Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDÁGUR 28. FEBRÚAR 1978 ; vief> MORöUKc MTFINU < -- .. / % ° ilr 7'\ A— !:■' n,- )C7,' GRANI göslari llann »-r hara mert v»“njiil«-K »>M»“in «-n hún súprroktrin! Þe;;ar éíí sef>i. aó þú eiffir a<> vera heima. þá meina éf? heima! <$ © Éfí héll þú \ærir ha-ltur a<> revkja? Félag gegn klámi? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Við vitum að oft er rétt að leggja háspil á annað háspil. Rcyn«lar er þetta nokkuð algild regla, sem þó verður að með- höndla með varúð því til er önnur hlið á málinu. Suður gaf, norður og suður á hættu. Vestur S. K H. DGIO T. G8653 L. 10954 Norður S. 1073 H. 754 T. AK102 L. AD8 Austur S. DG94 H. 9863 T. D9 L. G62 Suður S. A8652 H. AK2 T. 74 L. K73 Hvað er þaó nú! Hverju hef ég gleymt? „Þessi brandari sem ég lét hér fylgja með er mjög góður. Satt að segja hrein snilld. Þetta er nákvæmlega það sem er að verða mesta mein okkar tíma. kvik- myndaframleiðendur, skáld og slfkir telja sér skylt að sýna allan mögulegan hrylling til varnar sakleysingjum og auðvitað eru líka hinir sem vilja græða á þess- um sömu sakleysingjum. Margir hafa hneykslast á þeim kvikmyndum sem sýndar hafa verið í höfuðborginni á listahátfð. Þar sem ég hefi ekki séð þessar myndir get ég ekki dæmt um þar, en ósköp fannst mér þau atriði sem sýnd voru í sjónvarpinu öll á einn veg: berstrípað, lostafullt kvenfólk og uppáfarir og auðvitað má kalla þetta list eða kannski ólist, jafnvel ólyst. Þessari list er troðið uppá mann hvar sem er í dag. meira að segja i sjónvarpinu og mér finnst satt að segja að það sé frekja því fyrir nú utan hversu andstyggileg og gróf sú kynlífsfræðsla er vil ég sjálf fræða mín börn um kynlífið og það er ekki á mínu valdi að slökkva á sjónvarpinu svona fyrirvaralaust, nema bá að heimil- ið fari allt í allsherjar upplausn. Börn eru forvitin, sérstaklega ef það er eitthvað sem þau ættu ekki að sjá. Sömuleiðis er með ofbeldið og manndrápin, af hverju er alltaf verið að prédika það nei- kvæða, það býður aðeins hætt- unni heim, í stað þess að sýna það sem er jákvætt, elskulegt og gott. Ég er meira að segja sannfærð um að mörg unglingaafbrot í dag má rekja beint til sjónvarpsins. Þetta siast inn í barnshugann frá þvi barnið er ómálga. í sjónvarpinu sjá þau hlutina gerast án þess að skilja afleiðingarnar. Ég held að þetta sé einhverskonar æði, það eru engir brandarar fyndnir lengur nema þeir séu um kynlif eða trúmál. Það er engu líkara en að allt sem mönnum er heilagt eða viðkvæmt verði að draga niður i svaðið og traðka á því. Við verðum að snúa af þessari braut. Væri ekki upplagt að stofna félag gegn klámi og of- beldi, það er hvort sem er i tízku að stofna félög gegn öllu mögu- legu. Kjörorðið gæti verið klámið burt. Með þökk fyrir birginguna. Asthildur Þórðardóttir." Suður opnar á einum spaða og norður svarar með tveim tíglum. Hvernig sagnir ganga úr því fer eftir hvaða sagnkerfi er notað. En í öllu falli verður suður sagnhafi í fjórum spöðum og vestur spilar út hjartadrottningu. Suður tekur fyrsta slaginn og greinilegt er að úrslit spilsins byggjast á hvort tveir eða þrir slagir tapast á spaða. Liggi tromp- in 3—2 á höndum austurs og vest- urs er sama hvernig að er farið. En liggi þau 4—1 virðast þrír gjafaslagir vera óumflýjanlegir á litinn. Og svo mun einnig fara spili sagnhafi hugsunarlítið ásn- um og aftur spaða. I staó þessa ætti að reyna að leggja gildru fyrir austur. Hann gæti einmitt fallið í hana ætti hann DG94 eða KG94 í spaðanum. Suður spilar því tígli á kónginn og síðan spaðatíunni frá blindum . Og leggi austur gosann á flýgur einn af trompslögum hans út um gluggann. Við þetta verður að bæta — eins og lesendum hefur sjálfsagt dottið í hug —, að austur á auðvit- að ekki að láta gosann. Tilgangur- inn með því að leggja háspil er að auka gildi lægra spils á hendi annarshvors varnarspilarans. Og gosinn á tíuna í þessu tilfelli get- ur ekki haft þau áhrif. En það breytir því ekki, að sjálfsagt mundi helmingur bridgespilara láta gosann í þessu spili og afsaka sig síðan með því að þeir áttu níuna líka! jp Framhaldssaga eftir HÚS MÁLVERKANNA 76 dyrabjallan hefur hringt og ótt- ast að það væri lögreglan. — En hvað með fjárkúgun- ina? — Við verðum að borga þangað til hann er farinn úr landi. Þegar hann er sloppinn af stað, skiptir það engu máli lengur. I Suður-Amerfku er engin framsalsskylda... en bara ég vissi hver fjárkúgarinn er, svo að ég geti jafnað um hann á eftir. — Og þú hefur ekki minnsta grun? — Ég veit ekki hvað ég á að halda. Hann hristi höfuðíð. — Þegar ég hugsa þetta skipulega, finnst mér þetta hljóti að vera einhver brjálæð- ingur. Einhver fyrrverandi for- ingi sem styður strfðið f Víetnam ... eða eitthvað svo- leiðis...og svo á hinn bóginn hefur hvarflað að mér stúlkan f bústaðnum við skógarjaðar- inn ... Það er ekki aðeins það sem hún segir ... Það er bara allt sem gerist f kringum hana ... mér finnst erfitt að trúa að hún sé ekki á einhvern hátt flækt f málið, kannski er hún f slagtogi með fjárkúgaran- um. En ég viðurkenni að ég er hræddastur um að þetta sé ein- hver brjálæðingur... sem muni kannski að lokum játa þetta og gefa sig fram, þó að hann hafi fengið peningana. Það er Ifka þess vegna sem mér er svo mikilvægt að komast að þvf hver hann er. Skilurðu mig? Hún kinkaði kolli til sam- þykkis. — Auðvitað skil ég þig. En ég held Ifka að þú verðir að segja Dorrit allan sannleikann um þetta mál. Hún er miður sín og óróleg. Eftir að hún fékk að vita þetta um möguleika lið- hlaupa til að fá hæli hér, skilur hún vitanlega ekki hvaða ástæða er til að láta að kröfum kúgarans. — Hún var svo tæp á taugum fyrir. Hún tók þetta svo óskap- lega nærri sér — jafnvel þótt hún héldi það væri bara um það að tefla að hann lenti f fangelsi eða yrði sendur aftur til vfg- stöðvanna. Ég gætí ekki afborið það ef þetta mál myndi ríða hcnni sálarlega að fullu — allt vegna vandræða f fjölskyldu minni. — Það getur verið að henni verði um megn, ef hún upp- götvar að þú segir henni ekki nema hálfan sannleikann. —Já. Auðvitað skal ég segja henni frá þessu öllu. Hann stóð upp. — Nú er Ifka aðeins um nokkra daga að ræða. Og þá er málinu lokið. Eg ætla að segja henni frá þessu strax. — Þú verður vfst að hinkra með það. Emma lagði hnetukjarna í skálina. — Þegar ég sá hana sfðast var hún svo æst að hún sagðist verða að fara út og fá sér frfskt loft. — Frfskt loft... f þessu veðri. Hann leit áhyggjufullur út að glugganum. — Ég sá að hún hljóp við fót f áttina að skóginum. Eg held hún hafi stefnt f áttina tii húss- ins, sem hún býr f stúlkan sem skrifar. — Ætli það væri ekki lieilla- drýgst að ég reyndi að sækja hana. Carl stóð einbeittur upp. 31. kafli Hún kom auga á Dorrit Hend- berg þegar hún kom út úr skóginum. Dökk þústa á flöt- inni. Dökk Ifflaus vera sem lá f einkennilegri stellingu og höfuðið að nokkru niðri f ein- um pollanna. Birgitte hljóp eins og fætur toguðu og þó fannst henni fæturnir skjálfa svo að hún hélt að hún kæmist ekki áfram. Hún hrasaði og henni skrikaði fótur í lciðjunni en þó komst hún til hennar. Hún dró hana upp og baksaði með hana f átt- ina að dyrunum. Og skyndilega voru þau komin líka á vettvang. Carl Hendberg og Emma Dahlgrcn. Viðbragðssnör og fljót. — Hvað hafið þér gert henni? 0, guð minn góður, hvað gerðuð þér henni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.