Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 35 Togaraþorsk- ur á Akranesi Akranesi. 27. febr. SKUTTOGARINN Krossavik AK 300 kom af veiðum í morgun. Afl- inn er um 100 lestir, mest þorsk- ur, sem skiptist á milli fyrstihús- anna í vinnslu. Afli linubáta hef- ur verið tregur að undanförnu, eða mest 5 lestir í róðri. 1 dag er stormur og landlega hjá bátum. — Júlfus. — Dagaspurs- mál hvenær fyrirtækin hætta ... Framhald af bls. 18 að þeim tima er við höfum byggt upp fiskistöfna okkar; höfum við þegar lagt fram tillögu þess efnis að fyrirtækjunum verði gert kleift að hreinlega stöðva alla starfsemi með- an þetta millibilsástand varir og opna síðan á fullum krafti þegar úr rætist, en með okkar stóru landhelgi vonum við að komi til þess innan fárra ára Þá leið sem farin verður viða að kaupa einfaldlega fleiri tog- ara, t.d. fá hingað 10—15 skuttog- ara, teljum við vera vafasama, held- ur eigi að skapa þeim bátum sem fyrir eru starfsgrundvöll. þannig að sóknin i fiskistofnana verði þá jafn- framt takmörkuð. en það gæti eng- an veginn talist sannfærandi á sama tima að krefjast minnkunar á sókn i millifisk og þá að heimta fleiri skut- togara, en þess ber þó að gæta að til þess að tryggja atvinnuöryggi á svæðinu gæti verið lausn að fá ein- hverja aukningu á togaraflotanum sögðu þeir Ólafur og Einar að lok- um t t t — Jón H. Leós — Minning Framhald af bls. 38. félagið Hörður á Isafirði starfs- krafta þeirra í ríkum mæli. Ég man eftir úrvalsliði Harðar, þar sem fimm Leósbræður kepptu samtímis, og unnu sigur. Jón heitinn nam verzlunarfræði í Kaupmannahöfn, lauk prófum 1924. Eftir heimkomuna til Isa- fjarðar, hóf hann störf i pósthús- inu, og starfaði þar til 1927 að hann gerðist póstfulltrúi í Reykjavík. Árið 1934 gerðist hann starfs- maður Landsbanka Islands, helg- aði hann þeirri stofnun starfs- krafta sina þar til hann komst á eftirlaunaaldurinn, eftir 37 ára starf við þá stofnun. Jón heitinn var félagshyggjumaður mikill, starfaði hann af dugnaði i mörg- um félögum. Hann var einn af stofnendum Isfirðir gafélagsins í Reykjavik, og í stjórn þess frá upphafi til dauðadags, þar af for- maður í seytján ár. Honum og nokkrum öðrum brottfluttum Is- firðingum í Reykjavík fannst sambandið við brottflutta Isfirð- inga ekki nógu náið í Vestfirð- ingafélaginu. Þeir tóku sig þvi saman nokkrir ungir Isfirðingar og stofnuðu Isfirðingafélagið i Reykjavík. Markmið félagsins var það að koma saman til að skemmta sér og rifja upp og við- halda gömlum kynnum frá æsku- stöðvunum. Af eðlilegum ástæð- um átti Jón heitinn mestan þátt í starfsmótun félagsins. Þróunin varð sú að samkoma er haldin einu sinni á ári í janúar kringum tuttugasta og fimmta þegar sólin sést á Isafirði í fyrsta sinn á árinu eftir langa og dimma vetrarmán- uði. Þessar samkomur okkar Is- firðinga fengu snemma nafnið Sólarkaffi og eru orðnar árviss viðbirður í lífi fjölmargra Isfirð- inga á Reykjavíkursvæðinu, ungra og aldinna. Jón Halldór Leós lést á sjúkra- húsi í Reykjavik 16. febrúar eftir stutta sjúkrahúsvist. Það væri veglegt verkefni okkar sem eftir lifum að halda átthagatryggð við ísafjörð hátt á loft. Það hefði verið hinum látna vinni okkar mjög að skapi. ísfirðingafélagið í Reykjavik þakkar honum vel unn- in störf og trúnað við félagið. Að lokum sendum við eigin- konu, börnum og öðrum ættingj- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur, þau hafa misst mest. 1 guðs friði — Húseigenda- félag Framhald af bls. 11. um umgengni um sam’eiginlegt rými, einnig er mikið spurt um hver sé réttur fólks gagnvart ónæðisseggjum í fjölbýlishúsum. Talsvert er leitað til félagsins með ágreiningsefni, sem rísa vilja í samskiptum leigjenda og húseig- enda. Allmikið er spurt um rétt og heimildir kaupanda gallaðrar fasteignar gagnvart seljanda og yfirleitt um heimildir aðila i fast- eignakaupum gagnvart viðsemjanda, sem stendur ekki við kaupsamning. Einnig er tals- vert forvitnast um, hvaða hlutir skuli fylgja fasteign í kaupum og sölum. Þá er mikið um að húseigendur leiti til félagsins í sambandi við viðskipti sin við opinbera aðila, t.d. skipulagsyfirvöld. Oft kemur fyrir að deilur rísi milli húseigenda og ýmis konar viðgerðar- og byggingaraðila og koma slík mál alloft til félagsins. Stjórnunarfélag íslands Ék\ Viltu kanna arðsemi og/eða þarftu að vinna að áætlanagerð? Stjórnunarfélag Íslands gengst fyrir námskeiði í arðsemi og áætlanagerð í samvinnu við Hagvang hf. dagana 9., 10. og 11. mars n.k. A námskeiðinu verður fjallað um: 1 . Hagnaðarmarkmið 2. Framlegð 3. Arðsemisathuganir 4. Verðmyndun og verðlagningu 5. Framlegðarútreikninga i ein- stökum atvinnugreinum 6. Bókhald og ársuppgjör sem stjórntæki 7. Áætlanagerð 8. Eftirlit. Á námskeiðinu er lögð áhersla á raunhæf dæmi úr íslensku athafnalifi Námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja bæði i fjármála- og framleiðslustjórn (framkvæmdastjórum, skrifstofustjórum. framleiðslu- stjórum, verkstjórum o.fl-). ennfremur stjórnendum stofnana ogöðrum áhugamönnum um rekstur fyrirtækja. í flutningi námskeiðsins er lögð áhersla á hópvinnu. Leiðbeinandi verður Eggert Ágúst Sverrisson viðskiptafræðingur Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa SFÍ að Skipholti 37, simi 82930 og þar fer einnig fram skráning þátttakenda Stjórnunarfélag íslands. Félagið hefur lengi haft fyrir- liggjandi eyðublöð fyrir húsa- leigusamninga. Með því er reynt að stuðla að þvi, að tryggilega sé gengið frá slíkum samningum strax í öndverðu. Ef svo er gert, þá er girt fyrir misskilning, leiðindi og ef til vill málarekstur á síðara stigi. Núverandi stjórn Húseigenda- félags Reykjavíkur er þannig skipuð: Formaður, Páll S. Páls- son, ~ hrl., meðstjórnendur eru Alfreð Guðmundsson, forstöðu- maður, Birgir Þorvaldsson, for- stjóri, Guðmundur R. Karlsson, skrifstofustjóri og Lárus Halldórsson, endurskoðandi. Til vara eru, Gylfi Thorlacius, hrl., Þorsteinn Júlíusson, hrl. og Kristinn Guðmundsson, kaup- maður. Framkvæmdastjóri félags- ins er Sigurður H. Guðjónsson. Húseigendafélag Reykjavíkur starfrækir skrifstofu í eigin hús- næði að Bergstaðastræti 11 a, hér í borg. Er hún opin alla virka daga milli kl. 17 og 18. Félags- menn eru nú hátt á þriðja þúsund og er í ráði að hefja öfluga söfnun nýrra félaga og er takmarkið að fá alla húseigendur í Reykjavík und- ir merki félagsins. Standa vonir til að með auknum félagafjölda verði hægt að auka starfsemi fé- lagsins, en þau verkefni eru firna- mörg, sem biða og æskilegt er að félagið taki til meðferðar. (Úr fréttatilkynningu). — Athugasemd Framhald af bls. 37 um hljómsveitina Eik og plötur hennar en Þjóðviljinn nokkurn tima. Ég er samt alls ekki að meina að hljómsveitin Eik og plötur hennar eigi ekki lofsyrðin skilin. Bæði Eik og plötur hennar eiga lofsyrðin mikið betur skilið en flest annað, sem Morgunblaðið hefur lofsungið. Eins og skrattinn úr Sauðarleggnum En það kemur bara eins og skrattinn úr sauðarleggnum að lesa í Morgunblaðinu skammir í garð Þjóðviljans fyrir atriði, sem Morgunblaðið hefur gengið helm- ingi lengra í og vel það. Þetta st'ngur álíka mikið í stúf og mannréttindabarátta Carters gamla hnetubónda. Og það að áfellast Þjóðviljann fyrir að birta glefsur úr „Hrislan Og Straumur- inn“ kemur manni ósjálfrátt til að bera glefsurnar saman við texta- glefsu, sem hampað var í Morgun- blaðinu ekki alls fyrir löngu, en hún er svona: „Sncmma á kvöldin dregin er fram flaska, og farið f huganum á rall. Hugsað um hvort eigi nú að braska í hinni eða þessari eftir ball. Þegar bokkan hálfnuð er, skapið heldur hýrna fer. og hugurinn stækkar eftir því. Þá bindi hneppt er að, sfðan haldíð er af stað á kvennafar og fvllirí.“ Ef þessi glefsa hefði birst í Þjóðviljanum, er ég viss um að ónafngreindir höfundar Reykja- víkurbréfs, hefðu reynt af mikl- um að telja fólki trú um að glefsan væri stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins. Síðan hefðu þeir grátið krókódílstárum og lýst yfir samúð sinni með gömlu þjóð- ræknishetjunum i Alþýðubanda- laginu fyrir að þurfa að upplifa þetta í blaðinu sínu. Ef ég kynni orðatiltækið um flísina í auganu á bróðurnum, bjálkann og það allt saman, myndi ég láta það fylgja hér með. Ekki sist með tilliti til þess, sem liggur eftir háttvirtan ábyrgðarmann Reykjavikurbréfs- ins, Matthias Johannessen. Hvað myndu gömlu þjóðræknishetjurnar segja þá Hvað ætli gömlu þjóðræknis- hetjurnar í Alþýðudandalaginu myndu t.d. segja ef þeim væri i blaðinu sínu boðið upp á flatrím sem þetta: „i Og enn er jörðin auð og tóm Og myrkur grúfir vfir djúpinu. Þá sagði guð: verði Ijós. Nú segir enginn neitt. Olíukreppur: Leppur og Skreppur fá (h)rós í hnappagatið. 2 Er það draumur eða veruleiki. Þetta Watergate: Það er nú einmitt það sem enginn veit. Nú hafa þeir flutt úr Hvíta húsinu þennan herskáa nixon: hann sprengdi f loft upp spákerlinguna dixon. 3 I styrjöld milli hundtyrkjans og Heilags georgs sem háð var i hitasvækju á hverfamörkum nikósíu og famagústa var niðurstaðan að sjálfsögðu engin önnur en sú að hið rómaða nafn perikles rímar á móti klerides. 4 Haile Selassie er í fangelsi í Addis Abeba, hann ætlaði allt að drepa. Og önnur er Abbesínfa og úti er ævintýri: Ijónið f búri og landinu st jórnað af öðru dýri. Sali, hver er Hali Selassi. Sali?“ Já, ég er viss um að 5 ára gamall bróðir minn færi létt með að hnoða saman betra ljóð en þetta. Og er þetta þó eftir ritstjóra út- breiddasta blaðs landsins. Blaðsins sem stendur við mennta- torg reykvískrar æsku,, Hallæris- planið. „Við lifum á erfiðum timum,“ sagði meistari Steinn Steinarr — og það er víst ekki fjarri lagi. Jens Kristján Guð... Barnafataverzlun í Miðbænum Galla- og flauelsbuxur frá kr. 2.560.- Sparifatnaður á stúlkur og drengi. <£ Hafnarstræti 15, 2. hæð TORGRIP múrboltinn er YNGSTI MEÐLIMUR TOIIMÍáEK© FJÖLSKYLDUNNAR og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann margt fram yfir aðra múrbolta. 2. Fyrlr innanhússnotkun rafgalvanhúðaðlr með 10 pm Zn. Fyrir utanhússnotkun heltgalvanhúðaðlr 1. Tvær hulsur. 60 pm Zn. Melra dragþol. Færrl boltar. Tímasparnaður. Fæst í flestum byggingavöruverzlunum 3. Þvermál boltans ákveður þvermál borslns, þ.e.a.s. hægt er að bora beint í gegnum þann hlut sem festa á. JQHAN ItóNNMGHF. 51 Sundaborg Sfml: 84000 - Reyk|avik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.