrét átti að ganga úr stjórninni, en var endurkosin siðar á þinginu. Stjórn bandalagsins skipar auk Unnar og Margrétar Halldóra Eggertsdóttir, sem var fundar- stjóri. I Bandalaginu starfa nefndir og skiluðu álitsgerðum til fundarins, sem ræddar voru á þinginu og afgreiddar. Nefndirnar eru: heil- brigðismálanefnd, kirkjumála- nefnd, mæðraheimilisnefnd, or- lofsnefnd, tryggingamálanefnd, uppeldis- og skólamálanefnd, verðlags- og verzlunarmálanefnd, áfengismálanefnd, barnagæzlu- nefnd, ellimálanefnd. Verða ályktanir þingins í þessum mála- flokkum birtar síðar. A morgunfundinum á sunnu- dag sagði Jakobína Guðmunds- dóttir, skólastjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá starfsemi skól- ans, sem ríkið hefur nú tekið við og gengur skólalifið þar nú mjög vel. En Bandalag kvenna átti mik- inn þátt í H.R. frá upphafi og tilnefnir tvær konur i stjórn skól- ans. Þá flutti Sigriður Thorlacius fréttir frá Kvenfélagssambandi Islands og stjórnarformaður, Unnur Agústsdóttir, sagði fréttir frá Hallveigarstöðum, en banda- lagið er aðili að þeim. A mánudag fóru fram kosning- ar og hópumræðum um nefndar- álit. Margrét Guðmundsdóttir fóstra flutti m.a. stutt erindi um leikskóla og dagvistun og sýndi kvikmyndir. En að afloknu hádeg- ishléi á sunnudag sagði Hinrik Bjarnason frá starfsemi Æsku- lýðsráðs Reykjavikur og sýndi myndir frá starfinu. BETRA SEINT EN ALDREI Loksins er hún komin MsplunkuMný tólf með Herbert Guðmundssyni. Hér syngur Herbert tólf gullfalleg og melódísk eigin lög, við undirleik einnar fremstu hljómsveitar í dag, hljómsveitarinnar Eik. Herbert hefur mikla reynslu að baki sem söngvari með Tilveru, Eik og Pelican. Hann hefur mótast í að verða prýðis söngvari og lagasmiður. Hér er á ferðinni plata sem enginn pop, rock eða country unnandi má missa af. (Einnig fáanleg á kassettum). FÁLKIN N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.