Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 31
39 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Marie Ellingsen —Minningarorð F. 13. desember 1881 D. 21. febrúar 1978 A útmánuóum árið 1903 bar skip að landi í Reykjavík. Meðal farþega voru ung, nýgift, norsk hjón: Othar Petter Jæger Elling- sen skipasmiður — Naumdæling- ur að ætt — sem1 ráðinn hafði verið af Tryggva Gunnarssyni bankastjóra til forstöðu við Slipp- stöðina, og kona hans Marie Johanne, fædd Berg, frá Kristjánssundi. Er skipið lenti, var norðangarð- ur og land hulið snjö, eins og vænta mátti á þessum árstíma, svo að fremur kuldalega tók Frón á móti ungu hjónunum. Eigi munu þau hafa haft í huga að dvelja hér langdvölum, en raunin varð önnur. A íslandi áttu þau heima ævilangt og undu vel hag sínum. Urðu brátt vinsælir og mikils metnir borgarar og góðir íslendingar. Heimili þeirra var mikið menningarheimili, þar sem gestrisni og hjálpfýsi var aldrei gleymt og gilti einu hver í hlut átti. — 1 félagsmálum tóku þau verulegan þátt. Voru um langt skeið burðarás Nordmannslaget, sem síðar kjöri þau heiðursfélaga. Norsk og íslenzk stjórnvöld sýndu þeim hjónum báðum þá sæmd að veita þeim heiðursmerki fyrir heillarikt ævistarf. Othar Ellingsen var ráðsvinnur athafnamaður og kom Slippfélag- inu úr kreppu, sem það hafði rat- að í. — Hann gerðist síðar um- svifamikill kaupmaður og verzl- aði mest með útgerðarvörur. Allt sem Ellingsen tók sér fyrir hend- ur heppnaðist. Lögðust þar á eitt góðir vitsmunir, viljaþrek, alúð og ósérhlífni. Othar Ellingsen andaðist fyrir aldur fram árið 1936. Og var þeim 'öllum, er þekktu hann bezt, harm- dauði, enda stakur drengskapar- maður og hjartahlýr, þó að stund- um gæti hann verið hrjúfur á ytra borð í dagsins ströngu önn. Þeim hjónum varð sjö barna auðið og áttu barnaláni að fagna. Öll systkinin glæsileg ásýndum og gædd góðum hæfileikum sem þau áttu kyn til, og uppeldi þeirra hið bezta, markað af mildi og festu. Börn þeirra hjóna eru: Erna, Erling, Othar, Liv, Mathilde, Dagný og Björg. Erling, Liv og Dagný eru látin fyrir allmörgum árum, svo að dauðinn hefur höggvið djúp skörð í hinn góða og glæsilega systkina- hóp, sem forðum daga lék sér á Stýrimannastíg 10, i fallegu for- eldrahúsi. Ættbogi þeirra Ellingsenshjóna er orðinn stór. Eru nú afkomend- ur þeirra 77 að tölu. I þeim hópi er að finna margt mætra manna á ýmsum sviðum þjóðlifsins. Dýrmætur var farmurinn, sem skipið skilaði á land fyrir 75 ár- um. Hann varð landi og þjóð til heilla og hamjngju. — Frú Marie Ellingsen verður til grafar borin í dag. Með henni er mikil merkiskona í val fallin. Háöldruð var hún orðin, en ung í anda allt til hins síðasta. Hún var fædd í Kristjánssundi og ólst þar upp og átti heima, unz hún fluttist til Islands. Oft minnt- ist hún æskubæjar síns, er hún unni af alhug sem og öllu föður- landi sínu og átti svo ljúfar minn- ingar um. Að ytra útliti Var hún sérlega glæsileg kona. Svipurinn heiður og bjartur, svo að athygli vakti, hvar sem hún fór. Hann bar glöggan vott hennar innra manni, góðvilja og mannkærleika, sem hún hafði til að bera umfram flesta menn. Hvert böl, hvort heldur tímanlegs eða andlegs eðl- is, vildi hún bæta. Hvert sár vildi hún græða. Með sinu milda, hlýja brosi laðaði hún fram allt hið bezta í fari samferðamannanna. Hver maður fór betri af fundi hennar, því að manngerð hennar var styrk, borin uppi af bjartsýni og trú á kaérleika Guðs og sigur hins góóa að lokum. Og við styrk þeirrar trúar og bænrækni bar hún sorgir sínar, tíðan ástvina- wissi, af þolgæði og sem sönn hetja. Frú Marie Ellingsen var gædd skarpri greind og viðfeðmum gáf- um. Var vel heima í mörgu. Hún var fjöllesin í eldri norskum bók- menntum, sér i lagi í kveðskap. ,Hún kunni firnin öll af norskum ljóðum utanbókar og mundi langt fram á elliár. Hún las þau mjúkri röddu og komst þá oft við, svo að tár spruttu fram á hvörm- um hennar, er hún hafði þau yfir. Tilfinningar hennar voru inni- legar og heitar. Hún leið oft þján- ingu fyrir þá, sem áttu við bág- indi að stríða, hvort heldur sjúkir menn áttu i hlut, syrgjendur eða vegvilltir. Og viðkvæm tilfinning hennar náði lengra en til manna. Oft leið hún með spörvunum á hjarninu, blóminu á hélunóttinni, trénu í storminum. Frú Marie Ellingsen var mild sem fjólan, en um leið styrk sem eikin, þó að sjaldan fari saman í einni og sömu manngerð. Henni var gefið viljans Stál, sem hert var við afl tilfinninga hennar, og þvi voru áhrif hennar mikil, svo að hún kom ótrúlega mörgu í verk öðrum til blessunar. Fæst af því verður haft í hámælum, en geym- ist í þakklátum hjörtum þeirra er nutu, ástvina og annarra. Lifsferð hinnar mætu og mikil- hæfu konu, sem sofnaði eftir langan dag, er lokið. Sú ferð heppnaðist með ágætum, svo að í minnum verður haft. Bjartsýn, sem fyrr, hvarf hún héðan á vit þeirra heima, sem haldin augu vor ekki sjá, en feg- urðarþrá hennar og Guðstrú stefndi til. Guð veri með þér og gefi þér góða ferð og aukna innsýn í djúp fegurðar, dásemdar og dýrðar, þar sem þú átt heima. Sigurjón Guðjónsson. Það eru margvíslegar tilfinn- ingar sem blandast, þegar ég kveð elskulega ömmu mína, en efst í huga mér er þakklætið, þakklætið fyrir þá góðu æsku sem þau veittu mér. Hún var búin að skila sinu móður- og ömmuhlutverki að miklu leyti, þegar ég kom til þeirra á Víðimelinn, og sjálfsagt farin að þrá rólegheitin, en aldrei fann ég annað en að ég væri óska- barnið þeirr'a. Það eru svo margar myndir sem koma upp í hugann, þegar ég hugsa til baka. Ég man þegar amma tók mig upp í rúm og við lásum saman, svo spiluðum við og hvorug þoldi að tapa, en auðvitað fékk ég að vinna lengi framan af. Líklega eru stundirnar þar sem amma sagði mér frá æsku sinni í Noregi og ræddi við mig um lífið og tilgang þess mér eftirminnileg- astar. Hún var alltaf svo jákvæð, sá alltaf björtu hliðina á hverju máli. Ekki háði kynslóðabilið okk- ur, og eftir að ég gifti mig og enn ein kynslóðin kom, 5. ættliðurinn, þá áttu börnin öruggt athvarf hjá ömmu. Þó þau fengju ekki að njóta hennar lengur, munu þau alla tið búa að því góða sem hún gaf þeim. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum ömmu allt það sem hún var okkur. Dagný Erna. Að rifja upp minningar sínar gagnvart frú Ellingsen, er hjá mér það sama og að rifja upp minar eigin bernskuminningar. Ellingsenshjónin bjuggu að Stýri- mannastíg 10, en ég í Stýrimanna- skólanum sem var nr. 17. Þess utan fæddi frú Ellingsen son hinn 27. maí 1908, sem Othar var skirð- ur, en húsmóðirin í Stýrimanna- skólanum eignaðist mig nákvæm- lega viku seinna. Þar með var staðan orðin jafnteflisleg, og þeg- ar hinir ungu sveinar fóru að geta labbað og ráðið ferðum sínum, þá fóru þeir hvor til annars og rugl- uðu heimilum sínum hálfpartinn saman og voru á víxl hvor hjá öðrum. Hjá Ellingsén, sem voru norskir landnemar, var maturinn auðvit- að ekki samskonar og heima hjá mér, og því þáði ég marga máltíð- ina heima hjá frú Ellingsen. Það var miklu meira spennandi. Hjón- in töluðu að sjálfsögðu norsku saman, og eins við börnin, en þau svöruðu á íslenzku. Þó töluðu börnin líka reiprennandi norsku, ef þau þurftu á þvi að halda. En börn eru svo undarleg. Ég tók eiginlega ekkert eftir þvi, að þau töluðu aðra tungu en ég sjálfur, að minnsta kosti skildi ég frá fyrstu byrjun allt sem þau sögðu. Þetta voru mamma og pabbi hans Othars vinar míns og því hlaut ég að skilja þau alveg eins og hann. Börnin urðu mörg, heimilið stórt og húsmóðirin hafði mörgu að sinna. Þar stjórnaði hún ör- uggri hendi og börnin hlýddu skilyrðislaust, og allur heimilis- bragur til fyrirmyndar. Bræðurn- ir urðu tveir, og dæturnar fimm. Heima hjá mér vorum við sex bræður og út af þvingandi systra- leysi kallaði ég því Ellingsens systurnar systur mínar. Þær Lív og Systa skildu þetta, og kölluðu mig því Friðrik bróður. Frú Ellingsen var óvenju glæsi- leg kona. Móðir mín sagði mér frá því, að það hefði verið unun að sjá frú EHingsen, þá um tvítugt, þeg- ar þær hittust fyrst. Én það eru fá heimili, sem sorg- in þarf ekki að heimsækja. Fyrsta stóra áfallið kom í janúar 1936. Þá dó Ellingsen. í ágúst 1937 dó svo Dagný. Lív dó í marz 1967, og Erling í nóvember 1970. Þetta voru mikil áföll fyrir fjölskyld- una. Tilveran virðist stundum vera hræðilega miskunnarlaus. Ég minnist þess, þegar móðir mín lá banaleguna. Þá kom frú Ellingsen til hennar, vafði hana að sér og sagði ómetanlega fögur orð við þessa fyrstu vinkonu sína hér á Iandi, og þakkaði henni sam- verustundirnar. Þar féllu fögur orð og ég mun aldrei gleyma þess- ari stund. Kristin fræði segja okkur, að til sé líf eftir þetta líf. Sjálfur er ég viss um það. Og þegar maður leik- ur sér að allskonar vangaveltum, þá dettur manni í hug, að það hlyti að vera yndislega fögur sjón, að fá að sjá biessunina hana frú Ellingsen hitta aftur. sinn lang- þráða maka, og börnin sem fóru á undan henni. Minningar minar um frú Elling- sen eru samfelld elskuleg heið- ríkja. Að lokum þessi setning Björn- son, sem frú Ellingsen kenndi mér í æsku, og mér finnst að hæfi henni sjálfri: „Der bra folk gár, der er Guds veje.“ Friðrik Dungal. Minning: Jón Ásgeirsson stöðvarstjóri Jón Ásgeirsson, stöðvarstjóri, lézt að heimili sínu 20. febrúar síðastliðinn á sjötugasta aldurs- ári. Jón var fæddur í Stykkis- hólmi 26. oktöber 1908, sonur hjónanna Asgeirs Jónssonar, rennismiðs, frá Svínaskógum á Fellsströnd i Dalasýslu og Guð- rúnar Stefánsdóttur frá Kverná við Grundarfjörð. Jón lauk prófi frá Véiskóla ís- land árið 1931 og prófi frá Raf- magnsdeild Vélskólans árið 1937. Hann hóf störf hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur árið 1931 og starfaði þar æ síðan. Hann var vélstjóri við Elliðaárstöð til ársins 1963, er hann tók við starfi stöðv- arstjóra í stöðinni og gegndi því til æviloka. Okkur samstarfsmönnum Jóns verður ávallt minnisstætt hið hreina og ljúfa viðmót hans, sem einkenndi öll samskipti hans við aðra, og sérstök snyrti mennska í verki svo sem Elliðaárstöðin og umhverfi hennar ber með sér. Jón kvæntist árið 1942 Gunn- þórunni Markúsdóttur og varð þeim þriggja barna auðið. Börn þeirra, Ásgeir Markús, Sigríður og Guðrún, eru öll uppkomin og gift. Við samstarfsmenn Jóns minn- umst með þakklæti samverunnar á löngum starfsferli og vottum eiginkonu hans, börnum, tengda- börnum og ættingjum samúð okk- ar við fráfall hans. Samstarfsmenn. Jóhanna Sigurðar- dóttir - Minningarorð Hinn 20. febrúar síðastliðinn var Jóhanna Sigurðardóttir kvödd hinstu kveðju í Fossvogs- kirkju. Jóhanna fæddist 20. janúar 1950. Foreldrar hennar eru Mar- grét Eggertsdóttir og Sigurður Sigurðsson verslunarmaður, •Kleppsvegi 20. Það var mér þung raun er Sigurður bróðir minn hringdi til min aö kvöldi 8. febrú- ar og tilkynnti mér að dóttir hans hefði látist af slysförum þann dag, og bað mig að tilkynna ást- vinum okkar fregnina. Þótt maðurinn með Ijáinn sé sífellt á ferðinni íhuga menn ekki afleiðingar af komu hans nema þegar nærri þeim sjálfum er höggvið. í þetta sinn snertir mig illa að vita þrjú ung börn verða möðurlaus á andartaki. Jóhanna ólst upp hjá foreldrum sinum ásamt mörgum systkinum uns hún gekk að eiga eftirlifandi eiginmann sinn Marel Einarsson vélvirkja hinn 28. des. 1969. Þau eignuðust þrjú börn sem nú eru tveggja, fjögurra og átta ára gömul. Ég var heimagangur hjá for- eldrum hennar og því vel kunnug- ur Jóhönnu. Hún var elskuleg, glaðvær og mjög trúuð, las um og fylgdist með, ef rætt var um hvað við tæki, þegar héðan úr heimi væri farið. Mig brestur orð á þessari kveðjustund. En sú er von mín og fyrirbæn að sá sem allt gefur og öllu stjórnar veiti Marel heilsu og styrk til þess að ráða fram úr vandamálum' sínum er hann stendur eftir með þrjú ung börn. Ég bið Hann að gefa börnum þeirra veg sinn að ganga og hönd sína að leiða þau til náms og þroska á ókomnum árum. Hennar minning er fögur. Munið hana sem fagurt vor. Astvinum öllum votta ég samúð. Björgvin Grlmsson _____ jr Eggert Olafsson - Minningarorð Þegar ég heyrði lát vinar míns Eggerts Ölafssonar setti mig hljóðan, og ég trúi þvi vart enn, að þessi káti og lífsglaði félagi minn og vinur okkar hjónanna sé horfinn, svo lifandi er hann var og verður ávallt fyrir hugskots- sjónum mínum. Fyrir tuttugu og átta árum upp- hófust náin kynni okkar i gegnum eiginkonur okkar, og má segja að betri vini en þau hjönin Guð- björgu Valdimarsdóttur og Egg- ert Ólafsson höfum við aldrei eignast, og eigum ótaldar og ógleymanlegar samverustundir með þeim. Þar sem nákominn ættingi mun geta um uppruna Eggerts, upp- eldi og ævistarf, ætla ég ekki að endurtaka það hér, en hann var lærður trésmiður ög vann ávallt við þá iðn, þar til að hann réð sig til Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar sem hann vann við mælingar o.fl. og var að störfum fyrir þá stofnun þegar andlát hans bar að. Þar fór góður drengur langt fyrir aldur fram, aðeins 54 ára gamall, og virðist manni að stað- reyndin sé oft æði óraunsæ og svo að nálgist hreinasta óréttlæti. Ekki skal maður samt dæma um það, svo litið sem maður þekkir þann tilgang sem tilvera okkar i þessum heimi er. En það vil ég vona. að sú hlýja vinátta sem með okkur hefur ávallt verið, og þær góðu minn- ingar sem við eigum, megi vara í vitund okkar og eigi sitt framhald á öðru tilverustigi þegar við erum öll gengin á vit framtíðarinnar. Að lokum vil ég þakka þessum vini mínum og minnar fjölskyldu fyrir þau góðu kynni, vináttu og ógleymanlegar minningar sem hann skilur eftir sig hér. Ég bið þann góða Guð, sem er okkar stærsti styrkur og von í þessum heimi að gefa hans góðu eiginkonu og börnum styrk og þrek við þann mikla tnissi sem þau hafa orðið fyrir. Vertu sæll Eggert minn, þar til endurfundir okkar verða á ný. Átli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.